Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 1
Gullöldin er núna!
Unnu sínaflokka
Þrátt fyrir atlögur frá sjónvarpinu, vídeóinu, netinu og Guð má vita hverju sér ekki á gamla
góða útvarpinu. Það heldur sínu striki og á viðmælendum blaðsins er að skilja að þessi
gamalgróni miðill muni lifa okkur öll; engin leið sé að varpa útvarpinu út. 8
16. ÁGÚST 2020SUNNUDAGUR
Tengdist Íslandisterkum böndum
SystkinabörninHólmfríður Kol-brún Gunnars-dóttir og Hrafn-kell StefánHannesson urðubæði Íslands-meistarar ísiglingumkæna. 22
Keppa heimaHeimsleikarnir í crossfit fara að hluta til fram á netinu
þetta árið. Sunnudagsblaðið ræddi við Ragnheiði Söru
Sigmundsdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson. 14
Rætt við dr.WolfgangEdelsteinskömmuáður enhann lést. 12
L A U G A R D A G U R 1 5. Á G Ú S T 2 0 2 0
Stofnað 1913 191. tölublað 108. árgangur
Nýr Škoda Kamiq
Hrífandi hönnun og háþróaðar lausnir
Ambition, sjálfskiptur, bakkmyndavél, akreinavari & árekstrarvörn.
Verð 4.090.000 kr.
HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · hekla.is/skodasalur
TIL MIKILS AÐ
VINNA AÐ HALDA
LÍFINU EÐLILEGU
CYBER-SYSTUR
AFKASTA
MIKLU
FARA Í FRÍIÐ 45VIRKNI MIKILVÆG 12
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Fyrirtæki eru strax farin að finna
fyrir þessu. Það er alveg ljóst að
ferðamenn eru ekki að fara að koma
til landsins,“ segir Jóhannes Þór
Skúlason, framkvæmdastjóri Sam-
taka ferðaþjónustunnar. Vísar hann
þar til hertra aðgerða ríkisstjórnar-
innar við landamærin, en á blaða-
mannafundi hennar í gær var til-
kynnt um nýtt fyrirkomulag við
landamæraskimun sem tekur gildi
19. ágúst. Frá þeim tíma verða allir
þeir sem hingað koma til lands látnir
undirgangast skimun og í kjölfarið
sæta fjögurra til sex daga sóttkví,
áður en annað sýni er tekið úr þeim.
Heimkomusmitgát lögð niður
Um umtalsverða breytingu er að
ræða en fram til þessa hafa farþegar
frá „öruggum löndum“ ekki þurft að
fylgja þessu fyrirkomulagi. Svoköll-
uð heimkomusmitgát hefur sömu-
leiðis verið lögð niður. Var ákvörð-
unin tekin í kjölfar aukinnar út-
breiðslu faraldurs kórónuveirunnar
hér á landi.
Jóhannes Þór segir í samtali við
Morgunblaðið að fyrirvari framan-
greindra aðgerða hafi verið of
skammur. Þannig hafi fyrirtækjum
verið gert ómögulegt að bregðast
við. „Fyrirvarinn hefði mátt og þurft
að vera lengri. Fyrirtækin fengu
enga möguleika til að vinna úr því
sem er í kerfunum í ágúst,“ segir Jó-
hannes og bætir við að miklar gjald-
eyristekjur tapist.
„Það er verið að klippa hálfan
ágústmánuð út. Við erum að slá á
fjóra til fimm milljarða króna í töp-
uðum gjaldeyristekjum. Það munar
um minna á svona tímum.“
Að hans sögn bendir margt til
þess að tekjur ákveðinna fyrirtækja
verði engar. „Í mörgum tilfellum
fara þær bara niður í núll. Miðað við
samtöl sem ég hef átt má gera ráð
fyrir að þetta séu tvö til þrjú þúsund
manns sem ákveða þarf hvort sagt
verði upp.“
Aðspurður segir hann engar að-
gerðir í kortunum, til að stemma
stigu við efnahagslegum afleiðingum
aðgerðanna fyrir ferðaþjónustu.
„Það hafa engar mótvægisaðgerðir
verið nefndar í mín eyru. Það er al-
veg ljóst að það þarf að skoða það
mjög vel.“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir að nauðsynlegt hafi verið
talið að grípa strax fast inn í. Gangi
vel að ná tökum á útbreiðslu farald-
ursins verði í framhaldinu skoðað
hvort aflétting komi til greina.
Smit muni greinast daglega
Samkvæmt líkani vísindamanna
við Háskóla Íslands, embætti land-
læknis og Landspítalann mun innan-
landssmit kórónuveiru líklega grein-
ast nær daglega út þennan mánuð og
inn í september. Líkanið tekur ekki
til ytri þátta heldur er einvörðungu
horft til fjölda smita.
Allir fari í skimun og sóttkví
Komufarþegar verði skimaðir tvisvar Nauðsynlegt að grípa strax fast inn í, segir forsætisráðherra
Búast má við þúsundum uppsagna hjá ferðaþjónustufyrirtækjum Engar mótvægisaðgerðir nefndar
MTalið nauðsynlegt að herða … »4
Norska líftækni-
fyrirtækið Lytix
Biopharma hefur
gert samning við
Verrica Pharma-
ceuticals um þró-
un og markaðs-
setningu á lyfja-
kandídatinum
LTX-315.
Baldur Svein-
björnsson, einn
stofnenda Lytix, segir samninginn
hljóða upp á sem svarar 15 millj-
örðum íslenskra króna. Með sam-
starfi við svo öflugt fyrirtæki verði
hægt að hraða þróun nýrra meðferða
við tveimur gerðum húðkrabbameins.
Milljónir sjúklinga
„Samingurinn er mikil viðurkenn-
ing á starfi okkar,“ segir Baldur.
Samanlagt séu um 5 milljónir til-
fella svona gerða húðkrabbameins í
Bandaríkjunum og Evrópu á ári.
Markaðurinn með lyf við húð-
krabbameini sé metinn á yfir 120
milljarða króna á ári. Baldur er pró-
fessor við læknadeild Háskólans í
Tromsø og starfar við höfuðstöðvar
Lytix i Ósló. baldura@mbl.is »20
Fá 15 millj-
arða fyrir
lyfjaþróun
Lytix þróar
krabbameinslyf
Baldur
Sveinbjörnsson
Sökum faraldurs kórónuveiru var Íslandsmóti í
eldsmíði slegið á frest. Þess í stað hittust kepp-
endur á Byggðasafni Akraness í gær og báru
saman bækur sínar. Að sögn Guðmundar Sig-
urðssonar, formanns Félags íslenskra eldsmiða,
hefur Íslandsmótið í eldsmíði venjulega farið
fram á sjómannadaginn. „Svo kom þetta ástand
og það frestaðist. Við keppum því ekki í ár en
ákváðum samt sem áður að hittast.“
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Hamra skal járnið meðan heitt er