Bændablaðið - 20.08.2020, Side 25

Bændablaðið - 20.08.2020, Side 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 2020 25 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Mikið úrval varahluta í Ifor Williams og allar aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Bænda 56-30-300 ÍSLAND ER LAND ÞITT Kortlagning ágengra plantna í Þingeyjarsveit: Skógarkerfill og lúpína breiðast hratt út „Það er mjög mikið af skógarkerfli í Þingeyjarsveit, sérstaklega á Laugum í Reykjadal, en þaðan hefur hann dreifst mjög víða um Reykjadalinn. Þá er orðið mikið af skógarkerfli á nokkrum svæðum í Kaldakinn og stöku stað í Aðaldal og Fnjóskadal,“ segir Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands. Sigþrúður og Sesselja Guðrún Sigurðardóttir, sem einnig er líf­ fræðingur hjá NNA, luku í sumar við kortlagningu á ágengum og framandi plöntutegundum í Þingeyjarsveit, lúpínu, skógarkerfli og bjarnarkló. Vettvangsvinnu er lokið og er nú verið að vinna upp úr henni. Verkinu lýkur í haust. Útbreiðsla eykst með minnkandi beit Sigþrúður Stella segir að skógarkerfillinn breiðist mjög hratt út um svæðið, meðfram vegum þar sem fræin „fá far“ með farartækjum og meðfram ám og lækjum. Einnig getur hann dreifst mjög auðveldlega með jarðvinnuvélum sem fara á milli svæða. Með minnkandi beit á svæðinu hefur útbreiðsla hans aukist mjög mikið og hann leggur auðveldlega undir sig gömul næringarrík tún og önnur vel gróin svæði en einnig tekur hann yfir lúpínubreiður. Í þéttum breiðum verður skógarkerfillinn allsráðandi og aðrar plöntutegundir þrífast þar ekki. „Spánarkerfill er ekki eins út ­ breidd ur en á nokkrum stöðum eru miög stórar breiður af honum. Hann dreifist á sama hátt og skógarkerfill. Hann er ekki enn orðinn eins ágeng­ ur en spurning hvað verður,“ segir Sigþrúður Stella. Aðrar plöntur verða undir í samkeppni við lúpínu Lúpína er víða um svæðið, að sögn Sigþrúðar Stellu, og eru stærstu breiðurnar í landgræðslugirðingum og skógarreitum en hún hefur einnig dreift sé víða utan þeirra svæða og inn á gróið land þar sem ekki er beit. „Lúpína hefur dreift sér víða meðfram Skjálfandafljóti og Fnjóská og út í eyrar og hólma í ánum. Plöntutegundum fækkar í lúpínubreiðum þar sem litlar plöntur verða undir í samkeppninni. Í hólmum og meðfram Fnjóská hefur t.d. eyrarrósin þurft að víkja fyrir lúpínu.“ Mikið um bjarnarkló á Végeirsstöðum Bjarnarkló, eða risahvönn, er ekki á mörgum stöðum innan sveitarfélagsins en Sigþrúður Stella segir að þó hafi nú í sumar fundist margar plöntur innan skógargirðingar við Végeirsstaði í Fnjóskadal, – „og þar eru fleiri plöntur en á öllum hinum stöðunum, þar sem bjarnarkló er, til samans“. /MÞÞ Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir við bjarnarklóarbreiðu á Végeirsstöðum fyrr í sumar. Mynd / Sesselja Guðrún Sigurðardóttir Sesselja Guðrún Sigurðardóttir við vettvangsvinnu sumarið 2019. Mynd / Chanee Thianthong Sesselja Guðrún og Sigþrúður Stella önnum kafnar í vettvangsvinnu í fyrrasumar. Mynd / Chanee Thianthong Séð yfir Lauga í Reykjadal sumari 2019, en þar sjást stórar kerfilsbreiður greini lega. Mynd / Aðalsteinn Örn Snæþórsson Íbúðarhúsnæði á Bifröst til leigu Fjölbreytt og hagstætt íbúðarhúsnæði til leigu. Einstaklingar fá herbergi í 2-6 manna íbúðum en einnig bjóðast fjölskylduíbúðir af öllum stærðum og gerðum. Tilvalið fyrir þá sem vilja stunda nám við Háskólann á Bifröst sem og þá sem vilja búa í fallegri sveit. Í skólanum er bjart og fallegt bókasafn og á staðnum er líkamsræktarstöð og heitir pottar. Með búsetu á Bifröst fylgir aðgangur að háhraða interneti. Nánari upplýsingar á bifrost.is - í fararbroddi í fjarnámi

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.