Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Síða 39

Læknablaðið - apr. 2020, Síða 39
LÆKNAblaðið 2020/106 207 þvagfæraskurðlæknarnir á Íslandi sem ég hafði kynnst, Eiríkur Jónsson, Guðmund- ur Vikar og Þorsteinn Gíslason, allt góðir menn í sínu fagi og ég leit upp til, fóru til Ameríku og ég ákvað að feta í fótspor þeirra.“ Hann lærði í Dartmouth í New Hamps- hire, sem er í um tveggja tíma akstursfjar- lægð frá Boston. Þar hafi íslenskir læknar verið fyrir, bæði Eiríkur Jónsson og Einar Sverrisson en hann starfar enn við þann spítala. „Ég vissi því að hverju ég gekk,“ seg- ir Jóhann. Umhverfið sé sérstakt. „Ivy League“ háskóli í 12.000 manna bæ í skóglendi langt frá öllum stórborgum. Hann fór ekki einn út. Álfheiður Haralds- dóttir konan hans og nokkurra mánaða dóttir fluttu með. „Svo fæddist seinni dóttirin þegar við vorum búin að vera úti í 5 ár,“ segir hann. Of dýrkeypt að flytja heim Hann stefndi heim eftir sérnám en sótti fyrst undirsérnám á Mayo Clinic í Roche- ster Minnesota. „En sérnám er ekki arð- vænlegt til skamms tíma og sagan mín því lík sögu margra. Við vorum með lítil fjárráð eftir sérnámið og lítið uppsafnað fé. Við sáum að það gengi ekki upp fjár- hagslega að koma heim,“ segir hann. „Það er erfið tilhugsun að flytja heim 38 ára með tvö börn eftir strangt háskólanám. Það er einfaldlega ekki hlaupið að því.“ Þau hafi því sótt um starf í Banda- ríkjunum. „Því er ekki að neita að laun þvagfæraskurðlækna í Bandaríkjunum eru góð.“ Þá hafi ekki skemmt fyrir að fá starf sem var sem sniðið að námi hans og fullmótað. Var á Læknadögum Jóhann sagði frá nýrnasteinaaðgerðum sínum á Læknadögum í janúar. Hann bendir á að 11. hver Bandaríkjamaður fái nýrnasteina og margir hverjir aftur og aft- ur. „Þetta er það algengt vandamál,“ segir hann. Hann segir að flestir sjúklingar sem fái nýrnasteinakast nái að skila steinunum frá sér af sjálfsdáðum. „Þetta eru grábölvaðir verkir og fólki líður ömurlega. Ef það nær að pissa þeim út ráðumst við ekki í inn- grip.“ Þrjár leiðir séu í boði gangi steinarn- ir ekki niður. „Hægt er að nota höggbylgjumeðferð sem brýtur steininn niður í smáar agnir. Svo stólum við á að sjúklingurinn skili þeim út. Kosturinn við þá aðferð er að ekkert tæki fer inn í sjúklinginn og ekki Jóhann Ingimarsson hefur komið sér vel fyrir í Bandaríkjunum eftir sérnám ásamt fjölskyldu sinni. Hann flutti erindi á Læknadögum um nýrnasteina en fjórðungur allra aðgerða sem hann framkvæmir eru tengdar þeim. Mynd/ Védís

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.