Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hvernig geðheilsa þjóð-arinnar þróast á næstumisserum fer eftir ótalþáttum, til dæmis hvern- ig COVID mun þróast hér á landi, hversu lengi samstaða mun vera meðal þjóðarinnar og hvernig efna- hagsástandið verður,“ segir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og for- seti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík. „Í rannsókn sem ég og kollegi minn, dr. Linda Bára Lýðsdóttir, gerðum meðal starfandi sálfræðinga kom í ljós að 85% töldu að COVID myndi hafa áhrif á geðheilsu þjóð- arinnar. Þá sagði svipað hlutafall að- spurðra að áhrifin kæmu fram innan tólf mánaða. Samkvæmt sömu rann- sókn jókst eftirspurn eftir sál- fræðiaðstoð á þessum tímum ekki. Reyndar þvert á móti. Nú er þessi eftirspurn hins vegar að aukast segja kollegar mínir mér,“ segir Hafrún við Morgunblaðið. Skilaboð heyrist áfram Áberandi hefur verið nú á tím- um veirunnar að fólk hefur verið duglegt að hreyfa sig. Hafrún telur því að ekki sé endilega þörf á því átaki til að auka hreyfingu og virkni. Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn sem íþróttafræðideild HR tók þátt í að gera meðan fyrsta bylgja COVID gekk yfir kom í ljós að fólk sem stundaði ekki líkamsrækt og hreyfði sig ekkert fór þá af stað. Fólk sem hreyfði sig lítið jók við sig, fór í auknum mæli út að ganga, hlaupa og svo framvegis. Fólk sem fyrir var mjög duglegt í hreyfingu minnkaði hins vegar frekar við sig. Ber þá að taka fram að þessi rannsókn var gerð þegar líkamsræktarstöðvar og sundlaugar voru lokaðar. „Samkvæmt þessu þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af minni virkni og hreyfingu vegna COVID og samkomubanns. Samt er nauðsyn- legt að fylgjast vel með, því virkni er mjög mikilvæg fyrir geðheilsu okk- ar. Í fyrstu bylgjunni var þríeykið og aðrir duglegir að minna á mikilvægi virkni, þar með talið hreyfingu. Þau skilaboð þurfa að heyrast áfram, óháð aðstæðum,“ segir Hafrún. Af leikmönnum hefur verið haldið fram að lán í óláni sé að kór- ónuveiran hafi fyrst komið upp að vori; á tímum þegar sólargangur lengist dag frá degi sem gjarnan gerir fólk bjartsýnna og skapar eftirvæntingu. En nú þegar veiran er komin á kreik að nýju er daginn að stytta og haustið er handan við hornið. Hverju má búast við þá? Geðheilbrigðiskerfið sé undirbúið „Við höfum engin fordæmi til að miða við í spám okkar en nærtækt er að skoða efnahagshrunið árið 2008,“ segir Hafrún. „Flestir sem unnu inn- an geðheilbrigðiskerfisins þá bjugg- ust við holskeflu fyrst eftir fall bank- anna. Svo varð ekki raunin. Áhrifin komu mikið síðar, þá kannski helst vegna afleiddra vandamála. Því er ekkert víst að geðheilsa versni til mikilla muna strax í haust en geð- heilbrigðiskerfið verður þó að vera undirbúið.“ Umræðan um áhrifin af völdum COVID hefur öðru fremur snúið að efnahagslegum þáttum, svo sem ferðaþjónustu. Þó hefur veiran leitt af sér altækt ástand með áhrifum á öllum sviðum þjóðlífsins. Þannig lagðist íþróttastarf að mestu leyti niður í vetur og starf grunnskóla raskaðist verulega, þótt ýmsu hafi verið haldið í horfinu. „Vissulega er aldrei gott að rút- ína fari úr skorðum og æfingar falli niður. Út frá svo mörgu er börnum og ungmennum mikilvægt að hitta vini og félaga og komast í tóm- stundir og skóla,“ segir Hafrún. Engin gögn hafa verið birt sem benda til þess að líðan íslenskra barna hafi breyst, til hins verra eða betra, í og eftir fyrstu bylgju CO- VID. Þá hafi brottfall í íþróttum ekki aukist, skv. Sportabler sem er gagnagrunnur íþróttafélaganna í landinu með upplýsingar um 40.000 íslensk ungmenni og íþróttaiðkun þeirra. Halda eðlilegu lífi „Yngriflokkaþjálfarar unnu þrekvirki í fyrstu bylgju COVID þegar íþróttastarf barna lá niðri. Við sjáum í Sportabler hve virkir þjálf- arar voru að senda iðkendum æfing- ar og hvatningu og einmitt halda þeim í eins mikilli rútínu og hægt var. Þessir þjálfarar eiga hrós skilið. Augljóst er að svona ástand gengur þó ekki til lengdar. Þá er ólíklegt að