Morgunblaðið - 01.08.2020, Síða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020
Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að
hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is
og panta tíma til skoðunar.
Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is
Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis
á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi.
STILLHOLT 21 - AKRANESI
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar
án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi
flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í
eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð.
Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH
Innhurðir og flísar frá Parka
Heimilistæki frá Ormsson
Þrír ungir skákmenn, DagurRagnarsson, VignirVatnar Stefánsson ogHilmir Freyr Heimisson,
verða vonandi innan ekki of langs
tíma næstu titilhafar Íslendinga en
þeir hafa allir nælt sér í áfanga að al-
þjóðlegum meistaratitli, hafa greini-
lega styrkinn sem til þarf og væru
hugsanlega búnir að klára dæmið ef
ekki hefði komið til stórkostleg rösk-
un á keppnisvettvangi sem skákin
hefur mátt þola eins og svo margar
aðrar greinar.
Danir gerðu í vetur hlé á skák-
mótahaldi en í júlímánuði rofaði
loksins til og í Kaupmannahöfn lauk
á dögunum opnu móti í tveimur
styrkleikaflokkum. Í flokki stór-
meistara sigraði Svíinn Nils Grande-
lius, en í flokki alþjóðlegra meistara
varð hinn 18 ára gamli Hilmir Freyr
Heimisson einn efstur, hlaut sjö
vinninga af níu mögulegum, krækti
sér í annan áfanga að titli alþjóðlegs
meistara og hækkaði um tæplega 50
elo-stig. Hilmir vann sinn flokk á
NM einstaklinga undir 20 ára í vetur
en hefur ekkert getað teflt síðan.
Greinarhöfundur renndi yfir allar
skákir Hilmis frá mótinu og það er
alveg greinilegt að pilturinn er að
finna sinn stíl; þegar best lætur tefl-
ir hann af miklum krafti, sniðgengur
ekki flækjur, er útsjónarsamur í erf-
iðum stöðum og gefst ekki upp þótt á
móti blási. Sænski stórmeistarinn
Stellan Brynell var fjórum peðum
yfir gegn Hilmi í 3. umferð sem virt-
ist ekki hafa beinar bætur fyrir en
samt náði okkar maður jafntefli!
Þegar tvær umferðir voru eftir var
heilmikið undir hjá Hilmi og þá kom
þessi staða upp:
Copenhagen Chess challenge
2020:
Michael Vesterli – Hilmir Freyr
Heimisson
Svartur hefur bætur fyrir skipta-
mun og „Houdini“ metur stöðuna
jafna. En með þróttmikilli tafl-
mennsku tókst Hilmi að skapa sér
vinningsfæri:
35. … Ha3!
Með hugmyndinni 36. Hxb4 d2!
og vinnur.
36. He1 Hc3
Svipuð hugmynd, 3676. Hxb4
gengur ekki vegna 37. … d2 38. Hd1
Rd3! og vinnur.
37. Hc1 e4!
Ryður brautina fyrir kónginn.
38. fxe4 Ke5 39. He1 Kd4 40. Kf2
b3!
Allt saman hnitmiðaðir leikir.
Hvítur hefur ratað í mikil vandræði.
41. axb3 Rxb3 42. Kb1 Ra5 43. g4
Rxc4+ 44. Kb1 Hb3+ 45. Kc1 Kc3
46. Hd1 Re3 47. Hdd2 Rxg4 48. Hf7
Re5 49. Hxh7 Rc4 50. Hc7 Ha3 51.
Hb1 Ha1+
– og hvítur gafst upp því að 52.
Hb1 er svarað með 52. … d2+ og
vinnur.
Í lokaumferðinni vann Hilmir svo
snaggaralegan sigur.
Copenhagen Chess challenge
2020:
Hilmir Freyr Heimisson – Esben
Hove
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. cxd5 cxd5 4.
Rc3 Rc6
Svartur hefði getað orðið fyrri til
og leikið strax 4. … e5!? en fræði-
menn ýmsir mæla með þeim leik.
