Morgunblaðið - 15.08.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.08.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Viðskiptafr. / Lögg. fast. 820 6511 Kristján Viðskiptafr. / Lögg. fast. 691 4252 Halla Viðskiptafr. / Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Lögg. fast. 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 Sigurður Ægisson sae@sae.is Í síðustu viku fóru tíu óforbetranlegir fuglaskoðarar héðan og þaðan að af landinu í siglingu frá Vestmanna- eyjum suður á bóginn í leit að sjald- gæfum fuglum sem kynnu að vera á sveimi þar úti. Einkum stóðu vonir til að sjá hafsvölu, hettuskrofu og urða- skrofu. Siglt var alla leið að land- grunnsbrúninni, um 30 km veg, á nýju rannsóknaskipi Þekkingarset- urs Vestmannaeyja, Friðrik Jessyni VE 177. Að sögn Ingvars Atla Sigurðssonar jarðfræðings og skipuleggjanda sigl- ingarinnar hafa slíkar ferðir áður ver- ið farnar þaðan, sú fyrsta nokkru upp úr síðustu aldamótum, svo árið 2007, 2008, 2014, 2016 og 2017, og þær gengið misvel, enda ræðst þetta mik- ið af veðri. „Stormsvölur sjást alltaf, sjósvala sjaldan en síðan mikið af fýlum og fleiri algengir fuglar. Eitt sinn sáust t.d. nokkur þúsund óðinshana, líklega árið 2016,“ sagði Ingvar. En hvernig skyldu menn fara að því að laða fuglana að bátnum? „Við látum lýsi „drippa“ á leiðinni út, til að mynda smá slóð sem fugl- arnir finna og elta, enda lyktnæmir með afbrigðum, en agnið er svo að- allega makríll, en hákarlalifur hefur líka virkað vel. Auk þess er notað efni sem kallað er DMS, sem er skamm- stöfun fyrir Dimethyl sulfide. Það verður m.a. til við þörungablóma og dregur pípunefi að. Best er að hakka agnið mjög smátt og frysta með vatni, þannig að það fljóti. Því er svo hent út og báturinn látinn reka með agninu. Þetta myndar líka slóð sem fuglar finna og elta. Hver kubbur endist í allt að klukkutíma en aðal vandræðin hjá okkur er hvað mikið af fýl kemur og tætir ætið í sig. Síðan er hægt að nota ófrosið agn með poppkorni eða einhverju sem drekkur í sig fitu og flýtur. Þetta er hins vegar mjög sóða- legt og lyktar illa og sennilega mun ég ekki gera þetta aftur. Ég hef enn ekki losnað við lyktina af skóm, fötum og sjónauka eftir þetta síðasta rall.“ Árið 2007 sáust fjórar gráskrofur og hafsvala, auk tunglfisks, árið 2014 sjö gráskrofur, árið 2016 sjö grá- skrofur og tvær hettuskrofur og árið 2017 hettuskrofa. Ferðin núna átti að vera átta tímar en veðurskilyrði voru óhagstæð, hvasst og mikil ölduhæð og rigning aðvífandi, svo að ákveðið var að stytta hana um tvær klukkustundir. Af- raksturinn var fimm gráskrofur og einn fjallkjói. Fjallkjói Siglt var að landgrunnsbrúninni eða 30 km og sást einn fjallakjói á leiðinni. Ljósmynd/Mikael Sigurðsson Gráskrofa Fuglaskoðararnir sáu fimm gráskrofur á siglingunni. Í leit að sjaldgæfum fuglum á sveimi  Tíu fuglaskoðarar í sjófuglaskoðun frá Vestmannaeyjum Sjófuglaskoðun frá Vestmannaeyjum 2007 2014 2016 2017 2020 Surtsey Kortagrunnur: OpenStreetMap Vestmannaeyjar Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Til stendur að framkvæma raunhæfismat á framkvæmd við gerð listaverksins Pálmatré eftir Karen Sander, sem til stendur að reisa á Vörputorgi í Vogabyggð. Þetta kemur fram í svari Örnu Schram, sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, við fyrirspurn Vig- dísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Spurning Vigdísar var svohljóðandi: Hvað er að frétta af pálmatrjánum í Vogabyggð? Fram kemur í svari Örnu að borgarráð hafi samþykkt að fyrr- nefnt raunhæfismat