Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020
klúbbnum alla tíð síðan. Þar hefur
hann gegnt stöðu formanns og gjald-
kera og setið frá upphafi í fjáröfl-
unar- og líknarnefnd klúbbsins. Í ár-
anna rás hafa helstu áhugamál
Magnúsar verið lax- og skotveiðar,
ferðalög og golf hin síðari ár. Þá hef-
ur fjölskyldan ávallt verið honum efst
í huga og sumarhúsið í Vaðnesi.
Fjölskylda
Eiginkona Magnúsar er Guðrún
Beck, húsmóðir, f. 8.7. 1941. Þau eru
búsett í Reykjavík. Foreldrar hennar
voru hjónin Eiríkur Beck, f. 17.11.
1918, d. 26.2. 1951, stýrimaður hjá
Eimskipafélagi Íslands, síðast á Sel-
fossi, og Rósbjörg Hulda Magn-
úsdóttir Beck, f. 22.7. 1919, d. 6.12.
1981, húsmóðir.
Synir Magnúsar og Guðrúnar eru
1) Tryggvi Magnússon, f. 16.11. 1963,
viðskiptafræðingur, kvæntur Katr-
ínu Rut Sigurðardóttur, f. 9.5. 1965,
yfirlækni, en þau eru búsett í Bergen
í Noregi. Þeirra börn eru Jónína
Kristín Tryggvadóttir, f. 28.6. 1990,
Magnús Karl Tryggvason, f. 5.7. 1995
og Mikael Freyr Tryggvason, f. 9.1.
2001. 2) Eiríkur Magnússon, f. 26.7.
1966, viðskiptafræðingur, kvæntur
Hjördísi Unni Jónsdóttur, f. 31.7.
1965, starfsmanni Valitor. Þeirra
börn eru Jón Birgir Eiríksson, f. 28.4.
1993, Guðrún Eiríksdóttir, f. 1.2. 1996
og Birna Kristín Eiríksdóttir, f. 4.8.
2000. 3) Magnús Magnússon, f. 11.8.
1975, viðskiptafræðingur, kvæntur
Ásdísi Margréti Finnbogadóttur, f.
31.10. 1974, hjúkrunarfræðingi.
Þeirra börn eru Finnbogi Óskar
Magnússon, f. 14.5. 2002, Eiríkur
Ísak Magnússon, f. 18.1. 2008 og
Auður Hilda Magnúsdóttir, f. 3.9.
2009.
Systir Magnúsar er Anna Lovísa
Tryggvadóttir, f. 19.4. 1947, meina-
tæknir, gift Heimi Sindrasyni, f.
24.12. 1944, tannlækni.
Foreldrar Magnúsar voru hjónin
Kristín Magnúsdóttir, f. 17.6. 1912, d.
7.5. 1991, húsmóðir, og Tryggvi Jóns-
son, f. 14.9. 1914, d. 11.12. 1987, for-
stjóri.
Magnús Tryggvason
Ólína Ólafsdóttir
húsfreyja í Reykjarfirði
Jón Sigurðsson
bóndi í Reykjarfirði, V-Barð.
Helga Jónsdóttir
húsfreyja á Ísafirði og í Rvík
Magnús Magnússon
kaupmaður og síldarverkandi
á Ísafirði, síðast bús. í Rvík
Kristín Magnúsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Guðrún Þorsteinsdóttir
húsfreyja í Stóru-Hildisey
Magnús Jónsson
bóndi í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum
Anna Sigríður Árnadóttir
húsfreyja á Drangsnesi
Jón „eldri“ Jónsson
bóndi og kennari á Drangsnesi
Lovísa Jónsdóttir
húsfreyja á Akureyri
Jón Brynjólfsson
kaupmaður og skósmíðameistari
í Austurstræti 3, Rvík
Guðrún Hannesdóttir
húsfreyja á Hreðavatni
Brynjólfur Einarsson
bóndi á Hreðavatni í Norðurárdal
Úr frændgarði Magnúsar Tryggvasonar
Tryggvi Jónsson
niðursuðufræðingur
og forstjóri í Reykjavík
Viðskipta
Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og
efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður
ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar
hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi.
Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru
í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum
hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is
VIÐSKIPTAPÚLSINN
VIÐSKIPTAPÚLSINN
NÝTTU
TÍMANN OG
FYLGSTU MEÐ
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„LÁNAUMSÓKNIN ÞÍN VAR AÐ KOMA TIL
BAKA FRÁ LÁNADEILDINNI.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að segja það í eigin
persónu.
VÁ … ÉG ER SVO
FULLUR AF ORKU
KANNSKI LAGAST ÞETTA
EF ÉG LEGG MIG
ERTU SAMMÁLA ÞVÍ
AÐ LIST AUÐGI LÍF
FÓLKS?
ALGJÖRLEGA!
ÉG HEF NÁÐ BESTA GÓSSINU
ÞEGAR ÉG HEF RÆNT SÖFN!
ÉG ELSKA
ÞIG!
„ÉG ER HÆTTUR AÐ REYNA AÐ VERA
RÓLEGUR. ÉG ER SAMT OPINN FYRIR
ÞVÍ AÐ VERA MINNA ÆSTUR.”
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Hestum komið hagann í.
Um hafið sjáum vaða.
Framin oft með ys og gný.
Íþrótt seiglu og hraða.
Hér er lausn Hörpu á Hjarðarfelli:
Hestum líkar hagaganga.
Um hafið fiskiganga veður.
Skemmtileg þá skrúð- er –ganga
og skíðaganga sem að kveður.
Kennari í Vesturbænum sendi
þessa hugmynd að lausn:
Hagagöngu hrossin þrá.
Hér var síldarganga.
Í kröfugöngu gekk ég þá.
Ganga er sportið stranga.
Helgi Þorláksson svarar: „Við
hjónin, ég og Auður, látum verða
eitt fyrsta verkið á laugardags-
morgnum að skoða gátu frá Guð-
mundi. Við erum honum þakklát
fyrir gáturnar og þér fyrir að halda
úti vísnaþættinum. Hér kemur rím-
uð lausn við síðustu gátu (nr. 40, er
það ekki?).“
Hestar ganga í haga á beit,
hamast ganga á síldarslóð,
kröfuganga hvetur sveit,
kappganga er holl og góð.
„Þá er það lausnin,“ frá Helga R.
Einarssyni:
Á heiðum uppi hestagöngur.
Höfin prýða síldargöngur.
Víða sjá má gleðigöngur.
Grannir stunda af kappi göngur.
Þannig skýrir Guðmundur gát-
una:
Í hagagöngu hestum beitt.
Um hafið fiskiganga þreytt.
Í kröfugöngu köll og hróp.
Í kappgöngu við sjáum hóp.
Þá er limra:
Það sást til Miðfjarðar-Möngu
einn morgun hér fyrir löngu,
hún gekk fram af sér,
eins og gengur, og er
víst orðin að afturgöngu.
Og síðan ný gáta eftir Guðmund
nr. 41:
Í bólinu ég lengi lá,
loks þó hafði mig á stjá,
gátu síðan samdi þá,
sem nú hérna líta má:
Krakki þessi kátur er.
Kerra, sem um veginn fer.
Hér um ræðir heimskan ver.
Heiti þetta maður ber.
Útilegumaður kom á réttarvegg,
en í réttinni átti hann sauð einn mik-
inn, mórauðan að lit. Hann kvað:
Mórauður með mikinn lagð
mænir yfir sauða kranz.
Hófur, netnál, biti, bragð
á báðum eyrum mark er hans.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Eigi gengur illt til alls