Bændablaðið - 20.08.2020, Qupperneq 46

Bændablaðið - 20.08.2020, Qupperneq 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202046 Nú líður að fjársmölun og fannst mér þá tilvalið að prófa tæki og tól sem nýtast við smölun. Ökutækjaprófunarsíðan (Véla­ básinn) og síðan um forvarnir (Öryggi­Heilsa­Umhverfi) sem hafa verið hér í blaðinu hlið við hlið eru sameinaðir að þessu sinni í umfjöllun sem tengja má fjársmölun. Tvö „leik-vinnu-tæki“ frá Ellingsen Fyrir nokkru síðan fór ég í Ellingsen og fékk þar tvö tæki til að prófa og tók „dótadag“ með syni mínum. Úrvalið af fjórhjólum sem Ellingsen selur er mikið, en fyrir valinu varð CanAm Outlander XT-P 1000, árgerð 2020 sem kostar frá 3.290.000 kr. XT-P hjólið er flaggskipið í Outlander fjöl- skyldunni, öflugt 2ja manna áttatíu og tveggja hestafla fjórhjól sem var með miklum aukabúnaði sem sett hafði verið á hjólið fyrir viðskipta- vin sem var búinn að kaupa hjólið og gaf mér leyfi til að prófa það í samráði við Ellingsen. Gott að keyra jafnt á vegi og í torfærum Hjólið er með „traktorsskráningu“ og má því keyra á vegum, það nær léttilega þriggja stafa tölu í hraða og virðist ekkert vera svagt eða laust á vegi á miklum hraða. Á torfærum og grýttum vegslóðum er gott að keyra það, fjöðrun góð og 4x4-ViscoLok læsingin kemur vel út, sérstaklega þar sem mikið laust grjót er í slóðanum. Lyklarnir eru tveir af hjólinu, grár og svartur: Munurinn er í raun vinnulykill eða keyrslulykill, sá grái er hægari lyk- illinn, en meira tog og torfærur, en sá svarti meiri hraði. Mikið úrval aukahluta fáanlegt á fjórhjólið Ef verið er að hugsa um að kaupa svona hjól og hugmyndin er að ferðast mikið og langt mæli ég eindregið með að setja handa- hlífar og hita í handföng bæði fyrir ökumann og farþega. Það kostar sitt, nálægt 80.000, en er fullkomlega peninganna virði. Stór farangurskassi (124 lítrar) aftan á farangursgrindina kostar aukalega 119.000, í staðinn fyrir vír í spilið nota margir tóg sem stundum er kallað „ofurtóg“, kemst lengra og meira inn á spiltromluna (kostar ekki mikið). Hjólið ber vel stærri dekk sem gefa meira flot og mýkt við torfæran akstur. Sur-Ron LB-X götuskráð rafmagnshjól á 849.000 kr. Sur-Ron er mun öflugri og kraftmeiri en hefðbundin rafmagnsfjallahjól, en helmingi léttari og nettari en hefð- bundnir krossarar. Hjólið er með 6 KW, 200 N.m 6000+W rafmagns- mótor með Sport og Eco mode still- ingum.60v/32AH Panasonic batt- erýin eru minni úrfærsla af sömu batteríum og Tesla notar. Hjólið er einungis 47 kg og nær það 75-80 km/klst og fer allt að 100 km á einni hleðslu. 200 mm framgaffall og 210 mm afturdempari, 4 stimpla glussa- bremsur, 70/100 krossaradekk og 19 tommu krossarafelgur. Hjólið er með skellinöðruskráningu og þarf réttindi á létt bifhjól til að keyra það. Rafmagnskrossari, eitthvert skemmtilegasta leiktæki sem ég hef prófað Fyrir rælni datt mér í hug að fá rafmagnshjól til að prófa þegar ég var að sækja fjórhjólið. Virkar smátt og ekki líklegt til að geta gert neitt, en raunin var önnur. Þetta „apparat“ er hrein snilld. Ég hef sjaldan skemmt mér svona vel á torfæruhjóli (þrátt fyrir að vera kominn á sjötugsaldur). Rafhlaðan dugir í góða tvo klukkutíma í tor- færum. Mesti hraði sem ég náði á þessu hjóli var um 75 km á sport stillingunni, en þegar maður ætlar að nýta sem mest út úr rafhlöðunni er betra að taka sport stillinguna af. Ef maður er að fara á milli staða án sportstillingar, fer maður hægar yfir, en þá á maður meira rafmagn eftir til að leika sér. Það sem kom mér mest á óvart er hvað hjólið þoldi af verulega ógeðslega grýttum slóðum og það hreinlega vakti furðu mína hvað mátti bjóða hjólinu miklar torfær- ur, þúfurakstur og stórgrýti. Þetta „tryllitæki“ hefði verið gott til brúks við að sækja beljurnar og smala heimatúnið í sveitinni þar sem ég ólst upp. Eftir um tveggja tíma leik og allt rafmagn búið var syni mínum mikið skemmt þegar ég fór úr brynj- unni og hann sá að „gamli“ var vel sveittur á bakinu. Varð honum þá að orði: „Greinilega verið gaman hjá þér.“ Nýr Garmin, auðveldur í notkun (jafnvel fyrir mig „tölvuheftan“ manninn) Fyrir rúmri viku kom nýtt á markað Garmin leiðsögutæki sem er sér- hannað fyrir útivistarfólk. Þetta tæki kemur í þrem mismunandi útgáfum. Ég las umsögn frá vini mínum, Ásgeiri Erni Rúnarssyni, um Garmin Montana 700 i frá vini mínum sem var að hluta svohljóðandi: „Nýtt og betra GPS tæki frá Garmin fyrir okkur ævintýrafólk sem elskum að fara út á F-vegi. Tækið er endurbætt útgáfa af Montana tækinu sem hefur verið mjög vinsælt hjá okkur ferða- hjólurum. Þetta tæki kemur í þrem- ur útgáfum, Montana 700, 700i og 750i . Ég er búinn að vera að fikta svo- lítið í tækinu síðasta sólarhringinn og líst mjög vel á. Hægt er að hafa tækið uppistandandi eða útafliggj- andi. Tækið er með 5 tommu snert- iskjá sem er bjartur og góður í VÉLABÁSINN &ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Can Am 1000 er seigt í torfærum. Myndir / HLJ Vinnulykill sá grái fyrir vinnumanninn, en svarti meira fyrir akstur og hraða. Hjálm, brynju, hálskraga og góða vettlinga eiga allir að vera með á fjórhjólum. Sur-Ron LB-X götuskráð rafmagnshjól. Magnað hvað dekkin þoldu mikinn hamagang í grjóti án þess að springa. Myndin er skýr og örnefni mörg í Íslandskortinu. Hægt að taka leið dagsins og gera mynd úr henni í tölvunni.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.