yrði fram- kvæmt. Í kjölfarið hafi umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar verið falið að vinna úttekt og sé áætlað að vinna hana með óháðum ráðgjafa í tengslum við hönnun Vörputorgs, þar sem verkinu er ætlaður staður. Fylgir frágangi opinna svæða „Gert er ráð fyrir að fram- kvæmd við gerð verksins, þ.m.t. að planta trjám, fylgi frágangi opinna svæða í hverfinu og er hönnun torgs- ins og uppbygging háð annarri upp- byggingu við torgið og unnin í sam- ráði við lóðareigendur. Ekki eru tafir á framkvæmd,“ segir Arna. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir, lagði fram svo- hljóðandi bókun í borgarráði: „Listasafni Reykjavíkur er í raun vorkunn að þurfa að svara þessari fyrirspurn enda ber safnið enga ábyrgð á ákvörðuninni. Pálma- trén í Vogabyggð eru algjört flopp og eru á pari við dönsku Bragga- stráin og grjóthrúgurnar úti á Granda. Hvers vegna valdi dóm- nefndin „listaverk“ sem þarf að fara í raunhæfismat? Komi í ljós að lista- verkið Pálmatré er ekki raunhæft – sem það er ekki – er Reykjavík- urborg þá ekki skaðabótaskyld gagnvart listamanninum? Það er lenska hjá borginni að byrja sífellt á röngum enda – sérstaklega í gælu- verkefnum sínum.“ Tillaga þýska listamannsins Karin Sander, sem nefnist Pálmatré, bar sigur úr býtum í sam- keppni um útilistaverk í Vogabyggð í Reykjavík. Þetta var ein viðamesta samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Þrettán tillögur bárust og var dómnefndin einhuga um sigurveg- arann. Niðurstaða dómnefndar var kynnt var í janúar 2019 og vakti at- hygli og umtal. Verk Sander gerir ráð fyrir að tveimur pálmatrjám verði komið fyrir í stórum turnlaga gróðurhúsum og að frá þeim stafi ljós og hlýja, að því er fram kemur á síðu Listasafns Reykjavíkur. „Pálmatré bera með sér andblæ suðrænna landa, eins og höfundur tillögunnar bendir á. Þau eru tákn heitra og framandi staða og menn- ingar og fela um leið í sér minni um útópíu þar sem paradísarástand rík- ir. Hér skjóta þau rótum í köldu og hrjóstrugu landi – rétt eins og fólk frá framandi slóðum sem hefur sest hér að,“ sagði dómnefndin m.a. Pálmatrén á Vörpu- torgi í raunhæfismat Teikning/hönnun/Karin Sander Vinningstillagan Pálmatrjám verður komið fyrir í turnlaga gróðurhúsum.  Pálmatrén eru algjört flopp og á pari við dönsku stráin og grjóthrúgurnar á Granda, segir Vigdís Hauksdóttir Freyr Bjarnason freyr@mbl.is Aðalmeðferð í máli manns sem er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveim- ur konum með alzheimer hefst um miðjan septembermánuð í Héraðs- dómi Reykjaness. Þinghaldið verður lokað. Þetta staðfestir Kolbrún Bene- diktsdóttir varahéraðssaksóknari. Karlmaðurinn er um sjötugt en konurnar um áttrætt og með alzheim- er á háu stigi. Meint brot voru framin á dvalarheimili á höfuðborgar- svæðinu. Konurnar krefjast þess að maðurinn verði dæmdur til að greiða þeim hvorri um sig tvær milljónir króna í miskabætur. Lögreglunni barst tilkynning frá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu í október árið 2018 um hugsanlegt brot gegn konu á dvalarheimili. Í því tilfelli er maðurinn ákærður fyrir að hafa nauðgað henni þrívegis haustið 2018. Við rannsókn málsins kom upp annað meint brot karlmannsins gegn annarri konu á sama heimili frá árinu áður. Rannsókninni lauk í ágúst í fyrra þegar málið var sent til héraðssak- sóknara. Ákæra var gefin út í apríl síðastliðnum og var málið þingfest í héraðsdómi í maí. Réttað yfir meint- um nauðgara  Tvær konur saka mann um nauðgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.