Morgunblaðið - 01.08.2020, Side 39

Morgunblaðið - 01.08.2020, Side 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 „OG HVAÐA DÁNARORSÖK VAR TILGREIND Í ÞESSU BULLSKJALI?” „LÆKNIRINN HELDUR AÐ HANN VERÐI TÓNLISTARMAÐUR.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sóa tímanum saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann EN ÁHUGAVERT … MAURAR GETA LYFT TÍFALDRI LÍKAMSÞYNGD SINNI HVAÐ MEÐ ÞAÐ? GETA ÞEIR BORÐAÐ TÍFALDA LÍKAMSÞYNGD SÍNA? MIKIÐ SVAKALEGA ER HEITT! EINS GOTT AÐ ÞAÐ ER EKKI RAKT! JÁ! EINS GOTT AÐ HÉR GETA ALLIR VERIÐ RAKIR! Fjölskylda Eiginkona Jakobs er Valgerður Jó- hannsdóttir, f. 14.2. 1951, hár- greiðslukona. Þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Valgerðar voru hjónin Jóhann Vilhjálmsson, f. 4.8. 1927, d. 24.1. 2010, prentari, og Mar- grét Ólafsdóttir, f. 25.4. 1924, d. 22.9. 2012, húsfreyja. Börn Jakobs og Valgerðar eru 1) Hlynur Sölvi Jakobsson, f. 2.8. 1970, tónlistarmaður í Reykjavík, maki: Ellý Ármannsdóttir listakona. Börn Hlyns eru Gabríel Sölvi, f. 1998, og Aníta Eik, f. 2004; 2) Jakob Reynir Jakobsson, tónlistarmaður í Reykja- vík; 3) Ólöf Helga Jakobsdóttir, f. 20.4. 1983, matreiðslumeistari í Reykjavík, maki: Jóhannes Tryggva- son kvikmyndagerðarmaður. Börn þeirra eru Svanhildur, f. 2010, Sölvi, f. 2013, og Valgerður Jakobína, f. 2017. Systkini Jakobs: Jósef Magnússon, f. 28.12. 1933, tónlistarmaður í Reykjavík, og Guðríður Helga Magn- úsdóttir, f. 20.4. 1938, d. 08.10. 2019, skrifstofustjóri í Reykjavík. Foreldrar Jakobs voru hjónin Magnús Jósefsson, f. 28.12. 1911, d. 8.1. 1994, sýningarstjóri í Reykjavík, og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, f. 22.8. 1912, d. 31.12. 2005, húsfreyja í Reykjavík. Jakob H. Magnússon Helga Gísladóttir bústýra í Simbakoti og Smiðshúsum Erlendur Jónsson bóndi í Simbakoti og Smiðshúsum á Eyrarbakka Gíslína Erlendsdóttir húsfreyja á Eyrarbakka og í Rvík Vilhjálmur Ásgrímsson sjómaður á Eyrarbakka og verkamaður í Reykjavík Ingibjörg Vilhjálmsdóttir húsmóðir í Reykjavík Þuríður Guðmundsdóttir húsfreyja á Gljúfri Ásgrímur Sigurðsson bóndi á Gljúfri í Ölfusi íða Björg Loftsdóttir úsfreyja í Reykjavík Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri Gylfi Baldursson heyrnarfræðingur Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður og rithöfundur Loftur Guðmundsson ljósmyndari Fríða Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari Fr h Jónína Leósdóttir rithöfundur Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarmaður Jakobína Jakobsdóttir húsfreyja í Hvammsvík og Rvík Guðmundur Guðmundsson bóndi í Hvammsvík í Kjós og trésmiður í Reykjavík Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík Jósef Gottfreð Blöndal Magnússon trésmíðameistari í Reykjavík, byggði Uppsali Vigdís Ólafsdóttir húsfreyja á Hjaltastöðum og í Reykjavík Magnús Árnason bóndi og trésmiður á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, síðar í Reykjavík Úr frændgarði Jakobs H. Magnússonar Magnús Jósefsson sýningarstjóri í Trípólibíói í Reykjavík Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Þetta er nafn á bóndabæ. Beljar á flúðum sí og æ. Húsdýr þarft ég hana tel. Hljóð, sem táknar spurn jafnvel. Eysteinn Pétursson svarar: Á er fljót, á flúðum dunar. Finnst á landi bærinn Á. Um á á fóðri mikið munar. Mun í á-i spurning stá. Sigmar Ingason á þessa lausn: Þorfinnur bóndi býr á Á Við Bæjarfoss er á ánni vað Á vaðinu missti ég á í á Afi minn sagði: Á? Var það? Svona er svar Hörpu á Hjarðar- felli: Bóndinn býr á Á. Beljar á þar hjá. Á hér svo má sjá. Segja á nú má. Guðrún B. leysir gátuna þannig: Bóndinn Stína býr á Á, hvar beljar á. Við sullum og þar er fínt að eiga á. Á, er það já? Nei, bullum. Þannig skýrir Guðmundur gát- una: Á er nafn á bóndabæ. Beljar áin sí og æ. Húsdýr allþarft ána tel. Áið táknar spurn jafnvel. Þá er limra: Þeir sögðu, að Magga á Syðri-Á sykki til botns í miðri á, samt drukknaði ei sú dáðrakka mey né dignaði, meðan hún niðr’í lá. Síðan er ný gáta eftir Guðmund nr. 39: Kaffisopa fær sér fýrinn, fagnar góðum degi nú, setur strax í gátugírinn, góðir hálsar, létt er sú: Þekkja margir þennan mann. Þeytir kólfi burt frá sér. Oft í skýjum skartar hann. Skeinuhættur dýrum er. Gömul vísa í lokin: Sesari þótti sér ei hætt af sællega þrifnum manni, en skarpt í augum skal hafa blætt skituleitur granni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á skal að ósi stemma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.