Læknablaðið - apr. 2020, Side 37
LÆKNAblaðið 2020/106 205
Stuttfréttir af
COVID-19
• Þúsundir smitast
Samkvæmt spálíkani vísindamanna Háskóla
Íslands má ætla að 1.500 manns verði
greindir með COVID-19 hér á landi á meðan
faraldurinn gengur yfir, en talan gæti náð
tæplega 2.300 manns skv. svartsýnustu spá,
samkvæmt uppfærðu líkaninu 25. mars.
• Álag á heilsugæslum
„Reynum að forðast skriffinnsku,“ biðlaði
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu, til atvinnurekenda
vegna álags af beiðnum um vottorð vegna
eins tveggja daga veikinda óháð Covid-19.
Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi
landlæknis og almannavarna. Hann fór yfir
samstarf Læknavaktarinnar, heilsugæslunn-
ar og Landspítala þann 24. mars
• Starfsmenn í sóttkví
Á þriðja hundrað starfsmanna Landspít-
ala hafa verið í sóttkví frá 20. mars vegna
kórónuveirunnar Covid-19. Starfsmenn í
einangrun hafa verið á þriðja- og fjórða tug
hvern dag. Ekki fengust upplýsingar um
hversu margir læknar væru þar á meðal en
Læknafélag Íslands leitast nú við að safna
þeim upplýsingum saman.
• COVID-19 göngudeild
Sérstök COVID-19-göngudeild var tekin til
starfa á Landspítala 24. mars. Þar er sjúk-
lingum sem greinst hafa með kórónuveiruna
Covid-19 sinnt. Göngudeildin er í Birkiborg
á lóð Landspítala Fossvogi. Ragnar Freyr
Ingvarsson er yfirlæknir deildarinnar og Sól-
veig Sverrisdóttir deildarstjóri.
• Andlát vegna veirunnar
Liðlega sjötug kona, sem glímt hafði við
langvarandi veikindi, lést mánudaginn 23.
mars á smitsjúkdómadeild Landspítala af
völdum Covid-19 veirunnar. Hún er sú fyrsta
sem lætur lífið vegna veirunnar á spítalanum
en ástralskur ferðamaður lést á Heilbrigðis-
stofnunar Norðurlands á Húsavík þann 16.
mars.
• Ólík afbrigði veirunnar greind
Íslensk erfðagreining hefur raðgreint um
40 stökkbreytingar af COVID-19 kórónu-
veirunni, samkvæmt fréttum RÚV 23. mars.
Fyrirtækið hóf að skima fyrir veirunni 13.
mánaðarins. Sagt var frá í fréttum að einn
einstaklingur hafi greinst með tvenns konar
afbrigði veirunnar.
• Fyrsti lagður inn
Fyrsti smitaði einstaklingurinn af Covid-19
veirunni var lagður inn á spítala 9. mars. Frá
þeim degi hafa mest fjórtán verið lagðir inn
á spítalann vegna veirunnar. Frá 24. mars
höfðu ekki fleiri en 2 verið á gjörgæslu hverju
sinni með veiruna.
26. mars
Sveinn Rúnar Hauksson
Níu manns höfðu staðfesta Covid-19 sýk-
ingu á Gaza á fimmtudaginn 26. mars.
Hröð útbreiðsla er meiri ógn þarna en
víðast annars staðar vegna þéttbýlis,
skorts og innilokandi og eyðileggjandi
hernáms.
23. mars
Augljós
Bráðaaugnsjúkdóma - og augnslysavakt
Að gefnu tilefni bjóðum við fram krafta
okkar til að létta af álagi á slysadeild,
heilsugæslu og Læknavaktar vegna
COVID-19 faraldursins sem nú gengur
yfir. Við verðum einnig með símavaktina
opna frá 8:00-16:00.
Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráð-
herra frá 23. mars 2020 munum við ekki
framkvæma valkvæðar skurðaðgerðir,
þar á meðal laseraðgerðir, fyrr en slíkt er
óhætt að mati Landlæknis.
Þetta á einnig við almennar komur
aðrar en bráðakomur.
Vinsamlegast athugið að koma ekki
inn á stofuna ef þið hafið einkenni sem
gæti samrýmst COVID-19. Landlæknir
hefur gefið út leiðbeiningar þar að lút-
andi sem finna má á landlaeknir.is
Virðingarfyllst,
Jóhannes Kári Kristinsson, augnlæknir
Elva Dögg Jóhannesdóttir, augnlæknir
25. mars
Läkartidningen
Ett skyddsstopp kan bli fallet i en
krissituation när skyddsutrustning inte
räcker till för att vårda patienter med
covid-19. Skyddsombud runtom i landet
förbereder sig för en sådan situation.
24. mars
Tidsskrift for
Den norske legeforening
Vi er blant de landene i Europa med
færrest sykehussenger per capita. Hvor
skal koronapasientene ligge?
27. mars
Ugeskrift for Læger
MED INFEKTIONSMEDICINEREN PÅ
VAGT : "Jeg tænder bagvagtstelefonen, og
der går syv sekunder, til jeg får det første
coronaopkald. Og så vælter det ind med
coronaspørgsmål".
Andreas Knudsen, der er reservelæge
på Hvidovre Hospitals infektionsmed-
icinske afdeling, svarer på spørgsmål
fra praktiserende læger, hjemmeplejen,
kollegaer fra andre afdelinger og mange
andre.
Almannavarnadeild ríkis-
lögreglustjóra og Embætti
landlæknis komu í loftið
síðunni covid.is. Hún er
sérlega greinargóð, einföld,
lýsandi og myndræn. Efnið
er þýtt á 8 tungumál sem
notuð eru á hér á landi, - hér
er aðalsíðan á pólsku en Pól-
verjar eru sem kunnugt er
stærsti hópur innflytjenda
á Íslandi.