Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að viðskipta- kjör þjóðarinnar hafi gefið eftir að undanförnu samhliða hækkandi olíu- verði. Þetta má lesa úr greiningu Yngva Harðarsonar, hagfræðings og fram- kvæmdastjóra Analytica, sem gerð var fyrir Morgunblaðið. Hækki verð á innfluttum vörum og þjón- ustu umfram verð á útflutn- ingi þá rýrna viðskiptakjörin. Þau batna hins vegar þegar verð á útfluttum vörum og þjónustu hækkar umfram innflutning. Samkvæmt greiningu Yngva hefur fiskverð sem hlutfall af olíuverði gefið eftir undanfarið. Sömu sögu er að segja af álverði. Vegna vægis áls og fisks í útflutningi notar Yngvi þessar vörur sem mælikvarða á viðskipta- kjörin. Dýrara að sækja aflann Ef hlutfall olíukostnaðar gagnvart fiskverði hækkar er orðið dýrara að kaupa olíu til að sækja aflann. Með því hefur sá hlutfallslegi kostnaður aukist og viðskiptakjörin versnað sem því nemur. Almennt þýða lakari viðskiptakjör versnandi ytri skilyrði þjóðarbúsins. Lakari viðskiptakjör hafa því nei- kvæð áhrif á þróun kaupmáttar. Dýrari olía meginskýringin Verð á olíu hefur hækkað mikið undanfarinn fjórðung. Tunnan af Norðursjávarolíu kostaði þannig um 30 dali í byrjun maí en kostar nú um 45 dollara. Það er 50% hækkun. Yngvi segir þetta meginskýr- inguna á lækkun fiskverðs og álverðs sem hlutfall af olíuverði. Hvað snertir horfurnar á næstu vikum bendir Yngvi á að horfur hafi daprast í þjónustuútflutningi. Undir þann flokk falli ferðaþjónustan en verð á gistingu og annarri þjónustu til ferðamanna hafi gefið eftir í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Viðskipta- kjör í ferðaþjónustu hafa því rýrnað með hærra olíuverði. Þá bendir Yngvi á að hækkun olíu- verðs eigi þátt í hækkun hrávöru- verðs að undanförnu. En verð á hrá- vöru hafði gefið eftir í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Á svipuðum stað og 2007 Eins og sjá má á grafinu hér fyrir ofan eru viðskiptakjörin nú á svipuð- um slóðum og á þriðja fjórðungi 2008 og öðrum fjórðungi 2015. Það fer ekki fjarri því að hið sama megi segja um raungengið. Viðskiptakjörin náðu svo hámarki á öðrum fjórðungi 2017 en það var síðasta þensluárið í ferðaþjónustunni áður en niðursveifla vegna falls WOW air og svo veirunnar hófst. Spáir bættum viðskiptakjörum Fjallað er um þróun viðskiptakjara í síðasta Fjármálastöðugleika sem kom út í byrjun júlí. Þar sagði að raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag væri um 10% lægra í maí en í ársbyrjun sem skýrð- ist að mestu af 9% lækkun á nafn- gengi krónunnar. Áhrifin gengið til baka „Viðskiptakjör rýrnuðu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en þróunin skýrist m.a. af hækkun innflutnings- verðs vegna gengislækkunar. Hag- stæð þróun olíu- og sjávarafurða- verðs hefur aftur á móti dregið úr rýrnun viðskiptakjara,“ sagði þar m.a. En sem áður segir hefur olíu- verðið hækkað og viðskiptakjörin því rýrnað. Spáði Seðlabankinn því að veikara gengi og bætt viðskiptakjör á árinu í heild myndu styðja við útflutn- ingsgreinarnar. Raungengið hefur gefið eftir, eins og sjá má á grafinu. Útlit fyrir að viðskiptakjör þjóðarinnar séu á niðurleið  Olíuverðið hefur mikil áhrif á kjörin  Hefur hækkað um 50% frá byrjun maí Yngvi Harðarson 120 115 110 105 100 95 250 200 150 100 50 Viðskiptakjör Álverð/olíuverð Fiskverð/olíuverð Raungengi m.v. verðlag 2010=100 Vísitölur viðskiptakjara og verðhlutföll álverðs, fi skverðs og olíuverðs Frá mars 2000 til júlí 2020 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Viðskiptakjör Álverð/olíuverð, fi skverð/olíuverð og raungengi Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands og Analytica anna. Hugsunin að baki LTX-315 er að koma af stað drepi í æxlinu og samtímis mynda ónæmissvar gegn æxlinu til að koma í veg fyrir endur- komu. Við gerðum ráð fyrir að lyfið gæti komið á markað fyrir 2030. Með samstarfinu við Verrica gæti það gerst töluvert fyrr. Þetta fyrirtæki hefur fjárhagslega og faglega burði til að koma lyfinu fyrr á markað en við hefðum getað og ég hef fulla trú á að þetta gangi eftir,“ segir Baldur. Ef verkefnið skili árangri geti heildargreiðslur orðið hærri. Lytix hélt kynningu vestanhafs fyrir bandaríska fjárfesta í fyrra- haust sem skilaði þessum samningi. Þá aflaði félagið