Annað vinsælt afbrigði yngri manna
okkar hefst eftir 4. … Rf6 5. f3.
5. e4! dxe4 6. d5 Rb8 7. Da4 Rd7
8. Bf4
Óþægileg staða fyrir svartan sem
þarf að búast við Rb5-leiknum á
hverri stundu.
8. … Rgf6 9. Hc1 Db6 10. Bc4
Rg4 11. Rh3 g5
Svartur er með alla mennina inni
og reynir að losa um sig.
12. Bxg5 Bh6 13. Rxe4?!
Einfaldast var að hrókera.
13. … Bxg5 14. Rhxg5 f5
Hann varð að leika 14. … Rxf2!
Eftir 15. Rxf2 De3+ 16. Kd1 Dxg5
er svartur sloppinn þó að hvíta sé
betri eftir 17. Bb3.
15. Be2 Dxb2 16. 0-0! Dxe2
17. Rd6+!
Þessi lá í loftinu.
17. … Kf8
17. … exd6 er vitaskuld svarað
með 18. Hfe1.
18. Re6+ Kg8 19. Rxc8 b5 20.
Df4
– og svartur gafst upp.
Hilmir Freyr sigraði
á Opna Kaupmanna-
hafnarmótinu
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Heimasíða
Útsjónarsamur Hilmir Freyr
náði jafntefli gegn Stellan
Brynell fjórum peðum undir.
Í blaði LEB spyr for-
maður landssambands-
ins, Þórunn Svein-
björnsdóttir, hvað hægt
sé að gera til að bæta
kjör eldri borgara, sem
orðnir eru 45 þúsund.
Hún bendir einnig á að
stór hópur þessa fólks
búi við mjög slæmar að-
stæður og lifi í sárri fá-
tækt. Ég vil benda á
einfalda og örugga leið
til að lagfæra þetta. Sú leið er að LEB
beiti sér fyrir stofnum stjórnmála-
flokks til verndar gömlu fólki. Stjórn-
málaflokkur skipaður eldra fólki úr
LEB til setu á Alþingi er eina raun-
hæfa leiðin til að lagfæra og vernda
lífskjör eldri borgara.
Eldri borgarar hafa engin vopn til
að verja kjör sín. Þeir eru beininga-
menn og algerlega háðir valdhöfum
þjóðarinnar: ríkisstjórn, stéttar-
félögum og öðrum valdastofnunum
þjóðfélagsins. Stjórnmálaflokkur á
vegum eldri borgara, sem eru 45 þús-
und talsins, myndi örugglega fá fimm
til átta manns kjörna í kosningum inn
á löggjafarþing þjóðarinnar.
Á löggjafarþinginu eru 63 þing-
menn og á bak við hvern þeirra eru
um 4.200 atkvæði með 100% kjörsókn
sem eru liðlega 265 þúsund atkvæði.
Ef 45 þúsund eldri borgarar kysu full-
trúa sinn á þing með 100% kjörsókn
myndu þeir eiga 10 þingmenn af 63 á
Alþingi. Þetta eru einungis töl-
fræðilegar staðreyndir en gefa vís-
bendingu um styrk LEB ef samtökin
byðu fram pólitískan lista við alþingis-
kosningar. Ég er sannfærður um að
fleiri en eldri borgarar myndu kjósa
flokk þeirra, þ.e. börn þeirra, ætt-
ingjar og vinir.
