Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 48
568 9234 544 2410 Eitt af mikilvæg- ustu verkefnunum á hverju sumri hjá Listasafni Reykja- víkur er að yfir- fara útilistaverkin í borginni og lag- færa. Verkin eru þrifin og bónuð, gert er við skemmdir og þau máluð, svo dæmi séu tekin. Hefur þetta gengið afar vel í sumar þar sem til starfsins komu framúrskarandi námsmenn fyrir tilstuðlan vinnu- markaðsátaks Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofn- unar fyrir námsmenn, skv. tilkynningu frá safninu. Þessi hópur hefur nú farið yfir um 50 verk í höfuðborg- inni en alls eru útilistaverkin um 200 talsins. Á mynd- inni má sjá hópinn við verkið „Hyrningar VI“ eftir Hall- stein Sigurðsson, frá árinu 1975, á horni Langholtsvegar og Álfheima. 50 útilistaverk lagfærð í sumar LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 228. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Íslandsmótið í knattspyrnu fór aftur af stað í gær eftir hlé sem var gert vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. FH náði í þrjú afar mikilvæg stig í toppbaráttunni með því að leggja núverandi meistara í KR að velli í Vest- urbænum 2:1. Eru liðin nú jöfn að stigum í deildinni. Nýliðarnir í Gróttu eru sýnd veiði en ekki gefin og komu á óvart í gærkvöldi með því að ná í stig í Garðabænum gegn Stjörnunni. Grótta er nú með 6 stig, tveimur á eft- ir KA og HK. Stjarnan er enn án taps en liðið hefur leik- ið sjö leiki. »40 Góður sigur hjá FH-ingum þegar boltinn rúllaði aftur af stað ÍÞRÓTTIR MENNING Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Ég hef alltaf haft mjög gaman af skák og tefli með vinum og vanda- mönnum,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur undir viðurnefninu „Fjallið“, eftir leik sinn í þáttaröðinni Game of Thro- nes. Það vakti athygli margra þegar Hafþór hóf að streyma frá tafl- mennsku sinni á netinu á streymis- veitunni Twitch, þar á meðal eins sterkasta skákmanns heims, Hik- aru Nakamura. „Síðan var haft samband við mig og ég spurður hvort ég vildi fá skákkennslu hjá Nakamura,“ segir Hafþór, sem játaði því, enda um að ræða stigahæsta skákmann sem skráður er á skákvefnum Chess- .com þar sem notendur eru ríflega 30 milljónir talsins. Hafþór undirbýr sig nú fyrir al- þjóðlega netskákmótið Pogchamps 2, þar sem vinsælir streymendur og sterkir skákmenn etja kappi. Sam- hliða keppninni fá hinir þekktu streymendur þjálfun frá sterkum skákmönnum og hefur Hafþór því notið leiðsagnar Hikaru Nakamura og alþjóðlega meistarans Levy Rozman. Öllum viðureignunum verður streymt í gegnum vef chess- .com 21. ágúst. „Þetta er auðvitað mjög gaman, að fá kennslu frá svona sterkum manni. Manni finnst þetta svolítið mikið oft - hann er náttúrulega á allt öðru stigi en ég. En hann hefur kennt mér margt sem hefur reynst mér vel,“ segir hann. Á milli stífra æfinga er ágætt að geta hvílt líkamann en stundað ann- ars konar þjálfun í leiðinni - þess vegna er Hafþór með skákborð bæði heima við og í líkamsræktinni. „Ég er búinn að vera að æfa svolítið, reyni að taka skák á hverj- um degi og reyni eins og ég get að fá kennslu frá öðrum stórmeist- urum.“ Hjálpar ekki líkamlega formið í skákinni? „Vöðvarnir hjálpa ekki mikið í skákinni. Það er alveg sama hvað þú ert með stórar „byssur“,“ segir hann í léttum tón. „Allir geta lært að tefla“ Skákin hefur fylgt Hafþóri lengi. Faðir hans kenndi honum að tefla og síðan þá hefur hann af og til gripið í taflborðið. „Ég tefli svolítið við vini mína og ég var vanur að tapa fyrir þeim. En eftir að ég byrjaði að æfa mig markvisst þá vinn ég eiginlega alltaf, sem er bara skemmtilegt. Hver sem er getur teflt skák og aldur skiptir ekki neinu máli.“ Skjáskot/Twitch Teflt Fjallið hefur sótt einkatíma hjá bandaríska stórmeistaranum Hikaru Nakamura, sem hafa borið góðan árangur. „Vöðvarnir skipta ekki miklu máli í skákinni“  Hafþór Júlíus Björnsson tekur þátt í alþjóðlegu netskák- móti í lok ágúst  Með skákborð heima og í líkamsræktinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.