Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020
Heiðarholt 12, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Mjög góð 3ja herbergja íbúð á annarri hæð
í fjölbýli á vinsælum stað í Keflavík.
Myndir og lýsing á eignasala.is
Verð kr. 27.500.000 84 m2
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Of mikið nöldur viðgengst á samfélagsmiðlum um málfar náungans.Ég hef lært það á langri kennaraævi að málfarsnöldur skemmtireinungis skrattanum. Nöldurseggirnir hafa gleypt í sig allar hugs-anlegar beygingareglur og undantekningar á endalausri skóla-
göngu, en þá vantar kannski það sem máli skiptir: sálina og safann sem
leynist svo oft í máli fólks sem aldrei hefur stigið fæti inn fyrir dyr mennta-
skólans, hvað þá háskólans. Mér kom þetta í hug þegar ég var handlangari
iðnaðarmanna á dögunum. Þessir menn voru fullir af sögum, hikstuðu aldrei,
sögðu aldrei „héddna“, „þaddna“ eða beisikklí. Allt var bara eðlilegt og
áreynslulaust.
Þessi frjálslegi, óþvingaði talsmáti gerir gæfumuninn, ekki það hvort
beyging, fall eða háttur er alltaf samkvæmt „bókinni“.
Við þurfum að skipta um kúrs, fá unga fólkið til að njóta þess að læra ís-
lensku. Foreldrar og kennarar eru hér í lykilstöðu sem fyrr. Þeir þurfa að
hvetja ungmennin til að
segja frá, skiptast á góðum
sögum, hlusta á góða sögu-
menn (því að þeir eru víða í
kringum okkur), ræða við
afa og ömmu, hlusta á upp-
lestur og lesa sem mest til
að „heyja sér orðfjöld“. Og:
skrifa dagbók! Í þessu sam-
bandi bendi ég á að kenn-
arar þurfa ekki að fara yfir
allt sem nemendur skrifa.
Miklu fremur að taka
„stikkprufur“ og ræða til-
tekin atriði sem skipta máli
í stíl og framsetningu.
Æ já, það vatnar gleðina í
málfarsumræðuna. Vörpum
húmorsleysinu, agginu og
nagginu út í hafsauga.
En auðvitað verðum við
að takast á við ýmsa vágesti
– bara ekki með gamla
nöldrinu og hneyksluninni.
Ungur maður í útiskýli: „Mér finnst nauðsynlegt að sósíalæsa í laugunum
áður en ég fer í vinnuna.“ Þessi setning gefur okkur tilvalið tækifæri til um-
ræðu, ekki bara um betra orðalag (t.d. blanda geði) heldur einnig um það
hvernig við viljum sjá íslenskuna þróast á næstu árum.
Kennari (óvænt í miðri málfræðistund): „Hvað gerir hestamaðurinn sem
dettur af baki?“
Þögn.
Kennarinn: „Hann fer afturábak.“
Svo er eitt sem ég trúi að geti skipt sköpum: Að unga (og eldra) fólkið tali
íslensku (en ekki ensku) við innflytjendur og aðstoði þá við íslenskunámið.
Það hefðu allir (hér vilja sumir segja öll) svo gott af þessu, bæði við og þeir.
Við gætum t.d. útskýrt fyrir þeim orðaleikinn um knapann sem fór „aftur-
ábak“.
Þökk sé Ríkisútvarpinu fyrir að hafa fengið Arnar Jónsson til að lesa Sjálf-
stætt fólk. Og þökk sé Morgunblaðinu fyrir Vísnahornið hans Halldórs Blön-
dal. Á laugardögum er vísnagáta Guðmundar Arnfinnssonar þar fastur liður,
skemmtilegt fjölskyldu- og skólaverkefni að glíma við. Svör við gátunni birt-
ast svo viku síðar í bundnu máli. Malid.is hjálpar okkur að finna lausnina!
Og loks dæmi um hina nýju íslensku: „Öll vilja elli bíða en ekkert hennar
meinsemd líða.“
Nöldrið og skrattinn
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Þær umræður, sem spruttu upp fyrir skömmu ámilli Gylfa Zoëga, prófessors í hagfræði viðHáskóla Íslands, og Þórdísar Kolbrúnar Reyk-fjörð Gylfadóttur ráðherra, um viðbrögð ríkis-
stjórnarinnar við kórónuveirunni, eru af hinu góða.
Hvorki ráðherrar né einstakir þingmenn eru handhafar
hinnar einu réttu skoðunar á því, hvernig takast eigi á
við faraldurinn.
Það er heldur ekkert athugavert við að hags-
munaaðilar láti til sín heyra. Það er fullkomlega eðlilegt
að talsmenn ferðaþjónustunnar geri grein fyrir sjónar-
miðum atvinnugreinarinnar og hver hennar sýn er á þá
stöðu mála, sem upp er komin.
