Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020
H a m r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0
Árangur í sölu fasteigna
Komdu með eignina þína til okkar
Óskar Bergsson löggiltur fasteignasali • Sími 893 2499 • oskar@eignaborg.is
Ef ekki hefði komið til stór-kostleg röskun á hefð-bundnu skákmótahaldiværi Ólympíumótinu í
skák sem átti að fara fram í Moskvu
að ljúka þessa dagana. Hugurinn
hvarflar til allra þeirra skemmti-
legu móta og staðnæmist við þá
liðsmenn sem kalla má: Hina tap-
lausu. Að taka þátt í sterkri flokka-
keppni án þess að tapa einni ein-
ustu skák er gott veganesti fyrir
alla aðila. Í sögu Ólympíumótanna
koma strax upp í hugann tveir
skákmenn sem tefldu á hverju Ól-
ympíumótinu á fætur öðru án þess
að tapa. Í svipinn man ég ekki eftir
að þeir hafi nokkru sinni lent í al-
varlegri taphættu. Ef slíkt gerðist
átti liðsstjóri sovésku sveitanna spil
uppi í erminni; hann bauð kannski
jafntefli á öllum fjórum borðum!
Tigran Petrosjan tefldi fyrst á
Ólympíumótinu í München árið
1958 og tuttugu árum síðar tók
hann þátt í sínu síðasta Ólympíu-
móti sem fram fór í Buenos Aires.
Á fyrstu sjö Ólympíumótunum
tefldi hann 104 skákir án þess að
tapa. Á því áttunda sem fram fór í
Skopje í Makedóníu haustið 1972
tapaði hann sinni fyrstu og einu
skák.
Boris Spasskí hafði teflt á sex Ól-
ympíumótum án þess að tapa en í
Buenos Aires 1978 varð hann að
láta í minni pokann fyrir Tony
Miles.
Tap Petrosjans í Skopje 1972 átti
eftir að draga dilk á eftir sér. Hann
tefldi við hinn 23 ára gamla Robert
Hübner sem síðar hlaut gull-
verðlaun fyrir bestan árangur
fyrstaborðsmanna:
Lítum á þessa viðureign:
ÓL í Skopje 1972; 2. umferð úr-
slita:
Robert Hübner – Tigran Petro-
sjan
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 a6
Þetta afbrigði sikileyjarvarnar
kom fyrir í nokkrum frægum skák-
um Petrosjans á þessum árum.
5. Bd3 Dc7 6. O-O Rf6 7. Kh1
Rc6 8. Rxc6 bxc6 9. f4 d5 10. Rd2
Be7 11. b3 c5 12. Bb2 Bb7 13. De2
O-O 14. e5 Re8 15. c4 d4 16. Re4
Hb8 17. b4 cxb4 18. Bxd4 Hd8 19.
Bg1 Dc6 20. Hae1 f5 21. exf6 Rxf6
22. Bb1 Rxe4 23. Bxe4 Dxe4 24.
Dxe4 Bxe4 25. Hxe4
Athyglisverð staða. Svartur á í
vandræðum með e6-peðið því að 25.
… Hd6 má svara með 26. c5 o.s.frv.
En best er 25. .. Kf7 því að eftir 26.
Hfe1 kemur 26. … a5 27. Hxe6 Bf6
og horfur svarts eru góðar.
25. … a5 26. Hxe6 Bf6 27. Bc5
Hf7?
Mun betra var 27. … Kf7 eða 27.
… Hfe8.
28. Bd6!
Góð leiktækni, hvítur lokar á
hrókana.
28. … Hb7 29. c5 Hc8 30. g4 Kf7
31. He4?!
Slakar á klónni. Betra var 31.
Hfe1 til að hindra næsta leiks
svarts. En nú var Petrosjan kominn
í bullandi tímahrak.
31. … Be7! 32. Hfe1 Bxd6 33.
cxd6 Hd8 34. Hd4 g6 35. Kg2 Hbd7
36. He5 Hxd6 37. Hxd6 Hxd6
Um leið og Petrosjan lék þessum
leik féll hann á tíma. Athugun á
stöðunni leiðir í ljós að eftir 38.
Hxa5 Hb6 eða 38. … Hd3 nær
svartur að skipa upp peðunum á
drottningarvæng og staðan er
fræðilegt jafntefli. Heimsmeist-
arinn fyrrverandi gjörsamlega
trompaðist á sviði skákstaðarins;
hann hafði talið sig eiga 2-3 mín-
útur eftir til að ná tímamörkunum
við 40. leik. Og hafði nokkuð til síns
máls, því að merkingar í kringum
fallvísi skákklukkunnar, virtust
gefa villandi upplýsingar. Eftir
þetta gaf FIDE út reglugerð þann-
ig að skáklukkur voru lengi á eftir
stillar þannig að menn fengu auka-
lega þrjár mínútur fyrir hverja
skák.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Chessbase
Úrslitarimma Magnús Carlsen og Nakamura munu um helgina tefla til úr-
slita í lokamóti mótasyrpu sem heimsmeistarinn hefur staðið fyrir í sumar.
Gott er að fylgjast með einvígi þeirra á Chess24.com. Keppnin hefst kl. 14.
Hinir taplausu
Sigurjón Stefánsson fæddist
15. ágúst 1920 á Hólum í Dýra-
firði. Foreldrar hans voru
hjónin Sigrún Árnadóttir, f.
1884, d. 1926, og Stefán Guð-
mundsson, f. 1881, d. 1970.
