Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 www.kofaroghus.is - sími 553 1545 339.000 kr. Tilboðsverð 518.000 kr. Tilboðsverð 389.000 kr. Tilboðsverð 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar SUMARTILBOÐÁGARÐHÚSUM! Afar einfalt er að reisa húsin okka r Uppsetning teku r aðeins einn da g BREKKA 34 - 9 fm STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm 25% afsláttur 25% afsláttur 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Pétur Magnússon petur@mbl.is „Þegar við sjáum að það eru hlaup að fara að koma í Grímsvötnum þá þurf- um við alltaf að búast við gosum líka,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúru- vársérfræðingur hjá Veðurstofu Ís- lands, í samtali við mbl.is. Á föstudag greindi mbl.is frá því að hlaup væri líklega að hefjast í Gríms- vötnum, en þá hafði vísindaráð al- mannavarna fundað og farið yfir gögn úr mælitækjum sem vakta Grímsvötn. Ekki var hægt að stað- festa með vissu hvort hlaup væri haf- ið úr Grímsvötnum, en ráðið mun funda klukkan 10 árdegis í dag. Nokkuð góður fyrirvari Dæmi eru um að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan. „Það er einföld eðlisfræði að þegar þú tappar af eða losar þyngd- ina af, þá er auðveldara fyrir gosið að leita upp,“ útskýrir Elísabet. Síðast varð atburðarásin slík árið 2004 og þar áður 1934 og 1922. Elísabet segir að breytingarnar í mælitækjum við Grímsvötn hafi verið afar litlar, svo erfitt sé að túlka nið- urstöður þeirra. „Það hefur ekki alltaf gerst að það verði gos eftir hlaup,“ segir Elísabet, en þegar slík atburðarás á sér stað er mismunandi hversu langur tími líður á milli þess að það hleypur úr Gríms- vötnum og að gos hefjist. „Stundum eru hlaupin mjög stutt, en stundum vara þau í marga daga. Það fer eftir því hversu mikið vatn er að losna úr Grímsvötnum. Yfirleitt er talað um nokkra daga, svo við höfum nokkuð góðan fyrirvara á þessu.“ Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræð- ingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við mbl.is í gær að ef gos verði sé ekki búist við stóru gosi, þó svo að ekkert sé hægt að fullyrða um það. Síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011, en Benedikt segir að það hafi verið óvenjulegt að mörgu leyti, því það var stærra gos en þau síðustu sem komu á undan. Morgunblaðið/RAX Jökull Erfitt er að túlka niðurstöður úr mælitækjum við Grímsvötn. Elísabet segir breytingarnar afskaplega litlar. Gos geti komið í kjölfar hlaups úr Grímsvötnum  Vísindaráð almannavarna fylgist grannt með þróun mála Morgunblaðið/RAX Gosið Eldgos varð í Grímsvötnum árið 1996 í kjölfar mikillar skjálftahrinu. Almannavarnanefnd var þá kölluð saman til að skipuleggja viðbrögðin. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Fjárhagsáætlanirnar verða alltaf háðar þeirri óvissu að við vitum ekki hvernig hlutirnir munu þróast. Við munum hins veg- ar reyna eins vel og við getum að takast á við þau krefjandi verkefni sem bíða,“ segir Aldís Hafsteins- dóttir, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfé- laga. Sveitarfélag- anna bíður það verkefni nú í haust að afgreiða fjár- hagsáætlun fyrir komandi ár og næstu þrjú ár á eftir. Óhætt er að segja að flókið verði að leggja fram áætlun í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Þetta kemur skýrt fram í minnisblaði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér þar sem tilteknir eru sex óvissuþættir um framvindu efnahagsmála sem