Morgunblaðið - 29.08.2020, Page 22

Morgunblaðið - 29.08.2020, Page 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Spurður hvaða áhrif kórónuveiru- faraldurinn hefur haft í þessu efni segir Þórólfur að skjölum hafi fjölg- að milli ára. „Fyrir utan áhrif faraldursins á fjölda starfsmanna sem voru við þinglýsingar þegar faraldurinn stóð sem hæst, og að einhverju leyti aftur vegna fjarveru frá vinnustað eða fjarvinnu við önnur verkefni, virðist kórónuveiran hafa haft áhrif á skjalafjöldann sem kemur til þing- lýsingar. Skjölum sem koma til þing- lýsingar hefur í öllu falli fjölgað um- talsvert en líkt og fyrr segir virðist fjölgunin mestmegnis vera í endur- fjármögnun og skilmálabreytingum. Skjölum hefur fjölgað um alls 23% milli ára og er fjölgunin í maí, júní og júlí 38% miðað við sama tíma 2019,“ segir Þórólfur um aukninguna milli ára. Erfiðara yfir sumarleyfistíma Hafið þið kallað út aukamannskap í afleysingar vegna þessa? „Yfir sumarleyfistímann er hæg- ara sagt en gert að finna fólk til starfa sem hefur kunnáttu á þinglýs- ingum og hefur raunar reynst erfitt. Það er einnig þyngra og kostnaðar- samara að fá starfsmenn til að vinna mikla yfirvinnu á þessum tíma árs, og starfsmenn óneitanlega hvíldar þurfi þegar álagið er jafn mikið og raun ber vitni. Þá höfðu meðal ann- ars forsetakosningarnar áhrif á mönnun. Lengri biðtími orsakast því annars vegar af fjölgun skjala sem eru móttekin til þinglýsingar og hins vegar af manneklu, sem aftur er meðal annars sökum veikinda og or- lofa starfsmanna,“ segir Þórólfur um álagið í sumar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á tölfræði um heimsóknir á jarðhæð embættisins í Hlíðasmára 1. Að meðaltali hafi komið 709 gestir á dag, frá 8.30 til 15.00, 4.-26. ágúst, sem voru 16 fyrstu afgreiðsludagar mánaðarins. Til samanburðar komu 779 gestir að jafnaði á dag fyrstu 16 afgreiðsludagana í ágúst í fyrra. Það er fækkun heimsókna en á móti kann eðli fyrirspurna að hafa breyst. Hér er ótalið fólk sem á bók- aða tíma í fyrirtökum af ýmsu tagi og fram fara á efri hæðum embættisins. Ásókn í lægri vexti Fram kom í Morgunblaðinu í byrj- un ágúst að mikið annríki hefði verið hjá bönkunum í sumar vegna lána- samninga. Endurfjármögnun lána ætti þar hlut að máli en margir hefðu notað tækifærið eftir að Seðlabank- inn lækkaði vexti. Það hefði aftur örvað fasteignamarkaðinn í sumar en almennt auka lægri vextir kaup- getu í fasteignum. Afgreiðslutíminn var mislangur hjá stóru bönkunum þremur. Hjá Landsbankanum var umsókn- um um ný íbúðalán og endurfjár- mögnun almennt svarað innan fárra daga ef málin eru hefðbundin og borðleggjandi. Afgreiðslutími gæti þó tekið lengri tíma, allt að tvær vik- ur og jafnvel lengur, ef um flóknari mál væri að ræða. Tók að jafnaði átta vikur Hjá Íslandsbanka tók að jafnaði þrjá til níu daga að afgreiða íbúða- lán, að viðbættri bið eftir þinglýs- ingu, og að jafnaði átta vikur að end- urfjármagna lán, að meðtaldri þriggja vikna bið eftir þinglýsingu hjá sýslumanni. Hjá Arion banka tók almennt fjóra virka daga að afgreiða íbúðalán, frá umsókn til samþykktar, og þinglýs- ing þrjár vikur. Þá tók þrettán virka daga að afgreiða umsóknir um endurfjármögnun lána, frá umsókn til samþykktar, og þinglýsing þrjár vikur. Fram kom í ViðskiptaMogganum 12. ágúst að stefnt sé að því að fyrir árslok 2020 verði hægt að þinglýsa íbúðalánum rafrænt. Faraldurinn var sagður hafa flýtt þeirri þróun. 38% fjölgun skjala í þinglýsingu  Mikið annríki var hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í maí, júní og júlí  5.500 skjöl biðu þinglýsingar  Að jafnaði komu 709 gestir í móttökuna á dag fyrstu 16 starfsdagana í ágústmánuði Annríki hjá sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu Fyrstu 16 virku dagana í ágústmánuði 2019 og 2020 Fjöldi heimsókna á dag í afgreiðsluna á 1. hæð 900 800 700 600 500 Ágúst 2019 Ágúst 2020 *Fyrir utan skjöl í ólagi og eignaskipta- yfi rlýsingar. **Til og með 24. ágúst. ***Miðað við sama tímabil 2019. Heimild: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. 