Bændablaðið - 20.08.2020, Page 35

Bændablaðið - 20.08.2020, Page 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 2020 35 Gríðarlegur vandi sem skapast hefur vegna svínapestarinnar sem herjað hefur í Kína hefur orðið fjár­ málamönnum að féþúfu. Græða þeir nú sem aldrei fyrr á við skiptum með svínakjöt sem stórhækkað hefur í verði vegna minna framboðs. Qin Yinglin, forstjóri og aðal­ eigandi Muyuan Foodstuff Co., hefur horft á fyrirtæki sitt fjórfaldast í verði á þessu ári og eru eignir hans metnar á 8,6 milljarða dollara. Er þetta mesta eignaaukning á milljarðamæringa­ vísitölu Bloomberg yfir 500 ríkustu einstaklingana sem sést hefur þessi misserin. Segja má að Qin sé eins konar spútnik í milljarðamæringa­ hópnum og er hann í hópi tíu ríkustu manna í Kína. Stórgræðir á verðhækkunum á svínakjöti Er þessi mikli gróði Qin Yinglin skýrður með því að heildsöluverð á svínakjöti hefur tvöfaldast í verði á þessu ári samkvæmt tölum viðskipta­ ráðuneytisins í Kína. Ástæðan er afríska svínapestin sem hefur leitt til þess að milljónir svína hafa drepist í landinu og valdið hefur skorti á svína­ kjöti á markaði. Hefur þessi hækkun á verði svínakjöts valdið mestu verð­ bólgu sem sést hefur í landinu í sjö ár. Hagnaður fyrirtækisins Muyuan Foodstuff Co. á þriðja ársfjórðungi hefur aukist um 260% miðað við sama tíma 2019. Samkvæmt Fitch Ratings hafa stórfyrirtæki í viðskiptum með svínakjöt verið að sölsa undir sig markaðinn og þrýsta minni fyrirtækjum út úr samkeppninni. Fleiri græða á svínapestinni Qin Yinglin er þó ekki sá eini sem veðjað hefur á og grætt vel á vand­ ræðum Kínverja vegna svínapest­ arinnar. Má þar nefna WH Gorup, sem skráð er á markaði í Hong Kong og er stærsti svínakjötsframleiðendi í Kína. Einnig New Hope Group, sem er svínaeldisfyrirtæki og fóður­ framleiðandi. Eignir eigenda þess og forstjóra, Liu Yonghao, eru nú metnar á 11 milljarða dollara og hafa nær tvöfaldast síðan 2018. Stærsti hluti hagnaðar Qin Yinglin er hins vegar tilkominn vegna 60% eignarhluta hans í Muyuan Foodstuff Co. Hann heldur sjálfur utan um þann hlut ásamt eiginkonu sinni í gegnum félag sitt, Muyuan Industrial Group. Búfræðingur sem byrjaði í rekstri með 22 dýr en á nú milljónir Qin var fæddur 1965 og er upp­ runninn í Henan­héraði í Kína. Hann er menntaður búfræðingur frá land­ búnaðarháskólanum í Henan. Eftir útskrift úr háskóla var hann sendur á ríkisbúgarð, en lét þar af störfum þrem árum seinna og stofnaði eigin eldisstöð fyrir gelti. Í upphafi var hann aðeins með 22 dýr, en nú sendir fyrirtæki hans um 5 milljónir svína í slátrun á hverju ári. Til að forðast smit vegna svínapestarinnar eru allir dýraflutningabílar fyrirtækisins sótt­ hreinsaðir og allt fóður dýranna er sótthreinsað með hitameðhöndlun. Auk þess er allt loft sem dælt er inn í svínabúin hreinsað í gegnum síur, að því er Qin útskýrði í viðtali við China Morning Post fyrr á árinu. „Við verðum að komast í gegnum þetta óveður og snúa því upp í frábært tækifæri til að þróa okkur áfram,“ sagði Qin m.a. í viðtalinu. /HKr. Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 561 9200 UTAN ÚR HEIMI Milljarðamæringar hagnast gríðarlega á svínapestinni í Kína – Ástæðan er skortur á svínakjöti sem leitt hefur til mikilla verðhækkana Milljarðamæringurinn Qin Yinglin, forstjóri og aðaleigandi Muyuan Foodstuff Co. Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 117, 201 Kópavogi, sími 550 3000 er með til sölu jörðina Hól Norðurárdal í Borgarbyggð. Húsakostur á jörðinni er íbúðarhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr frá árinu 1979 stærð 224m2. Húsið er sambyggt við eldri hluta frá1962 sem er 144m2. Snyrtilegt hús en hluti af neðri hæð hefur ekki verið full inréttaður. Véla- og verkfærageymsla, 60,5m2 að stærð, frá árinu 1964 og sambyggð véla/ verkfærageymsla, 60,5m2 að stærð frá árinu 1990. Fjós, 117,3 m2 að stærð, frá árinu 1971. Mjólkurhús, 17,7 m2 að stærð, frá árinu 1971. Hlaða, 112,7 m2 að stærð, frá árinu 1969. Fjárhús, 176,2 m2 að stærð, frá árinu 1933. Hlaða, 57m2 að stærð, frá árinu 1938. Á Hóli hefur verið búið með sauðfé og kýr en í dag er aðeins búið með sauðfé. Vetrarfóðraðar ær eru um 150 og framleiðsluréttur í sauðfé um 135 ærgildi. Bærinn stendur á lágum hól, snertispöl frá suðausturbakka Norðurár. Þeim megin árinnar þar sem er mjó láglendisræma og gott slægjuland. Land Hóls takmarkast að vestan af landi Hafþórsstaða, að sunnan af landi Lundar í Þverárhlíð. Að austan af landi Háreksstaða og norðan af löndum Dýrastaða og Hvamms um Norðurá og Hólsey, en þar á Hóll góð slægjulönd beggja megi ár svo og engjastykki á Desey. Þessi slægjulönd hafa nú öll verið ræktuð. Gott beitiland er á jörðinni. Hóll á laxveiðirétt í Norðurá og upprekstur á Hellistungur. Landstærð jarðarinnar er um 450 hektarar þar af tæpir 40 hektarar tún. Áhugaverð jörð að mörgu leiti t.d. fyrir ferðaþjónustu m.a. vegna fjölda herbergja í íbúðarhúsinu og vegna staðsetningar. Hóll, Borgarbyggð Hóll, Borgarbyggð Á Hóli hefur verið búið með sauðfé og kýr en í dag er aðeins búið með sauðfé. Vetrarfóðraðar ær eru um 150 og framleiðsluréttur í sauðfé um 135 ærgildi. Bærinn stendur á lágum hól, snertispöl frá suða sturbakka Norðurár. Þeim megi árinnar þar sem er mjó láglendi ræma og gott slægjuland. Land Hóls takmarkast að vestan af landi Hafþórsstaða, að sunnan af landi Lundar í Þverárhlíð. Að austan af landi Háreksstaða og norðan af löndum Dýrastaða og Hvamms um Norðurá og Hólsey, en þar á Hóll góð slægjulönd beggja megi ár svo og engjastykki á Desey. Þessi slægjulönd hafa nú öll verið ræktuð. Í hálsi- num suðaustan túns skiptast á mýrarsund, auk þess er þar grasi og lygi vaxnar brekkur. Þar á milli eru svo mosa vaxin, ávöl holt og mólendi. Gott beitiland er á jörðinni. Hóll á laxveiðirétt í Norðurá og upprekstur á Hellistungur. Land- stærð jarðarinnar er um 450 hektarar þar af tæpir 40 hektarar tún. Húsako ur á jörðinni er íbúðarhús á tveimur hæð m með innbyggðum bíl- skúr frá árinu 1979 stærð 224 m². Húsið er sambyggt við eldri hluta frá 1962 sem er 144 m². Snyrtilegt hús en hluti af neðri hæð hefur ekki verið full inrét- taður. Véla- og verkfærageymsla, 60,5 m² að stærð, frá árinu 1964 og sambyg- gð véla/verkfærageymsla, 60,5 m² að stærð frá árinu 1990. Fjós, 117,3 m² að stærð, frá árinu 1971. Mjólkurhús, 17, 7m² að stærð, frá árinu 1971. Hlaða, 112,7 m² að stærð, frá árinu 1969. Fjárhús, 176,2 m2 að stærð, frá árinu 1933. Hlaða, 57 m² að stærð, frá árinu 1938. Áhugaverð jörð að mörgu leiti t.d. fyrir ferðaþjónustu m.a. vegna fjölda herbergja í íbú arhúsinu og v gna staðsetningar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.