Og kannski má segja, að við núverandi aðstæður sé
eitt mikilvægasta hlutverk ráðherra og þingmanna að
hlusta. Þeir verði að átta sig á mörgum mismunandi
sjónarhornum til þess að komast að viðunandi niður-
stöðu, þegar kemur að ákvörðunum um aðgerðir eða að-
gerðarleysi.
Hið sama á við um stjórnarandstöðuflokkana. Það
skiptir máli í lýðræðisríki, að þeir komi að þessu borði.
Í því sambandi má minna á við-
brögð Viðreisnarstjórnarinnar
síðla sumars 1968 vegna þeirra
efnahagserfiðleika, sem þá steðj-
uðu að. Hún óskaði eftir viðræðum
við stjórnarandstöðuflokkana til
þess að láta á það reyna, hvort
hægt væri að ná víðtækri sam-
stöðu um aðgerðir vegna þeirrar djúpu efnahagslægðar,
sem þá gekk yfir landið. Þeim viðræðum lauk þegar vika
var liðin af nóvembermánuði það ár án þess að sam-
komulag tækist en engin spurning er um að það eitt að
boðið var til slíkra viðræðna hafði jákvæð áhrif.
Og að sjálfsögðu skiptir náið samráð við aðila vinnu-
markaðarins máli. Fram undan eru viðræður þeirra í
milli um hvort forsendur hafi brostið vegna lífs-
kjarasamningsins, sem gerður var fyrir nokkrum miss-
erum.
Væntanlega er öllum ljóst að aðstæður eru nú gjör-
breyttar frá því að þeir samningar voru gerðir. Ferða-
þjónustan er í raun í rúst og mikið hefur dregið úr verzl-
un og þjónustu í sumum greinum, þótt hún hafi aukizt í
öðrum.
Það sem hins vegar á ekki við í þessari stöðu er að böl-
sótast út í sjónarmið og viðhorf annarra. Það leysir eng-
an vanda. Vafalaust eru einhverjir í hópi atvinnurekenda
þeirrar skoðunar að þeir eigi að segja lífskjarasamning-
unum upp vegna forsendubrests og að innan verkalýðs-
hreyfingarinnar séu að rísa upp óróaöfl, sem hafi ekkert
skynsamlegt fram að færa.
Þeir hinir sömu eru ekkert betur settir með því að
beina stóryrðum að verkalýðshreyfingunni.
Og hið sama má segja um verkalýðsforystuna. Hún
verður að horfast í augu við að fyrirtækin, sem skapa
störfin í landinu, standa frammi fyrir stöðu, sem þau
hafa aldrei áður lent í og að eina leið þeirra kann að vera
sú að fækka fólki.
Alveg með sama hætti og heimsbyggðin öll er í sama
bát, þegar kemur að því að takast á við faraldurinn erum
við eyjaskeggjar hér norður í höfum í sama bát, þegar
kemur að því að takast á við afleiðingar faraldursins.
Kannski er eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnar
við slíkar aðstæður að stuðla að því að skapa samstöðu
meðal þjóðarinnar gagnvart þessum vágesti. Það tókst
vel í upphafi en þegar frá líður upphefst gamalkunnugt
rifrildi.
Eins og áður hefur verið vikið að hér á þessum vett-
vangi er nauðsynlegt að gæta sérstaklega að einum þjóð-
félagshópi við núverandi aðstæður en það er unga fólkið.
Þeir í þeim hópi, sem eru að ljúka háskólaprófi, eru að
leita fyrir sér á vinnumarkaði við erfiðari aðstæður en
nokkur ung kynslóð frá lokum heimsstyrjaldarinnar síð-
ari, þegar Evrópa var í rúst. Það sama á við það æsku-
fólk, sem leitar út á vinnumarkaðinn á næstu árum.
Það er ekki of mikil krafa til
stjórnvalda, að þau hugi sér-
staklega að þessu unga fólki og leiti
leiða til að rétta því hjálparhönd við
erfiðar aðstæður.
Þótt húsarústir blasi ekki við
þessu unga fólki er það að fást við
annars konar rústir. Og eitt er víst:
Þessi lífsreynsla mun móta ævi þessara kynslóða meira
en nokkuð annað.
Alveg eins og kalda stríðið mótaði kynslóð greinarhöf-
undar mun kórónuveiran og efnahagslegar afleiðingar
hennar móta þær kynslóðir, sem nú eru að leggja út í líf-
ið að háskólanámi loknu.
