Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi, Akureyri | ) 588 0640 | casa.is Cuero Mariposa Hannaður árið 1938 af: Bonet, Kurchan & Ferrari Leður stóll verð 159.000,- Leður púði verð 15.900,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Slegin voru öll fyrri met á fyrri helmingi ársins er fram- leiðsla vind- og sólorku nam 10% af allri raforku- framleiðslu heimsins. Á sama tíma voru orkuver sem ganga fyrir kolum keyrð á innan við helmingsafköstum. Kemur þetta fram í nýrri greiningu Ember-hugveit- unnar sem helgar sig orkumálum. Þrátt fyrir næstum metsamdrátt spurnar eftir orku í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins var framlag endurnýjanlegra orkugjafa 1.129 teravattstundir mán- uðina janúar til júní. Til samanburðar nam framleiðslan 992 teravattstundum fyrstu sex mánuðina í fyrra, 2019, samkvæmt greiningu Ember. Hefur hlutfall vind- og sólorku meira en tvöfaldast frá 2015 er það nam 4,6%. Á því ári var Parísarsamkomulag um loftslagsbreytingar undirritað. Orkuframleiðsla úr kolum hefur á hinn bóginn dregist saman um 8,3% á fyrri helmingi ársins. Samdrátturinn átti sér stað þrátt fyrir að Kínverjar hafi lítillega aukið hlut sinn í raforkuframleiðslu með kolum. „Vöxtur vind- og sólorku hefur aukist lygilega frá 2015,“ sagði Dave Jones, aðalsérfræðingur Ember um raforkumál, við frönsku fréttaveituna AFP. „Þegar við spyrjum okkur hvort þetta sé nóg erum við í raun að tala um hversu hratt útblástur dregst saman. Þrjátíu prósent losunar jarðefnaeldsneytis í heiminum kemur bara frá raforkuverum sem brenna kolum. Til að takmarka lofts- lagsbreytingar verða kolaverin að lækka losun sína hratt,“ sagði Jones. Í greiningunni má glögglega sjá, að stór hagkerfi – þar á meðal Kína, Bandaríkin, Indland, Japan, Brasilía og Tyrkland – framleiða að minnsta kosti 10% raforku sinn- ar með vind- og sólorkuverum. Bretland og Evrópusam- bandið eru tekin sérstaklega út fyrir sviga og hrósað fyr- ir framleiðslu raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum. Skerfur Bretlands er 21% og ESB 33%. „Ekki nógu skjótvirkt“ Í Parísarsamkomulaginu skuldbundu þjóðir sig til að takmarka hækkun lofthita við „vel undir“ tvær gráður á Celsíus frá því sem var fyrir iðnbyltinguna. Aðallega hétu þær að ná því fram með verulega lækkaðri losun gróðurhúsalofts. Markmið samkomulagsins er að tak- marka hlýnunina við 1,5°C. Til að ná settu marki hafa Sameinuðu þjóðirnar sagt að losun þyrfti að minnka um 7,6% árlega út núverandi áratug. Jones sagði að 30% af samdrætti kolaveranna mætti rekja til aukinnar raforkuframleiðslu vind- og sól- orkuvera. Afgangurinn skrifaðist svo líklega allur á kórónuveirufaraldurinn. „Stór hluti þessa er augljóslega af völdum faraldursins fremur en langvarandi þróunar. Og í hreinskilni sagt er breytingin ekki nógu hröð ef tak- markið er 1,5°C.“ Ríkjapallborðið um loftslagsbreytingar segir að kola- notkun þurfi að falla 13% ár hvert til að markmiðið um 1,5%°C lifi. APF Sólarorka Crescent Dunes-sólarorkuverið við Tonopah í Nevada, rúmlega 310 km norðaustur af Las Vegas. Vind- og sólar- orka aldrei meiri Þeir sem brjóta gegn reglum um andlitsgrímur í Bretlandi og neita þráfaldlega að fara eftir þeim eiga yfir höfði sér allt að 3.200 punda sekt, jafnvirði 576.000 króna. Boris Johnson forsætisráðherra skýrði frá þessu er hann aflétti í gær ýmsum þvingunum í glímunni við kórónuveiruna. Þeir sem neita að setja upp grímu eru sektaðir um 100 pund, 18.000 krónur. Borgist sektin innan 14 daga lækkar hún í 50 pund. Sektin tvö- faldast við hvert brot, upp í 3.200 pund að hámarki. Skylda er