Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 32

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 32
200 LÆKNAblaðið 2020/106 síðan; að landamærum einstakra ríkja yrði lokað, landamærum Schengen lokað og að útgöngubann yrði komið á í sumum lönd- um innan þriggja vikna! Fylgið ráðleggingum um sóttvarnir, skipuleggið starfsemi fyrirtækja í litlum teymum og afmörkuðum hólfum, þvoið hendur reglulega með sápu og vatni (t.d. alltaf þegar þið komið inn á heimili ykkar til að bera ekki smitefni þangað), notið spritt þess á milli þar sem ekki er aðgang- ur að vatni og sápu, og fylgið viðmiðum um 2 metra á milli fólks á fundum, í vinnu og í röðum. Verið ekki með léttan endur- tekinn hósta eða kvef eða hita innan um aðra, VERIÐ ÞÁ HEIMA. Gerið athugasemdir þegar fólk virðir þetta ekki. Veiran fer ekki í manngreinar- álit og fjölgar sér ekki nema hún komist í öndunarveg okkar. Smitleiðir eru snert- ismit og dropasmit (einhver hóstar eða hnerrar smitefni beint á aðra manneskju). Veiran lifir allt frá allmörgum klukku- stundum upp í nokkra daga við bestu aðstæður á yfirborði ýmissa hluta sem við snertum oft í daglegu lífi. Þið þurfið ekkert að klappa fyrir starfsfólki heilbrigð- isþjónustunnar í rokinu og rigningunni núna klukkan 19 - en í guðanna bænum farið eftir samkomubanninu! (Deilist að vild) 17. mars Þórgunnur Ársælsdóttir KVÍÐI Á ÓVISSUTÍMUM Það er eðlilegt og algengt að finna fyrir kvíða á óvissutímum. Kvíði er tilfinning sem hefur tilhneigingu til að magna sjálfa sig upp, og þegar kvíði tekur völdin hefur hann víðtæk áhrif á starfsemi bæði líkama og huga. Því er gott að eiga nokkur góð Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið senda svona fordæmislausar og brýnar kveðjur að undanförnu. Efri röð frá vinstri: Helga T. Jónasdóttir, Auður Karen Gunnlaugsdóttir, Áslaug Pálsdóttir, Ilmur Dögg Níelsdóttir, Indriði Einar Reynisson, Íris Hafþórsdóttir og Ingunn Bjarnadóttir. Neðri röð frá vinstri: Elín Heiður Ólafsdóttir, Vilborg Hafsteinsdóttir, Ólaf- ur Sveinbjörnsson, Kristín Björg Flygenring og Thelma Björk Árnadóttir. Mynd Kristín Björg Flygenring hjúkrunafræðingur í heilsugæslunni Firði í Hafnarfirði. Frá LÍ. Jafningjastuðningur lækna Ágætu kollegar. Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefni. Það reynir á í störfum okkar um þessar mundir, hefur áhrif á samskipti, skipulag og starfsumhverfi. Við þurfum öll að breyta daglegum venjum. Tilvera okkar hefur tekið á sig breytta mynd í svip- hendingu. Fréttir berast erlendis frá af miklu álagi á lækna. Á slíkum tímum er sam- staða og umhyggja fyrir hvert öðru mikilvæg. Við læknar þurfum vera reiðubúin og örugg frammi fyrir þessi verkefni. Spyrjum, æfum og þjálfum viðbrögð með sam- starfsfólki við því ástandi sem kann að skapast. Verum viðbúin og aðgætin. Skerpum á jafningjafræðslu og styðjumst við traust gögn og fyrirmæli á okkar vinnustað. Byggjum líka upp jafningastuðning. Byrgjum hvorki áhyggjur ekki inni né það hvernig álagið hefur áhrif á okkur og samstarfshópinn. Gleymum heldur ekki fjölskyldum okkar. Styðjum þær og upplýsum og umvefjum og veitum öryggi. Göngum jákvæð til starfa sem samhentur og samstilltur vel undirbúinn og þjálf- aður hópur, þannig klárum við þetta verkefni eins og önnur krefjandi sem falla okkur í skaut sem læknar. Að lokum er minnt á átakið læknar styðja lækna og lýst eftir fleiri kollegum sem eru reiðubúnir að aðstoða um þessar mundir, ekki síst þeim sem eldri eru og reyndari úr hópi öldunga og hafa séð tímana tvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.