Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020
Fanný Lísa Hevesi heldur fjár-
öflunartónleika í Hafnarborg á morg-
un, sunnudaginn 16. ágúst, kl. 20.
Á þeim mun hún flytja söngleikja-
lög, þekkt sem óþekkt, með
píanóleikaranum Antoníu Hevesi og
er tilgangurinn að afla fjár fyrir
söngleikjanám sem hún heldur til í
London í haust.
Á tónleikunum munu einnig koma
fram Erla Mist Magnúsdóttir, Helga
Guðný Hallsdóttir, Hrafnhildur Eva
Guðmundsdóttir og Jasper Matthew
Bunch og syngja nokkur lög með
Fanný. Vegna Covid-19 sóttvarna
verður eingöngu hægt að kaupa miða
af Fanný á Facebook eða í síma 864
2151.
Fanný hóf nám í Söngskóla Sig-
urðar Demetz 16 ára og tók þátt í
söngleikjauppfærslum skólans og
lauk einnig framhaldsprófi þar undir
leiðsögn Sigrúnar Hjálmtýsdóttur,
Diddú, í vor.
Morgunblaðið/Eggert
Æfing Fanný með móður sinni Antoníu Hevesi við flygilinn í Hafnarborg.
Fjáröflunartónleikar
vegna söngleikjanáms
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Myndlistarmaðurinn Davíð Örn
Halldórsson opnar í dag sýninguna
„Ókei, Au pair“ í Hverfisgalleríi að
Hverfisgötu 4. Sýningin stendur til
24. október.
„Þetta eru allt ný verk, það sem
ég hef verið að vinna að síðastliðin
tvö ár. Ég hef verið búsettur í Stutt-
gart í Þýskalandi og þetta er allt
heila klabbið sem ég hef framleitt
þar,“ segir Davíð. Hann flutti verkin
til landsins og það reyndist að sjálf-
sögðu talsverð áskorun í ljósi að-
stæðna í milliríkjaflutningum
undanfarna mánuði. Talsverð óvissa
ríkti um flutningana framan af en
blessaðist allt að lokum og Davíð
segir mikla hjálp hafa verið í Cov-
id-19-styrk Myndlistarsjóðs á loka-
sprettinum. Verkin komu til lands-
ins í tæka tíð.
Davíð útskrifaðist úr myndlistar-
deild Listaháskóla Íslands árið 2002
og hefur að mestu einbeitt sér að
gerð málverka síðan. Hann hefur
unnið með óhefðbundnar málunar-
aðferðir; málað og spreyjað með
mismunandi málningu á fundna
hluti, viðarplötur, póstkort og hús-
gögn.
Málaði á veggfóður
Davíð segir að verkin á sýning-
unni séu í raun framlenging af því
sem hann hefur verið að gera fram
að þessu. Þarna sé að finna ákveðna
þróun sem hann segist sjá sjálfur
manna best. Það séu litlar áherslur
hér og þar sem hafi breyst. Nú sé til
dæmis meira um ólíkar myndaserí-
ur, meðal annars póstkortaseríu þar
sem hann nýtir ákveðna tækni svo
sjá megi tvær ólíkar mismunandi
myndir ef maður hreyfir póstkortið.
„Það er þróun í öllu sem ég hef
verið að gera,“ segir myndlistarmað-
urinn. „En hornsteinninn í sýning-
unni er það að ég tók niður vegg-
fóðrið á vinnustofunni minni í Stutt-
gart eftir að ég var búinn að mála á
það, setti það á viðarplötur og lakk-
aði það með epoxy-lakki.“
Þannig urðu til stórar myndir sem
í grunninn eru fjörutíu ára gamalt
veggfóður af lögreglustöð. „Það var
smá fornleifafræði inni í myndinni.
Ósjálfrátt fer maður að hugsa um
hvað þessir veggir hafa séð og heyrt
í gegnum tíðina. Ég þurfti að taka
minn tíma í að ná veggfóðrinu af og
finna út úr því hvernig væri best að
gera það. Það tók alveg tvo og hálfan
mánuð,“ segir myndlistarmaðurinn.
„Hann alveg brenglaður,“ segir
Davíð um óvenjulegan titil sýning-
arinnar „Ókei, Au pair“ og hlær.
