Morgunblaðið - 10.09.2020, Page 18

Morgunblaðið - 10.09.2020, Page 18
18 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 Sýning í Gallerí Fold 12. - 26. september Opið virka daga 10–18, Laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum Elínborg Jóhannesdóttir Ostermann Opnun kl. 14 á laugardag Flæði Í hádeginu fjóra næstu þriðjudaga fjallar sr. Sigurður Árni Þórðarson sóknarprestur við Hallgrímskirkju um vatn og trúarlega merkingu, með til- liti til menningar, trúarbragða og framtíðar. Fyrsti hádegisfundurinn verður 15. september og síðan 22. og 29. september og 6. október, alltaf kl. 12:05 -12:45. Fundirnir verða í Hall- grímskirkju, og 13. september til 11. október verða helgihald og fræðsla í kirkjunni helguð náttúru og trú. Vatnið í veröldinni er yfirskrift fyr- irlesturs 15. september – þar sem sr. Sigurður Árni fjallar um málin í stóru samhengi. Hann segir trú alltaf tengjast stórum málum lífsins Í trú- fræði og siðfræði séu mál skoðuð skipulega og ígrunduð stefna mótuð á forsendum ábyrgðar og kærleika. Í fyrirlestrinum 6. október ræðir Sig- urður Árni svo um hver eigi vatnið og lítur þá á Þingvelli þar sem hann bjó um árabil. „Lögin um Þingvelli segja í fyrstu grein að Þingvellir skuli vera „friðlýstur helgistaður allra Íslend- inga“. Hvað þýðir ljóðrænt helgi- staðamál? Þingvellir voru kirkjueign. Á kirkjan þá vatnið eða er það ríkið sem á alla dýrðina og þar með krist- altært vatnið í gjánum, vatnsbirgðir framtíðar Íslands? Hverjir eiga vatn? Hefur kristnin eitthvað að segja um vatn og nýtingu þess? Þetta eru spurningar sem verður gaman að leita svara við,“ segir prestur. Helgihald og fræðsla helgað náttúru og trú Vatnið rætt í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hraunfossar Uppspretta í hrauninu og tært vatnið streymir hér fram. Samkaup, það er Nettó í samstarfi við Krambúðina, býður viðskiptavin- um sínum í Búðardal, Reykjahlíð, Hólmavík og Flúðum nú á að fá vörur sendar úr netverslun Nettó. Þjónusta þessi hófst sl. mánudag. „Með netverslun Nettó gefst okkur tækifæri á að bjóða íbúum á þessum svæðum upp á enn hagstæðari verð í heimabyggð,“ segir Gunnar Egill Sig- urðsson, framkvæmdastjóri versl- unarsviðs Samkaupa. Fólki gefst kostur á að panta vörur í gegnum netverslun Nettó og fá af- hentar í Krambúðum á svæðinu. Til að byrja með verður eingöngu hægt að fá þurrvörur sendar en unnið er að því að bæta aðstöðu svo hægt sé að senda kæli- og frystivörur. Talsvert hefur borið á gagnrýni frá íbúum framangreindra byggða með vöru- verð sem þeir segja hafa hækkað þó talsmenn Samkaupa séu á öðru máli. Landsbyggðarverslun Nettó á netinu Flúðir Ný þjónusta í Krambúðinni þar. JCI Ísland leitar nú að framúrskar- andi ungum Íslendingi árið 2020 á aldrinum 18-40 ára. Verðlaunin eru veitt fólki sem tekst á við krefjandi verkefni og nær góðum árangri. Tilnefnt er í tíu mismunandi flokk- um sem eru eftirfarandi, það er störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði; störf á sviði stjórnmála, ríkismála og/eða lögfræði; leiðtogar eða afrek í menntamálum; störf og afrek í menningu; störf á sviði sið- ferðis og/eða umhverfismála; fram- lag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda; störf á sviði mannúðar og/eða sjálfboðaliðamála; störf á sviði tækni og/eða vísinda; ein- staklingssigrar og/eða afrek og störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði. Hægt er að skila tilnefningum á www.framurskarandi.is. Úr tilnefn- ingum er valinn hópur af fólki sem fær viðurkenningu fyrir störf á sínu sviði og einn verðlaun sem forseti Ís- lands afhendir í