Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020
✝ ÞorgerðurHrönn Þor-
valdsdóttir fæddist
í Hafnarfirði 9.
maí 1968. Hún lést
á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 25. júlí
2020. Foreldrar
hennar eru Guð-
rún Bjarnadóttir,
kennari, frá Hafn-
arfirði, f. 30. jan-
úar 1939, og Þorvaldur G. Jóns-
son, bóndi og bókavörður, frá
Innra-Hólmi, f. 30. júlí 1940, d.
12. maí 2010.
Systur Þorgerðar eru: 1) Ás-
gerður Unnur, f. 24. desember
1969, gift David Nicholson. Þau
eiga tvö börn, Lilju Solveigu og
Axel Valda. 2) Valgerður Erna,
skóla og lauk stúdentsprófi við
Menntaskólann á Akureyri
1988. Hún lauk BA-gráðu í sagn-
fræði frá Háskóla Íslands 1995,
MA-prófi í kynjafræðum og fem-
ínískum kenningum frá The
New School of Social Research í
New York 1998 og doktorsprófi
í kynjafræðum frá Háskóla Ís-
lands 2012. Doktorsritgerð
hennar fjallaði um útvíkkun
jafnréttishugtaksins og þróun
jafnréttisstarfs.
Þorgerður gekk til liðs við
ReykjavíkurAkademíuna árið
1999 og vann að fjölbreyttum
rannsóknarverkefnum, ein og í
samstarfi við aðra. Bókin Krull-
að og klippt. Aldarsaga háriðna
á Íslandi sem þær Bára Bald-
ursdóttir skrifuðu kom út 2018.
Undanfarin ár vann Þorgerður
ásamt öðrum að ritun á bókinni
Konur sem kjósa. Aldarsaga í
tilefni af 100 ára kosningarétt-
arafmæli íslenskra kvenna.
Útför Þorgerðar fór fram í
kyrrþey 8. ágúst 2020 frá Þing-
eyrarkirkju.
f. 27. október 1973,
gift Marinó Melsteð.
Eftirlifandi eig-
inmaður Þorgerðar
er Ágúst Ásgeirs-
son, framhaldsskóla-
kennari, f. 29. sept-
ember 1964. Sonur
hans er Ingimundur,
f. 22. júní 1995.
Vorið 1973 fluttu
foreldrar Þorgerðar
með dætur sínar frá
Hafnarfirði að Guðrúnarstöðum
í Vatnsdal. Þorgerður ólst þar
upp við almenn sveitastörf, hún
hafði gaman af kindum og var
fjárglögg. Á seinni árum hafði
hún mikinn áhuga á kart-
öflurækt og ræktaði ótal af-
brigði.
Þorgerður gekk í Húnavalla-
Á vormánuðum 1987 vitnar
Þorgerður í dagbók sinni í Krist-
ján Kristjánsson, heimspeking
og kennara sinn í þriðja bekk í
MA: „Fullkomnun felst ekki í því
endilega að gera einhverja frá-
bæra hluti heldur að gera hvers-
dagslega hluti frábærlega vel.“
Og þá ritar Þorgerður: „Eitt af
því besta sem ég gæti hugsað
mér í lífinu væri ef hægt væri að
segja þessi orð um líf mitt.“ Til-
vitnunin var einnig á korktöflu í
gamla herberginu hennar á Guð-
rúnarstöðum í Vatnsdal þegar ég
kom þar fyrst 2001 og þar er hún
enn. Auðvitað er ekki unnt að
gera hversdagslega hluti frábær-
lega vel öllum stundum, en mikið
ævintýri hef ég fengið að lifa þar
sem Þorgerður lagði sig fram um
að ná fullkomnun.
Við Þorgerður áttum gott skap
saman, lífsviðhorf okkar lík og við
áttum gott með að gera hvers-
dagslega hluti frábærlega vel
saman. Okkur var lagið að leysa
togstreitu og þrætur og sofa sátt
undir einni sæng. Fengum að
vera ólík og sinna fjölmörgum
hlutverkum í lífinu á eigin for-
sendum. Og þegja um hjónavígsl-
una árið 2014. Engar stórar veisl-
ur.
Hún var hin fullkomna stjúp-
mamma fyrir Ingimund son
minn. Með því að kynna dýrin í
sveitinni fyrir Ingimundi átti hún
í honum hvert bein. Þau eru hvor-
ugt fyrir knús og kossa og þykja
snertingar heldur óþægilegar.
