Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 39

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2020/106 207 þvagfæraskurðlæknarnir á Íslandi sem ég hafði kynnst, Eiríkur Jónsson, Guðmund- ur Vikar og Þorsteinn Gíslason, allt góðir menn í sínu fagi og ég leit upp til, fóru til Ameríku og ég ákvað að feta í fótspor þeirra.“ Hann lærði í Dartmouth í New Hamps- hire, sem er í um tveggja tíma akstursfjar- lægð frá Boston. Þar hafi íslenskir læknar verið fyrir, bæði Eiríkur Jónsson og Einar Sverrisson en hann starfar enn við þann spítala. „Ég vissi því að hverju ég gekk,“ seg- ir Jóhann. Umhverfið sé sérstakt. „Ivy League“ háskóli í 12.000 manna bæ í skóglendi langt frá öllum stórborgum. Hann fór ekki einn út. Álfheiður Haralds- dóttir konan hans og nokkurra mánaða dóttir fluttu með. „Svo fæddist seinni dóttirin þegar við vorum búin að vera úti í 5 ár,“ segir hann. Of dýrkeypt að flytja heim Hann stefndi heim eftir sérnám en sótti fyrst undirsérnám á Mayo Clinic í Roche- ster Minnesota. „En sérnám er ekki arð- vænlegt til skamms tíma og sagan mín því lík sögu margra. Við vorum með lítil fjárráð eftir sérnámið og lítið uppsafnað fé. Við sáum að það gengi ekki upp fjár- hagslega að koma heim,“ segir hann. „Það er erfið tilhugsun að flytja heim 38 ára með tvö börn eftir strangt háskólanám. Það er einfaldlega ekki hlaupið að því.“ Þau hafi því sótt um starf í Banda- ríkjunum. „Því er ekki að neita að laun þvagfæraskurðlækna í Bandaríkjunum eru góð.“ Þá hafi ekki skemmt fyrir að fá starf sem var sem sniðið að námi hans og fullmótað. Var á Læknadögum Jóhann sagði frá nýrnasteinaaðgerðum sínum á Læknadögum í janúar. Hann bendir á að 11. hver Bandaríkjamaður fái nýrnasteina og margir hverjir aftur og aft- ur. „Þetta er það algengt vandamál,“ segir hann. Hann segir að flestir sjúklingar sem fái nýrnasteinakast nái að skila steinunum frá sér af sjálfsdáðum. „Þetta eru grábölvaðir verkir og fólki líður ömurlega. Ef það nær að pissa þeim út ráðumst við ekki í inn- grip.“ Þrjár leiðir séu í boði gangi steinarn- ir ekki niður. „Hægt er að nota höggbylgjumeðferð sem brýtur steininn niður í smáar agnir. Svo stólum við á að sjúklingurinn skili þeim út. Kosturinn við þá aðferð er að ekkert tæki fer inn í sjúklinginn og ekki Jóhann Ingimarsson hefur komið sér vel fyrir í Bandaríkjunum eftir sérnám ásamt fjölskyldu sinni. Hann flutti erindi á Læknadögum um nýrnasteina en fjórðungur allra aðgerða sem hann framkvæmir eru tengdar þeim. Mynd/ Védís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.