október nk. JCI Ísland Framúrskarandi Byrjun haustsins og skól-arnir loksins að byrja meðtilheyrandi rútínu sem svomörg börn og foreldrar þrá. En svo kemur pósturinn sem flestir foreldrar „bíða“ eftir. Fyrsti lúsapósturinn frá skólanum! Lúsin er lítið skordýr sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sem sníkjudýr í hári á höfði. Lúsin verpir eggjum sem kallast nit. Á sex til tíu dögum klekst nitin út sem á 9-12 dögum þroskast yfir í fullorðna lús. Lúsin er ekki talin bera sjúkdóma og er því skaðlaus. Það geta allir smit- ast af lús en þó er algengast að börn á aldrinum 3-12 ára smitist. Nitin er einkenni Lúsin sjálf veldur litlum einkenn- um en egg hennar (nit) geta sést í hárinu. Nitin líkist flösu en ólíkt flösu festist nitin við hárið. Algengt er að nitin sé fyrir aftan eyru og neð- an til á hnakka. Algengur misskiln- ingur er að allir finni fyrir kláða þeg- ar þeir hafa smitast af lús. Einn af hverjum þremur fær kláða en hann stafar af ofnæmi gegn munnvatni lúsarinnar sem hún spýtir í hár- svörðinn þegar hún sýgur blóð. Þó fá margir kláða bara þegar lúsin er nefnd og í raun er mjög líklegt að margir séu nú þegar farnir að klóra sér bara við það að lesa þetta. Til að greina lús þarf nákvæma skoðun sem best er að gera með því að kemba hárið með lúsakambi. Ef lús finnst, jafnvel bara ein, þarf að veita meðferð. Meðferðin og kamburinn Meðferðin felst í að kemba hárið með góðum lúsakambi og getur þessi meðferð dugað ein og sér ef kembt er samviskusamlega einu sinni á dag í 14 daga. Gott er að kemba blautt hár með hárnæringu í, það gerir lúsinni erfiðara fyrir að hreyfa sig og þannig verður auðveld- ara að kemba hárið. Einnig má nota lúsadrepandi efni samhliða kembingu. Ekki er mælt með notkun ilmolíu sem meðferð við lúsinni og engar rannsóknir sem styðja notkun slíkra efna. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að jurtaseyði og gömul húsráð drepa ekki höfuðlús. Á tímum sem þessum hefur þjóðin án efa aldrei verið jafn meðvituð um forvarnir. Besta forvörnin við lús er að fylgjast með hárinu og kemba vikulega. Þannig er komið í veg fyrir að lúsasmit nái fótfestu. Gott getur verið t.d. að hafa ákveðið kvöld vik- unnar sem „kembingarkvöld“. Þá er hægt að setja góðan þátt eða mynd í sjónvarpið og hafa það huggulegt meðan á kembingu stendur. Buff hafa reynst vel til að minnka líkur á smiti en þau gera lúsinni erfiðara fyrir að fara frá einum kolli yfir á annan. Best er að börn með sítt hár séu ekki með það slegið í skólanum og gott að minnka sjálfsmyndatökur eða „selfies“ í hóp. Tilkynna lúsasmit í skóla barnsins Lús er tilkynningarskyldur smit- sjúkdómur. Ef lús finnst í höfði barns er mikilvægt að láta vita í skóla/leikskóla barnsins svo hægt sé að tilkynna foreldrum annarra barna og hefta þannig útbreiðslu lúsarinnar. Upplýsingar og mynd- bönd um lúsina, meðferð og fleira má finna á heilsuvera.is og á landla- eknir.is Fyrsti lúsapóstur haustsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Klipping Lúsin er lítið skordýr sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sem sníkjudýr í hári á höfði. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsuráð Anna Lillý Magnúsdóttir, Anna María Guðnadóttir og Sigríður Elísabet Árnadóttir, hjúkrunarfræðingar á Heilsugæslu Hlíðum. Ekki er mælt með notk- un ilmolíu sem meðferð við lúsinni og engar rannsóknir styðja notk- un slíkra efna. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að jurtaseyði og gömul húsráð drepa ekki höfuðlús. AFP Þvottur Hár og hendur sé hreint.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.