Þau áttu því líka gott skap sam-
an. Fólkið hennar tók okkur ein-
staklega vel og við Ingimundur
alltaf velkomnir í norðursveitina.
Þakklátur er ég fyrir allar góðar
samverustundir.
Hún kynnti mig fyrir ótrúlega
góðum vinahópi, einkum hópi
ótrúlega sterkra kvenna, gáfaðra
og skemmtilegra. Samskiptin við
þær eru mér verðmæti, ég á þeim
mikið að þakka að ævistundirnar
undir lokin urðu innhaldsríkar og
minnisstæðar.
Þorgerður náði að gera lífið
með krabbameini að hversdags-
lífi sem hún leysti frábærlega,
hún háði aldrei baráttu eða stríð
við krabbamein, hún lifði hvern
dag æðrulaus, kvartaði aldrei,
hélt alltaf áfram. Frá 10. maí
þurfti hún allmikla hjúkrun á 11E
og síðar á líknardeildinni, enda
ófær um að standa undir sér, eins
og hún sagði. Eitthvert sinnið
þurfti að sinna henni í tvígang
með stuttu millibili og þá sagði
Þorgerður: „Er ég ekki ómögu-
legur sjúklingur?“ Og hvílíkur
mannauður sem við eigum í
starfsfólki Landspítalans. Allar
þessar konur - því ég hitti mest-
anpart konur í öllum þeirra störf-
um - þær verða ekki taldar upp
hér með nafni, ótrúlega stór hóp-
ur af vönduðu fagfólki, sem sýnir
líka nærgætni og hlýju. Mér er
óskiljanlegt hvers vegna þær
þurfa sífellt að standa í ósann-
gjarnri baráttu fyrir kjörum sín-
um, hvenær ætlar karlveldið að
skilja að jafnrétt samfélag allra
er betra en auðsamfélag fárra?
Miðvikudagurinn 22. júlí var
hennar síðasti dagur með góðri
meðvitund. Þann dag sagði lækn-
ir við mig: „Þú ættir að gista.“
Dagurinn leið og undir kvöld
spurði ég Þorgerði hvort ég
mætti gista og hún sagði: „Það
væri hrein gleði.“ Miðvikudags-
kvöldið leið hægt. Þá nótt og
næstu tvær fangaði ég ekki fleiri
orð frá Þorgerði. Hrein gleði er
líka mín minning um þig. Hrein
gleði er ást þín og hlýja.
Ágúst Ásgeirsson.
Horfin er af jarðvistar lífsins
sviði Þorgerður Hrönn Þorvalds-
dóttir, mín hjartkæra og mæta
tengdadóttir og stjúpmóðir Ingi-
mundar ömmudrengsins míns.
Hennar er sárt saknað, hugur og
hjarta er hjúpað mikilli eftirsjá.
Ég á henni svo margt að þakka,
þakkir fyrir þá gjöf sem hún hef-
ur verið mér í lífinu.
Þorgerður var einstaklega
vönduð, hreinskiptin, úrræðagóð
og hvetjandi í hverju og einu sem
leiddi til ágætis. Ég dáðist að
henni ferðast um fræða- og þekk-
ingarsviðin gæðaríku. Hún var
ákaflega fjölhæf. Hún var mikil
búkona, ræktaði margar tegund-
ir grænmetis, útbjó m.a. græn-
metispestó og berja- og rabar-
barasultur. Á þessum árstíma
færði hún mér ætíð slíkar góðar
vistargerðir.
Á heimili minnar ástkæru Þor-
gerðar tengdadóttur og Ágústar
sonar míns var á hátíðarstundum
og oftar ljósum prýdd stofan.
Aldrei hef ég séð lifandi kertaljós
höfð í eins mörgum kertaglösum
og vösum og hjá þeim. Þorgerður
var kona ljóssins, miðlaði birtu-
gefandi lausnum með orðræðum
og verkum sínum. Hún gekk í
margs konar verk, jafnvel störf
sem erfitt var að manna af ís-
lensku fólki. Þorgerður sagði við
mig, og lagði á það áherslu, að öll
störf væru jafn þýðingarmikil,
svo framarlega sem þau væru vel
unnin.
