Morgunblaðið - 10.09.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020
Síðumúli 35 (gengið inn að aftanverðu) - 108 Reykjavík - S. 568 3920
Opið 12.30-18.00
ÞÚ
FIN
N
U
R
A
LLT
FYR
IR
Á
H
U
G
A
M
Á
LIN
H
JÁ
O
K
K
U
R
pingpong.is
pingpong.is
ping
ng.is
pingpong.is
ÞÚ
FINNU
ALLT
FYRIR
ÁHUGAM
ÁLIN
HJÁ
O
KKUR
KÖRFUBOLTASPJÖLD
po
20%
afsláttur
1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020
benni.is
Reykjavík
Krókhálsi 9
590 2000
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
420 3330
Opið virka daga frá 9 til 18
Laugardaga frá 12 til 16
Verið velkomin í reynsluakstur
OPEL GOES ELECTRIC
Birtm
eð
fyrirvara
um
m
ynd-og
textabrengl
„Óbyggðirnar
kalla...“
4x4 kraftur og Plug-in
Hybrid hæfileikar.
Fórnaðu engu,
fáðu allt!
300 hestöfl og
allt að 59 km drægni
á rafmagninu einu saman.
Nýr Opel Grandland X 4x4 Hybrid
Freyr Bjarnason
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
Aðalmeðferð í skaðabótamáli útgerð-
arfélagsins Samherja gegn Seðla-
banka Íslands (SÍ) hófst í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gærmorgun.
Um er að ræða tvö skaðabótamál
gegn Seðlabankanum, annars vegar í
máli Samherja gegn bankanum og
hins vegar í máli Þorsteins Más Bald-
vinssonar, forstjóra Samherja, þar
sem krafist er bóta fyrir fjárhagstjón
og bættan kostnað fyrir málarekstur
SÍ gegn Samherja og Þorsteini. Einn-
ig er miskabóta krafist í báðum mál-
unum.
Fjárhagstjón og miski
Í stefnunni, sem gefin var út á síð-
asta ári, segir að ekki leiki vafi á því
að margra ára rannsóknaraðgerðir
stefnda Seðlabankans sem og stjórn-
valdssekt og opinber umræða um
hana hafi laskað orðspor Þorsteins og
því eigi hann rétt á miskabótum af
þeim sökum. Skaðabótakrafan bygg-
ist á lögmannskostnaði í tengslum við
sekt Seðlabankans sem síðar var
hnekkt. Um er að ræða fimm milljóna
skaðabótakröfu og einnar og hálfrar
milljónar kröfu í miskabætur.
Þá var greint frá því í október síð-
asta árs að Samherji hefði krafist 306
milljóna króna í skaðabætur og tíu
milljóna króna í miskabætur frá
Seðlabankanum vegna rannsóknar
bankans á meintum brotum fyrir-
tækisins á reglum um gjaldeyrismál.
Um 250 milljónir króna eru vegna
kostnaðar við þjónustu lögfræðinga.
Við aðalmeðferðina sagði Garðar
Guðmundur Gíslason, lögmaður Sam-
herja, að mál Seðlabanka Íslands
gegn fyrirtækinu hefði valdið því
bæði fjárhagstjóni og miska. Allur
málareksturinn sem Samherji þurfti
að standa í í framhaldinu hefði verið á
ábyrgð Seðlabankans og vegna sak-
næmrar og ólögmætrar framgöngu
bankans. Málareksturinn hefði verið
„fullkomlega tilefnislaus“ allt frá upp-
hafi.
Grunur hefði verið til staðar
Jóhannes Karl Sveinsson, lögmað-
ur Seðlabanka Íslands, sagði að þó
svo að aðgerðir Seðlabankans gegn
Samherja hefðu ekki reynst bera
árangur leiddi það ekki sjálfkrafa til
bótaskyldu. Hann sagði að lagt hefði
verið hald á gögn hjá Samherja en
engar eignir. Enginn hefði verið
ákærður eða handtekinn og enginn
blaðamannafundur verið haldinn.
Garðar sagði húsleit og haldlagn-
ingaraðgerð í fyrirtækjum Samherja
27. mars 2012 hafa verið þá stærstu
sem farið hefði fram hér á landi. Hann
gagnrýndi að fyrsta frétt RÚV um að-
gerðirnar hefði birst 21 mínútu eftir
að þær hófust og að Seðlabankinn
hefði sent út um allan heim fréttir í
gegnum RSS-veitu til 601 viðtakanda
um að hann hefði farið í aðgerðirnar.
