Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 9. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  203. tölublað  108. árgangur  GUÐMUNDUR Í NESI Á TOPPINN AUKINN ÆSKULJÓMI GIFTU SIG EFTIR 36 ÁRA SAMBÚÐ 14200 MÍLUR www.hekla.is/volkswagensalur · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA Nýr Volkswagen Golf Opið í dag milli 12 og 16 Áttunda kynslóð Golf er mætt og nú er komið að þér Við biðjum gesti að gæta sóttvarna og virða bilið Eftir langa veru í höfninni var 30 tonna trébáturinn Jón for- seti í gær loks leiddur til hinstu hvílu í Sundahöfn í Reykjavík. Ekki er óalgengt að bátar sem lengi hafa legið í höfninni séu dregnir og rifnir þegar lítið annað stendur til boða, að sögn talsmanns hafnsögumannsins í Reykjavík. Dýrt er að reka trébát og hefur bátum smíðuðum af íslensk- um skipasmiðum, úr furu og eik, farið fækkandi á und- anförnum árum. Í gær var fremur þungt yfir Sundahöfninni og höfuðborg- arsvæðinu öllu, skýjað og rigning, sem einnig má búast við í kvöld. Haustið er að ganga í garð og á sunnudag lítur út fyrir að lægð muni leggjast yfir landið með auknum vindi og rign- ingu en búist er við rigningu sunnan og vestan til, með hit- anum 10 til 18 stig. Yfir heildina litið er útlit fyrir rólegheita- veður næstu daga. Morgunblaðið/Eggert Dreginn til hinstu hvílu í Sundahöfn „Umsóknir eru færri en ég hafði búist við,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri um ásókn ferðaskrifstofa í Ferða- ábyrgðarsjóð, en alls hafa 23 fyrirtæki sótt um samtals 1,6 millj- arða króna að láni úr sjóðnum. Ferðaábyrgðarsjóður var settur á fót í sumar og hefur það að marki að lána ferðaskrifstofum sem ekki geta staðið undir lög- boðnum endurgreiðslum á pakka- ferðum sem hefur verið aflýst eða þær afbókaðar vegna heimsfarald- ursins. Skarphéðinn segir að- spurður að ekki hafi verið vitað með vissu hve þörfin væri mikil. Gert hafi verið ráð fyrir því að vandinn gæti verið um fjórir millj- arðar króna. Lánin eru eingöngu til þess að efna skuldbindingar gagnvart ferðamönnum og þröngar skorður gilda um lánshæfi. Miðað er við ferðir sem átti að fara á tíma- bilinu 12. mars til 31. júlí. »4 1,6 milljarðar í lán til ferðaskrifstofa Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Íslenska iðnfyrirtækið Naust Marine hefur gert samn- ing við útgerðina RK Lenina í Rússlandi um að koma fyrir töluverðum búnaði á dekki nýs verksmiðjutogara fyrirtækisins sem mun bera nafnið Lenin. Um er að ræða meðal annars 50 vindur, stýribúnað, krana og fleira. Togarinn er hannaður af finnska fyrirtækinu Wärtsila og verður smíðaður af rússneskri skipasmíðastöð í Kal- iningrad, en afhending er áætluð 2023. Lenin mun vera 121 metri að lengd og 21 metri að breidd með 5.000 rúmmetra lest. Togarinn er af slíkri stærðargráðu að hann getur helst flokkast sem fljótandi fiskiðjuver og mun bæði veiða sjálfur með eigin tvítrolli og taka um borð afla frá öðrum skipum til vinnslu. Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine, segir samninginn mikla viðurkenningu og tákn um sterka stöðu fyrirtækisins í Rússlandi. Nú stefnir jafnframt í að fyrirtækið selji búnað í fjóra nýja togara fyrir rússnesku útgerðina Norebo, til við- bótar við þá sex sem þegar eru samningar um. 800 milljóna samningur við útgerð í Rússlandi Lenin 50 vindur frá Naust Marine verða um borð.  Naust Marine sér um allan dekkbúnað í stórum togara MSjá um allan dekkbúnað á Lenin »200 mílur Stjórnvöld hér á landi hafa seilst of langt í aðgerðum sínum gegn kór- ónuveirunni að undanförnu, að mati Jóns Ívars Einarssonar, pró- fessors við læknadeild Harvard- háskóla. Í grein í Morgunblaðinu í dag segir Jón að ákvarðanir yfirvalda hafi verið skynsamlegar framan af og meðalhófs gætt. Sú kúvending sem gerð var 14. ágúst með því að setja fólk í 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins samfara því að halda áfram með tvær skimanir sé umhugsunarverð enda sé vand- meðfarið að þrengja að frelsi borg- aranna með þessum hætti. Að mati Jóns hefði verið skyn- samlegra að setja alla í tvöfalda skimun en jafnframt halda áfram með heimkomusmitgát á milli sýna. Þetta hefði í för með sér mun minni röskun á komum ferðamanna til landsins og myndi minnka þann skaða sem ferðaþjónustan og fleiri aðilar verða nú fyrir. »32 Telur stjórnvöld hafa gengið of hart fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.