Þorgerður var skarpgreind,
menntuð hugsjónamanneskja,
flott fræðimanneskja, sem og
heimsmanneskja. Hún bjó yfir
yfirgripsmikilli þekkingu í sagn-
og kynjafræðum og hún hefur
unnið að margvíslegum rann-
sóknarverkefnum, sem snúnast
einkum um jafnrétti í víðum
skilningi. Það var mikil ánægja
að fá tækifæri til að upplifa og
fagna með henni á merkum tíma-
mótum þegar hún lauk doktors-
prófi í kynjafræðum frá Háskóla
Íslands í júnímánuði árið 2012.
Þorgerður og Bára Baldurs-
dóttir sagnfræðingur skrifuðu
bók sem heitir „Krullað og klippt
– Aldarsaga háriðna á Íslandi“.
Safn til iðnsögu Íslendinga. Bók-
in kom út árið 2018, var þá til-
nefnd til Fjöruverðlauna –Bók-
menntaverðlauna kvenna á
Íslandi.
Hinar kæru hjartnæmu minn-
ingar eru svo miklu fleiri og eiga
allar ávallt góðan stað í huga mín-
um og hjarta. Blessuð sé minning
elsku Þorgerðar.
Öllum aðstandendum flyt ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Helga Óskarsdóttir.
Þorgerður hreifst af fólki, sög-
um, hugmyndafræði og hafði
ástríðu fyrir ótal hlutum. Undir
lokin dáðist hún að hjúkrunar-
fólki og mér varð hugsað til leik-
húsferða með henni þar sem hún
klappaði alltaf manna lengst og
naut sín best í uppklappinu.
Þannig hefði hún viljað kveðja
umönnunarfólk sitt, full aðdáun-
ar.
Hún var sterk í veikindum sín-
um og þegar hún stóð frammi
fyrir því að flytja á líknardeild
Landspítalans gæti ég best trúað
að hún hefði haft meiri áhyggjur
af því hvernig farið var með flug-
freyjurnar hjá Icelandair og aug-
ljósu bakslagi í réttindabaráttu
kvenna og samkynhneigðra.
Á krabbameinsdeildinni vann
hún í greinarskrifum og tók sínar
frægu vinnutarnir enda vön tíma-
frestum, enda þótt þeir væru af
öðrum toga en þessi endanlegi og
sári. Alltaf var hún að klára rit-
gerð, fræðigrein eða að undirbúa
fyrirlestur enda fræðimaður
fram í fingurgóma. Þannig var
hún, henti sér í verkin af ástríðu
en vildi slaka á þess á milli.
Við kynntumst þegar við vor-
um 11 ára og þegar ég hugsa um
það var aldrei neitt mál þótt hlut-
irnir færu öðruvísi en lagt var
upp með. Í Portúgal, þegar við
heimsóttum Fríðu vinkonu okkar
frá Sölvabakka, leigðum við
hjólabát en gleymdum okkur og
vorum komnar alltof langt út. Við
hófum að hjóla nær ströndu en
gekk illa því Þorgerður var orðin
sjóveik, en hún var alla tíð afar
sjó- og bílveik. Þegar við loksins
náðum landi var það kolröng
strönd og við steyttum næstum
því á skeri. Við hrósuðum happi
og snerum okkur að næsta verk-
efni enda skaðbrenndar eftir of
marga klukkutíma á hafi úti.
Þegar við vorum samtíða í
námi í Bretlandi fórum við á
þorrablót Íslendingafélagsins í
Hull en mundum ekki hvar blótið
væri haldið. Eina leiðin var að
finna símaklefa á lestarstöðinni,
fletta upp öllum hótelum í borg-
inni og hringja. Við komumst á
blótið og skemmtum okkur hið
besta og kannski var skemmti-
legast að hlæja að vitleysisgang-
inum í okkur. Ég heimsótti hana
líka, ásamt systur minni Guð-
rúnu, til New York en þar bjó
hún í sex ár og naut sín vel.
Þorgerður var mikil baráttu-
manneskja og var vakin og sofin í
því að hampa konum og rétta hlut
þeirra í stjórnmálum sem og ann-
ars staðar en hún hampaði þó
aldrei sjálfri sér. Þegar ég var að
grínast með hvort það væru
margir með doktorsgráðu í slát-
urhúsinu fyrir norðan eða á sam-
býlinu í Grafarvogi gaf hún lítið
fyrir það enda vildi hún fyrst og
fremst leggja sitt af mörkum í
hverju sem hún tók sér fyrir
hendur. Vinna var bara vinna og
til þess að geta starfað sem sjálf-
stætt starfandi fræðimaður tók
hún þeirri vinnu sem bauðst.