að bera grímu í t.d. al- mannasamgöngum, verslunum, hár- greiðslu- og snyrtistofum, söfnum og kvikmyndahúsum. Sú ákvörðun Breta að skima fyrir kórónuveirunni og setja alla sem koma frá Frakklandi í sjálfskipaða tveggja vikna sóttkví hefur sett sumarleyfi margra þúsunda í upp- nám. Olli þetta ringulreið í breskum höfnum í gær er fólk freistaði þess að komast til baka fyrir klukkan 16 í dag er nýju sóttvarnareglurnar öðl- ast gildi. Frakkar hafa hótað Bret- um að svara í sömu mynt. AFP Annríki Mikið var að gera í ferjuhöfninni í Dover í gær er keppst var við að koma tugþúsundum til Bretlands áður en reglur um sóttkví tóku gildi. Ringulreið í höfnum  Grímulausir eiga yfir höfði sér allt að 3.200 punda sekt í Bretlandi Er henni var sleppt úr fangelsi í Minsk kvaðst stærðfræðikennarinn Yana Bobrovskaja, sem er 27 ára, aldrei hafa búist við að sleppa lifandi úr dýflissunni í Hvíta-Rússlandi. „Við héldum að við yrðum jarðsett hér. Þeir geta gert hvað sem er því maður er sviptur öllum rétti,“ sagði hún snöktandi í gær. Bobrovskaya var ein nokkur hundruð mótmælenda og hlutlausra áhorfenda sem voru látnir lausir í gær, en þeir voru fangelsaðir í viku- byrjun í aðgerðum lögreglunnar gegn pólitískum andstæðingum Al- exanders Lúkasjenkó, í kjölfar um- deilds sigurs hans í forsetakosning- unum á sunnudag. Hundruð angistarfullra vina og vandamanna biðu við fangelsið í Minsk og fjölda sjúkrabíla dreif að og flutti slasaða mótmælendur á brott. Margir hinna fangelsuðu sögðu skelfilegar sögur af barsmíð- um, niðurlægingu og pyntingum. Konum var hótað nauðgun, karl- menn klæddir úr öllum fötunum og síðan lúbarðir með kylfum, að sögn Amnesty International. Maður einn sagði fréttaveitunni AFP að hann hefði verið brenndur með logandi sígarettum og annar lýsti hvernig hann var laminn með prikum og gefið rafstuð á meðan. Margir virtust óhræddir við að segja allt af létta og nokkrir menn fækkuðu fötum til að sýna blaða- mönnum AFP blámarin læri, þjó- hnappa og maga. Bobrovskaja sagðist hafa verið handtekin þótt hún hafi alls ekki tek- ið þátt í mótmælunum. Mátti hún dúsa í þrjá sólarhringa án matar ásamt um 50 öðrum konum í fanga- klefa sem ætlaður var fjórum. Bæðu þær um tíðatappa og salernispappír var þeim sagt að þurrka sig með föt- unum sínum, sagði hún. „Það er erf- itt að gera sér í hugarlund að svona nokkuð skuli gerast á 21. öld,“ sagði hún og bætti við að Hvíta-Rússland væri friðsælt land. Gerum það sem okkur sýnist Olesjaa Stogova, rússneskur borg- ari á fertugsaldri, sagðist hafa verið meðhöndluð grimmdarlega eins og aðrir. Hún er búsett í Pétursborg í Rússlandi en var í heimsókn í Hvíta- Rússlandi. Var hún hrifsuð af götum Minsk í herferð lögreglu og hers. Sagðist hafa sætt spörkum og kylfu- höggum. Þegar hún tjáði fangelsis- vörðum að hún væri Rússi rigndi yfir hana fúkyrðum og hótunum. „Við gerum það sem okkur sýnist. Við munum afmynda þig – þú munt ekki þekkja sjálfa þig,“ sagði hún verðina hafa hótað sér. Í klefanum sem hún deildi með tugum kvenna var ein- ungis rennandi vatn að hafa. „Við vorum eins og sardínur í dós, allar kófsveittar,“ sagði Stogova við AFP. Og bætti við: „Þetta var pyntinga- klefi.“ Helsti mótframbjóðandi Lúkasj- enkó, Svetlana Tíkhanovskaja, hefur hvatt til fjölmennra mótmæla gegn forsetanum um helgina. Víða lögðu starfsmenn iðnfyrirtækja niður vinnu í mótmælaskyni í gær. agas@mbl.is Lýsa barsmíðum og niðurlægingu  Boðað til mikilla mótmæla í Hvíta- Rússlandi um helgina gegn forsetanum AFP Mótmæli Andstæðingar Ljúkasj- enkó mótmæla í Minsk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.