Morgunblaðið - 29.08.2020, Síða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020
Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is
Bárður
Sölustjóri
896 5221
Elín Urður
Lögg. fast.
690 2602
Elín Rósa
Lögg. fast.
773 7126
Lilja
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
820 6511
Kristján
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
691 4252
Halla
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
659 4044
Ólafur
Sölu- og
markaðsstjóri
690 0811
Ellert
Lögg. fast.
661 1121
Sigþór
Lögg. fast.
899 9787
Hafrún
Lögg. fast.
848 1489
Nú eru um það bil
sex mánuðir frá því að
heimsfaraldur hófst og
flestir orðnir lang-
þreyttir á ástandinu.
Eins og ég benti á í
blaðagrein í apríl sl.
var viðbúið að þetta
yrði viðvarandi til
langs tíma og mik-
ilvægt að læra að lifa
með veirunni. Það hef-
ur okkur tekist vel á Íslandi með
hjálp þríeykisins, Kára og DeCode
og heilbrigðisstarfsfólks um land
allt. Ákvarðanir til þessa hafa að
mestu verið skynsamlegar og með-
alhófs gætt. Nú bregður hins vegar
við annan tón.
Opnun landamæra þann 15. júní
sl. hafði í för með sér eins og við
var að búast nokkur hópsmit og nú
hafa rúmlega 200 manns sýkst af
veirunni í „annarri bylgju“. Af þeim
hefur enginn látist og er nú einn á
sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu.
Líklegasta skýringin á vægari ein-
kennum er að nú eru yngri ein-
staklingar að sýkjast, en þeim farn-
ast mun betur en þeim sem eru
eldri eða með undirliggjandi sjúk-
dóma. Dánartíðni vegna Covid á Ís-
landi er lág, eða 10/2040 (0,49%).
Raunveruleg dán-
artíðni er reyndar um
helmingi lægri (0,21%)
miðað við niðurstöðu
úr mótefnamælingum
DeCode þar sem 1,3%
landsmanna höfðu
mótefni gegn veirunni,
sem er reyndar van-
mat þar sem ekki allir
sem smitast mælast
með mótefni. Þannig
má segja að ef ein-
staklingur á Íslandi
sýkist af Covid eru lík-
urnar á að deyja um 1/500. Til að
setja þetta í samhengi eru ævilíkur
á að deyja af hjarta- og æða-
sjúkdómi u.þ.b. 1/7, í bílslysi 1/114
og sem gangandi vegfarandi 1/647.
Dánarlíkur eru einstaklingsbundnar
en má t.d. reikna gróflega út á slóð-
inni https://www.covid19survivalcal-
culator.com/en/calculator.
Nú er ég ekki að gera lítið úr
þessari farsótt, enda snýst þetta
ekki bara um dauðsföll heldur líka
aðra afleidda kvilla. Hins vegar er
umræða fjölmiðla til þess fallin að
ala á ótta og neikvæðar fréttir eru
mun algengari en jákvæðar. Til
dæmis voru viðbrögð vegna farald-
ursins vestra ekki til fyrirmyndar
og Covid hefur í raun brunnið þar í
gegn eins og sinueldur. En, án þess
að það fari hátt í fjölmiðlum, þá hef-
ur tilfellum í Bandaríkjunum farið
fækkandi og lífið hér úti gengur al-
mennt sinn vanagang, veitingahús
full af fólki og sjúkrahús að mestu
að sinna hefðbundnum sjúklingum
þótt vissulega sé ástandið misjafnt
á milli ríkja. Hjarðónæmi myndast
ekki í einu vetfangi heldur verður
smám saman erfiðara fyrir veiruna
að breiðast út og það gæti e.t.v. far-
ið að raungerast vestra á næstu
mánuðum.
Þegar Covid fór aftur að greinast
á Íslandi seinni hluta sumars fór af
stað umræða um að það hafi verið
„mistök“ að opna landið í júní.
Margir lýstu yfir ótta vegna þessa í
fjölmiðlum og hvöttu til hertra að-
gerða. Hlutirnir gerðust nokkuð
hratt eftir það. Þann 11. ágúst lét
sóttvarnalæknir hafa eftir sér að til
stæði að endurskoða seinni sýna-
töku vegna álags á heilbrigðiskerfið
og vegna þess að einungis tveir af
8.000 hefðu greinst með veiruna
(0,02%). Hins vegar var svo ákveðið
þann 14. ágúst ekki einungis að
halda áfram með tvær skimanir
heldur líka að setja fólk í sóttkví í
4-5 daga (sem síðar breyttist í 5-6
daga) á milli fyrri og seinni skim-
unar. Á þessum tímapunkti var far-
aldurinn á rólegri ferð hérlendis og
einn einstaklingur inniliggjandi á
sjúkrahúsi.
Þarna er að mínu mati seilst of
langt. Vissulega er réttur fólks til
eins eðlilegs lífs innanlands og hægt
er mikilvægur en það er vand-
meðfarið að þrengja að frelsi borg-
aranna með þessum hætti og sér-
staklega ef það á að vara til langs
tíma. Það er jafnframt töluverð
hætta á að ef of langt er gengið, þá
hætti sumir að fara eftir reglum.
