Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 Ljósmynd/Ágúst Einar að Cyber í öll mál,“ sagði Jóhanna í viðtali við DV eitt sinn og hafði lög að mæla. Munum líka að CYBER standa vaktina fyrir stöll- ur sínar, þetta er oft þrælpólitískt hvort sem það er með- vitað eður ei. Femínísk valdefling, þar sem þær leika sér með kynlífs- tilvísanir og ögrandi kynþokka en allt saman á þeirra forsendum og engra annarra. Vacation átti víst að vera glaðleg plata í upphafi, óður til sumarfrís og engra áhyggja en Covid-19 breytti því náttúrulega öllu og innstillti kvíðaboga sem hangir yfir verkinu. Umslag og kynningarmyndir eru sólarmegin á meðan tónlistin segir dálítið aðra sögu, eitthvað sem er þó frekar dæmigert fyrir nálgun CYBER við hlutina. Andstæðum stillt fram. Báðar eru þær stöllur búsettar í Berlín og var platan samin að mestum hluta í útgöngubanni á milli hámgláps á einhverja þætt- ina. Platan er líka ákveðin gagn- rýni á þann tvískinnung að í miðjum faraldri fannst mörgum eins og nú væri allt í einu nægur tími til að láta sér líða vel og sinna eigin sjálfi af alúð. Sem hefur reynst hálfsannleikur að mörgu leyti (pæling blaðamanns). Vacation er dálítið athyglis- vert ferðalag, miðað við fyrri af- urðir CYBER. Á Horror var ógnin mun áþreifanlegri en hér er sömu ógn pakkað inn í draumkenndar voðir. Fyrsta lagið, „pink house paladino“, byrjar eins og inngangs- stef að Miami Vice-þætti í leik- stjórn David Lynch. Sveittur saxó- fónn býður okkur velkomin en snemma snýst lagið upp í súrrea- lísk blíðuatlot og þær stöllur rappa letilega yfir sólbökuðum drunga. Velkomin í heim CYBER! Í næsta lagi, „breakfast buffet“, flögrum við niður að morgunverðarhlað- borðinu og þar kemur GDRN nokkur sterk inn. CYBER-inn- blásið „r og b“ og útsetning og hljóðvinnsla hér afbragð. Lagið „spa day“ viðheldur þessum brag, og „r og b“-þráðurinn er flottur. Ég verð að hrósa „starry night“ fyrir sérdeilis glæsilega vísun í meistaraverk Egils Sæbjörnssonar, Tonk of the Lawn, en hann er Berlínarbúi sömuleiðis. „Karaoke at the Drunken Barrel“ er ná- kvæmlega það, amatörlegur söng- ur á einhverjum barnum og brýtur þetta flæðið upp á glúrinn máta. Eftir fleiri gleðilega kvíðaópusa mætir JFDR á svæðið og syngur niðurtúrslagið „come down“ í góð- um selskap með dúettinum. Ásdís María slaufar svo plötunni með gestalátum í „Karaoke song“. „Ljósin á ströndu skína skær,“ söng Þorgeir Ástvaldsson með Sumargleðinni fyrir margt löngu. En skærleikinn getur verið fals eins og CYBER nudda okkur ræki- lega upp úr á þessari vel heppnuðu skífu. » Sveittur saxófónnbýður okkur velkom- in en snemma snýst lag- ið upp í súrrealísk blíðu- atlot og þær stöllur rappa letilega yfir sól- bökuðum drunga CYBER er nú dúett þeirra Sölku Vals- dóttur og Jóhönnu Rakelar Jónasdóttur. Vacation er þeirra önn- ur eiginlega breiðskífa en útgáfurnar hafa þó verið fleiri. Flipp CYBER- systur láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Þær fara í fríið TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það má skilgreina útgáfuform á ýmsan hátt, ég tel plötur CYBER fjórar a.m.k. og frístandandi smá- skífur eru þarna líka (t.d. hin þriggja laga „I’m your new step- mom“). Útgáfutíðnin hefur verið rækileg verður að segjast, Horror og Vacation breiðskífur en Crap og Bizness svokallaðar blandspólur eða „mixtape“. Fjögur verk fyrst og fremst samt og góð og heillandi samhæfing á milli þessa alls þó að temun séu ólík. Svipuð umslög, titl- ar og leturgerðir en í kringum hverja og eina plötu hefur ólík CYBER stillt sér fram engu að síð- ur, útlitslega sem tónlistarlega. Þær hafa verið í kynæsandi latex- göllum, viðskiptamógúlalegar og núna bara í sprellandi stuði í orlofi. Tónlistin hefur þróast úr vissum hráleika í meiri straumlínur en það er ákveðið hryggjarstykki í tónlist CYBER sem stýrir málum, letilegir taktar og skringidrungi yfir, ekkert gefið og allt hálfopið ein- hvern veginn. Fjarlægt en lokkandi. Myndbönd hafa líka ver- ið skemmtileg og ögrandi og hafa þær stöllur, sem eru nú bara þær Salka og Jóhanna, unnið vel með listamannsbakgrunn sinn. „Fyrir mér er svo ógeðslega mikilvægt að geta verið Cyber á öllum sviðum, ekki bara í tónlist. Ég vil að þú getir lifað, andað, klæðst og borð- Tónleikarnir með Khalid sem áttu að fara fram 25. ágúst í Laug- ardalshöll hafa verið færðir til 14. júlí 2021 vegna Covid-19. Allir miðahafar hafa verið látnir vita og ef nýja dagsetningin hentar ekki býðst þeim að hafa samband við Tix.is til að fá endurgreiðslu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Senu, skipuleggjanda tónleikanna. Tónleikar Khalid verða haldnir 2021 Khalid Sýning á verkum Drífu Viðar verð- ur opnuð við guðsþjónustu á morg- un, 16. ágúst, kl. 11 í safnaðarsal Neskirkju og stendur hún yfir til 22. nóvember. „Fyrr á þessu ári var boðið til dagskrár í tveimur hlutum um listferil og líf Drífu Viðar í til- efni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu hennar. Sýningin nú er seinni hluti dagskrárinnar um Drífu sem kom víða við í íslensku menningarlífi áður en hún lést langt fyrir aldur fram 1971,“ segir í tilkynningu. Á sýningunni sé dreg- in upp mynd af þróun listar Drífu allt frá því hún steig sín fyrstu skref til síðustu verka hennar þar sem persónuleg tjáning og túlkun hafi náð fullum þroska. Megin- áhersla er þó lögð á abstraktverkin og mannamyndir hennar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Verk Drífu í safn- aðarsal Neskirkju Abstrakt Eitt af málverkum Drífu Viðar. Sýning Ella Eg- ils, Efnisþættir, verður opnuð í dag kl. 16 í Gall- ery Porti að Laugavegi 23b en vegna Co- vid-19 verður opnunin í fjóra tíma til að dreifa gestum sem mest. Elli sýnir nýjar áferðir og ný tengsl myndlistar og íslenskrar náttúru, tengsl sem byggja á hlý- leika og nánd við kaldan raunveru- leika náttúrunnar. Efnisþættir Ella Egils í Porti Elli Egils Skemmtilegt að skafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.