Þorgerður var töffari, húmor-
isti, mikil búkona og dýravinur.
Allir sem þekktu hana vissu hve
sterkar taugar hún bar til Guð-
rúnarstaða og öll fylgdumst við
með ástríðu hennar fyrir því að
taka þátt í sauðburði á hverju
vori. Þá varð allt annað að víkja.
Þeir sem fóru í leikhús með Þor-
gerði gleyma því aldrei og á
Kæru Jelenu stóð mín kona sem
snöggvast upp og ætlaði hrein-
lega að koma til bjargar enda var
það í eðli hennar að hlaupa undir
bagga og rétta hlut þeirra sem
brotið var á.
Ég votta eiginmanni hennar
Ágústi Ásgeirssyni, stjúpsyni
Ingimundi Ágústssyni, móður
Þorgerðar, mínum góða kennara
Guðrúnu, og systrunum Ásgerði
og Valgerði og þeirra fjölskyld-
um samúð og vona að minningar
um yndislegu Þorgerði ylji og
næri á erfiðum tímum.
Marín Guðrún Hrafnsdóttir.
Ef það ætti að lýsa Þorgerði í
einu orði væri það fölskvalaus.
Hún var hrein og bein. Við kynnt-
umst henni sem eldheitri hug-
sjónamanneskju, yfirveguðu
náttúrubarni og afbragðs fræði-
konu. Hún var skemmtilega
hreinskilin og orðhittin, oftast
orðfá en stundum skemmtilega
óðamála þegar henni lá eitthvað á
hjarta. Þegar við kynntumst
höfðum við allar þrjár tekið þá
ákvörðun að leggja í langhlaup
doktorsnáms. Það er afrek að
ljúka doktorsprófi og það krefst
stuðnings annarra. Þetta vissum
við nokkrar konur sem stofnuð-
um Samkynjur - Samtök doktors-
nema í kynjafræði (og gripum um
leið á lofti orð ónefnds fjölmiðla-
manns sem talaði um „allar
fimmþúsundkellingarnar í kynja-
fræði“). Tilgangur Samkynjanna
var að styðja hver aðra í náminu
með yfirlestri texta og andlegum
stuðningi og markmiðið auðvitað
að ljúka námi. Við hittumst reglu-
lega og vorum áður búnar að
senda texta sem krafðist yfir-
lestrar gagnrýninna vina. Þor-
gerður var einstök í sinni gagn-
rýni og báðar treystum við
hennar ráðleggingum. Hrósi
hennar var að sama skapi hægt
að treysta og báðar eigum við
ógleymanlegar minningar þar að
lútandi. Eftir rýni á inngangs-
kafla í doktorsritgerð Gyðu sat
Þorgerður brosglottandi á fund-
inum og sagði: „Þú ert að fara að
útskrifast.“ Gyða fór hjá sér vit-
andi að vinkonan talaði með báð-
um heilahvelum og hjartanu;
andvökunætur væru senn á enda.
Guðný sendi tvístígandi inn-
gangskafla með umfjöllun um
ömmu sína í rýni hjá Samkynj-
unum. Þorgerður, með tár í öðr-
um augnkróknum, sagði: „Ekki
láta nokkurn mann segja þér að
taka þennan kafla út.“ Kaflinn fór
óbreyttur í lokaútgáfu ritgerðar-
innar. Við lok doktorsnámsins
gáfum við hver annarri nafn-
bótina Samkynja emerita. Þann
hóp skipuðum við þrjár. Gyða út-
skrifaðist 2009, Þorgerður 2012
og Guðný rak lestina 2016.
Þríeykið átti það líka sameigin-
legt að vera fæddar í maí. Gyða
3., Þorgerður 9. og Guðný þann
14. Þorgerður var því miðjan í
okkar samvinnu og vináttu í fleiri
en einum skilningi. Við héldum
allar útskriftarveislur með pomp
og prakt, í okkar fínasta pússi.
