Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
KAT I E HOLMES JOSH LUCAS
Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
EIN ALBESTA GRÍN-TEIKNIMYND
SEM KOMIÐ HEFUR!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
K O M N A R Í B Í Ó :
Harry Potter and the Sorcere’s Stone
Harry Potter and the Chamber of Secrets
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
K O M A Í B Í Ó 1 8 . Á G Ú S T :
Harry Potter and the Goblet of Fire
Harry Potter and the Order of Phoenix
Harry Potter and the Half-Blood Prince
K O M A Í B Í Ó 2 1 . Á G Ú S T :
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1 og 2
UPPÁHALDS GALDRASTRÁKUR OKKAR ALLRA
AÐRAR MYNDIR Í
SÝNINGU:
* Áfram (ísl. tal)
* Tröll 2 (ísl. tal)
* Hvolpasveitin (ísl. tal)
* My Spy
* The Postcard Killings
* The Outpost
* The Matrix
* Mad Max : Fury Road
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Geneva Viralam hefur verið ráðin
til starfa hjá galleríinu i8 sem
starfsmaður þess í New York.
Viralam mun gegna stöðu „direc-
tor“ eða stjórnanda og segir Börk-
ur Arnarson, eigandi i8, að þótt
starfið sé ekki
nýtt af nálinni sé
staðsetningin það.
„Auður Jörunds-
dóttir vann hérna
hjá okkur í svip-
aðri stöðu en hún
var staðsett hér.
Geneva er með
tólf ára reynslu í
galleríheiminum
og þekkir vel til
okkar, hún var á sínum síðasta
vinnustað, galleríinu Luhring Aug-
ustine, að vinna með okkur og
Ragnari Kjartanssyni,“ segir
Börkur en Luhring Augustine hef-
ur ásamt i8 haft umsjón með
Ragnari og verkum hans um ára-
bil. Galleríið i8 er þó ekki komið
með útibú í New York, svo því sé
haldið til haga, heldur mun Vira-
lam vinna þar sjálfstætt fyrir gall-
eríið.
Börkur bendir á að vegna
Covid-19-farsóttarinnar sé heim-
urinn að breytast mikið og allar
listamessur sem i8 hafi farið á hafi
legið niðri það sem af er ári og
muni eflaust gera það langt fram
á næsta ár. „Það hefur því orðið
mikil breyting á því hvernig fólk
sér og fær upplýsingar. Við þurf-
um að finna nýjar leiðir til að
koma því áleiðis sem okkar lista-
menn eru að gera,“ segir Börkur.
Hefur lengi staðið til
–Er kveikjan að þessu starfi
hennar þá Covid-19 og listamessu-
fall víða um lönd?
„Nei, þetta hefur staðið til
lengi,“ svarar Börkur. Hann hafi
auglýst stöðuna snemma á árinu,
tekið viðtöl við marga en svo hafi
aðstæður breyst með Covid-19.
„Hún er draumamanneskjan í
djobbið. Mikill reynslubolti og
þekkir mjög vel til, bæði í Evrópu
og í Bandaríkjunum sérstaklega,
bæði til þeirra sem eru safnarar
og eins sýningarstjóra og safn-
stjóra um öll Bandaríkin. Þar er-
um við sérstaklega að hugsa um
fyrir okkar listamenn, að hafa
meiri sýnileika á því sem þeir eru
að gera. Þar sem sýningahald er
af mjög skornum skammti í dag
þarf manneskju í símanum,“ segir
Börkur um Viralam.
Flóð og farsótt
Talið berst að sölu á myndlist
hjá i8 nú á tímum Covid-19. Börk-
ur segir að flætt hafi inn í gall-
eríið í desember og skemmdir orð-
ið það miklar að þurft hafi að loka
því í þrjá mánuði á meðan end-
urbætur stóðu yfir. Þegar þeim
var lokið kom svo farsóttin. „Eftir
að við opnuðum aftur eftir sex
mánaða lokun er búið að ganga
mjög vel, það er heilmikill áhugi
þótt fólk sé lokað inni heima hjá
sér,“ segir Börkur og fólk fagni
því að enn séu haldnar sýningar í
i8. Því sé jafnt fagnað innanlands
sem utan. „Eins og sýningin sem
við erum með núna á verkum
Ólafs Elíassonar, það skiptir máli
fyrir fólkið sem er að tala við okk-
ur að utan að hér sé raunveruleg
sýning en ekki bara jpg-myndir af
verkum á netinu,“ segir Börkur.
Hann segir traust verða að ríkja
milli seljenda myndlistar og kaup-
enda, að fólk þekki til gallerísins
og starfsmanna þess. „Eins og
með Genevu, ákveðið traust fylgir
því að spjalla við manneskju sem
maður hefur hitt og talað við,“
segir Börkur og bendir á að öll
verkin á sýningu Ólafs Elíassonar
séu seld og að helmingurinn hafi
selst hér á Íslandi og hinn erlend-
is. Sýningunni á verkum Ólafs lýk-
ur í i8 í dag, 15. ágúst.
„Draumamanneskjan í djobbið“
Börkur
Arnarson
Sjálfa Ragnar Kjartansson myndlistarmaður og Geneva Viralam, nýr starfsmaður i8 gallerísins.
Geneva Viralam, nýr starfsmaður i8,
verður staðsett í New York Hefur
unnið með i8 og Ragnari Kjartanssyni