Sigurjón lauk fiskimanna-
prófi frá Stýrimannaskólanum
árið 1945. Hann varð skipstjóri
á nýsköpunartogaranum Ing-
ólfi Arnarsyni RE 201 árið
1952 og var óslitið með Ingólf í
20 ár eða þar til hann tók við
skuttogaranum Bjarna Bene-
diktssyni og síðar nýjum Ing-
ólfi Arnarsyni. Hann var einn
af þeim sem björguðu áhöfn
bandaríska herskipsins Alex-
ander Hamilton og hlaut við-
urkenningu fyrir, þegar þeir
sem lifðu af árásina komu
hingað til Íslands 50 árum síð-
ar.
Árið 1977 kom Sigurjón í
land og tók við framkvæmda-
stjórn Togaraafgreiðslunnar
hf. Hann var um árabil í stjórn
skipstjóra- og stýrimanna-
félagsins Ægis og í sjó-
mannadagsráði.
Sigurjón var einn af stofn-
endum stúku nr. 9 Þormóðs
góða, í Oddfellow-reglunni.
Hann hlaut fálkaorðuna 1977
og heiðursmerki sjómanna-
dagsins 1983.
Eiginkona Sigurjóns var
Ragnhildur Jónsdóttir, f. 1926,
d. 2007. Börn þeirra eru fjögur.
Sigurjón lést 17.11. 2005.
Merkir Íslendingar
Sigurjón
Stefánsson
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is
Nú líður að seinni
helmingi ársins 2020
og því ekki úr vegi að
byrja að spá fyrir um
atburði ársins 2021.
Það er hægur vandi
því oft er fortíðin góð
vísbending um fram-
tíðina og úr nægu að
moða þar.
Árið 2021 er kosn-
ingaár. Það þýðir að
stjórnmálaflokkar munu keppast
við að lofa kjósendum gulli og
grænum skógum. Ríkisstjórnar-
flokkarnir munu að sjálfsögðu taka
þátt í þeim leik. Skiljanlega. Kjós-
endur hafa ítrekað sýnt það og
sannað að þeir verðlauna stjórn-
málaflokka fyrir að lofa, og þá
helst meiru en þeir geta nokkurn
tímann staðið við, á kostnað skatt-
greiðenda. Það þarf að fara mörg
ár aftur í tímann til að finna kosn-
ingasigur flokks sem lofaði því af
fullri alvöru að lækka skatta svo
einhverju nemi, greiða upp op-
inberar skuldir, vinda ofan af op-
inberri framfærslu, fækka opinber-
um starfsmönnum og draga úr
ríkisafskiptum og -umsvifum. Munu
kjósendur verðlauna slíkt í dag?
Sennilega ekki.
Árið 2021 verður líka veiruár
eins og það sem nú gengur yfir. Of-
an á kórónuveiru á eftir að bætast
við inflúensuveira, að ónefndum öll-
um kvefpestunum. Veiruárið 2021
verður samt ekki ár samstöðu og
sáttar um að takmarkanir þurfi að
gera til að minnka útbreiðslu og
verja ákveðna þjóðfélagshópa. Nei,
veiran verður orðin rammpólitísk
og enginn skortur verður á nýjum
hugmyndum til að umbylta sam-
félaginu í nafni hennar. Hið op-
inbera hefur sjaldan látið gott
neyðarástand fara til spillis og upp
munu spretta tillögur að alls kyns
ríkisstofnunum og bólgnum út-
gjaldahugmyndum sem á yfirborð-
inu eiga að renna til veiruvarna en
eru í raun bara hendur að grípa
það sem þær geta á meðan almenn-
ingur situr skelkaður við sjónvarps-
fréttirnar.
Árið 2021 verður svo að öllum
líkindum kreppuár. Góðæri und-
anfarinna ára hefur
verið vel nýtt til að
halda uppi gríðarlegri
skattheimtu til að
byggja undir gríð-
arlega stórt opinbert
bákn. Það mátti ekki
skella á veira og halla-
rekstur ríkisins hljóp
upp í þriggja stafa
milljarðatölu, rétt eins
og hendi væri veifað,
og nákvæmlega ekk-
ert svigrúm til að
hækka skatta og borga þann reikn-
ing, né pólitískur vilji til að selja
eigur upp í skuldir eins og venju-
legt fólk gerir í hallæri. Sveit-
arfélögin hafa mörg hver heldur
ekkert gert til að búa sig undir nið-
ursveiflu. Menn geta auðvitað
kennt veirunni um en almennt má
segja að allar áætlanir hafi gert
ráð fyrir endalausu góðæri, og eng-
in áætlun B til staðar. Áfallið hefði
hæglega getað verið gjóskugos,
nýtt bankahrun, hrun bandaríska
dollarans, léleg veiði eða tísku-
bylgjubreytingar meðal ferða-
manna, sem vildu allt í einu frekar
fljúga til Istanbúl en Íslands. Með
skatta í himinhæðum og skuldir
upp fyrir háls, eftir blússandi góð-
æri undanfarinna ára, blasir því við
að kreppuár sé fram undan.
Að þessu sögðu má því segja að
árið 2021 verði fyrirsjáanlegt. Kjós-
endur munu kjósa þá sem lofa
mestum ríkisafskiptum. Stjórn-
málamenn og hið opinbera munu
ekki láta veiruástandið fara til
spillis og nota tækifærið til að taka
yfir enn stærri hluta samfélagsins.
Með skatta og víða skuldir í him-
inhæðum verður síðan ekkert and-
rými til að hleypa hagkerfinu af
stað á ný.
En vonandi skjátlast mér, að öllu
leyti.
2021
Eftir Geir
Ágústsson
» Fortíðin er góð vís-
bending um framtíð-
ina. Hið opinbera lætur
aldrei gott neyðar-
ástand fara til spillis.
Geir Ágústsson
Höfundur er verkfræðingur
geirag@gmail.com