Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 11

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2020/106 179 R A N N S Ó K N Inngangur Árlega greinast um 1600 einstaklingar á Íslandi með krabbamein. Fimm ára lifun þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi hefur aukist undanfarna áratugi og voru 14.744 einstaklingar á lífi í árslok 2017 sem greinst höfðu með krabbamein einhverntíma á lífsleiðinni. Búist er við að sá hópur fólks sem lifir lengi eftir grein- ingu með krabbamein fari stækkandi.1,2 Það er vel þekkt að yfirþyngd og offita eru áhættuþættir þess að greinast með krabbamein.3-5 Jafnvel eru leiddar að því líkur að með minnkuðum reykingum almennings verði yfirþyngd og offita algengasti áhættuþáttur krabbameina í þróuðum ríkjum.6 Holda- far fólks getur einnig breyst við krabbameinsmeðferð, en það er algengast að fólk þyngist í meðferðinni og sumir tapa vöðvamassa samhliða því.4,7 Aukin líkamsfita virðist fylgja ýmsum gerðum krabbameinsmeðferða, sérstaklega andhormónalyfjum vegna brjóstakrabbameina8,9 og testósterónbælandi lyfjameðferð vegna krabbameina í blöðruhálskirtli.10,11 Yfirþyngd og offita auka áhættu á endurkomu ýmissa tegunda krabbameina,12 en einnig líkur á nýgreiningu á öðrum krabba- meinum4,12 og geta hækkað dánartíðni vegna sumra algengra krabbameina.4,12-15 Í Bandaríkjunum er talið að yfir 90.000 andlát vegna krabbameina séu tilkomin vegna yfirþyngdar og offitu sem sennilega mætti koma í veg fyrir.14 Samt sem áður er til stað- ar svonefnd yfirþyngdarþversögn, sem sumir vilja kalla líkams- þyngdarstuðulsþversögn.16,17 Þrátt fyrir áðurnefnda fylgni á milli hás líkamsþyngdarstuðuls (LÞS) og þess að greinast með krabba- mein, og að látast af völdum krabbameina, virðist yfirþyngd vera verndandi þáttur hjá fólki sem greinist með krabbamein.18,19 Þetta leiðir stundum til J-laga fylgni á milli LÞS og andláts af völdum krabbameinsins, þannig getur dánartíðni verið hærri hjá þeim sem eru með lágan LÞS miðað við þá sem eru í kjörþyngd eða yfir- þyngd en svo hækkar tíðni andláta aftur eftir því sem LÞS hækk- ar.20 Ástæður þess að sumir fitna í krabbameinsmeðferð tengjast meðal annars aukaverkunum af frumudrepandi lyfjameðferð og minnkaðri hreyfingu.4 Tengsl hafa einnig fundist á milli LÞS og heilsutengdra lífsgæða heilbrigðra, á þann hátt að hækkandi LÞS fylgja lakari heilsutengd lífsgæði.21 Þrek, holdafar og heilsutengd lífsgæði eftir krabbameinsmeðferð Á G R I P TILGANGUR Sífellt fleiri lifa lengi eftir meðferð vegna krabbameins. Þekking á langtímaáhrifum krabbameinsmeðferðar á þrek, holdafar og heilsu- tengd lífsgæði fólks, er mikilvæg fyrir þennan vaxandi samfélags- hóp. Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur: (a) að mæla þrek, holdafar, heilsutengd lífsgæði og persónueinkenni fólks sem hefur lokið við læknismeðferð vegna krabbameina undanfarin 10 ár; og (b) að athuga hvort þrek hafi fylgni við holdafar og heilsutengd lífs- gæði fólks sem hefur lokið við læknismeðferð vegna krabbameina. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Áttatíu þátttakendur (25-77 ára) af báðum kynjum, sem voru í sjúkdómshléi eða álitnir læknaðir af krabbameini, svöruðu spurn- ingalistum um heilsutengd lífsgæði (SF-36v2 og EQ-5D-3L) og persónuleika D (DS14). Blóðþrýstingur, líkamsþyngdarstuðull (LÞS), fituprósenta, þrek metið með 6 mínútna gönguprófi (6MWT) og ummál mittis og mjaðma var mælt. Notað var SPSS til að fá lýsandi tölfræði og við útreikning á fylgnistuðlum, miðað var við 95% mark- tektarmörk. NIÐURSTÖÐUR Tveir af hverjum þremur þátttakendum voru með einhverja þætti holdafars yfir viðmiðunarmörkum. Rúmlega helmingur þátttakenda var yfir kjörþyngd, 66,3% voru með mittisummál yfir viðmiðunar- mörkum, 45,0% voru með hlutfall milli mittis og mjaðma yfir viðmiðunarmörkum. Gengin vegalengd í 6MWT var að meðaltali 634 m +/- 83 m. Marktæk fylgni (p<0,05) mældist á milli 6MWT og holdafars, ásamt 6MWT við flesta þætti heilsutengdra lífsgæða. Aðeins 13,8% þátttakenda mældust með persónuleika D. ÁLYKTANIR Holdafar fólks sem hefur lokið við krabbameinsmeðferð er almennt yfir viðmiðunarmörkum. Þrek hefur fylgni við heilsutengd lífsgæði og holdafar fólks sem hefur lokið við krabbameinsmeðferð. G. Haukur Guðmundsson1,2 sjúkraþjálfari Erlingur Jóhannsson1,3 lífeðlisfræðingur 1Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum, menntavísindasviði Háskóla Íslands, 2Ljósið – endurhæfing fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein, 3Institutt for idrett, kosthold og naturfag, Høskulen på Vestlandet, Bergen, Norge. Fyrirspurnum svarar Erlingur Jóhannsson, erljo@hi.is Þrek fólks sem fer í krabbameinsmeðferð getur skerst af ýms- um sökum, til dæmis vegna áhrifa lyfja og geisla á hjartavöðva og lungu.22 Skerðing verður á þreki fólks sem hefur lokið við ýmist lyfjameðferð og/eða geislameðferð vegna brjóstakrabba- meins og virðist sú skerðing aukast þegar fram líða stundir frá meðferðarlokum umfram það sem gengur og gerist hjá fólki sem ekki hefur greinst með krabbamein og farið í meðferð vegna þess.7 Þetta er í samræmi við norska rannsókn sem sýndi að konur sem fengu ekki markvissa íhlutun í formi þjálfunar misstu þrek á ári á meðan konur sem höfðu fengið þjálfunaríhlutun í 16 vikur og íhlutun síðan hætt voru enn með bætt þrek ári seinna.23 Reglu- leg hreyfing er mjög gagnleg fólki sem greinist með krabbamein, meðal annars vegna þess að hreyfing getur spornað gegn því að fólk þyngist.12,13,24 Regluleg hreyfing getur einnig dregið úr líkum á því að fólk greinist með ýmsar tegundir krabbameina.5 Því er mikilvægt að hvetja þá sem greinast með krabbamein til að leggja stund á reglulega hreyfingu, ásamt því að stunda aðra holla lifn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.