Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 Það er sárt að kveðja fallega og góða sál. Sýnu verra er að kveðja ástvin hinstu kveðju. Ljóslifandi myndir af samverustundum streyma um hugann og minningarnar fyssa fram og tárin steypast úr hvörmum. „Amma er amma,“ var hún vön að segja. Já, hún var sönn amma, falleg og góð fyrirmynd, leiðbeinandi um trúna og lífið; drengur góður. Hún hafði stórt hjarta, þar sem hún bjó ástvinum sínum stað. Ég finn hlýju hennar enn í dag. Ég hugsa, að Húsmæðra- skólanámið hafi mótað hana, dregið fram hæfileikana. Hún var mikil hannyrðamanneskja, heklaði og saumaði út og hafði fallega hönd. Saumaskapurinn vakti athygli. Eitt sinn spurði gestur á Hótel Valhöll, hvaðan hún hefði svuntuna sína. Hún leysti hnútinn, braut saman og rétti gestinum að gjöf. Sjálf hafði hún saumað. Oft lásum við saman bækurnar, uppskriftir og reglur skólans. Amma var reglusöm og mikið snyrti- menni. Aldrei lögðum við aftur augun fyrr en fötin voru sam- anbrotin, sálmur sunginn, bænirnar þuldar, brjóstið sign- að og ennið kysst. Þá fyrst mátti svefninn guða á gluggann. Ég hlýddi á sögur um æskuna, foreldra og for- feður, og í gamalli bók á ryk- fallinni hillu geymi ég minn- ingar hennar. Jóladagsboðin voru með miklum kræsingum, smur- brauði og brauðtertum. Í miðju stóð aspassúpan hennar, klass- ísk velouté flauelsrjómasúpa; einstök, soðin af ást og ástríðu. Súpugerðin tók ár og var soð- inu safnað milli jóla. Áhuginn á töfrunum vaknaði við eldavél- ina hjá ömmu, mestur á súp- unni góðu. Hún sagði síðar, að ég hefði tekið fram úr henni við súpugerðina. Hún var alla tíð lítillát. Undir lokin sat hún við borðið og mærði kokkinn. Það var ljúft. Síðustu jólin féll það í minn hlut að bjóða henni til veislu, í fyrsta og hinsta sinn. Minnisstæðar eru veiðiferð- ir, vorferðir í leit að lóunni, en mest ferðalög til Garda á Ítal- íu. Kvöld eitt sátum við úti við vatnið og sólin var að hverfa. Þá sagði ég: „Sjáðu, amma, það er eins og Ólafsvíkur-Enni vaki yfir okkur!“ Fjallið minnti vissulega á æskuslóðirnar. Ólafsvík, Enni og jökullinn hennar áttu alltaf vísan stað í hjartanu. Hún bað fyrir okkur og var kletturinn í lífinu. „Ömmu þyk- ir vænt um þig,“ sagði hún, líka í síðasta ferðalagi okkar saman, í sjúkrabílnum. Kamilla Guðbrandsdóttir ✝ Kamilla Guð-brandsdóttir fæddist 29. ágúst 1926. Hún lést 14. júlí 2020. Útförin fór fram 14. ágúst 2020. Sorglega leiddi fall og eftirköst þess að endalokun- um. Hún kenndi mér að meta sönginn, þessi fallega sópr- an, einkum kórverk og sóttum við tón- leika. Eitt ljóð söng hún oft fyrir mig og tók af mér loforð. Amma tók annars af mér mörg loforð. Einu sinni svaf ég ófriðlega og dreymdi, að hún væri öll. Þegar sá dagur kæmi, mátti ég syrgja um stund en síðar ekki meir. Mörg loforðin hef ég haldið, ýmis svikið. Sárast þykir mér nú að geta ekki haldið loforð mitt um ljóðið, hennar hinstu kveðju. Hún vildi, að það yrði sungið við útförina við sálminn Amazing Grace. Ljóðið er horf- ið, minningin lifir. Það geymir kveðju til ástvina, sem hún ann svo heitt, en minnir á, að eng- inn fái hlutunum breytt. Söngur hennar ómar enn í höfði mér. Svo fyrnist yfir og glefsur standa eftir. Hún hughreystir og biður okkur að syrgja ekki, enda mætumst við aftur á ný. Ég hef alltaf haft trú á orðum hennar. Og í dag kveð ég hana ömmu Millu hinstu kveðju. Því fær enginn breytt. Hún unni mér og ég henni. Í minningu um fal- lega og góða sál, bið ég fyrir henni og þeim, sem nutu gæf- unnar að kynnast henni og þeirri hlýju, sem hún gaf af sér. Elsku amma Milla, góða nótt! Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hrannar Már. Ég man ekki eftir okkar fyrstu kynnum enda þú og afi búin að vera í sambúð í um ára- tug áður en ég fæddist en ég man vel eftir öllu því sem þú gerðir fyrir mig. Það voru ófáar veiðiferðirnar þar sem þú sast inni í bílnum að bíða eftir að afi kláraði yf- irferð um hyljina á meðan ég og fleiri vorum úti að fylgjast með eða jafnvel að leika okkur við eitthvað allt annað en að veiða. Alltaf gat maður stólað á að þegar maður kom í bílinn þá varst þú til staðar og tilbúin að bjóða manni samlokur, kökur og drykki ásamt því að hlýja litlum fingrum sem voru orðnir bláir af kulda. Ekki minnkaði hlýjan frá þér þegar ég eignaðist börnin mín en Guðrún Lilja og Katrín Harpa munu alltaf muna eftir þér og hversu mikið þú spilaðir við þær og lékst eftir bestu getu þessi seinustu ár. Ég náði sem betur fer að hitta þig með Guðlaugu Krist- ínu skömmu áður en þú lést og þó svo að hún hafi verið of ung til þess að muna þessa heim- sókn þá kemur hún til með að þekkja bæði þig og afa af sög- unum sem ég kem til með að segja henni. Í hvert skipti sem ég kem í hyljina þína í Stóru-Laxá verð- ur mér hugsað til þín og afa og rifjast sögurnar ennþá mjög vel upp þó svo að sumar þeirra hafi ég ekki heyrt síðan á seinustu öld. Nú fáið þið afi að hvíla sam- an héðan í frá. Hvíl í friði, elsku amma Milla. Guðmundur (Mummi). Af huldumanni í píanistastétt var fyrirsögnin í lofsam- legri rýni um frammistöðu Guð- mundar Magnússonar píanóleik- ara eftir einleikstónleika í desember 1986. Orðin eru lýsandi um mann sem aldrei barst á og er nú fallinn frá um aldur fram. Guðmundur var annar tveggja píanókennara minna og kom inn í líf mitt haustið 1987 við upphaf menntaskólaáranna. Ég hafði fram að þeim tíma stundað píanó- nám hjá nafna hans Jónssyni í Tónlistarskóla Kópavogs en sá hafði einnig kennt nafna sínum Magnússyni einn vetur í Tónlist- arskóla Rangæinga um 1970. Ég hélt mig við Guðmundana og minnist nú þessara öðlinga af hlýju og þakklæti fyrir tónlistar- uppeldið. Ég hygg að Guðmundur Magnússon sé eftirminnilegur öllum þeim sem kynntust honum. Þar fór maður sem hélt sig alla jafna til hlés, var dulur við fyrstu viðkynni, og jafnvel lengur, og vildi helst eigi segja lengra en hann var spurður. Fljótlega tókst þó með okkur Guðmundi hinn besti kunningsskapur og traust, og er á leið, vinátta. Ég hef hvorki fyrr né síðar umgengst jafn hlédrægan mann og auð- mjúkan, en eftir að maður ávann sér traust Guðmundar var þó leiðin greið og oft stutt í hlátur og húmor um leið og hann viðraði vel ígrundaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Nú, er tíðarandinn gengur æ oftar út á að sýnast frekar en að vera, er minningin um Guðmund á þann veg að þar fór vammlaus maður og áreiðan- legur, víðlesinn, stálminnugur og ljóngáfaður. Guðmundur hóf nám við tónlistarháskólann í Köln árið 1980, af lítillæti að manni virtist því af eigin sögn stefndi hann að- eins á kennsluréttindi, en er leið á fleytti elja og seigla honum gegnum einleikaradeildina árið 1985. Á þann hátt virtist Guð- mundur leggja upp lífið, skipu- lega, skref fyrir skref, af auð- mýkt og hógværð. Árin sem ég naut leiðsagnar Guðmundar var hann virkur í tónlistarlífinu á Íslandi. Hann lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Guðmundur Magnússon ✝ GuðmundurMagnússon fæddist 13. janúar 1957. Hann lést 27. júní 2020. Útför Guð- mundar fór fram 14. júlí 2020 í kyrr- þey. Íslands í janúar 1989 í fyrsta píanó- konsert Beethovens þegar allir fimm konsertarnir voru á dagskrá um vetur- inn þar sem ein- göngu íslenskir ein- leikarar voru kallaðir til. Guð- mundur var