Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is BÍLA-SÉRBLAÐ BÍLA fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 18. ágúst 2020BLAÐ 60 ára Magnús er Reykvíkingur. Hann lauk BA-prófi í fjöl- miðlun frá NIU í Illinois og meistaranámi í op- inberri stjórnsýslu frá HÍ. Magnús er skóla- meistari Fjölbrauta- skólans við Ármúla. Hann er varafor- maður Golfklúbbs Þorlákshafnar og formaður Manchester City-klúbbsins. Hann situr einnig í stjórn Fræðslusjóðs og Iðnmenntar. Maki: Guðrún Guðjónsdóttir, f. 1969, ís- lenskukennari í MR. Dætur: Birna Ýr, f. 1991, og Brynja Krist- ín, f. 1995. Stjúpdætur eru Dagný Ísa- fold, f. 1993, og Ásthildur Eyja, f. 2001. Barnabarn er Emil Óli, f. 2018, sonur Dagnýjar. Foreldrar: Ingvi Guðjónsson, f. 1937, d. 2006, deildarstjóri hjá SÍS, og Þóra Magnúsdóttir, f. 1937, d. 2016, versl- unarkona. Magnús Ingvason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varð- andi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarp- ur og þolinmóður og þú setur markið hátt. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur verið gaman að hafa manna- forráð en gættu þess að fara vel með vald þitt. Peningar eru afl. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er rétti tíminn til þess að finna sér nýtt áhugamál, helst eitthvað sem ekki er háð tímatöflu, fyrirlestrum eða sérstökum klæðnaði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þú fellur ekki í þá freistni að láta sjálfselskuna ná tökum á þér ættu áætlanir þínar að ganga fullkomlega upp. Einn dagur úti í náttúrunni gæti verið nóg til að byggja þig upp. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú býrð yfir miklum sannfæringarkrafti í dag. Ef þú þarft að láta í minni pokann skaltu gera það með reisn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sýndu vinum og ættingjum mikla þolinmæði í dag. Kannaðu hvort eitthvert námskeið er í boði sem hentar þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Mundu að öllum orðum fylgir ábyrgð svo lofaðu engu nema að þú getir staðið við það. Vandamál og tafir gera þér lífið leitt og fréttir sem þú færð draga þig niður. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gefðu þér tíma til að rétta fjár- haginn við og finna leiðir til þess að auka inn- komuna. Reyndu frekar að koma eigin mál- um í lag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að finna leið til þess að vinna hugmyndum þínum brautargengi. Allt sem þér líkar við hinn aðilann eru eiginleikar sem þú ert líka gæddur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er þinn dagur svo þú skalt njóta hans eins og þú getur en mundu bara að hóf er best á hverjum hlut. Nú er rétta tækifærið til þess að fá greidda skuld. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert í góðri aðstöðu til þess að koma þér á framfæri í dag. Viðurkenning frá speglinum eða dagbókinni gera sálinni mjög gott. Slappaðu bara af og haltu þínu striki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sannleikurinn er sagna bestur og það skaltu hafa í huga alla vega gagnvart þínum nánustu. Vertu óhræddur við að segja nei því annars verða afleiðingarnar bara verstar fyrir þig sjálfan. segir Magnús. „Mannauðinn skal aldrei vanmeta því hann er mikilvæg- astur í öllum rekstri fyrirtækja. Ég hafði það ætíð að leiðarljósi við starf mitt og gafst það vel. Á þessum tímamótum vil ég þakka öllu því góða starfsfólki og samstarfs- mönnum sem ég hef unnið með í gegnum tíðina. Eins öllum þeim sem ég hef setið með í stjórnum í áranna rás,“ segir Magnús. „Flestir Íslendingar þekkja nafnið ORA sem þýðir strönd á latínu og í hugum margra eru hinar hefðbundnu íslensku vörur meginhluti framleiðsl- unnar; grænar baunir, fiskbollur, síld og fleira. Færri vita að upp úr 1983 var tekin sú stefna að stækka fyrir- tækið og hefja útflutning á grásleppu og loðnuhrognum í glösum ásamt fiskisúpum, þorskhrognum og krydd- hluti til að halda vélakostinum gang- andi. Fyrstu árin þurfti að vélrita verslunarbréf, pósta og bíða svo eftir svari, en síðan kom ritsíminn í góðar þarfir. Skeyti voru send í gegnum þá og síðar komu telefaxtækin til sög- unnar. Allt bókhald þurfti að hand- skrifa og skila síðan til endurskoð- enda,“ segir Magnús. „Fjölbreytileikinn í starfinu var hvetjandi og fjölskyldan vann hörð- um höndum að uppbyggingunni, öll sem ein. Dagarnir og árin liðu fljótt,“ segir Magnús. „Eftir andlát föður míns árið 1987 tók ég alfarið við rekstrinum og var forstjóri fyrirtækisins til ársins 2003 