Þorgerður sameinaði eiginleika
sína í eigin útskrift í sínu fínasta
skarti; klædd prjónakjól í sauða-
litunum, með hárið fléttað og
varalit á brosinu. Í útskriftar-
veislunni vorum við með háleit
plön um að breyta súrheys-
turninum á Guðrúnarstöðum í
skrifbúðir. Turninn myndum við
mála femínistableikan en leyfa
andrými turnsins að njóta sín að
öðru leyti. Hvorug okkar heim-
sótti Þorgerði í sveitina en við
nutum þó ávaxta ræktarsemi
hennar við landið og vorum fyrir
löngu búnar að átta okkur á því
að ekki þýddi að blása til fundar í
sauðburði, þá var Þorgerður upp-
tekin við annað á öðrum stað. Nú
er hún aftur horfin annað og eftir
sitjum við tvær með þyngsli í
hjartanu en á sama tíma óend-
anlega þakklátar fyrir að hafa
kynnst henni og átt vináttu henn-
ar um stund.
Guðný Gústafsdóttir,
Gyða Margrét
Pétursdóttir.
Hún var skemmtileg blanda af
heimskonu og sveitastelpu,
fræðikonu og verkakonu hún
Þorgerður Þorvaldsdóttir frá
Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. Ég
kynntist henni þegar hún var ný-
komin heim frá New York með
meistaragráðu í kynjafræðum og
settist í ritnefnd Veru í byrjun
ársins 2000. Ég var þá ritstjóri
blaðsins en ritnefndin vann í
sjálfboðavinnu. Það munaði ald-
eilis um að fá hana í hópinn og
hún sat í ritnefndinni þangað til
síðasta blaðið var gefið út í maí
2005.
Þorgerður vann fræðistörf og
tengdi okkur við fræðasamfélag-
ið en hún hafði líka brennandi
áhuga á störfum verkafólks enda
vann hún sjálf á sambýli fyrir
fatlaða og ritnefndarfundir voru
ekki haldnir þegar hún var á
kvöldvakt.
Skrif Þorgerðar í Veru eru
fjölbreytt, bæði fræðigreinar og
almenn viðtöl, t.d. við erlendar
baráttukonur eins og Diönu Rus-
sel sem rannsakaði klámiðnaðinn
og Janice Raymond sem barðist
gegn vændi. Hún hafði umsjón
með þætti sem hét Hvað stendur
á launaseðlinum þínum? þar sem
hún talaði við konur í ýmsum
starfsstéttum um laun þeirra.
Hún stýrði hringborðsumræðum
um stefnuna í jafnréttismálum
við aldamót, skrifaði um innflytj-
endamál, um fegurðarímynd,
kvenfrelsi og vald, um útlitsdýrk-
un og holdafar og stóð fyrir því að
bóndakona yrði með fastan pistil
í blaðinu.
Árið 2000 var tímamótaár hjá
Veru því Kvennalistinn sem hafði
gefið blaðið út var að hætta störf-
um. Okkur fannst að femínísk
umræða mætti ekki falla niður
þrátt fyrir það og tókum þá
áhættusömu ákvörðun að fá til
liðs við okkur dugmiklar konur
og stofnuðum útgáfufélagið Ver-
urnar ehf. Þorgerður var sú eina
sem hélt áfram í ritnefndinni eftir
breytinguna og var það mér
ómetanlegur styrkur. Hún lagði
mikið til mála í hugmyndavinnu
við hvert blað þar sem tekið var
fyrir ákveðið efni sem ræða
þurfti í þaula. Má þar nefna um-
fjöllun um mansal á nektardans-
stöðum, brjóstastækkunarað-
gerðir, hormónagjöf á
breytingaskeiði, vændi, kynlífs-
siðferði ungs fólks og klámvæð-
ingu. Hún hafði skemmtilegan
húmor og oft var fjör á ritnefnd-
arfundum því bestu hugmyndirn-
ar koma þegar flæðið er gott og
fólk leyfir sér að segja það sem
það hugsar.
Svo kom að því að útgáfa Veru
var ekki lengur gerleg vegna ým-
issa ytri aðstæðna sem ekki
verða raktar hér. Það tók á að
horfast í augu við þá staðreynd
og á þeirri göngu skipti tryggð
Þorgerðar og staðfesta mig miklu
máli. Hún var eins og kletturinn,
því mátti ég treysta og það vil ég
fá að þakka hér og nú.
Og nú hefur hún tekið pokann
sinn enda ljóst að baráttan um líf-
ið varð ekki unnin. Ég sé hana
fyrir mér ganga inn á nýjar lend-
ur og finnst eins og lítill fáni með
femínistamerki gægist upp úr
bakpokanum. Með sitt fallega
glott er hún tilbúin að taka á móti
lömbum ef þess þarf með eða að-
stoða manneskjur af ýmsu þjóð-
erni og gerð. Hún hlustar vel og
horfir athugul á nýja lífið sem
bíður hennar fyrst komið var að
skapadægrum hér á jörð. Við
hefðum svo sannarlega viljað
hafa hana hjá okkur miklu lengur
– en þangað til næst, mín kæra.
