Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 35

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2020/106 203 tilstuðlan hefur okkur nú tekist að tryggja pantanir á fullnægjandi fjölda sýnatöku- setta. Við þökkum kærlega fyrir allan stuðninginn! 11. mars Magnús Karl Magnússon Ágætu internet-veirufræðingar: Samfélag okkar stendur frammi fyrir flóknu og vandasömu verkefni. Samstaða, fagmennska, æðruleysi, kjarkur og dóm- greind eru dæmi um eiginleika sem munu koma okkur gegnum þetta tímabundna en erfiða ástand. Yfirvöld munu þurfa að taka ákvarðanir sem eru flóknar, það er að segja ákvarðanir sem ekki er beinlínis til eitt augljóst svar við. Við munum eðli málsins samkvæmt ekki vita hvort ákvörðunin sé rétt á þeim tímapunkti sem hún er tekin. Ég vil því biðja þá sem alltaf vita hvert er rétta svarið eða eru alltaf tilbúnir til að krítísera allar ákvarðanir að staldra við eitt augnablik. Dunning-Kruger áhrifin eiga svo sannarlega við núna, en Dunning- Krueger er hugsanavillan sem á við þegar þeir sem minnst vita, telja sig best vita (sjá meðfylgjandi mynd). Mér sýnast heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt góða dómgreind. Ég veit að þar höfum við geysilega gott fagfólk í broddi fylkingar. Ég veit líka að þar eru einstaklingar sem liggja talsvert langt til hægri á kúrfunni á meðfylgjandi mynd. Munum að rétt eins og veirur sem smitast frá einum einstaklingi til annars, þá gera hugmyndir það líka. Við megum ekki við því að blanda hættu- legum veirum saman við illa ígrundaðar hugmyndir frá fólki sem alltaf þykist vita best. Sýnum frekar okkur bestu hliðar. 23. mars Björn Geir Leifsson AÐVÖRUN! Óvitar eru að dreifa hættulegri vitleysu um netið, ekki síst á Facebook. KLÓR ER ALLS EKKI LYF VIÐ KÓRÓNA- VEIRU EÐA ÖÐRUM VEIKINDUM EÐA HEILSUBRESTI! Það er hættulegt að taka inn klór, jafnvel í litlu magni. Það hefur valdið dauðsföllum. Það er ENN hættulegra að blanda sýru (ediki, sítrónusafa eða þess háttar) í klór, við það losnar eitrað gas. Yfirvöld stöðvuðu sölu á iðnaðarklór í íslenskum heilsubúðum 2010 þegar óvitar voru að selja þetta undir heitinu „MMS- lyf“ sem átti að gagnast við flestu og gott betur. Þessi tiltekna vitleysa er upprunnin frá sjálfskipuðum „biskupi“ í Bandaríkjun- um. Sá er ekki með öllum mjalla svo vægt sé til orða tekið. Þetta er meðal annars ráðlagt sem meðal við einhverfu og hefur skaðað og drepið marga. Því miður eru til dæmi um að íslenskir græðarar séu að ráðleggja að kaupa þetta á netinu og taka inn! Svalvogaleiðin úr Arnarfirði yfir í Dýrafjörð tekur á hátt og í hljóði en málið er það komast hana samt allir, það er bara að bíta á jaxlinn. Mynd/Ólafur Már Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.