Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020
„Í myndasögu sem ég sá á dögunum var risaeðla að horfa
á lofsteininn sem batt enda á tilvist hennar falla til jarðar
og í textabólunni stóð: Æ, æ, hvað verður um hagkerfið?
Þetta fangaði í raun viðhorfið sem maður verður mikið var
við núna,“ segir Karl Örvarsson, hönnuður, tónlistar-
maður og eftirherma.
„Heilsan vegur þyngst af öllu og þá er rökrétt að sótt-
varnir byrji á landamærunum. Aðstæðurnar nú segja að
við þurfum að vera sjálfum okkur næg og þau sem ráða för
mega ekki láta undan hagsmunafólki og popúlistum sem
hafa hátt. Eftir uppbygginguna í ferðaþjónustu síðustu ár
er ég sannfærður um að það sé fullt af tækifærum í frekari
markaðssetningu. Faraldurinn rénar um síðir og þá eigum
við enn okkar frábæra land og ferðamenn fara aftur að
flykkjast hingað, ekki síst til að sækja í fámennið.“
Karl hefur víða vakið athygli þegar hann bregður sér í
karakter Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE. „Eftir að við
Kári vorum leiddir saman hefur pöntunum sem til mín
berast fjölgað talsvert. Ég er orðinn eftirsóttur sem eins-
konar fylgihnöttur Júpíters, þess stórstirnis íslensks þjóð-
lífs sem Kári óneitanlega er,“ segir Karl sem á dögunum
gekk að eiga Hrefnu Erlingsdóttur, sambýliskonu sína til
36 ára. „Margir jafnaldrar okkar fagna nú kannski 20 eða
25 ára brúðkaupsafmæli, en við Hrefna erum rétt að byrja
hjónabandið og vonandi gefur það okkur aukaæskuljóma
fram eftir aldri.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skemmtimaður Karl Örvarsson og Hrefna Margrét Er-
lingsdóttir brosandi saman á hamingjustundu lífsins.
Fylgitunglið er
með æskuljóma
„Vegna kórónuveirunnar höfum að vissu leyti öll verið
neydd til að skrúfa niður hraðann á lífinu, sem ég ætla að
reyna að halda í þegar faraldrinum lýkur. Við þurfum
ekki alltaf að segja já við öllu,“ segir Guðrún Ingibjörg
Þorgeirsdóttir, læknir á bráðamóttöku Landspítalans í
Fossvogi. „Það er ljóst að COVID-19 hefur áfram áhrif á
samfélagið okkar í vetur en ég reyni eftir fremstu getu að
sjá björtu hliðina á málunum og mér hefur þótt gott í
þessu ástandi að vera heima í ró og næði.“
Guðrún Ingibjörg og unnusti hennar Haukur Smári
Hlynsson fóru í sumar í tveggja vikna hringferð um land-
ið, ævintýri sem hún segir að seint gleymist. Fyrirhuguð
reisa um Ítalíu og Þýskaland bíði betra tíma. „Við unum
okkur best í rólegheitum – pizzakvöld, rauðvínsglas og
þáttagláp eða bóklestur er okkar fullkomna laugardags-
kvöld. Haustið leggst ágætlega í mig. Ég er núna að
byrja sérnám í bráðalækningum en ég útskrifaðist úr
grunnnámi í læknisfræði fyrir ári,“ segir Guðrún og að
síðustu:
„Ég er síðan nýbyrjuð að læra pólsku svo ég geti talað
við pólska skjólstæðinga á spítalanum sem eru margir.
Það gengur upp og ofan en ég er farin að stauta mig fram
úr einföldum smábarnabókum. Svo get ég nú varla talað
um áhugamál án þess að tala um Instagram en þar held
ég úti miðlinum @dr.ladyreykjavik sem ég legg mikinn
metnað í og er líklega mitt stærsta áhugamál.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Læknir Byrja sérnám í bráðalækningum en ég útskrif-
aðist úr grunnnámi fyrir ári, segir Guðrún Ingibjörg.
Þurfum ekki að
segja já við öllu
„Sóttvarnir og samstaða ættu að vera lykilorð samtím-
ans í baráttunni við kórónuveiruna. Þetta er stríð sem
ætlar að vara lengur en búist var við í fyrstu. Langhlaup
og við vitum ekki veglengdina að markinu,“ segir Auð-
björg Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur á Kirkjubæj-
arklaustri. Eystra stendur hún vaktina í fámennu héraði
og þar hefur þurft að bregðast við veirunni með ýmsu
móti, svo sem þegar tekið er á móti skjólstæðingum á
heilsugæslustöðinni. Skipulag miðast við að halda smit-
hættu í lágmarki.