Gangi þér vel og takk fyrir allt.
Elísabet Þorgeirsdóttir.
Hún stendur í pontu og segist
ætla að tala út frá sjálfri sér, hafi
hent saman einhverjum glærum.
Kroppurinn og kvennabaráttan
er yfirskriftin. Glærurnar renna
yfir skjáinn og hún talar um rétt
kvenna til að ráða yfir líkama sín-
um, fegurðarsamkeppnir, ör-
þreyttar húsmæður, hvernig
stjórnmálakarlar hafa kyngert
konur og uppreisn kvenna gegn
slíku tali. Hún nær til áhorfenda,
er skemmtileg, gagnrýnin og
beitt, enda byggir hún á áratuga
rannsóknum á kvenímyndum og
baráttunni um kvenlíkamann.
Það er vinkona okkar og sam-
starfskona Þorgerður H. Þor-
valdsdóttir sem þarna hefur orðið
á Hugvísindaþingi 2019, í mál-
stofu um rannsóknarverkefnið
okkar „Í kjölfar kosningaréttar“.
Krabbameinið sem hún greindist
með árið 2017 var farið að setja
mark sitt á hana – meðferðir lýj-
andi og kannski ekki hægt að
leggja á sig jafn mikla vinnu og
hún vildi. En það var ekki hennar
stíll að barma sér, aldrei. Og hún
vildi ekki láta veikindin skil-
greina sig. „Ég nenni ekki að
verða sjúklingur alveg strax,“
sagði hún fljótlega eftir að hún
greindist.
Þorgerður var á margan hátt
einstök kona, réttsýn og bein-
skeytt, hávaxin og svipmikil.
Fræðimennska hennar var
rammpólitísk, hjarta hennar sló
með þeim sem minna máttu sín.
Fólk hlustaði á það sem hún sagði
og verk hennar höfðu áhrif. Í
væntanlegri bók okkar þriggja
og Kristínar Svövu Tómasdóttur,
Konur sem kjósa, segir hún frá
„venjulegum“ konum, fátækum
konum, sem brutu þó sumar
hverjar blað í sögu kvenna.
Við kynntumst Þorgerði á mis-
munandi tíma, Ragnheiður í BA-
námi í sagnfræði en Erla Hulda
nokkrum árum síðar, um það bil
sem Þorgerður lauk MA-prófi í
kynjafræði í New York með rit-
gerð um hina „stórfenglegu“ feg-
urð íslenskra kvenna og hið karl-
lega gláp. Síðustu ár unnum við
náið saman að bókarskrifum og
rannsóknum þar sem Þorgerður
naut sín vel og lagði jafnvel á sig
löng ferðalög á ráðstefnur.
Reyndar maldaði hún aðeins í
móinn þegar stefnan var tekin á
Vancouver, fannst réttilega ým-
islegt bogið við að fljúga yfir hálf-
an hnöttinn til að flytja átján mín-
útna langt erindi. En hún kom
samt og minningin um þá ferð og
samstarfið allt er dýrmæt og góð.
Það er sárt að þurfa að horfa á
eftir Þorgerði, en það sem hún
gerði og sú sem hún var lifir í
huga okkar og verkum hennar.
Erla Hulda Halldórsdóttir
og Ragnheiður
Kristjánsdóttir.
Kveðja frá námsbraut
í kynjafræði
við Háskóla Íslands
„Mig langar að bjóða ykkur
með í dálítið ferðalag. Það kostar
ekki mikið, enda er aðalfarkost-
urinn fjörugt ímyndunarafl og
svo auðvitað ritaðar heimildir
sem eiga að vísa okkur leið gegn-
um frumskóg fortíðarinnar.“
Þannig hefst greinin „Það mælti
mín móðir: Um hetju- og hefnd-
aruppeldi í Íslendingasögum“
sem Þorgerður Þorvaldsdóttir
skrifaði í tímaritið Sagnir 1992,
þá 24 ára gömul. Þetta var líka
upphafið að fræðilegu ferðalagi
hennar sjálfrar, sá tónn sleginn
sem síðar varð hennar aðals-
merki, fjörugt ímyndunarafl með
Þorgerður Hrönn
Þorvaldsdóttir