Bændablaðið - 20.08.2020, Qupperneq 26

Bændablaðið - 20.08.2020, Qupperneq 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202026 Skjól er nýlegt einkarekið tjald­ svæði sem var opnað vorið 2014 og nýtur sívaxandi vinsælda, bæði meðal erlendra ferðamanna og Íslendinga. Greinilegt er að mik­ ill metnaður ríkir í uppbyggingu staðarins og þjónustu við ferða­ menn, sem koma þar aftur og aftur. Enda hefur staðurinn skart­ að fimm stjörnum á ferðasíðunni Tripadvisor sem segir heilmikið um ánægju þeirra viðskiptavina sem þangað koma. Skjól er vel staðsett á „Gullna hringnum“ svonefnda, mitt á milli Gullfoss og Geysis við veg nr. 35 í landi Kjóastaða 1. Á veitinga­ staðnum, sem er með sali á tveim hæðum, er hægt að taka við allt að 180 manns í mat í einu. Stutt er í vinsælustu náttúruperlur landsins og aðeins 3,5 km niður að Geysi, 6 km upp að Gullfossi og um 4 km að Brúarhlöðum. Þá er kjörbúðir að finna í um 25–30 km radíus, þ.e. á Laugarvatni, á Flúðum og einnig á bensínstöðinni á Reykjum. Jón Örvar Baldvinsson er eig­ andi tjaldstæðisins og veitinga­ staðarins Skjóls. Tíðindamaður Bændablaðsins tók hús á Jóni Örvari nú í sumar og spurði hann um uppruna og ástæður þessarar uppbyggingar í landi Kjóastaða. Með sögufrægan bar á tjaldsvæði í uppsveitum Árnessýslu Það er þó fleira merkilegt við Skjól en myndarleg aðstaða fyrir ferðaglatt bakpoka­, fellihýsa­, hjólhýsa­ og húsbílafólk. Á veitingastaðnum sem þar hefur verið byggður upp er líklega um 57 ára gamall veglegur bar sem ættaður er úr Pálmasal Hótel Borgar í Reykjavík. Við þennan bar hafa margir þjóðþekktir og líka heimsfrægir einstaklingar væntanlega kneyfað öl úr krús eða dreypt á gini í tónik. Margir eiga þannig tengsl við þetta barborð í gleði og örugglega hafa einhverjir líka reynt að drekkja þar sorgum sínum. Meira að segja sölufulltrúi MS, sem færir eiganda Skjóls ost í hverri viku, á við það sterka tengingu. Hann heitir Bjarki Long og er lærður framreiðslumeist­ ari og nam sitt fag einmitt við þetta barborð á Hótel Borg á sínum tíma. Á kvöldin er ekki óalgengt að gestir setjist niður við barinn og spili nokkur lög á gítar. Ef gestir geta haldið lagi, spilað þrjú lög á gítar eða píanó og fengið klapp frá áhorfendum fá þeir gjarnan bjór í verðlaun. Þar hafa líka troðið upp margir heimsfrægir listamenn af ýmsum toga úr hópi gesta. Erfitt hefur þó verið undanfarið að bjóða upp á lifandi músík á Skjóli vegna nálægðartakmarkana og hættu á útbreiðslu COVID­19. Kom frá Húsavík og lærði að vera þjónn á Hótel Sögu „Ég er lærður þjónn og lærði mitt fag á Hótel Sögu þar sem ég byrjaði 22 ára gamall,“ segir Jón Örvar. „Ég hef eiginlega unnið við veitinga­ þjónustu alla mína starfsævi. Annars kem ég frá Húsavík og kom til starfa á Geysi árið 2002. Þar var ég að vinna til 2014 þegar ég hóf hér starf­ semi. Ég byggði þetta upp sem fjöl­ skylduvænt tjaldsvæði og hef haldið mig við það síðan.“ Jón passar upp á að krakkar hafi eitthvað við að vera í Skjóli og hefur komið upp ærslabelg á svæðinu ásamt rólum og sparkvelli. Þá reyndi hann um sinn að bjóða krökkum upp á að kynnast kanínum og geitum. Af heilbrigðissjónarmið­ um ákvað hann þó að hætta því, allavega í bili. Keypti land á Kjóastöðum 2010 „Ég keypti landið upphaflega undir þessa starfsemi af Magnúsi Jónassyni og Kristínu Ólafsdóttur á Kjóastöðum 1 árið 2010. Um haustið 2013 byrjaði ég að leggja hér vegi fyrir veitingastaðinn og tjaldstæðið og fá öll leyfi til að breyta skilyrðum landsins úr því að vera bújörð yfir í svæði fyrir verslun og þjónustu. Ég flutti tvö hús hér á lóðina 2014 og síðan opnaði ég aðstöðuna hér 1. júní 2014. Ég byggði síðan tengibyggingu úr stálgrind á milli húsanna árið 2017. Ég er því kominn hér með rúma 500 fermetra að gólffleti. Í upphafi byrjaði ég með að vera með „hostel“ gistingu í öðru húsinu og var nóg að gera. Hins vegar jókst eftirspurn eftir gistingu í gegnum Airbnb og annað hröðum skrefum hér á svæðinu og fékk ég þá hvergi gistingu fyrir starfsfólkið mitt. Þess vegna breytti ég gistiaðstöðunni í starfsmannahúsnæði og sparaði mér þá líka bílakostnað við að koma starfsmönnum til og frá vinnu. Ég fæ enga styrki eða meðgjöf með þessum rekstri og því held ég að næsta skref hjá mér verði að sækja um lögbýlarétt, allavega til að fá niðurfellingu af gjöldum vegna starfsmannahúsnæðis.“ Hyggst reisa nýtt aðstöðuhús fyrir tjaldstæðagesti Öll aðstaða fyrir tjaldstæðagesti, eins og salerni, sturtur og upp­ þvottaaðstaða, er í þjónustu húsinu sem hýsir líka veitingastaðinn. Þessu hyggst Jón breyta. „Það er stefnan að byggja hér á svæðinu nýtt aðstöðuhús sem ein­ göngu yrði fyrir tjaldstæðið, en í dag er sú aðstaða sameiginleg með veitingastaðnum sem getur stundum verið bagalegt.“ Áberandi breyting á aðbúnaði ferðamanna Jón segir að aðsóknin að tjaldsvæðinu Skjóli hafi vaxið hröðum skrefum og áberandi breyting sé á aðbúnaði ferðamanna. Nú séu hjólhýsi mest áberandi ásamt fellihýsum og tjaldvögnum, en tjöld eru ekki mjög áberandi lengur. Ört vaxandi aðsókn „Fyrsta árið vorum við að fá hingað á tjaldstæðið á milli tvö til fjögur þúsund manns. Það jókst fljótlega Jón Örvar Baldvinsson hóf rekstur á tjaldstæðinu Skjóli sumarið 2014 og nýtur staðurinn ört vaxandi vinsælda. ÍSLAND ER LAND ÞITT Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Bjarki Long er sölufulltrúi fyrirtækjasviðs MS og kemur reglulega í heimsókn til Jóns Örvars í Skjóli með ost. Hér eru þeir félagarnir við mjög merkilegan bar sem á sér mikla sögu og er frá 1963 og var á Hótel Borg í Reykjavík. Þar var barinn í Pálmasalnum til 2008 þegar staðnum var breytt. Bjarki er menntaður framreiðslumeistari og lærði sitt fag einmitt á þessum bar á Hótel Borg á sínum tíma. Barinn er mikil og vönduð smíð og níðþungur og segir Jón að mikið átak hafi verið að koma honum fyrir á veitingastaðnum í Skjóli.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.