þegar fjölskyldan seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Á þessum 50 árum kynntist ég fjölmörgu fólki, bæði sem vinnuveitandi og í öðrum störfum,“ M agnús Tryggvason fæddist 15. ágúst 1940 í Reykjavík, nánar tiltekið að Laugavegi 42. Nokkru síðar fluttist fjölskylda hans að Hellusundi 7, en móðurafi hans, Magnús, keypti húsið ásamt sonum sínum og fjölskyldu Magnúsar yngri. Hellusund 7 var sannkallað fjöl- skylduhús á þremur hæðum með fimm íbúðum og bjó Magnús yngri ásamt fjölskyldu sinni á efstu hæð ásamt afa sínum Magnúsi og ömmu sinni Helgu. Þá bjuggu móður- bræður Magnúsar á miðhæðinni og sú neðsta var í útleigu. Í húsinu bjuggu mörg börn á öllum aldri, sex- tán þegar mest var, með tilheyrandi lífi og fjöri. Æskuslóðir Magnúsar voru því í Þingholtunum og þar bjuggu æskuvinirnir einnig. Það sem mótaði lífið fyrstu árin voru leikur og prakkarastrik, fótbolti, hjólatúrar og skautar á tjörninni. Fyrstu skólaárin sótti Magnús tíma hjá Kristínu Ólafsdóttur á Báru- götunni, en gekk síðar í Landakots- skóla og nam þar til tólf ára aldurs. Þaðan lá leiðin í Miðbæjarskólann, en síðar stóðst Magnús inntökupróf í Verzlunarskóla Íslands sem þá var við Grundarstíg og útskrifaðist þaðan með verslunarpróf vorið 1959. Við ellefu ára aldur fóru flestir æskuvinirnir í sveit, en Magnús fékk sumarstarf hjá fyrirtækinu Kjöt og Rengi sem þá var nýflutt í Kópavog. Samgöngur voru stopular á þessum árum og hjólaði Magnús alla daga til og frá vinnu. Vinnan fólst í því að súrsa hvalrengi og skera hvalkjöt til dreifingar í verslanir. Árið 1952 var fyrirtækið ORA svo stofnað af fjöl- skyldu Magnúsar og sameinað Kjöt og Rengi. Að lokinni skólagöngu árið 1959 var Magnús ráðinn í fullt starf þar, en faðir hans var þá forstjóri fyrirtækisins. Magnús hafði þá verið í sumarstarfi hjá fyrirtækinu allt frá árinu 1951. „Það var mjög uppbyggjandi að starfa við fjölskyldufyrirtækið á þessum árum. Á þessum tíma stóðum við til dæmis í stækkun á byggingum og kaupum á nýjum vélbúnaði, en hann var af skornum skammti fyrstu árin. Oft þurfti líka að smíða ýmsa uðum loðnuhrognum til sushi-gerðar. Kaupendur að þessum vörum voru í Bandaríkjunum, Frakklandi, Belgíu, Þýskalandi og Danmörku, auk Spán- ar. Eftir þessar breytingar var unnið við tvær framleiðslulínur allt árið um kring og velta fyrirtækisins jókst um helming,“ segir Magnús. Samhliða störfum sínum hjá ORA hefur Magnús setið í stjórnum ým- issa fyrirtækja og félagasamtaka, m.a. hjá Sölustofnun lagmetis, Ís- lenskum markaði, Þróunarsjóði lag- metisiðnaðarins, Íslensku marfangi og Verslunarráði Íslands. Þá sat hann til margra ára í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda og sem varafor- maður síðasta kjörtímabilið, frá árinu 1992-1993. Sumarið l977 byggðu Magnús og Guðrún kona hans sumarhús í Vað- nesi í Grímsnesi sem fékk nafnið Glaðheimar. Þar hefur fjölskyldan dvalið til lengri og skemmri tíma. „Glaðheimar eru unaðsreitur þar sem gott er að njóta efri áranna. Þar er vel gróið og mikil nánd við náttúr- una,“ segir Magnús sem var einn stofnenda Hitaveitu Vaðness árið 1987 og formaður frá upphafi, allt þar til hún var sameinuð Orkubúi Vað- ness árið 2009. Magnús var einnig í stjórn Hvítárbrautarveitu og er nú- verandi formaður. Þá hefur Magnús setið í ýmsum stjórnum tengdum áhugamálum og hugðarefnum sínum, til dæmis í Fróðá ehf., Þistlum og ýmsum öðrum veiðifélögum. Magnús gekk til liðs við Lionsklúbbinn Frey í Reykjavík árið l972 og hefur starfað í Magnús Tryggvason, fyrrverandi forstjóri – 80 ára Feðgarnir í veiðiferð Eiríkur Magnússon, Magnús Magnússon, Tryggvi Magnússon og Magnús Tryggvason 2019. Mannauðinn skal aldrei vanmeta Hjónin Guðrún og Magnús í Glaðheimum í sumar. 50 ára Páll ólst upp á Efra-Hvoli í Rangárþingi eystra en býr í Garðabæ. Hann er viðskipta- fræðingur frá Tækni- skólanum og með MBA-próf frá Uni- versity of Stirling í Skotlandi. Páll hef- ur verið framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 2019 en var þar á undan bæjar- stjóri Fjarðabyggðar. Páll stundar skot- veiði og stangveiði, er liðtækur hljóð- færaleikari og er einlægur Liverpool-aðdáandi. Maki: Hildur Ýr Gísladóttir, f. 1972, náms- og starfsráðgjafi í Álftamýrar- og Hvassaleitisskóla. Börn: Bergsteinn, f. 1995, Katrín Björg, f. 1999, og Ragnar Páll, f. 2007. Foreldrar: Guðmundur Magnússon, f. 1948, og Helga Björg Pálsdóttir, f. 1949, bændur á Efra-Hvoli. Páll Björgvin Guðmundsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.