Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020
Hvít-Rússar eru stoltir af trak-torsverksmiðjum sínum. Til
marks um það má hafa að þau
ágætu farartæki taka jafnan þátt í
skrúðgöngum landsins á þjóðhátíð-
ardegi þess 3. júlí.
Sú dagsetning
markar þau tíma-
mót þegar þýski
herinn var hrakinn
frá Minsk árið 1944
en þó er ekki ein-
hugur um hana og
ýmsir telja aðrar
dagsetningar meira
viðeigandi, einkum dagsetningar
sem tengjast sjálfstæðinu frá Sov-
étríkjunum fyrir tæpum þremur
áratugum.
Um þessar mundir er þó deiltum annað og stærra mál í
Hvíta-Rússlandi og af töluvert
meiri ákafa, en það er meint kosn-
ingasvindl forsetans og harkalegar
aðgerðir hans gegn mótmælendum
eftir kosningarnar. En traktora-
verksmiðjan og stoltir starfsmenn
hennar koma við sögu í deilunum
um kosningarnar því að í gær
gerðist sá óvenjulegi atburður að
þúsundir þeirra lögðu niður störf
og gengu um götur í mótmælum.
Ofan á önnur og fjölmenn mót-mæli sæta þessi töluverðum
tíðindum enda hafa svo mikil mót-
mæli launamanna í landinu ekki
sést frá því þeir risu upp árið 1991
í aðdraganda falls Sovétríkjanna.
Alexander Lúkasjenkó forseti erafurð sovétkerfisins og minnir
á það með aðgerðum sínum að
undanförnu, meðal annars gríð-
arlegri hörku gegn mótmælendum
og jafnvel pyntingum þeirra og
drápum.
Evrópuríki virðast vera að takavið sér vegna þessa ástands.
Það er full ástæða til.
Alexander
Lúkasjenkó
Traktorarnir ræstir
í Hvíta-Rússlandi
STAKSTEINAR
w w w. i t r. i s
L augarnar í Reykjaví k
2m
Höldum
bilinu
ogsýnumhvert
öðru tillitssemi
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Sumarfundur ríkisstjórnarinnar
verður haldinn á Hellu á þriðjudag-
inn í samræmi við venju síðastliðinna
tveggja ára.
Ekki er ljóst hver aðalumræðuefni
fundarins verða en teljast verður lík-
legt að kórónuveirufaraldurinn og
nýjar sóttvarnareglur, sem taka
gildi á miðvikudag, séu á meðal
þeirra málefna sem verða til um-
ræðu. Dagskrá fundarins verður
kynnt á mánudaginn næstkomandi.
Seinasti sumarfundur ríkisstjórn-
arinnar var haldinn í Mývatnssveit í
fyrra, þar sem helst var rætt um
jarðakaup útlendinga en sumarið
2018 fundaði ríkisstjórnin á Snæ-
fellsnesi, þar sem meðal annars var
rætt um áherslur ríkisstjórnarinnar
í stjórnarsáttmálanum.
Sumarfundur ríkisstjórnar á Hellu
Ríkisstjórnin fundar næsta þriðjudag
Dagskráin verður birt á mánudag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hella Sumarfundur ríkisstjórnarinnar verður haldinn á Hellu þetta árið.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Vopnfirðingar fögnuðu því á fimmtu-
dag að 70 ár voru liðin frá vígslu
sundlaugarinnar í Selárdal. Laugin
er enn í fullri notkun og nýtur mik-
illa vinsælda heimamanna, sem og
ferðafólks.
Í umfjöllun um þessi tímamót á
heimasíðu ungmennafélagsins Ein-
herja kemur fram að hugmyndir um
byggingu sundlaugarinnar má rekja
allt aftur til 1936 hið minnsta.
„Að lokum hófst framkvæmd við
nýja laug í Selárgljúfrum í Selárdal
sumarið 1947. A-deild hafði for-
göngu í málinu en allar deildir lögðu
fé og mannauð í verkið. Einnig feng-
ust styrkir í verkið frá hreppsnefnd
Vopnafjarðar, íþróttanefnd ríkisins
og fleirum. Unnið var að byggingu
laugarinnar og sundlaugarskála
næstu sumur og var sundlaugin vígð
með pompi og prakt sunnudaginn
13. ágúst árið 1950. Við vígsluna
voru fluttar ræður, ungir Einherjar
stungu sér til sunds og synt var boð-
sund. Þrátt fyrir að rigndi þennan
dag gerðu menn sér glaðan dag og
dansað var í tjaldi fram eftir nóttu.
Þessi framkvæmd er dæmi um dug,
metnað og samstöðu Einherja en
sundlaugin var eign félagsins þar til
sveitarfélagið tók að sér rekstur
hennar,“ segir í samantekt Bjarts
Aðalbjarnarsonar á heimasíðunni.
„Á þessum tíma var Sundlaugin í
Selárgljúfrum eina heita laug Aust-
urlands og var strax talin einn fal-
legasti baðstaður landsins. Laugin
er Vopnfirðingum kær og geta þeir
verið stoltir af forfeðrum sínum er
lögðu mikið á sig til að geta tryggt
ungum sem öldnum öruggan og góð-
an baðstað,“ segir Bjartur.
Sjötíu ár frá vígslu
sundlaugarinnar
Tímamót á Vopna-
firði Laugin er
heimamönnum kær
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Afmæli Laugin í Selárdal nýtur vin-
sælda heimamanna og ferðafólks.