„Það er áhyggjuefni að samstaðan virðist ekki vera
eins sterk og í fyrri bylgju. Samfélagið þarf nú að takast
á við ýmsar áskoranir og snúið er að sætta ólík sjón-
armið,“ segir Auðbjörg og enn fremur:
„Veirufaraldur sem þessi gerir alla hluti í heilbrigð-
isþjónusti flóknari í útfærslu og aukið álag fylgir því. En
svo kemur á móti að hér eru færri ferðamenn en áður og
því höfum við ekki fengið í fangið þessi hræðilegu um-
ferðarslys, sem við fengum nokkur á tímabili.“
Eftir annasama tíma fannst Auðbjörgu nauðsynlegt að
fara í gott sumarfrí og fór fjölskyldan víða um landið
„Við fórum meðal annars á ýmsa staði hér utar á Suður-
landinu sem við áttum eftir að skoða betur, svo sem upp-
sveitir Árnessýslu. Vonandi gefst fjölskyldunni tækifæri
á að ferðast innanlands í vetur, eins og er gott líka að
vera heima með fjöskyldunni og hlaða battteríin.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hjúkrun Áhyggjuefni að samstaðan sé ekki eins sterk
og var í fyrri bylgju, segir Auðbjörg Bjarnadóttir.
Við vitum ekki
vegalengdina
„Í sumar hefur landinn nýtt tímann vel til framkvæmda.
Fólk tók virkilega við sér þegar virkum covid-19-smitum
innanlands fækkaði. Margir stóðu í framkvæmdum á
heimilum sínum eins og við í mínu fyrirtæki urðum vör
við,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar.
Enn gilda hömlur á mörgum sviðum samfélagsins og
daglegt líf er með talsvert öðrum brag en var. „Áhrifin
verða sjálfsagt mun meiri en maður taldi framan af,“ segir
Árni og bætir við: „Samfélagskostnaðurinn er þegar mikill
með tilliti til heilsufars og samskipta en einnig með tilliti til
tapaðrar framleiðni í þjóðfélaginu. En vissulega eru í
þessu jákvæðir punktar. Þekking á möguleikum fjarvinnu
hefur snaraukist sem skapar sveigjanleika á vinnumark-
aði til framtíðar.“
Sumarið notuðu Árni og fjölskylda hans til ferðalaga;
leigðu sér húsbíl í júlí og fóru hringveginn. Stoppuðu með-
al annars á Kirkjubæjarklaustri, Skaftafelli, Ásbyrgi og
Hallormsstað og nutu sólarblíðu. „Við verjum einnig tölu-
verðum frítíma í garðinum og nýtum heita pottinn, pallinn
og grillið heima vel yfir sumartímann. Svo er ég mikið í
hjólreiðum, tek sprett nær daglega og er þegar búinn að
hjóla um 6.000 kílómetra það sem af er ári. Heiman frá
mér í efri byggðum Kópavogs eru frábærar hjólaleiðir; svo
sem Heiðmörkin, Flóttamannaleiðin í Hafnarfjörð,
Reykjavíkurhringurinn vestur á Seltjarnarnes, og þá fer
ég stundum suður í Krýsuvík og Nesjavallaveginn.“
Morgunblaðið/Eggert
Forstjóri Er þegar búinn að hjóla um 6.000 kílómetra það
sem af er ári, segir Árni Stefánsson í Húsasmiðjunni.
Tíminn nýttur
í framkvæmdir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hólmsheiði Þar sem liggur beinn og breiður vegur til bjartra tíma.
Hver er stefnan?
Hvernig er lífið í landinu nú í ágústlok? Höfuðdagur
er í dag, 29 ágúst, og sú trú var á Íslandi að þá verði
kaflaskil í veðráttu. En hvað sem því líður er lífið aft-
ur að detta í rútínu, sem þó væntanlega verður
skrykkjótt vegna veirunnar. Morgunblaðið tók fólk
tali um veginn framundan og daglegt líf. sbs@mbl.is
Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is
VINNUFATNAÐUR
MERKINGAR