Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 Pepsi Max-deild karla KR – FH.................................................... 1:2 Stjarnan – Grótta ..................................... 1:1 Staðan: Valur 9 6 1 2 21:8 19 KR 9 5 2 2 14:9 17 FH 9 5 2 2 17:14 17 Stjarnan 7 4 3 0 14:6 15 Fylkir 9 5 0 4 14:14 15 Breiðablik 9 4 2 3 19:15 14 Víkingur R. 9 3 4 2 16:13 13 ÍA 9 3 1 5 21:21 10 KA 8 1 5 2 6:10 8 HK 9 2 2 5 15:22 8 Grótta 10 1 3 6 10:21 6 Fjölnir 9 0 3 6 8:22 3 Lengjudeild karla Fram – ÍBV............................................... 4:4 Staðan: Leiknir R. 8 6 1 1 22:11 19 ÍBV 9 5 4 0 22:12 19 Fram 9 5 3 1 23:15 18 Keflavík 8 5 2 1 25:10 17 Þór 8 4 1 3 13:13 13 Grindavík 8 2 5 1 16:15 11 Vestri 8 3 2 3 9:12 11 Afturelding 8 3 1 4 20:14 10 Víkingur Ó. 8 3 0 5 9:17 9 Leiknir F. 8 2 1 5 6:15 7 Þróttur R. 8 0 1 7 3:17 1 Magni 8 0 1 7 6:23 1 2. deild karla Fjarðabyggð – KF.................................... 2:4 Þróttur V. – Víðir...................................... 3:2 Haukar – Njarðvík ................................... 1:2 Staðan: Haukar 9 6 0 3 19:11 18 Kórdrengir 8 5 2 1 16:4 17 Njarðvík 9 5 2 2 14:10 17 Þróttur V. 9 4 4 1 11:8 16 Fjarðabyggð 9 4 3 2 17:10 15 KF 9 5 0 4 17:16 15 Selfoss 8 4 1 3 11:10 13 Kári 8 3 2 3 13:9 11 ÍR 8 3 1 4 15:14 10 Víðir 10 2 0 8 7:28 6 Dalvík/Reynir 8 1 2 5 9:16 5 Völsungur 9 1 1 7 13:26 4 Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit: Barcelona – Bayern München .................2:8  Bayern München áfram í undanúrslit og mætir annaðhvort Manchester City eða Lyon Noregur B-deild: Lillestrøm – Ull/Kisa .............................. 2:2  Arnór Smárason lék ekki með Lillest- røm vega meiðsla. Grorud –Tromsø...................................... 2:0  Adam Örn Arnarson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu hjá Tromsø.  NBA-deildin Memphis – Milwaukee .....................119:106 Phonenix – Dallas .............................128:102 Utah – San Antonio ..........................118:112 Brooklyn – Portland .........................133:134 Orlando – New Orleans ....................133:127 Toronto – Denver ..............................117:109   KNATTSPYRNA Pepsí Max deild karla: Origo-völlurinn: Valur – KA...................L16 Norðurálsvöllurinn: ÍA – Fylkir ............L16 Kórinn: HK – Fjölnir...............................S17 Víkingsvöllur: Víkingur – Breiðabl. .S19:15 Pepsí Max-deild kvenna: Eimskipsvöllurinn: Þróttur R. – ÍBV ....S14 Jáverks-völlurinn: Selfoss – Fylkir........S14 Samsung-völlurinn: Stjarnan – Þór/KA S14 Kaplakriki: FH – Breiðablik.................. S16 Lengjudeild karla: Varmá: Afturelding – Vestri .............L13:45 Fjarðabyggðarhöll: Leiknir – Grindav..L14 Grenivík: Magni – Keflavík ....................L16 Domusnova-völlurinn: Leiknir R. – ÞórL16 Ólafsvík: Víkingur Ó – Þróttur R...........L18 Lengjudeild kvenna: Nettóvöllurinn: Keflavík – Völsungur ...S13 Sauðárkrókur: Tindastóll – AftureldingS16 2. deild karla: Framvöllur: Kórdrengir – ÍR.................L14 Húsavík: Völsungur – Kári.....................L16 Jáverks-völlur: Selfoss – Dalvík/ReynirL16 UM HELGINA! NBA Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Síðan keppnin í NBA-boltanum hófst aftur um mánaðamótin í „kúl- unni“ svokölluðu í Disney-landi í Orlando í Bandaríkjunum hefur einn maður skarað alveg sér- staklega fram úr. Bakvörðurinn Damian Lillard hefur verið ótrúleg- ur síðasta hálfa mánuð með liði Portland Trail Blazers sem er kom- ið í umspil um að taka þátt í úr- slitakeppninni sjálfri. Lillard jafnaði hæsta stigaskor sitt á ferlinum þeg- ar hann skoraði 61 stig í sigri gegn Dallas í vikunni en hann hefur þrí- vegis skorað 60 stig eða meira á keppnistímabilinu. Það er ekkert grín. Í hópi goðsagna Fjörutíu og einu sinni hefur leik- manni NBA-deildarinnar tekist að skora 60 stig eða fleiri í leik en það gerðist fyrst árið 1949. Lillard er aðeins sá sjötti frá upphafi sem tekst að gera það þrisvar sinnum og er hann þar í hópi goðsagna; Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, James Harden, Michael Jordan og Elgin Baylor. Þá er Lillard sá eini ásamt Chamberlain til að afreka þetta þrekvirki þrisvar sinnum á einu og sama tímabilinu! Við erum því ekk- ert að tala um neitt smámál en engu að síður er Lillard körfubolta- maður sem hefur allan sinn feril átt í erfiðleikum með að komast til vegs og virðingar í íþróttinni. Lillard varð þrítugur í sumar, hann fæddist í Kaliforníu og eftir farsælan feril í háskólaboltanum gekk hann til liðs við Portland í ný- liðavalinu 2012. Hann var strax val- inn nýliði ársins í frumraun sinni í NBA og hefur unnið til þó nokkurra afreka síðan, meðal annars verið valinn í stjörnulið deildarinnar fimm sinnum, 2014, 2015, 2018-2020. Hann er dáður í Portland, ekki bara fyrir takta sína á körfuboltavell- inum heldur fyrir líknarlund sína í samfélaginu. Þá mun hann eiga fyr- ir salti í grautinn út ævina; hann er sem stendur með fimm ára samning hjá Portland sem skilar honum 140 milljónum Bandaríkjadollara og tal- inn þéna annað eins frá styrktarað- ilum sínum. Hann er líka að eiga sitt besta tímabil í ár, hefur skorað 29,8 stig að meðaltali í leik og ásamt því að skora yfir 60 stig þrisvar er hann búinn að skora yfir 50 stig sex sinnum. Hann á fjóra stigahæstu leiki Portland í sögu félagsins. En hvað er þá vandamálið? Ósáttur við umfjöllun „Þið þurfið að bera meiri virðingu fyrir nafninu mínu!“ hreytti Lillard í átt til fámenns hóps blaðamanna á áhorfendalausum leik Portland og Dallas. Þar á milli voru formæling- arorð sem verða ekki endurtekin hér. Þótt tilteknir blaðamenn séu ekki endilega í sérstökum hópi þeirra sem gera annað slagið lítið úr frammistöðu Lillards, þá er al- veg ljóst að hann er ekki allra. „Enginn fagnar Golíat,“ sagði goðsögnin Chamberlain einu sinni um það hvernig kollegi hans og andstæðingur Bill Russell fékk gjarnan meiri hygli frá fjölmiðlum. Lillard sjálfur virðist þekkja þá til- finningu. Þrátt fyrir nokkra frábæra leiki í Orlando var hann líka skúrkurinn í einum þeirra, þegar hann klúðraði tveimur vítaköstum á ögurstundu í tapleik gegn Los Angeles Clippers. Gagnrýnendurnir voru fljótir á fæt- ur og fékk Lillard að heyra það á samfélagsmiðlum. Hann verður oft auðvelt skotmark og sennilega er bakvörðurinn aðeins of viðkvæmur fyrir hávaðanum í þokkabót. Þrátt fyrir þá ótrúlegu hæfileika sem hann vafalaust býr yfir, þá er sam- band hans við fjölmiðla oft stirt. Það hjálpar sennilega ekki að Port- land gengur iðulega