Morgunblaðið - 01.08.2020, Síða 48
Mörgum menningarviðburð-
um hefur verið aflýst vegna
nýrrar fjöldatakmörkunar og
skyldubundinnar tveggja
metra reglu. Má þar nefna
kvikmyndahátíðina Skjald-
borg, sem halda átti á Pat-
reksfirði nú um helgina,
Listahátíð Samúels í Selár-
dal, einleikjahátíðina Act
Alone, Hinsegin daga, djass-
tónleika sem halda átti á Jómfrúnni í dag og tónlistar-
hátíðina Innipúkann sem halda átti í gær og í dag. Hafa
þá aðeins nokkrir viðburðir verið nefndir. Hljómsveitin
Ljótu hálfvitarnir átti að halda þrenna tónleika um
helgina en einn liðsmanna hennar, séra Oddur Bjarni
Þorkelsson, sagði í samtali við blaðamann mbl.is fyrir
helgi að vissulega væri súrt að geta ekki haldið tón-
leika en þó ekki heimsendir. Þegar sveitin gæti aftur
troðið upp yrði bara enn meira gaman.
Menningarviðburðum aflýst vegna
hertra fjöldatakmarkana
LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 214. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Ég held að þessi deild sé góður stökkpallur fyrir mig
enda sterkari deild en í Svíþjóð. Litháen er líka þjóð
sem nýtur virðingar í körfuboltaheiminum. Þarna geng-
ur allt út á körfuboltann því þetta er langvinsælasta
íþróttin í landinu,“ segir Elvar Már Friðriksson, lands-
liðsmaður í körfuknattleik, meðal annars í samtali við
Morgunblaðið í dag um vistaskipti sín frá Svíþjóð til
Litháen. Verður hann fyrstur íslenskra körfubolta-
manna til að spila í litháísku deildinni en hann gerði
samning við BC Siauliai. »41
Áhugavert fyrir Elvar að spreyta sig
þar sem áhugi almennings er mikill
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
„Það þarf að láta vel að honum og
tala við hann,“ segir Marinó Fló-
vent bakarameistari um súrinn
sem hefur verið honum innblástur
til þáttagerðar um súrdeigsbakstur
sem birtir eru á streymisveitunni
Youtube.
Einfaldara en það sýnist
Bökun á súrdeigi virðist að hluta
til vera vísindi og listsköpun sem
ekki er á allra færi. Marinó segir
að efnafræðin sé vissulega slungin,
en að í grunninn byggi þetta á lif-
andi gerli sem nærist á hveiti. Við
efnahvörf verður til gas sem lyftir
brauðinu og gefur því hið sérstaka
og einkennandi bragð. Baksturinn
sjálfan segir hann ekki vera flók-
inn þegar öll hráefni eru til staðar.
„Þetta er aðallega yfirlega og að
vera á staðnum,“ segir hann, en
vinnan í kringum þetta sé ekki
mikil. Úr grunninum má gera ýms-
ar tegundir af brauðmeti, allt eftir
því hvaða korni er blandað saman
við og hvernig form er valið. „En
þetta er lífvera sem þarf atlæti og
alúð,“ segir Marinó og útskýrir að
ótal afbrigði séu til af gerlinum,
sem hver hafi sína sérstöðu og ein-
kenni. Sé gerlinum haldið við sé
hann í raun ódauðlegur, þar sem
alltaf lifi eitthvað af þeim gamla
við endurnýjun. Hann segir að
margir hafi í sínum fórum gerla
sem teljist áratugagamlir, en sjálf-
ur hefur hann notast við sama ger-
ilinn í fimm ár og hefur gefið hon-
um nafnið „Malli“, í höfuðið á
franskri sinnepskrukku sem er
heimili hans.
Mikill áhugi hér á landi
Marinó segir að hér á landi sé
heilmikið samfélag í kringum súr-
deigsbakstur og hægt sé að tala
um hálfgert æði. Hann bendir á að
um 12 þúsund manns deili áhuga
sínum á Facebook, þar sem fólk
skiptist á uppskriftum og ráðlegg-
ingum um baksturinn. Fyrir
marga sé þetta hluti af lífsstíl, þ.e.
ánægjan sem felst í því að annast
gerilinn, ferlið við að baka brauðið
og unaðurinn við að borða eigin
bakstursafurð.
Marinó hefur tröllatrú á góðum
heilsufarsáhrifum súrdeigsbrauðs-
ins og segist borða það í miklu
mæli en léttast á sama tíma. „Malli
er góður fyrir malla,“ segir hann
hlæjandi og er greinilega hlýtt til
vinar síns.
Ótrauður í þáttagerð
Fyrir þremur mánuðum hófst
Marinó handa við heimildar-
þáttagerð um súrdeigsbakstur.
Hann hefur breytt eldhúsi sínu í
lítið tökuver og þegar lokið 15
þáttum þar sem víða er komið við.
Hann er þegar kominn með 500
fasta fylgjendur en markmiðið er
að ná a.m.k. þúsund, sem hann
segir myndu tryggja honum samn-
ing við veituna. Hann hvetur byrj-
endur að kynna sér þættina og
hefjast handa við baksturinn.
Hann leggur áherslu á að þetta sé
einfalt mál og tilvalin afþreying
fyrir þá sem kjósa að halda sig
innandyra í sjálfskipaðri sóttkví.
Súrdeigsbrauðið
allra meina bót
Ljósmynd/Aðsend
Bakar brauð Marinó við undirbúning súrdeigsbaksturs á heimili sínu.
Bakari streymir kennsluefni um súrdeigsbakstur