Bændablaðið - 20.08.2020, Page 11

Bændablaðið - 20.08.2020, Page 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 2020 11 Þrettán verkefni fengu úthlutað styrkjum í verkefninu Áfram Árnes hreppur sem stendur yfir og er hluti af verkefninu Brot­ hættar byggðir á vegum Byggða­ stofnunar. Úthlutað var tæplega 14,8 milljónum króna til verkefn­ anna. Þess er vænst að verkefnin muni augða mannlíf og samfélagið allt í þessu fámennasta sveitarfé­ lagi landsins. Stærsti styrkurinn fer til endur bóta á búningsaðstöðu við Krossneslaug. Hún var gerð árið 1954 og er rétt fyrir ofan fjöruna þannig að gestir horfa út yfir haf- flötinn þegar þeir slaka á í lauginni. Ungmennafélagið Leifur heppni sér um rekstur laugarinnar. Annað stórt verkefni er uppbygging á Baskasetri sem mun fjalla um veru Baska hér á landi. Þeir stunduðu sjávarnytjar hér um langt skeið fyrr á öldum. Einnig verður saga Spánverjavíganna rakin, en sýslumaðurinn Ari í Ögri lét elta uppi og drepa áhafnir þriggja baskneskra skipa sem höfðu farist í Reykjarfirði. Setrið og sýningin verður sett upp í risavöxnum lýsistanki í gömlu síldarverksmiðjunum í Djúpavík. Hanna og smíða smáhýsi Verkefnið Djúpavíkurhús snýst um að hanna og framleiða smáhýsi sem verða síðan seld um allt land. Húsin eru hugvitssamlega innréttuð þannig að rýmið nýtist sem best og þau eru einnig skemmtileg í útliti. Húsin verða framleidd i Djúpavík eins og nafnið bendir til. Ómar Bjarki Smárason fékk styrk til að kortleggja og gera aðgengilegar upplýsingar um hina merkilegu jarðfræði Árneshrepps og Kristjana Svarfdal fékk styrk til að koma upp jógasetri í gamla renniverkstæðinu í síldarverksmiðjubyggingunum í Djúpavík. Þá var veittur styrkur til kaupa á öryggisbúnað fyrir Sleðaferðir á Ströndum, m.a. Tetra- talstöðvar. Það var sett sem skilyrði að björgunarsveitin hefði aðgang að þeim ef á þyrfti að halda. Sleða- ferðirnar njóta sívaxandi vinsælda. The Factory er myndlistarsýning listamanna af ýmsu þjóðerni sem sýna í sal verksmiðjubyggingarinn- ar í Djúpavík. The Factory er stýrt af Emilie Dalum sem hefur séð um þetta verkefni í mörg ár, en alls hafa verið myndlistarsýningar í þessu rými frá því um aldamót. Styrkur var veittur til að bæta aðstöðu á tjald- stæði við Urðartind í Norðurfirði. Þar er nú verið að leggja lokahönd á vatnssalerni og snyrtingu fyrir tjald- ferðalanga. Verið er að hanna flóttaherbergi (Escape Room) í Djúpavík. Þetta er spennandi þraut fyrir unga sem aldna sem reynir á útsjónarsemi og að leggja saman vísbendingar til að fá út rétta niðurstöðu. Reiknað er með að herbergið verði tilbúið næsta sumar. Þróar ullarvinnslu Elsa Rut Jóhönnudóttir fékk styrk til að þróa áfram ullarvinnslu, en hún hefur gert tilraunir með lopa og ull og eru vörur hennar seldar í Verzlunarfjelagi Árneshrepps og njóta mikilla vinsælda. Verzlunarfjelagið fékk líka lítinn styrk til að bæta kaffi- aðstöðu fyrir gesti, enda þjónar versl- unin ekki síst sem samfélagsmiðstöð í Árneshreppi. Sögusýning í Djúpavík Í verksmiðjubyggingunum í Djúpa- vík er sögusýning um tilurð og starfsemi verksmiðjunnar, sem var reist á árunum 1934–5, að mestu með handafli. Sýnt er hvernig menn leystu risavaxin verkefni með hugvitssemi og samtakamætti. Sögusýningin fékk styrk, ekki síst til að gera söguskilti um m.s. Suðurlandið, en stefni þess er í fjörunni í Djúpavík. Það er afar myndrænt og er ljósmyndað í tætlur á hverju sumri. Ferðamálasamtök Árneshrepps fengu myndarlegan styrk til hönnunar og útgáfu á markaðsefni til að laða fólk til Árneshrepps. Að samtökunum standa allir ferðaþjónar í hreppnum og kemur það mörgum á óvart hve margt er að sjá og upplifa í Árneshreppi. /MÞÞ Starfssvið: TÆKNIMAÐUR Menntunar- og hæfniskröfur: Bústólpi ehf - fóður og áburður • Oddeyrartanga • 600 Akureyri • bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is Vegna aukinna umsvifa leitum við að framúrskarandi starfsmanni í DeLaval þjónustudeild Bústólpa. Starfsmaðurinn mun hljóta þjálfun hjá Bústólpa og DeLaval. • Þjónusta á DeLaval mjaltaþjónum og öðrum tæknibúnaði • Viðgerðir og uppsetningar á DeLaval búnaði • Iðnmenntun skilyrði • Góð enskukunnátta • Góð tölvukunnátta • Hæfni til að vinna sjálfstætt • Lipurð í mannlegum samskiptum • Þekking á landbúnaði er kostur • Bílpróf er skilyrði Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2020. Umsókn um starfið ásamt ferilskrá skal send til aðstoðarframkvæmdarstjóra á netfangið hanna@bustolpi.is. Bústólpi starfrækir fóðurverksmiðju á Oddeyrartanga á Akureyri ásamt því að reka verslun með vörur sem tengjast landbúnaði. Bústólpi er þjónustuaðili DeLaval á Íslandi. Það starfa 23 manns hjá Bústólpa og við höfum verið valið fyrirmyndar fyrirtæki 9 ár í röð af Creditinfo. Þrettán styrkir til fjölbreyttra verkefna í Árneshreppi: Baskasetur byggt upp í risavöxnum lýsistanki Þrettán verkefni fengu úthlutað styrk jum að upphæð tæplega 15 milljónir í verkefninu Áfram Árnes­ hreppur sem stendur yfir. Á mynd­ inni er hluti þeirra sem fengu styrki. Mynd / Skúli Gautason Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 41,9% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 21,9% 41,9% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu 29,2% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2019. Aldur 12-80 ára. Hvar auglýsir þú?

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.