5.500 skjöl bíða þinglýsingar*23% fjölgun skjala í þinglýsingu milli ára** 38% fjölgun skjala í þinglýsingu í maí, júní og júlí*** Meðalfjöldi 2019: 779 á dag Meðalfjöldi 2020: 709 á dag BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 5.500 skjöl biðu þinglýsingar hjá embætti sýslumanns á höfuðborgar- svæðinu síðastliðinn mánudag. Það er fyrir utan skjöl sem eru í ólagi og eignaskiptayfirlýsingar. Þórólfur Hall- dórsson, sýslu- maður á höfuð- borgarsvæðinu, segir embættið gefa sér um það bil þrjár vikur og tvo daga til að þinglýsa kaup- samningum fast- eigna. Það þýðir að samningar sem komu til þinglýsing- ar í gær, 28. ágúst, verða að óbreyttu tilbúnir 22. september. Sami biðtími er á veðskuldabréfum og afsölum vegna fasteigna. Lengri biðtími en í fyrra Jafnframt er sami biðtími eftir þinglýsingu vegna bílakaupa. En hvernig skyldi þessi biðtími vera í samanburði við fyrri ár? „Biðtíminn er aðeins lengri en á sama tíma fyrir ári þegar biðtíminn var um tvær vikur. Árið 2018 var bið- tíminn hins vegar svipaður og nú. Heldur færri skjöl komu til þinglýs- ingar á sama tíma fyrir ári, en skjöl- um hefur fjölgað um 23% milli ára,“ segir Þórólfur. Þórólfur Halldórsson Vinnur gegn Laktósaóþoli Fæst í næsta apóteki Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 29. ágúst 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.45 Sterlingspund 182.67 Kanadadalur 105.24 Dönsk króna 21.963 Norsk króna 15.517 Sænsk króna 15.853 Svissn. franki 152.3 Japanskt jen 1.3059 SDR 195.56 Evra 163.47 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 192.458 Hrávöruverð Gull 1938.8 ($/únsa) Ál 1737.0 ($/tonn) LME Hráolía 45.7 ($/fatið) Brent ● Hagnaður HS veitna minnkaði um 25% á fyrri árshelmingi miðað við sama tíma í fyrra. Þannig nam hann 374 milljónum króna en á fyrri hluta árs 2019 var hann 499 milljónir króna. Seg- ir í árshlutareikningi fyrirtækisins að lækkunin skýrist m.a. af minni tekjum af raforkudreifingu, ferskvatnssölu og tengigjöldum. Auk þess skekki sölu- hagnaður fasteignar í fyrra að fjárhæð 50 milljónir króna samanburðinn milli ára. Á sama tíma og tekjur skruppu saman hækkaði kostnaður á ýmsum sviðum, m.a. dreifitöpum, rekstri hita- veitukerfa í Vestmannaeyjum og rekstri ferksvatnsdeildar á Suðurnesjum og vegna hækkunar á fjármagnsliðum. Hagnaður HS veitna minnkar um fjórðung „Þessi mikla hækkun kom nokkuð á óvart en spár höfðu gert ráð fyrir að vísitalan myndi ekki hækka svona mikið.“ Með þessum orðum lýsir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, við- brögðum sínum við nýjustu mæl- ingum Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs. Sýna þær að verðbólgan mæld í ágúst á ársgrunni er 3,2% og hækk- ar úr 3,0% í júlímánuði. „Það sem keyrir verðbólguna áfram núna er fyrst og fremst mun meira líf á fasteignamarkaði en flestir bjugg- ust við og þá fjara sumarútsölurnar fyrr út en gert var ráð fyrir. Áhrif útsalanna hafa ekki verið jafn lítil á þessum tíma árs í mörg ár, ef nokk- urn tíma. Miðað við júlítölurnar bjuggust margir við því að útsöl- urnar myndu teygja sig vel inn í ágúst en það virðist ekki raunin,“ segir Erna Björg. Í tilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að verð á fötum og skóm hafi hækkað um 3,4% og það hefur áhrif til hækkunar vísitölunn- ar um 0,11 prósentur. Þá sýna sömu tölur að kostnaður vegna bú- setu í eigin húsnæði hefur hækkað um 0,5% sem hefur 0,90 prósenta áhrif til hækkunar. Spurð út í hvað valdi því að útsöl- ur haldi ekki meira aftur af verð- lagsbreytingum nú en oftast áður, segir Erna Björg erfitt að fullyrða hvað valdi. „Það er ljóst að versl- unin hefur ekki verið að skila geng- isveikingu krónunnar út í verðlagið í miklum mæli á sama tíma og eft- irspurnin í hagkerfinu hefur verið meiri en búist var við og það veldur því mögulega að verslanir keyri ekki eins mikið á útsölum nú og verið hefur. En ef gengisveiking krónunnar gengur ekki til baka á næstu mánuðum má gera ráð fyrir að það muni fyrr en síðar hafa áhrif á þennan undirlið (fatnað og skó) og þar með vísitöluna.“Á miðviku- dag var birt ákvörðun peninga- stefnunefndar Seðlabankans um að halda meginvöxtum bankans óbreyttum í 1%. Fyrir ákvörðunina höfðu aðilar á borð við Samtök iðn- aðarins kallað eftir frekari stýri- vaxtalækkunum. Erna Björg segir verðbólgumælinguna nú draga úr líkum á frekari lækkunum. ses@mbl.is Greining Erna Björg Sverrisdóttir er aðalhagfræðingur Arion banka. Dregur úr líkum á vaxtalækkun  Ný verðbólgu- mæling vitnar um þrótt í hagkerfinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.