Það er fyrirsjáanlegt að allt verður ekki aftur eins og
það var. Daglegt líf fólks breytist. Það mun draga stór-
lega úr endalausum ferðalögum á milli landa. Það mun
aftur hafa miklar breytingar í för með sér í uppbyggingu
atvinnulífs. Flugfélög munu ekki skipta jafn miklu máli
og áður. Fjarfundatæknin mun ryðja sér til rúms í ríkara
mæli í samskiptum á milli þjóða og innan samfélaga. Það
verður meira um að fólk vinni heima hjá sér eða stundi
fjarnám í skólum. Og líklegt má telja að eftirspurn eftir
vörum og þjónustu dragist saman vegna þess að fólk átti
sig á að það kemst vel af án margs, sem hefur hingað til
þótt eftirsóknarvert.
Í aðdraganda þingkosninga á næsta ári kemur í ljós,
hvort stjórnmálaflokkarnir átta sig á þessum breyt-
ingum og laga stefnu sína og málflutning að þeim eða
hvort þeir birtast kjósendum eins og einhvers konar
risaeðlur.
Það er ekki auðvelt að sjá hverjir þeirra skynja þessar
breytingar eða hverjir sitji fastir í gömlum tíma, sem er
liðinn.
Hitt fer ekki á milli mála að samfélagsumræður mót-
ast enn um of af gamla skólanum.
Þeir sem vilja kynnast honum betur ættu að lesa rit-
ling eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, sem út kom 1955 og
ber heitið: Jón Hreggviðsson og glímukappi Austur-
strætis.
Umræður, sem eru af hinu góða
Eitt mikilvægasta hlutverk
þingmanna og ráðherra að
hlusta á þjóðina.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Íágúst 2020 birti Samherji mynd-band um fréttaflutning Ríkis-
útvarpsins af máli frá 2012, sem
snerist um fiskverð og skilaskyldu
og kalla mætti fyrra Samherjamálið
til að greina það frá nýlegra máli, en
það snýst um umsvif fyrirtækisins í
Namibíu. Þrátt fyrir margra ára
rannsókn í þessu fyrra máli var nið-
urstaða saksóknara sú, að ekki væri
tilefni til ákæru. Samkvæmt mynd-
bandinu birti Ríkisútvarpið mjög
ónákvæmar fréttir af þessu máli.
Það vitnaði í skýrslu, sem síðan hef-
ur ekki reynst vera til. Aðeins var
um ræða ófullkomin vinnugögn, sem
laumað hafði verið ólöglega til
fréttamanns.
Rifjast þá upp tvö hliðstæð mál.
Árin 2006-2008 hafði Þorvaldur
Gylfason prófessor uppi stór orð um,
að tekjudreifing á Íslandi væri orðin
miklu ójafnari en í grannlöndum.
Vitnaði hann í útreikninga á svo-
nefndum Gini-stuðlum frá Ríkis-
skattstjóraembættinu. En þegar
Ragnar Árnason prófessor grennsl-
aðist fyrir um þessi gögn, kom í ljós,
að embættið hafði ekki reiknað út
neina Gini-stuðla og því síður afhent
Þorvaldi slíka útreikninga. Ekki er
vitað, hvaðan Þorvaldur fékk tölur
sínar, en líklega hefur einhver
starfsmaður embættisins reiknað
þær út upp á sitt eindæmi fyrir
hann. Tölurnar voru auk þess ekki
sambærilegar við tölur frá öðrum
löndum, enda var og er tekjudreifing
á Íslandi einhver hin jafnasta í
heimi.
Árið 2007 hélt Jón Ólafsson heim-
spekingur því fram, að Alþjóða-
samband kommúnista, Komintern,
hefði verið andsnúið stofnun Sósíal-
istaflokksins 1938. Vitnaði hann í
minnisblað innan úr Komintern, þar
sem starfsmaður lét í ljós efasemdir
um málið. Þór Whitehead prófessor
benti þegar á, að vinnugagn væri
annað en opinber afstaða. Allt benti
til þess, kvað Þór, að niðurstaða
Kominterns hefði verið að styðja
stofnun Sósíalistaflokksins, enda
hefði við hana verið farið í hvívetna
að fyrirmælum þess. Komm-
únistaflokkar á Norðurlöndum hefðu
sent flokknum heillaóskaskeyti við
stofnunina, og samstarf hefði strax
tekist milli Sósíalistaflokksins og
Kominterns, svo sem þegar Kristinn
E. Andrésson gaf Komintern
skýrslu í Moskvu 1940 og þáði fjár-
styrk. Ég fann síðan í gögnum Sósí-
alistaflokksins bréf frá 1938, þar
sem opinber talsmaður æskulýðs-
samtaka Kominterns í Moskvu lýsti
yfir ánægju með hinn nýja flokk, og
tekur það af öll tvímæli.
Rökvillan í öllum þremur dæm-
unum er hin sama; að kynna vinnu-
gögn sem endanlega niðurstöðu.
Vandaða heimildarýni vantaði. En
um Samherja má hafa fræg orð frá
nítjándu öld: Þetta fyrirtæki er ægi-
lega grimmt. Það ver sig, ef á það er
ráðist.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Fyrra Samherjamálið:
Tvær hliðstæður