Kosningastefna þeirra ætti að vera
í anda þess sem stjórnlagaráð lagði
fram árið 2011. Þessi hugmynd, að
eldri borgarar stofnuðu pólitísk sam-
tök, hefur lengi kraumað innan
margra félaga eldri borgara um land
allt, en hængurinn er sá að í lögum
LEB eru tvær greinar um hlutverk
og markmið LEB og er ákvæði þar
sem segir: „LEB er sjálfstætt starf-
andi landssamband félaga eldri borg-
ara og hlutlaust gagnvart trúmálum
og stjórnmálaflokkum.“
Þetta orðalag, „hlut-
laus“, hafa ráðamenn í
stjórn LEB túlkað sem
bann við því að LEB
stofni stjórnmálaflokk
og hafi verið sett inn í
lög af ákveðnum póli-
tískum öflum. Í sömu
grein kemur fram:
„Stuðla skal að áhrifum
eldri borgara í sam-
félaginu og að þeir séu
hafðir með í ráðum við
ákvarðanir um eigin
kjör.“
Í 74. grein stjórnarskrár Íslands
segir: „Rétt eiga menn á að stofna fé-
lög í sérhverjum löglegum tilgangi,
þar með talin stjórnmálafélög og
stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi
til þess.“
Túlkun stjórnar LEB um að sam-
tökin megi ekki stofna pólitískan flokk
á landsvísu er því alröng. Rök fyrir
framboði eldri borgara til Alþingis eru
margvísleg og ætla ég að nefna nokk-
ur sem eru öllum augljós:
1. Á undanförnum árum hefur lítið
áunnist fyrir eldri borgara til lagfær-
ingar á kjörum þeirra.
2. Þegar Ingibjörg Sólrún, Jóhanna
Sigurðardóttir og stelpan frá Stokks-
eyri, Margrét, tóku höndum saman og
stofnuðu stjórnmálaflokk, Samfylk-
inguna, gjörbreyttist staða kvenna í
landinu. Áhrifamáttur þeirra, kjör og
völd stórbötnuðu eins og allir vita.
3. Á meðal meðlima LEB er fjöldi
fólks með gífurlega reynslu og þekk-
ingu á öllum sviðum þjóðlífsins sem er
til skammar að nýta ekki á löggjafar-
þingi þjóðarinnar.
4. Þegar fólk er orðið fullorðið, hætt
brauðstritinu, þá breytist líf þess mik-
ið. Margir verða þunglyndir, finnst að
þeim hafi verið hafnað og telja sig
vera beiningamenn á þjóðfélaginu og
líf sitt tilgangslaust og lítils virði.
5. Forsetafrú Íslands, Eliza Reid,
segir í sama blaði LEB: „Stimplum
okkur ekki út við ákveðinn aldur.“
Þessi orð segja sitt.
Eldri borgarar og LEB
Eftir Hafstein
Sigurbjörnsson
»Eldri borgarar og
LEB ættu að stofna
stjórnmálaflokk.
Hafsteinn
Sigurbjörnsson
Höfundur er eldri borgari.
hafsteinnsig@internet.is
Jónas Guðmundsson fædd-
ist 1. ágúst 1820 í Þverárdal í
Laxárdal, A-Hún. Foreldrar
hans voru hjónin Guðmundur
Einarsson, bóndi þar, og Mar-
grét Jónasdóttir.
Jónas varð stúdent 1843 frá
Bessastaðaskóla og tók guð-
fræðipróf frá Kaupmanna-
hafnarskóla 1850.
Jón varð aðjunkt í Lærða
skólanum 1851, prestur í
Hítardal 1872 og á Stað-
arhrauni 1876 þegar það var
sameinað Hítardal og var
Jónas því síðasti presturinn í
Hítardal. Jónas fékk lausn frá
prestskap vegna sjóndepru
1890 og fluttist að Skarði á
Skarðsströnd til tengdamóður
sinnar og lést þar.
Jónas gaf sig mikið að rit-
störfum og var þekktur fyrir
ferskeytlur sínar. Benedikt
Gröndal segir um Jónas í
Dægradvöl: „…andlitið fjör-
mikið og leikandi af lífi, enda
var hann vel gáfaður til
flestra hluta, iðinn og stað-
fastur og fyndinn“. En segir
síðan að hann hafi verið nísk-
ur á Kaupmannahafnarár-
unum.
Eiginkona Jónasar var
Elínborg Kristjánsdóttir, f.
1840, d. 1902, húsfreyja og
smáskammtalæknir. Þau
eignuðust sex börn.
Jónas lést 23.10. 1897.
Merkir Íslendingar
Jónas Guð-
mundsson