Þetta hefur sýnt sig bæði hérlendis
og erlendis þar sem brot á sóttkví
hafa leitt til hópsmita. Sóttkví virk-
ar nefnilega ekki nema fólk fari eft-
ir reglunum, því það er í raun
ómögulegt að hafa viðunandi eftirlit
með fólki sem kemur til landsins.
Skynsamlegra hefði verið að lág-
marka skaðann á báða bóga með því
að setja alla í tvöfalda skimun en
jafnframt að halda áfram með
heimkomusmitgát á milli sýna, sem
var að mínu mati vel ígrunduð leið
til að lágmarka hættu á smiti eftir
að lá fyrir að fyrra sýni var nei-
kvætt. Þetta hefði í för með sér
mun minni röskun á komum ferða-
manna til landsins og myndi
minnka þann gífurlega skaða sem
ferðaþjónustan og aðrir aðilar eru
nú að verða fyrir. Jafnframt ættu
ferðamenn að greiða að fullu skim-
unarkostnað enda er ríkið nú að
safna skuldum upp á einn milljarð á
dag og er það sennilega meira en
nóg. Það myndi minnka örlítið
ferðavilja og þar með minnka líkur
á að skimunargeta mettist. Auðvit-
að má svo slaka á eftirliti eins og
við á.
Við eigum eftir að lifa með Covid
í marga mánuði (og e.t.v. ár) í við-
bót. Bóluefni kemur sennilega um
síðir, en erfitt að segja hvenær og
hversu áhrifaríkt og öruggt það
verður. Það er óraunhæf útópía að
búa í veirufríu landi því það er ekki
hægt að loka veiruna úti til lengdar
eins og nýleg dæmi frá Færeyjum
og Nýja-Sjálandi sanna. Það er
skynsamlegra að gæta meðalhófs
og vernda lýðheilsu, og þá sér-
staklega vernda viðkvæma hópa, en
jafnframt að hlúa að frelsi ein-
staklinga og finna leiðir til að lág-
marka skaðann fyrir alla.
Hinn vandrataði meðalvegur veirunnar
Eftir Jón Ívar
Einarsson »Mikilvægt er að
gæta meðalhófs í
ákvarðanatöku vegna
Covid og lágmarka
skaðann fyrir sem
flesta. Of langt er seilst í
nýlegum aðgerðum á
landamærum.
Jón Ívar Einarsson
Höfundur er prófessor við
læknadeild Harvard-háskóla.
jeinarsson@bwh.harvard.edu
Covid-veiran liggur
sem í leyni, ógnandi í
hverjum krók og
kima um heim allan.
Þessi áður óþekkta
drepsótt, sem engin
lyf vinna ennþá á,
virðist reiðubúin til
aukinnar atlögu eða
vonandi líka hins
gagnstæða, að fjara
út. En óvissa sviptir
okkur getu til spádóma um fram-
tíðarþróun íslensks efnahagslífs að
öðru leyti en því að ferðaþjón-
ustan verður fyrir þungum búsifj-
um. Á hinn bóginn er hallinn á
ríkissjóði, sem miklar og marg-
þættar aðgerðir ríkisstjórnarinnar
orsaka – „veiruhallinn“– síður en
svo glatað fé, eins og Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra bendir
á. Um er að ræða mikla uppbygg-
ingu í innviðum, fjárfestingar sem
eiga eftir að skila hagvexti. En
hvað annað er ógert?
Það er skylduverk okkar Íslend-
inga að varðveita tunguna og þá
menningarlegu fjársjóði sem hún
geymir. Sú vakning sem varð hjá
þjóðinni á nítjándu og tuttugustu
öld í ræðu og riti um endurheimt
sjálfstæðis, vísaði mjög til forn-
aldar þá er landið var numið og
stofnað til alþingis á Þingvöllum.
Nú er svo komið að kunnáttu á ís-
lenskri tungu af yngri kynslóð
landsmanna hefur farið ört hrak-
andi. Þetta er staðreynd sem
óþarfi er að eyða að orðum hér.
Eitthvert afbrigði málsins byggt á
enskum slanguryrðum er daglegt
talmál og hið skrifaða í tölvu-
póstum. Háskólaprófessorar sitja
uppi með BA- og MA-ritgerðir ís-
lenskum háskóla til skammar.
Ljóst má vera að
ekkert nema þjóð-
arvakning getur orðið
til viðnáms þessum
ósóma. Er þá ekki
ráðið með öðrum að
íslenska verði eitt af
opinberu tungu-
málum ESB? Engar
svokallaðar sérstöður
okkar eru efnislega
meiri en gengur og
gerist í samstarfi
vinaríkja og banda-
manna. Er nú ekki
kominn tími til að við hristum af
okkur þá skipan annara þjóða að
við séum sumpart utan borðs? Ís-
landi ber ekki annað sæti en full-
gilds aðilia að Evrópusamstarfinu
og að gegna leiðandi hlutverki í
sjávarútvegsmálum en þar hefur
ESB ratað í sína verstu stefnu-
mörkun. En naumast förum við
fram á þeim vettvangi takist ekki
málhreinsun samfara þjóðarstolti.
