Morgunblaðið - 01.08.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
339.000 kr.
Tilboðsverð
518.000 kr.
Tilboðsverð
389.000 kr.
Tilboðsverð
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
SUMARTILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Afar einfalt er að
reisa húsin okka
r
Uppsetning teku
r aðeins einn da
g
BREKKA 34 - 9 fm
STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm
25%
afsláttur
25%
afsláttur
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Icelandair hefur þurft að endurmeta
sætaframboð félagsins daglega
vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Þá hefur félagið sömuleiðis þurft að
breyta dagsetningum á flugferðum.
Þetta segir Ásdís Ýr Pétursdóttir,
upplýsingafulltrúi Icelandair, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Nú síðast var flugum til og frá
London flýtt um einn dag. Aðspurð
segir Ásdís ástæðuna þar að baki
vera aðlögun eftirspurnar. „Við er-
um stöðugt að endurmeta stöðuna
þannig að núna erum við að fljúga
þrisvar sinnum í viku til London. Við
erum með því að aðlaga okkur að eft-
irspurn, en hún hefur verið minni
vegna ástandsins þar,“ segir Ásdís,
en Bretland er eitt þeirra ríkja sem
skilgreint er sem áhættusvæði af ís-
lenskum stjórnvöldum.
Ljóst er að eftirspurn í flugheim-
um er sífellt að breytast og segir Ás-
dís að sökum þess þurfi Icelandair að
vera sveigjanlegt í sinni nálgun. „Við
erum að skoða stöðuna frá degi til
daga og viku til viku. Það er mismun-
andi eftirspurn til áfangastaðanna
og við erum að gera það alla daga.
Ástandið er síbreytilegt þannig að
við þurfum að vera sveigjanleg,“ seg-
ir Ásdís.
Eftir því sem hægst hefur á far-
aldrinum hefur flugferðum um heim
allan fjölgað. Af þeim sökum lendir
Icelandair í samkeppni við önnur fé-
lög sem fljúga til sömu áfangastaða.
Spurð hvort lággjaldaflugfélög séu
vísvitandi að bjóða lægra verð á
sömu ferðum segir Ásdís svo ekki
vera. „Félögin eru bara að koma
sinni áætlun í gang eins og við. Það
eru allir að reyna að komast aftur af
stað.“
Hafa fært til flugferðir
Dæmi þess að flugferðir séu færðar milli daga Staðan er
endurmetin daglega Samkeppni um ákveðna áfangastaði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Icelandair Félagið þurfti að færa
flugferðir nú á dögunum.
Ekki var annað að sjá en að hárgreiðslukonur og
viðskiptavinir hárgreiðslustofunnar Hárs og
heilsu á Bergstaðastræti bæru sig vel þrátt fyrir
að þurfa að bera grímu meðan á klippingunni
stóð. Reglur um grímunotkun tóku gildi á hádegi
í gær og hafa grímur rokið út úr verslunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það bera sig allir vel,
þótt þeir beri grímu
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Skipulagsstofnun hefur fallist á
matsáætlanir fyrir mat á umhverfis-
áhrifum vegna tveggja fyrirhugaðra
vindorkuvera með skilyrðum. Það er
annars vegar tillaga EM Orku að
matsáætlun vegna allt að 130 MW
vindorkuvers í landi Garpsdals í
Reykhólahreppi. Hins vegar tillaga
Storm Orku að 80-130 MW vind-
orkuveri í landi Hróðnýjarstaða í
Dalabyggð.
Í báðum skýrslunum er fjallað um
mat á áhrifum slíkra framkvæmda á
fugla, en þekkt er erlendis að vind-
orkuver geta haft mikil áhrif á fugla-
líf. Þau eru því einn þýðingarmesti
þáttur umhverfismats vindorkuvera.
Samkvæmt tillögu EM Orku er
áætlað að reisa vindorkuver á 437
hektara svæði úr landi Garpsdals.
Samkvæmt upplýsingum sem bárust
frá framkvæmdaaðila í apríl 2020 er
miðað við 21 vindmyllu. Þá er af-
mörkun framkvæmdasvæðisins
stækkuð úr 325 hekturum í 437 hekt-
ara. Samkvæmt tillögu að breytingu
á aðalskipulagi sveitarfélagsins er
gert ráð fyrir að afl vindorkuversins
verði 88,2 MW. Reiknað er með að
hver vindmylla verði um 158 metra
há (heildarhæð). Gert er ráð fyrir
safnstöð innan vindorkugarðsins þar
sem spenna verður hækkuð í 132 kV.