áhrif hafi á áætlanagerð. Þeir eru kjara- samningar, en forsendur lífskjara- samninganna verða metnar að nýju í september, ferðaþjónusta, en spár um hagvöxt á næsta ári séu nær alfar- ið reistar á forsendum um að hingað komi um eða yfir ein milljón ferða- manna, og gengi krónunnar og verð- bólga. Þá eru ríkisfjármál óvissuþátt- ur samkvæmt minnisblaðinu en fjármálaætlun hefur verið frestað fram í október. Þar undir eru skatta- mál og fleira sem varði sveitarfélög miklu. Þá er horft til alþjóðlegrar efnahagsþróunar, s.s. Brexit, og verðs útlutningsvara. Að síðustu er tiltekið að óvissa ríki um aflabrögð í sjávarútvegi, til að mynda loðnuveið- ar. „Við þurfum með einhverjum hætti að mæta þeim útgjöldum sem fyrir- séð er að bætist við en erum bundin að lögum um þjónustu að mestu leyti. Árið 2020 er þegar í uppnámi víðast hvar og væntingar um aukið útsvar í ár verða á fæstum stöðum að veru- leika. Það er útlit fyrir annað mjög krefjandi ár við gerð fjárhagsáætl- ana. Tekjumissir er staðreynd og svo er mælst til þess að sveitarfélög hækki ekki fasteignagjöld. Boðaðar hafa verið skerðingar á jöfnunarsjóði sem getur numið 100-200 milljónum hjá sumum sveitarfélögum. Þetta er auðvitað umhverfi sem við höfum ekki séð áður,“ segir Aldís. Hún bend- ir á að fjármálareglur sveitarfélaga hafi verið rýmkaðar tímabundið sem hluti af aðgerðum stjórnvalda til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjöl- far heimsfaraldurs kórónuveiru. Það þýðir að aukið svigrúm er varðandi afkomu og skuldastöðu á næstu miss- erum. „Við erum í mjög nánum samskipt- um við ríkisvaldið og treystum á að það muni styðja við sveitarfélögin þegar þess gerist þörf. Það er til dæmis mjög mikilvægt að fjármunir til jöfnunarsjóðs verði auknir og einn- ig verður að tryggja að ákvæði um endurgreiðslu virðisaukaskatts af byggingarframkvæmdum verði fram- lengt út næsta ár. Það myndi auð- velda sveitarstjórnum að halda áfram uppbyggingu og fjárfestingum og þar með tryggja atvinnu í þeim atvinnu- greinum.“ Sex óvissuþættir við áætlanagerð  Flókin vinna hjá sveitarfélögum við gerð fjárhagsáætlana í haust  Aukin útgjöld og minni tekjur Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Mörg sveitarfélög hafa flýtt viðhaldi og framkvæmdum.Aldís Hafsteinsdóttir Samkvæmt tölum Vinnumálastofn- unar var 7,9% atvinnuleysi í júlí. Eins og sjá má á grafinu er það mesta atvinnuleysi á árinu. Við það bætist að atvinnuleysi tengt skertu starfshlutfalli var 0,9% í júlí. Eftir að samkomubann var sett á vegna kórónuveirunnar í mars var boðið upp á hlutabætur til að vega upp skert starfshlutfall. Fólki sem fær þetta úrræði hefur fækkað mikið undanfarnar vikur, eins og lesa má út úr grafinu. Sú þróun er í takt við aukin umsvif í sumum geirum. Áhrif hópuppsagna birtast Á hinn bóginn gerir Vinnumála- stofnun ráð fyrir að atvinnuleysi aukist nokkuð í ágúst, þegar áhrifa hópuppsagna sl. vor fer að gæta í meira mæli. Spáð er samdrætti í ferðaþjónustu. baldura@mbl.is Atvinnuleysi er að aukast á ný  Blikur á lofti á vinnumarkaði í haust Þróun atvinnuleysis og spá fyrir ágúst-sept. 20% 15% 10% 5% 0% Almennt atvinnuleysi Vegna skerts starfshlutfalls febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september Heimild: Vinnu- málastofnun 3,5% 10,3% 5,6% 2,1% 5,0% 9,2% 17,8% 13,0% 9,5% 8,8% 9,0% 8,7% 5,0% 5,7% 7,5% 7,4% 7,5% 7,9% 8,6% 8,7% 0,9% 0,4% Spá Vinnumála- stofnunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.