sem svarar 600 milljónum króna frá hluthöfum í Noregi í ársbyrjun, skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn breiddist út. Rannsaka fleiri krabbamein Að sögn Baldurs mun Lytix halda áfram klínískum rannsóknum með LTX-315 fyrir aðrar gerðir krabba- meins, svo sem sortuæxli og brjósta- krabbamein, og eru umfangsmiklar tilraunir áformaðar í Bandaríkjun- um á næsta ári. Þá muni Lytix halda áfram þróun annarra lyfjakandídata sem eru í pípunum. baldura@mbl.is Norska líftæknifyrirtækið Lytix Biopharma hefur gert leyfissamning við bandaríska lyfjaþróunarfyrir- tækið Verrica Pharmaceuticals um að þróa og markaðssetja lyfjakandí- datinn LTX-315 frá Lytix. Baldur Sveinbjörnsson er einn stofnenda Lytix Biopharma en hann hefur helgað starfsferil sinn rann- sóknum á krabbameini. Verrica Pharmaceuticals er skráð á NASDAQ. Að sögn Baldurs hyggst Verrica þróa lyfið frekar til notkunar gegn tveimur gerðum húðkrabba- meins; grunnfrumukrabbameini og flöguþekjukrabbameini. Fær áfangagreiðslur „Fyrir vikið fær Lytix greiðslur við undiritun samnings, ásamt áfangagreiðslum og öðrum þóknun- um eftir markaðssetningu upp á rúmlega 110 milljónir dala,“ segir Baldur en fjárhæðin samsvarar um 15 milljörðum króna. „Þessar gerðir húðkrabbameins eru mjög algengar og batahorfur eru yfirleitt góðar, þótt dæmi séu um að þau dragi menn til dauða. Þau eru meðhöndluð með einfaldri skurðað- gerð sem er þó oft sársaukafull og skilur eftir sig ör. Að auki upplifa margir sjúklingar endurkomu æxl- Fá 15 milljarða fyrir lyfjaþróun  Lytix semur um krabbameinslyf 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 15. ágúst 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 135.95 Sterlingspund 178.14 Kanadadalur 102.79 Dönsk króna 21.63 Norsk króna 15.3 Sænsk króna 15.681 Svissn. franki 149.44 Japanskt jen 1.2729 SDR 191.86 Evra 161.07 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 189.9073 Hrávöruverð Gull 1931.0 ($/únsa) Ál 1754.0 ($/tonn) LME Hráolía 45.32 ($/fatið) Brent ● Hagnaður Landsnets hf. á fyrstu sex mánuðum ársins nam 13,3 milljónum dollara, jafnvirði ríflega 1,8 milljarða króna og lækkaði um 6,5 milljónir dollara frá fyrra ári og jafngildir það tæplega 33% samdrætti milli ára. Rektrarhagnaður fyrir fjármagnsliði dróst saman um 7,9 milljónir dollara og nam 22 milljónum dollara. Guðlaug Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri fjármála hjá fyrirtækinu, segir að krefjandi mánuðir séu að baki þar sem óveður hafi sett svip á starf- semina og að þá hafi kórónuveiran bæði haft áhrif á fyrirtækið og við- skiptavini þess. „Við höfum lagt áherslu á að halda verkefnunum okkar gang- andi á sama tíma og við lögðum áherslu á að tryggja öryggi og heilsu starfs- fólksins. Í þessum aðstæðum hefur framkvæmdum miðað vel áfram og það stefnir í að árið verði eitt af stærstu framkvæmdaárum Landsnets.“ Heildareignir Landsnets námu 880,6 milljónum dollara, jafnvirði 122 milljarða króna, í lok júní og höfðu auk- ist um tæpa 4 milljarða frá ármótum. Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 44,8%, samanborið við 45,9% í lok árs 2019. Eigið fé nam 394,4 milljónum, jafnvirði 54,6 milljarða og jókst um jafn- virði ríflega 400 milljóna á mánuðunum sex. Hagnaður Landsnets lækkar um þriðjung STUTT Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.is ljósmyndastofa FERMINGAR MYNDIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum ● Heimavellir töpuðu 475,8 milljónum króna á fyrri árshelmingi. Félagið hagn- aðist um 2,8 milljónir yfir sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri fé- lagsins sem enn er unnið að frágangi á. Kannaður árshlutareikningur verður birtur 20. ágúst næstkomandi. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu voru rekstrartekjur 1.564 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins, saman- borið við 1.749 milljónir á fyrra ári. Matsbreyting er nú neikvæð um 515 milljónir og er að mestu til komin vegna aukinnar vannýtingar húsnæðis og hærri ávöxtunarkröfu eigin fjár við mat á virði eigna. Bókfært virði fjárfestingareigna Heimavalla var 48,2 milljarðar í lok júní. Eiginfjárhlutfallið stóð á sama tíma í 37,5%. Heimavellir tapa 475,8 milljónum á hálfu ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.