„Þetta er eiginlega heimting á að
fólk taki afstöðu til verkanna. Þetta
er eitthvað sem ég greip úr lausu
lofti; au pair er alltaf annaðhvort
dásamlegur eða hræðilegur. Maður
hefur aldrei heyrt um au pair sem er
bara allt í lagi. Þannig að ég er svo-
lítið að heimta að fólkið taki afstöðu,
finnist verkin annaðhvort falleg eða
hræðileg.“
Mörg blæbrigði af „ókei“
Davíð spreyjaði upphrópunina
„Ókei“ á einn vegginn í galleríinu.
„Það eru svo mörg blæbrigði til á því
hvernig maður segir „ókei“. Mér
fannst sniðugt að neyða fólk til að
segja við sjálft sig „ókei“ þegar það
gengur inn í salinn og þá er rými fyr-
ir öll þessi blæbrigði.“
Davíð segir að fjölmargar hug-
myndir komi saman í þessari sýn-
ingu og þess vegna er nokkuð erfitt
að koma í orð um hvað hún snýst.
„Ég er búinn að vera með hana í
maganum í tvö ár,“ segir hann um
sýninguna.
Í fréttatilkynningu um sýningar-
opnunina segir að verk Davíðs byggi
yfirleitt á tilviljunum úr hversdags-
leikanum. Þar segir: „Þau eru per-
sónuleg úrvinnsla úr umhverfi hans
sem hann varpar fram í myndmáli
sem vísar með beinum og óbeinum
hætti í listasöguna.“ Davíð tekur
undir þetta: „Það er nákvæmlega
þetta sem maður grípur og fer með
inn í stúdíóið, leyfir þessu að gerjast
og vinnur úr því í mörgum verkum í
einu.“
Heimtar að fólk taki afstöðu
Morgunblaðið/Eggert
Myndlistarmaður „Ég er búinn að vera með hana í maganum í tvö ár,“ segir Davíð Örn Halldórsson um sýningu
sína „Ókei, Au pair“ sem opnuð er í Hverfisgalleríi í dag. Afrakstur vinnu hans í Stuttgart verður þar sýndur.
Sýning Davíðs Arnar Halldórssonar „Ókei, Au pair“ opnuð í Hverfisgalleríi
Veggfóður gamallar þýskrar lögreglustöðvar undirstaða margra verkanna
Sýningar á Alþjóðlegri kvik-
myndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár
verða mikið til á rafrænu formi auk
Covid-vænna viðburða, að því er
fram kemur í tilkynningu frá skipu-
leggjendum hennar. Stendur til að
sýna hágæða evrópskar kvikmynd-
ir fram eftir hausti á sérstökum
þemavikum og byggja brú yfir til
EFA, Evrópsku kvikmyndaverð-
launanna. Verða kvikmyndir sýnd-
ar á vegum RIFF fram í desember.
RIFF verður sett 24. september og
lýkur 4. október.
„Það er með sannri ánægju sem
við tökumst á við þessa áskorun og
færum RIFF í glæsilegan nýjan
búning með því að færa gestum há-
gæða kvikmyndir heim í stofu. Með
þessu móti munu enn fleiri kvik-
myndaunnendur um land allt geta
notið vandaðra kvikmynda. Auk
þess sem hægt verður að nálgast á
vefnum margt fleira fróðlegt, t.a.m.
spurt og svarað með leikstjórum,
umræður og fleira slíkt,“ er haft
eftir Hrönn Marinósdóttur, stjórn-
anda hátíðarinnar.
Ýmsir viðburðir verða á dagskrá
sem samræmast reglum sem í gildi
verða í samfélaginu er líður að há-
tíðinni og þegar hefur verið ákveð-
ið að Bransadagar muni fara fram í
Norræna húsinu og fleiri Covid-
vænir viðburðir verða á dagskránni
auk þess sem barnadagskrá með
kennsluefni verður í boði fyrir alla
skóla landsins, segir í tilkynning-
unni.
Frakkinn Frédéric Boyer fer fyr-
ir dagskrárnefnd RIFF í ár en hann
hóf feril sinn á vídeóleigu í París og
er í dag listrænn stjórnandi kvik-
myndahátíðanna Tribeca og Les
Arcs European Film Festival. Hann
hefur einnig verið aðaldagskrár-
stjóri Directoŕs Fortnight á kvik-
myndahátíðinni í Cannes.
Stjórnandi Hrönn Marinósdóttir.
Sýningar á RIFF
mikið til rafrænar