illa í úr- slitakeppninni og Lillard fær því ekki þá hyllingu sem sigursælli leik- menn fá. Jafnvel þótt hann spili oft eins og þeir framan af keppni. Lillard og félagar í Portland hafa aðeins einu sinni komist í úrslit vesturdeildarinnar og það var í fyrra. Þá töpuðu þeir illa gegn eldsprækum Kevin Durant og liðs- félögum hans í Golden State Warri- ors. Lillard var langt frá sínu besta í þeirri seríu og skaut hreinlega skelfilega í fjórða leikhluta allra leikjanna, þegar mest var undir. Þarf Disney-kraftaverk Portland fær annan séns í kúl- unni. Að komast í úrslitakeppnina er í það minnsta raunhæft. Portland mætir Memphis Grizzlies í umspils- leik um síðasta lausa sætið. Miðað við hvernig Lillard hefur verið að spila undanfarna daga, myndi ég ekki veðja gegn honum þar. Takist þeim að komast í úrslitakeppnina bíður þeirra hins vegar LeBron James og Los Angeles Lakers. La- kers var á toppnum og búið að tryggja sér úrslitakeppnissæti áður en NBA-keppnin var stöðvuð í mars vegna kórónuveirunnar. Þó hefur liðið tapað fimm af átta leikjum sín- um í Orlando en þar áður tapaði Lakers ekki nema fjórtán af 44 leikjum. Samt sem áður mun Port- land, með Lillard í fararbroddi, þurfa eins og eitt Disney-kraftaverk til að bakvörðurinn knái fái loks þá virðingu sem hann telur sig eiga skilið í lok tímabils. Hann er í það minnsta á hárréttum stað, í „kúl- unni“ frægu í ævintýralandinu sjálfu. Fagnar enginn Golíat?  Damian Lillard hefur þrívegis rofið 60 stiga múrinn í NBA-deildinni á þessu keppnistímabili  Telur fjölmiðlafólk ekki sýna sér tilhlýðilega virðingu AFP Einbeittur Damian Lillard #0 fer hamförum í NBA-leikjum í Orlando um þessar mundir. Ekki gerist það á hverjum degi að elítulið í knattspyrnunni eins og FC Barcelona fái á sig 8 mörk í leik en það gerðist í 8-liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu í gær þegar Bayern München rassskellti Barce- lona 8:2 í Lissabon. Thomas Müller skoraði tvívegis fyrir Bayern eins og Philippe Coutinho sem er í eigu Barcelona. Robert Lewandowski lét eitt mark duga að þessu sinni en einnig skoruðu þeir Ivan Perisic, Serge Gnabry og Joshua Kimmich. Luis Suarez skoraði fyrir Barce- lona og hitt markið var sjálfsmark. Lygilegar tölur í Lissabon AFP Hrókur Markahrókurinn Robert Lewandowski fagnar í gærkvöldi. Björn Bergmann Sigurðarson hef- ur gert samning við norska knatt- spyrnufélagið Lillestrøm, en liðið leikur í B-deildinni. Björn kemur til Lillestrøm frá Rostov í Rússlandi eftir lánsdvöl hjá APOEL á Kýpur. Gildir samningur Björns út tímabil- ið. Björn þekkir vel til hjá Lille- strøm en hann lék með liðinu frá 2009 til 2012. Hjá Lillestrøm hittir Björn fyrir annan Skagamann en Arnór Smárason leikur með liðinu. Er Lillestrøm í níunda sæti norsku B-deildarinnar með ellefu stig eftir átta leiki. Björn snýr aftur til Lillestrøm Morgunblaðið/Eggert Endurkoma Björn Bergmann Sig- urðarson er kominn til Noregs. Knattspyrnumaðurinn Frederik Schram hefur gert nýjan tveggja ára samning við danska úrvals- deildarfélagið Lyngby. Frederik, sem er markvörður, kom til Lyngby að láni frá SønderjyskE fyrst um sinn, áður en félagið samdi við hann. sport@mbl.is Frederik áfram hjá Lyngby

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.