þarna mættur upp á dekk á meðal helstu pían- ista landsins. Í einum dómnum stóð að Guðmundur hafði greini- lega unnið heimavinnuna sína vel og ástæða væri til að bjóða hann velkominn í hóp þeirra íslensku píanóleikara sem erindi ættu upp á hljómleikapallinn með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Það var mál manna sem sóttu tónleika í höfuðstaðnum á þess- um árum að þar færi tilfinninga- næmur og fíngerður listamaður sem við túlkun verkanna opnaði sig inn að kviku við hljómborðið, líkt og farið væri um af gætni með flygilinn yfir þunnt ísilagt vatn. Öryggið var Guðmundi allt en krafturinn og lífsháskinn var aldrei langt undan. Hann valdi sér jafnan erfið og viðamikil við- fangsefni, oftar en ekki úr ýms- um áttum, t.a.m. verk eftir Schu- bert, Messiaen og Scriabin. Guðmundur hafði einnig fanta- gott vald á píanótækni sem hann þó beitti af aga og skynsemi því hann bæði þekkti og virti eigin takmörk. Því miður hvarf Guð- mundur jafn brátt af tónleika- sviðinu og hann birtist, en sam- hliða tónleikahaldi kenndi hann jafnan vel rúmlega eitt stöðugildi samtals við þrjá tónlistarskóla samhliða tónleikahaldinu. Guðmundur hafði sérstakt dá- læti á tónlist franska impression- ismans, sér í lagi Debussy. Ég get heyrt hann í huganum leika sín uppáhaldsverk, Það sem vest- anvindurinn sá, Stúlkuna með hörgula hárið og Kirkjuna á hafs- botni úr prelódíusafninu. Með hvatningu og smá eftirrekstri átti Guðmundur til að hlaða í annál- aðan fingurbrjót, Petrushkuna eftir Stravinsky og leika með til- þrifum hendingar úr B-dúr pí- anókonserts Brahms. Í seinni tíð varð mér stundum hugsað til Guðmundar, reyndi að leita hann uppi og spurðist fyrir, án árangurs. Nú þegar minning- arnar flæða hjá tæpum þrjátíu árum eftir að leiðir okkar skildi sendi ég aðstandendum mínar innstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Magnús- sonar. Ingvar Jón Bates Gíslason. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR I. ÓSKARSSON húsasmíðameistari, Ársölum 5, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugardaginn 1. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Alzheimersamtakanna. Þakkir til allra sem önnuðust hann í veikindunum. Una Pálmarsdóttir Sigríður Pétrún Guðmundsd. Jón Grímsson Gísli Ágúst Guðmundsson Anna J. Eðvaldsdóttir Garðar Guðmundsson Edda Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA GÍSLASONAR rafvirkjameistara, Barðastöðum 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir og á dagdeildinni í Borgarseli. Hólmfríður Bjarnadóttir Norbert Birnböck Gísli Bjarnason Margrét L. Laxdal Heimir Bjarnason Sædís Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSLAUGAR ELÍSABETAR GUNNSTEINSDÓTTUR, Kópavogstúni 2, áður Álfhólsvegi 68. Við þökkum sérstaklega starfsfólki Sunnuhlíðar, bæði í dagdvöl og hjúkrunarheimili, fyrir alúðlega umönnun. Gunnsteinn Ólafsson Eygló Ingadóttir Pétur Már Ólafsson Ragnheiður Elfa Þorsteinsd. Ólafur Jens, Sigurður Karl og Þór Péturssynir Jakob Fjólar, Sindri og Áslaug Elísabet Gunnsteinsbörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA JENNÝ VÍDALÍN VALGARÐSDÓTTIR, áður til heimilis á Brávallagötu 4, lést á Hrafnistu, Sléttuvegi, miðvikudaginn 29. júlí. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við Hrafnistu í Skógarbæ og á Sléttuvegi. Jóhanna Vídalín Þórðardóttir Elísabet Dýrleif Þórðardóttir Edilon Hreinsson Ragnhildur Ísaksdóttir Heiða Jenný Hreinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför OLGEIRS MÖLLER. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður V. Ingimarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.