Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020
Vegavinna Unnið er að tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi í Hafnarfirði. Búast má við að umferð fari minnkandi um veginn á næstunni, í kjölfar hertra aðgerða við landamæri.
Eggert
Ég þakka Ólafi
Bjarna Andréssyni
fyrir grein sína ,,Ég
vil vera Ketill“ sem
hann skrifaði í Morg-
unblaðið þann 16.
janúar og þakka hon-
um áminningu í
Morgunblaðinu, þann
13. ágúst. Tilefni
skrifa Ólafs er kafli í
bók minni ,,Um tím-
ann og vatnið“ en
þar rifja ég upp rúmlega 90 ára
gamla ritdeilu Ólafs Ketilssonar
og Peter Nielsen fuglafræðings
frá árinu 1929, um júnídaginn ör-
lagaríka þegar geirfuglinum var
formlega útrýmt árið 1844.
Grein Ólafs Bjarna er áhuga-
verð en ég verð að gera athuga-
semd við ummæli hans um að að
markmið mitt sé að útmála Ketil
Ketilsson einn leiðangursmanna
sem ,,illvirkja sem eigi að hafa
skömm á“. Sjálfur legg ég engan
dóm á mannkosti Ketils heldur
vek ég athygli á því að árið 1929,
næstum 85 árum eftir að fuglarnir
voru drepnir, var málið viðkvæmt
í fjölskyldu Ketils. P. Nielsen
nefnir engin nöfn í grein sinni en
þó kallaði greinin á andsvör Ólafs
sonar Ketils sem taldi vegið að
minningu föður síns. Þegar ég
segi að á þessum
tíma hafi hvílt skömm
yfir geirfugladrápinu
sem hafi sett sitt
mark á afkomendur
þeirra þá er það ekki
minn dómur. Andsvör
Ólafs árið 1929 sýna
að málið var við-
kvæmt. Það setti
mark sitt á orðspor
þeirra sem fóru í
þennan leiðangur.
Það er auðvitað
langsótt að ,,gráung-
að“ geirfuglsegg sé
talið síðasti geirfuglinn og hvort
eggið var brotið eða ekki er Ketill
einn til frásagnar um í skýrslum
um málið. Í bókinni ,,Who killed
the Great Auk“ eftir Jeremy Gas-
kell, er ýjað að því að Ketill hafi
brotið eggið í ógáti en ekki þorað
að viðurkenna það. Eggin voru
verðmæt meðal safnara og eggið
hefði borgað upp ferðina eitt og
sér hvort sem fuglar hefðu náðst
eða ekki.
Allir sem voru í feigðarför geir-
fuglsins árið 1844 báru ábyrgð og
hver drap hvaða fugl í hvaða röð
skiptir ekki höfuðmáli, allir á
bátnum hljóta að hafa fengið sinn
hásetahlut. P. Nielsen telur árið
1929 að Ólafur Ketilsson hafi ver-
ið fullviðkvæmur fyrir umfjöllun
sinni, en telur að heilbrigð skyn-
semi hefði átt að segja samtíðar-
fólki Ketils að þyrma dýrunum og
leyfa stofninum að jafna sig.
Ketill Ketilsson var fæddur ár-
ið 1823, fyrir næstum 200 árum.
Þegar ég skrifa mína bók árið
2019, 175 árum eftir að geirfugl-
inum var útrýmt, bjóst ég ekki
við að nokkur núlifandi maður
teldi sig vera aðila að málinu,
ekkert frekar en að afkomendur
Sveinbjarnar Egilssonar taki
Pereatið nærri sér. Þá vissi ég
reyndar ekki að fyrir tæpum 50
árum, árið 1971, hafi geirfugla-
drápið verið rifjað upp, í þeim til-
gangi að því er virðist að sverta
afkomendur Ketils með mynd-
birtingu, upptalningu á afkom-
endum hans og fyrirsögninni:
,,Hann drap síðasta geirfuglinn“.
Þannig að ég skil viðbrögð Ólafs
Bjarna og hans ættmenna í því
samhengi en það var fjarri mér
að höggva í þann sama knérunn.
Sagan um geirfuglinn í bók
minni er dæmisaga. Þegar rit-
deila Nielsen og Ólafs Ketils-
sonar stóð sem hæst árið 1929
voru fálkinn og örninn í bráðri út-
rýmingarhættu og Nielsen fugla-
fræðingur rifjar upp söguna af
geirfuglinum sem víti til varnaðar.
Í aðförinni að fálkanum og ern-
inum voru að verki mektarbænd-
ur, hreppstjórar og skáld, jafnt
forfeður mínir og Ólafs Bjarna.
Kaflinn um geirfuglinn er skrif-
aður til að varpa ljósi á að lífs-
hættir okkar í dag hafa valdið
breytingum á sýrustigi sjávar og
hækkun á hitastigi jarðar sem
kippir grundvellinum undan
hundruðum, þúsundum ef ekki
milljónum dýrategunda. Þar eru
sjófuglar jarðar framarlega í röð-
inni, álkan, lundinn, langvían og
teistan. Vistkerfi jarðar þola ekki
svona hraðar breytingar og
vísindamenn telja að við séum
stödd í miðju 6. stærstu útrým-
ingu dýrategunda á jörðinni.
Ketill Ketilsson tók þátt í ein-
um leiðangri af mörgum sem út-
rýmdi dýrategund sem hefur orð-
ið fólki hugleikið æ síðan, núna
árið 2020, heilum 175 árum eftir
atburðinn, er skrifað honum til
varnar. Við tökum upp þráðinn í
ritdeilu frá árinu 1929 og varnar-
grein Ólafs Bjarna er áminning
um að gjörðir okkar geta endur-
ómað lengra fram í tímann en
okkur órar fyrir.
Í texta mínum árétta ég að ef
stórar vistkerfisbreytingar valda
hnignun dýrategundar og einhver
drepur síðasta parið þá megi ekki
benda á þann veiðimann sem
sögudólg eins og gert var við
Ketil og félaga, sökin liggur ann-
ars staðar. Þar sný ég speglinum
að sjálfum mér og samtíðar-
mönnum okkar, við erum Ketill en
í stærra og alvarlegra samhengi.
Ég tek skýrt fram í texta mínum
að Ketill og samferðarmenn hans
höfðu ekki yfirsýn eða þekkingu
til að vita hvort þetta væru síð-
ustu dýrin í veröldinni. Ég ber
blak af þeim og segi að heimurinn
sé skýrari í endurliti heldur en í
hringiðu atburðarásarinnar, þann-
ig að að túlkun Ólafs Bjarna um
að ég telji Ketil vera illvirkja er
alröng.
Í dag höfum við fullkominn að-
gang að upplýsingum um hvað er
að gerast í veröldinni. Við höfum
óþrjótandi tækni og samkvæmt
mælingum fremstu vísindamanna
erum við að glata fjöregginu okk-
ar sem er jörðin sjálf. Þetta fjör-
egg er gráungað af lífi, en við
munum kannski afsaka okkur og
segja afkomendum okkar að það
hafi verið brotið þegar við komum
að því. Þá verða svo margar dýra-
tegundir horfnar að geirfugla-
sagan verður gleymd og kannski
mun fólk hafa brýnni hugðarefni,
eins og að forða sér frá því að
fara sömu leið og geirfuglinn.
Eftir Andra
Magnason
Andri Snær
Magnason
» Þar sný ég spegl-
inum að sjálfum mér
og samtíðarmönnum
okkar, við erum Ketill
en í stærra og alvar-
legra samhengi.
Höfundur er rithöfundur.
Að vera eða vera ekki Ketill