Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 Takmarkað magn - enn á gamla genginu! Birtm eð fyrirvara um verð-og textabrengl. 3.074.260kr. VIVARO CARGO 3.890.000 kr. Verð án vsk. 3.943.520 kr. VIVARO COMBI - 6 – 9 manna 4.990.000 kr. 5.490.000 kr. Verð án vsk.2.362.780 kr. COMBO CARGO 2.990.000 kr. Verð án vsk. 4.338.460 kr. MOVANO CARGO Verð Verð VerðVerð Verð án vsk. Einnig hagstæð kjör í langtímaleigu Reykjavík Krókhálsi 9 590 2000 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluaksturopel.is Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Engir gæðeftirlitsmenn komu frá makrílkaupendum í Asíu til Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum í sumar eins og venja er. Í staðinn hefur þurft að treysta á samskipta- forritið WhatsApp og hafa kaup- endum meðal annars verið sendar myndir og myndskeið um leið og landað er. Þetta segir Yohei Kita- yama, sölustjóri Vinnslustöðv- arinnar í Japan. „Það er rétt að við fáum yfirleitt heimsóknir frá asísk- um viðskiptavinum á tímabilinu til að kanna gæði fisksins sem við framleiðum og þeir velja ákveðinn hluta aflans og magn sem þeir telja henta fyrir markaðinn.“ Hann segir ekki hafa verið ómögulegt að koma asískum við- skiptavinum til landsins þar sem engin gildandi ákvæði á Íslandi hafi beinlínis bannað komu þeirra og bendir á að nokkrir gæðaeftirlits- menn frá kaupendum hafi verið hjá öðrum framleiðendum á Íslandi. „Við tókum hins vegar ákvörðun um að okkar viðskiptavinir ættu ekki að ferðast. […] Við vildum ekki að það væri hætta á því að viðskiptavinir okkar, og ég sjálfur, kæmu með kórónuveiruna frá Asíu og trufluðu framleiðsluáætlun Vinnslustöðv- arinnar. Einnig var ákveðið að takmarka eigin áhættu. Ef ég sjálfur eða mik- ilvægir viðskiptavinir smitast af kórónuveirunni á ferðinni. Það yrði hörmulegt ef einhver okkar myndi þurfa að leggjast inn á sjúkrahús og þar með ekki geta stundað við- skipti.“ Stöðug samskipti Kitayama útskýrir að það hafi þess vegna verið gripið til þess að nýta tækni til þess að framkvæma gæðaeftirlitið. Þá er samskipta- forritið WhatsApp notað til þess að sinna daglegum samskiptum milli framleiðslunnar í Vestmannaeyjum, sölustjórans í Japan og asísku kaup- endanna. „Vegna reynslu undanfarinna ára er framleiðslufólk okkar vel þjálfað í að skilja gæðakröfur og gæðastaðla í Asíu. Um leið og landað er tekur einn gæðafulltrúi myndbönd og myndir af fiskinum og sendir um- svifalaust til okkar í Japan svo við getum verið 100% meðvituð um hvað er að gerast í rauntíma, jafnvel þegar við erum í Japan. Gæðafulltrúinn heldur utan um áframhaldandi skoðun meðan á framleiðslunni stendur, sendir okk- ur nauðsynlegar myndir og mynd- bönd og við getum spjallað milli Japans og Íslands. […] Eina vanda- málið er tímamismunur, en fram- leiðsla fer fram allan sólarhringinn og er þetta því ekkert stórmál,“ segir Kitayama og bætir við að mikilvægum viðskiptavinum hafi verið gefinn kostur á að fá aðgang að gæðaeftirlitsgögnum úr hugbún- aði sem notaður er í framleiðsluferl- inu. Uppiskroppa með birgðir Í fyrsta sinn í sögu loðnuveiða við Íslandsstrendur varð loðnubrestur annað árið í röð. Sendinefnd stórra matvælaframleiðenda í Japan kom til Íslands í byrjun árs til þess að hvetja íslensk yfirvöld til þess að gefa út lágmarksaflamark í loðnu í þeim tilgangi að tryggja markaðs- stöðu. Töldu fyrirtækin meðal ann- ars að skortur á loðnuhrognum gæti orðið til þess að hráefninu yrði ein- faldlega skipt út og að í kjölfarið yrði erfitt að koma afurðinni á markað á ný. Spurður um stöðuna á loðnu- markaðnum segir Kitayama hann vera í mjög sérkennilegri stöðu. „Allir eru að verða uppiskroppa með birgðir og það er ljóst að birgð- irnar munu ekki endast fram að næsta tímabili. Það var loðnuveiði í Kanada í sumar en það bar ekki mikinn árangur, lélegur afli og mjög lítil stærð. Allir í greininni reyna að stjórna sölunni eins mikið og mögu- legt er til að halda markaðnum uppi.“ Bjargað af faraldrinum Hann segir hins vegar aðra sögu vera af stöðunni á markaðnum með loðnuhrognin, en þau eru notuð í framleiðslu á masago sem er nýtt í sushigerð. „Stærsti markaðurinn fyrir masago er Bandaríkin, sér- staklega matvælaþjónustusviðið, sem varð fyrir mesta högginu þegar kórónuveirufaldurinn stóð sem hæst í vor.“ Hann segir að búist hafi verið við gríðarlegum hráefnisskorti þegar ljóst varð að engin loðnuveiði yrði við Íslandsstrendur. „Hins vegar féll neysla masago mjög mikið vegna faraldursins, hún varð bók- staflega engin í vor þegar ástandið var sem verst í New York og Kali- forníu. Ástandinu var snúið alveg við. Spurnin eftir masago vex núna hægt og bítandi, en er hvergi nærri því sem hún var áður.“ Til framtíðar er ljóst að framleið- endur sem njóta mikils trausts og góðs orðspors munu geta stundað sölu án þess að viðskiptavinir þeirra mæti á staðinn, að sögn Kitayama. Hins vegar telur hann að framleið- endur sem ekki hafa framúrskar- andi orðspor muni eiga erfitt með að sannfæra asíska kaupendur um að stunda við þá viðskipti án þess að þeir geti framkvæmt eigið gæðaeftirlit. „Það er þó ávallt þannig að betra er að viðskiptavinum sé fært að heimsækja Ísland af og til í þeim til- gangi að kynna sér framleiðsluferl- ið,“ segir hann að lokum og kveðst vona að fari að koma loðnuvertíð. Faraldurinn setur svip á söluna  Framleiðendur uppiskroppa með loðnubirgðir  Veiran kann að hafa komið í veg fyrir skort á loðnuhrognum  Gæðaeftirlit kaupenda með aðstoð samskiptaforrits  Komu ekki frá Asíu í sumar Morgunblaðið/Hanna Andrésdóttir Skoðun Yohei Kitayama, sölustjóri Vinnslustöðvarinnar í Japan, skoðar afla árið 2018. Hann hefur ásamt kaupendum í Asíu komið til Vest- mannaeyja til að gefa viðskiptavinum færi á að kynnast gæðum afurðanna. Skortur Loðnunætur hafa hangið þurrar tvö ár í röð vegna loðnubrests, en það hefur ekki gerst frá því loðnuveiðar við Íslandsstrendur hófust árið 1963. Það á eftir að koma í ljós hvort loðnuvertíð verði í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.