Í barnaskóla var mér kennd Ís-
landssaga skrifuð af Jónasi Jóns-
syni frá Hriflu og í gagnfræða-
skóla Jóni Aðils en í MR var sú
kennsla um of í heljargreipum há-
skólamanna sem sátu fastir í
hljóðfræðigreiningum fornmálsins.
En seinni tíma endurhæfing, eink-
um af skrifum Sigurðar Nordal,
sérstaklega Íslenskri menningu,
var mér mjög til góðs. Löngum
vísaði maður til Snorra Sturluson-
ar og þeirrar miklu menningar-
varðveislu sem er fólgin í Eddu-
kvæðunum, sögu Noregskonunga
eða fornsögum okkar til að sýna
heiminum stöðu Íslendinga sem
Evrópuþjóðar. Og háskólar á
Norðurlöndum, Þýskalandi,
Frakklandi en ekki síst Bretlandi,
svo helstu dæmi séu nefnd, hafa
um síðustu aldir lagt áherslu á
kennslu og rannsóknir í íslenskum
fræðum. Það var mér til ómet-
anlegs ávinnings að eignast góð
tengsl við þá norrænufræða-
prófessorana Régis Boyer við Sor-
bonne, Peter Foote við Lundúna-
háskóla, Hermann Pálsson í
Edinborg og Véstein Ólason í
Osló.
Í nýútkominni bók, Ísland í
Eyjahafinu, eftir Svein Ingva Eg-
ilsson prófessor, segir að í sjálf-
stæðisbaráttunni hafi hin forna
sögufrægð ekki dugað okkur sem
verandi fullgilt evrópskt menning-
arríki. Að evrópskri fyrirmynd
hafi skáldin litið til fornsögu
Grikkja en skírskotun til nátt-
úrufyrirbæra í ættjarðarljóðum,
sem hefst með Matthíasi Joch-
umssyni, einnig að erlendri fyr-
irmynd, verður ráðandi í kvæðum
Einars Benediktssonar. Hafið er
honum mjög hugleikið sem og sæ-
farinn og skáldið Egill Skalla-
grímsson. Hafið er mikið þema 19.
aldar skálda Breta og Walt Whit-
mans, sem hann þýddi. Mörg
kvæði Einars eru mjög myndrík
og að dómi Sveins Ingva líka inn-
blásin af málverkum Williams
Turner, leiðandi málara síns tíma.
Þannig sér Einar hið þjóðlega eft-
ir evrópskri fyrirmynd síns tíma.
Magnús Magnússon, rithöf-
undur og sjónvarpsmaður, var
óviðjafnanlegur liðsauki við land-
kynningar í Bretlandi, sem við
efndum til árlega í minni sendi-
herratíð í London. Magnús var
landsfrægur fyrir Mastermind-
þætti sína. Við náðum athygli fjöl-
miðla, þ.m.t. sjónvarps, og voru
Íslandssögukynningar Magnúsar
vinsælar. Það sama átti við um
kynningu á ferðamálum, útflutn-
ingi á vörum og þjónustu og ís-
lenskum ullarfatnaði þá í tísku í
Bretlandi. Á þetta er minnst
vegna þess að ekkert fer betur
saman en kynning á þjóðlegri
menningu með útflutningi sem
efla skal í markaðslöndum.
Það þótti gjaldgengt spaug í
eina tíð, að á þessum tíma ársins
væri þess ekki að vænta að neinn
myndi hefja stríð í Evrópu. Þá
væri óvinurinn í sumarfríi. Eigum
við ekki að óska þess að friður sé
í bili fyrir hefðbundnu þrasi
stjórnmálaflokka og samkomulag
um verðug baráttumál. Segjum
ennfremur að þjóðleg covid-
samstaða muni haldast með því að
Íslendingar strengi þess heit að
svo verði og eitthvað nýtt taki við
í þjóðfélagslegum samskiptum!
Ágúst 2020
Eftir Einar
Benediktsson » Það er skylduverk
okkar Íslendinga að
varðveita tunguna og þá
menningarlegu fjársjóði
sem hún geymir.
Einar Benediktsson
Höfundur er fv. sendiherra.
Atvinna
Þau tvö árin sem núverandi
borgarstjórnarmeirihluti hefur
setið hefur allt verið á fallanda
fæti og á niðurleið í borginni.
Álögur á borgarbúa hafa aukist og
þjónustu er víða ábótavant. Von-
andi bera Reykvíkingar gæfu til
að kjósa einstaklinga til valda
næst sem ráða við að stjórna
borginni svo vel sé.
Kórónuveiran er heilsufarsleg
heimsógn. 650 þúsund hafa þegar
látist. Veiran hefur færst í aukana
hérlendis og vonandi tekst að þróa
bóluefni gegn henni.
Sigurður Guðjón Haraldsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Borgarmál og kórónuveira
Morgunblaðið/Valli