Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 16
184 LÆKNAblaðið 2020/106
R A N N S Ó K N
Þrek
Þrek sýndi neikvæða fylgni við alla mælda þætti holdafars hjá
báðum kynjum á þann hátt að eftir því sem þrekið var meira,
þeim mun lægri var líkamsþyngd, fituprósenta og LÞS þátttak-
enda. Þetta er í samræmi við rannsóknir á börnum sem hafa feng-
ið krabbamein41 og rannsóknir á frískum einstaklingum.42 Fylgnin
milli þreks og holdafars gefur til kynna að hreyfing og líkams-
þjálfun, í þeim tilgangi að bæta þrek, gæti einnig verið gagnleg
til þess að sporna gegn því að holdafar fari yfir viðmiðunarmörk.
Þrek sýndi jákvæða fylgni við marga þætti heilsutengdra lífs-
gæða og eigið mat á heilsu beggja kynja. Þrek sýndi marktæka
fylgni við alla þætti SF-36v2 kvenna. Meðal karla fannst fylgni
milli þreks og líkamlegra lífsgæða, líkamlegrar virkni, skerðingar
á virkni vegna líkamlegra kvilla og skerðingar á virkni vegna
geðrænna kvilla. Þrátt fyrir að heilsutengd lífsgæði þátttakenda
væru í meðallagi, gefur þetta til kynna að með bættu þreki mætti
einnig bæta marga þætti heilsutengdra lífsgæða fólks eftir krabba-
meinsmeðferð, eins og þekkist meðal annars hjá konum eftir með-
ferð vegna brjóstakrabbameina.43 Þar sem fylgni á milli þreks og
heilsutengdra lífsgæða finnst bæði hjá körlum og konum í þessari
rannsókn, styður það klíníska notkun á 6MWT, meðal annars til
að meta óbeint heilsutengd lífsgæði karla og kvenna sem hafa lok-
ið við krabbameinsmeðferð.
Styrkleiki og veikleiki
Styrkleiki rannsóknarinnar var að allar mælingar voru fram-
kvæmdar af sama aðila og því eins staðið að öllum mælingum á
þeim 80 einstaklingum sem tóku þátt. Enginn sem kemur að rann-
sókninni á hagsmuna að gæta varðandi rannsóknina eða niður-
stöður úr henni. Veikleiki rannsóknarinnar var að allir þátttak-
endur óskuðu eftir þátttöku að eigin frumkvæði. Því getur verið
að úrtakið endurspegli ekki þýðið að fullu. Það gæti skekkt niður-
stöður að einhverju leyti44 og jafnvel látið þennan samfélagshóp
líta út fyrir að vera í æskilegri holdum og lifa við betri heilsutengd
lífsgæði en raunin er. Sú staðreynd að einungis 14% þátttakenda
mældust með persónuleika D styður þessa tilgátu, þar sem aðrar
rannsóknir hafa sýnt fram á hærra hlutfall fólks með persónuleika
D meðal almennings og sjúklingahópa.32,40 Það gæti, eins og áður
segir, skekkt niðurstöður á þann hátt að láta þýðið líta út fyrir
að vera í betra ásigkomulagi en raunin er, vegna þess að hærra
hlutfall fólks með persónuleika D gæti leitt af sér lakari útkomu
í heilsufarsmælingum.31,40 Annar veikleiki rannsóknarinnar var
sá hversu fáir karlmenn tóku þátt, sem gerði það að verkum að
ekki var nægilegt tölfræðilegt afl til að athuga fylgni milli þreks
og allra þátta heilsutengdra lífsgæða hjá körlum. Einnig er það
veikleiki á rannsókninni að flestir þátttakendur komu inn í rann-
sóknina í gegnum Ljósið – endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð
fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein. Stór hluti þessa hóps
er því fólk sem hefur nýtt sér markvissa endurhæfingu og aðstoð
sem er valfrjáls og mögulega notið góðs af því við að ná að byggja
Tafla VI. Fylgni á milli breyta sem lýsa þreki og holdafari og breyta sem lýsa margvíslegum mælivíddum heilsutengdra lífsgæða kvenna.
Konur (n=65) Pearson's r 6MWT p-gildi LÞS p-gildi Ummál
mittis
p-gildi Hlutfall á ummáli
mittis og mjaðma
p-gildi Fitu-
prósenta
p-gildi
EQ-5D VAS 0,473 <0,001 -0,305 0,013 -0,364 0,003 -0,315 0,011 -0,276 0,026
EQ-5D TTO 0,441 <0,001 -0,217 0,082 -0,295 0,017 -0,243 0,017 -0,243 0,051
SF-36 PCS (líkamleg lífsgæði) 0,501 <0,001 -0,303 0,014 -0,343 0,005 -0,300 0,015 -0,314 0,011
SF-36 MCS (andleg lífsgæði) 0,320 0,009 -0,066 0,603 -0,078 0,535 -0,054 0,670 -0,130 0,304
SF-36 PF (líkamleg virkni) 0,494 <0,001 -0,190 0,130 -0,229 0,067 -0,239 0,055 -0,214 0,087
SF-36 RP (skerðing á virkni vegna
líkamlegra kvilla) 0,435 <0,001 -0,177 0,158 -0,205 0,101 0,189 0,132 -0,299 0,016
SF-36 BP (líkamlegir verkir) 0,447 <0,001 -0,338 0,006 -0,375 0,002 0,349 0,004 -0,315 0,011
SF-36 GH (skynjun á eigin heilsu) 0,437 <0,001 -0,248 0,046 -0,258 0,038 -0,147 0,243 -0,229 0,066
SF-36 VT (þróttur) 0,493 <0,001 -0,270 0,030 -0,299 0,015 -0,181 0,149 -0,284 0,024
SF-36 SF (félagsleg virkni) 0,443 <0,001 -0,134 0,289 -0,198 0,113 -0,230 0,066 -0,171 0,174
SF-36 RE (skerðing á virkni vegna
andlegra kvilla) 0,334 0,005 -0,038 0,762 -0,103 0,415 -0,109 0,386 -0,154 0,221
SF-36 MH (andleg heilsa) 0,280 0,024 -0,089 0,483 -0,026 0,838 -0,011 0,933 -0,131 0,297
Konur (n=65) Spearman's rho 6MWT p-gildi LÞS p-gildi Ummál mittis p-gildi
Hlutfall á ummáli
mittis og mjaðma p-gildi
Fitu-
prósenta p-gildi
EQ-5D Hreyfigeta -0,308 0,012 0,227 0,068 0,220 0,079 0,225 0,072 0,128 0,308
EQ-5D Sjálfsumönnun -0,073 0,565 -0,027 0,833 0,090 0,476 0,120 0,341 -0,073 0,562
EQ-5D ADL (athafnir daglegs lífs) -0,249 0,045 0,273 0,028 0,255 0,040 0,191 0,128 0,162 0,197
EQ-5D Verkir -0,367 0,003 0,181 0,149 0,217 0,083 0,221 0,078 0,193 0,124
EQ-5D Kvíði -0,160 0,203 0,107 0,394 0,211 0,091 0,112 0,375 0,106 0,401
Skammstafanir og útskýringar: 6MWT (6 mínútna göngupróf), EQ-5D (spurningalisti sem metur heilsutengd lífsgæði), VAS (Visual Analogue Scale; sjónrænn kvarði sem merkt er við og
metur alhliða heilsufar), TTO (Time Trade Off; kvarði sem metur hversu mörgum æviárum fólk er til í að fórna til að lifa við betri lífsgæði), SF-36 (spurningalisti sem metur heilsutengd
lífsgæði).