Jóhannes sagði málarekstri Seðla-
bankans gegn Samherja hafa lokið
með því að árið 2013 var fellt niður
mál sem hafði verið kært til embættis
Sérstaks saksóknara. Síðar féll dóm-
ur um að stjórnvaldssektin sem var
lögð á Samherja hefði verið felld nið-
ur.
Hann benti á að Seðlabankinn hefði
ekki „vaðið inn“ nema fá úrskurð frá
dómara. Grunur hefði verið til staðar
og því hefði verið farið í húsleitirnar.
„Þegar við erum að meta sök þurfum
við að átta okkur á hvaða aðstæður
voru á Íslandi á þessum tíma,“ sagði
Jóhannes og átti við að hætta hefði
verið á brotum fyrirtækja á gjaldeyr-
islögum.
Hann sagði engar sannanir liggja
fyrir um að Seðlabanki Íslands hefði
látið fréttamenn RÚV vita fyrirfram
af húsleit hjá Samherja.
Við aðalmeðferðina kom einnig
fram að Jón Óttar Ólafsson, sem hef-
ur starfað fyrir Samherja, skrifaði út
reikninga fyrir 135 milljónir króna
vegna vinnu sinnar fyrir Samherja í
tengslum við málarekstur Seðla-
banka Íslands gegn fyrirtækinu.
Samherji og SÍ tókust á í dómssal
Tvö skaðabótamál gegn SÍ Lögmaður Samherja segir að mál SÍ hafi valdið Samherja tjóni
Lögmaður SÍ segir að þótt aðgerðirnar hafi ekki borið árangur leiði það ekki sjálfkrafa til bótaskyldu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Héraðsdómur Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í dómssal við
aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja gegn Seðlabanka Íslands í gær.
Soffía Kristín Karls-
dóttir, leikkona og
söngkona, lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 5. september
síðastliðinn, 92 ára að
aldri.
Soffía fæddist 26.
ágúst 1928 í Reykjavík
og ólst upp á Skaga-
strönd og Akranesi.
Foreldrar hennar voru
Kristín Guðmunds-
dóttir frá Þingeyri við
Dýrafjörð og Karl O.J.
Björnsson, bakarameistari í Reykja-
vík og Vestmannaeyjum. Fóstur-
faðir Soffíu var Björn Bergmann
Jónsson matsveinn.
Þegar Soffía var 10 ára flutti fjöl-
skyldan frá Skagaströnd á Akranes.
Að loknu gagnfræðaprófi flutti
Soffía til Reykjavíkur og innritaðist í
Leiklistarskóla Lár-
usar Pálssonar og lauk
þar þriggja ára leiklist-
arnámi.
Hún tók þátt í reví-
unni Allt er fertugum
fært eftir Theodór Ein-
arsson, sem sett var á
svið á Akranesi 1945,
þá 17 ára. Árið 1948 lék
hún í Eftirlitsmann-
inum eftir Gogol hjá
Leikfélagi Reykjavíkur
og árið 1949 gerði hún
ráðningarsamning við
Bláu stjörnuna sem starfaði um ára-
bil í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll
og tók þátt í átta revíusýningum á
þremur árum. Þá tók hún upp sam-
starf við Íslenska tóna, sem stóðu
fyrir revíukabarettum. Fjöldi laga
frá þessum tíma var hljóðritaður og
útgefinn eins og Bílavísur og Réttar-
samba, en flutningur hennar á lag-
inu Það er draumur að vera með
dáta úr revíunni Hver maður sinn
skammt, útgefið af Íslenskum tónum
1954, skaut henni á stjörnuhimininn
og varð eitt frægasta lag gullaldar
revíunnar og er enn flutt í útvarpi.
Soffía settist að í Keflavík og þar
varð hún strax virk í félagsstarfi og
endurvakti ásamt áhugaleikurum
Leikfélag Keflavíkur, formaður um
árabil og stóð fyrir leiksýningum í
Ungó og Stapanum og Félagsbíói.
Soffía var formaður Kvenfélags
Keflavíkur til fjölda ára. Hún var
formaður Sjálfstæðiskvennafélags
Keflavíkur um hríð og einnig virk í
félagi Lionessa og Soroptomista.
Eftirlifandi eiginmaður Soffíu er
Jón Halldór Jónsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri. Þau eignuðust
10 börn og eru afkomendur orðnir 82
talsins.
Andlát
Soffía Kristín Karlsdóttir