grunnskólabörn þurfi að fara í gegn- um þetta ástand aftur, enda segir þríeykið að börn smiti lítið. Daglegt líf grunnskólabarna ætti því ekki að fara mikið úr skorðum í vetur miðað við núverandi þekkingu,“ segir Haf- rún og að síðustu: „Öðru gildir með framhalds- skólanema. Það er til mikils að vinna að halda þeirra lífi sem eðlilegustu. Við vitum að fastir liðir og að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf dregur úr líkum á alls kyns óæski- legri hegðun hjá krökkum á þessum aldri og dregur úr vanlíðan. Það er til mikils að vinna að halda þeirra lífi sem eðlilegustu bæði hvað varðar skóla og skipulagt íþrótta- og tóm- stundastarf.“ Virkni er mjög mikil- væg fyrir geðheilsuna Sálin! Andleg líðan Ís- lendinga hefur haldist í jafnvægi á COVID- tímum. Sálfræðingar fylgjast þó vel með. Fastir liðir í dagskránni minnka hættu á vanlíð- an ungmenna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sálfræðingur Þróun COVID og hve lengi samstaða helst meðal fólks mun ráða miklu um líðan þjóðar, segir Hafrún Kristjánsdóttir um stöðu mála. Morgunblaðið/Eggert Qigong Æfing á Klambratúni í Reykjavík nú á dögunum. Fólk ræktar líkama og sál hvert með sínu móti. Fótbolti Þátttaka í íþróttastarfi er ungmennum afar mikilvæg. Fólk sem verður fyrir alvarlegum áföllum eða glímir við sárar afleið- ingar af þeim sökum er í meiri hættu en aðrir að þróa með sér lík- amlega sjúkdóma. Þetta kemur fram í grein eftir Unni Valdimarsdóttur faraldsfræðing og prófessor í nýju tölublaði af Velferð – málgagni Hjartaheilla. Vitneskja um þetta er reyndar ekki alveg ný en nú liggja fyrir niðurstöður víðtækrar rann- sóknar sem unnið hefur verið að í 20 ár á Íslandi og í Svíþjóð og þar kemur fyrrgreint skýrt í ljós. Unnur hefur tekið þátt í þessu rannsókn- arstarfi og segir í grein sinni að fólk með áfallatengdar raskanir sé í 30% meiri hættu en aðrir að fá ýmsa sjálfsofnæmissjúkdóma og líkurnar á hjartasjúkdómum fólks í þessum hópi séu 30-60% meiri en annarra. Sömuleiðis séu helmingi meiri líkur á að fólk sem glímir við áfallaröskun fái til dæmis heilahimnubólgu og blóðsýkingar. Á hinn bóginn lítur út fyrir að hætta á illvígum sjúkdómum meðal fólks sem veikist andlega af áföllum sé ekki meiri en ella, sé réttri lyfjameðferð beitt. Þetta allt stendur þó til að rannska betur, meðal annars hvernig áföll geta þró- að taugasjúkdómna og krabbamein, auk þess sem gera á erfðarann- sóknir á breytileika heilsufars eftir áföll. Efnið og andinn verða ekki skilin í sundur Áföll auka líkur á alvarlegum líkamlegum sjúkdómum Morgunblaðið/Ómar Hlaup Það léttir lífið að taka á rás. Í haust hefja um 1.700 nýnemar nám við Háskólann í Reykjavík, í grunnnámi, meistaranámi og dokt- orsnámi. Nemendum í HR fjölgar og jafnt og þétt og hafa aldrei verið fleiri en nú. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir það ávallt tilhlökkunarefni fyr- ir kennara og allt starfsfólk háskól- ans að hefja nýtt skólaár. „Í haust verða hefðbundnar stundaskrár kjarni skipulags kennslunnar, en fyrirlestrar verða sendir út í streymi eða teknir upp og gerðir aðgengileg- ir á netinu, til að tryggja aðgengi allra að kennslu, óháð takmörk- unum. Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur geti mætt í háskólann í tíma sem byggja á viðveru og sam- starfi,“ segir Ari um skipulag skóla- starfsins. Fagnaðarefni sé að hefja megi skólaárið með eins metra fjar- lægðartakmörkunum í stað tveggja. Með því megi sinna fleiri nemendum á staðnum á sama tíma og allt há- skólastarfið verður eðlilegra. Vetrarstarfið í menntastofnunum landsins er að hefjast Aldrei fleiri nýnemar í HR Morgunblaðið/Eggert HR Leikur er að læra, þótt aðstæður í skólastarfi nú séu um margt óvenjulegar. Sími 555 3100 www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Nánari upplýsingar í vefverslun www.donna.is Honeywell borðviftur, gólfviftur og turnviftur – gott úrval. Hljóðlátar viftur í svefnherbergi. Viftur sem gefa gust á vinnustaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.