Þaðan verður tenging við spennistöð
Landsnets í Geiradal.
Vísað er til umsagnar Náttúru-
fræðistofnunar Íslands um tillöguna.
Þar er bent á að áform um vindorku-
garða á Vesturlandi kalli á að metin
séu samlegðaráhrif vegna nálægðar
við helsta búsvæði arnarins og önnur
mikilvæg fuglasvæði. „Náttúru-
fræðistofnun telur að í ljósi þess að
lítið er vitað um farleiðir fugla á
þessu svæði og vegna nálægðar við
mikivægt fuglasvæði, eigi að gera
ákveðnar kröfur um gæði fuglarann-
sókna. Hér eigi við að leggja varúð-
arsjónarmið til grundvallar.“
Samkvæmt tillögu Storm Orku er
áætluð stærð vindorkuversins á
Hróðnýjarstöðum 80-130 MW á 419
hektara svæði. Áætlanir miða við
vindmyllur sem geta orðið um 180
metrar að heildarhæð. Í fyrsta
áfanga er gert ráð fyrir 18-24 vind-
myllum. Ætlunin er að reisa nýtt
tengivirki þar sem spenna verður
hækkuð í flutningsspennu áður en
orkan fer inn á Glerárskógalínu 1.
Landsnet vekur athygli á því í um-
sögn sinni að skoða þurfi heildar-
myndina varðandi flutningskerfið í
ljósi þess að fleiri orkuvinnslukostir
séu til skoðunar fyrir vestan.
Náttúrufræðistofnun Íslands seg-
ir í umsögn að vindorkuverið á Hróð-
nýjarstöðum sé á jaðri tveggja mik-
ilvægra fuglasvæða,
Laxárdalsheiðar og Breiðafjarðar.
Það geri ákveðnar kröfur um gögn
og gæði fuglarannsókna. Þá er bent
á að lítið sé vitað um umferð fugla
um svæðið.
Rannsaka þarf áhrifin á fuglalífið
Morgunblaðið/Golli
Fuglar Svæðið við Breiðafjörð er mikilvægt fyrir haferni og fleiri fugla.
Umhverfisáhrif tveggja fyrirhugaðra vindorkuvera metin Vindmyllur gætu náð allt að 180 metrum
Mikilvæg búsvæði fugla eru í nágrenni svæðanna Vindorkuver geta haft mikil áhrif á fuglalíf
Vindorkuver fyrir vestan
» Áform eru um að reisa vind-
orkuver í landi Garpsdals í
Reykhólasveit. Garpsdalur er
norðan við Gilsfjörð, nálægt
Króksfjarðarnesi.
» Annað vindorkuver er
áformað í Sólheimum í Dala-
byggð við eystri mörk sveitar-
félagsins nærri Laxárdalsvegi
milli Búðardals og Borðeyrar.
» Einnig eru áform um að
reisa vindorkuver í landi Hróð-
nýjarstaða, norðnorðaustan
við Búðardal í Dalabyggð.
Morgunblaðið kemur næst út
þriðjudaginn 4. ágúst.
Fréttaþjónusta verður um
verslunarmannahelgina á
fréttavef Morgunblaðsins,
mbl.is.
Hægt er að koma ábend-
ingum um fréttir á netfangið
netfrett@mbl.is.
Áskrifendaþjónustan er op-
in laugardaginn 1. ágúst frá
8 til 12, lokað er sunnudag-
inn 2. ágúst og mánudaginn
3. ágúst en opnað aftur
þriðjudaginn 4. ágúst kl. 7.
Símanúmer áskrifendaþjón-
ustunnar er 569-1122 og net-
fangið askrift@mbl.is.
Auglýsingadeildin er lokuð
og verður opnuð aftur þriðju-
daginn 4. ágúst kl. 8. Hægt
er að bóka dánartilkynningar
á mbl.is. Netfang auglýs-
ingadeildar er augl@mbl.is.
Fréttaþjón-
usta mbl.is
um helgina