Morgunblaðið - 10.09.2020, Side 32

Morgunblaðið - 10.09.2020, Side 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 Matvælasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum HlutverkMatvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við fram- leiðslu og vinnslumatvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Úthlutunarfé sjóðsins eru 500 milljónir á árinu 2020. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 21. SEPTEMBER 2020 SJÓÐURINN STARFAR SAMKVÆMT LÖGUM NR. 31/2020 UMMATVÆLASJÓÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR Á VEFSÍÐUNNIWWW.MATVÆLASJÓÐUR.IS Hvar á mitt verkefni heima? KELDA styrkir rannsóknaverkefni semmiða að því að skapa nýja þekkingu. AFURÐ styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð. BÁRA styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni. FJÁRSJÓÐUR styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri. Nokkurs misskiln- ings gætir í almennri umfjöllun þegar rætt er um samheitalyf, hvort þau standi jafn- fætis frumlyfjum – eða ekki. Umræðan leitar oft í þá átt að samheitalyf séu annars flokks lyf og hver vill taka slík lyf? Rökin eru gjarn- an að samheitalyf séu ódýrari og þau hljóti því að vera lélegri og með minni virkni eða fleiri auka- verkanir. Það er ekki rétt. En hvað er það sem greinir á milli samheita- og frumlyfja? Samheitalyf eru framleidd að fyrirmynd frumlyfja. Þau inni- halda sama virka efnið í sama magni og eru oftast sama lyfja- form og frumlyfið. Aukaverkanir, öryggi lyfsins og gæði, hvernig lyf- ið er gefið og við hverju það er gefið er sambærilegt við frumlyfið. Með öðrum orðum er lyfjafræðileg verkun samheitalyfs og frumlyfs sú sama. Samheitalyf eins og frumlyf þurfa að gangast und- ir afar strangt skrán- ingarferli yfirvalda áður en þau eru sett á markað. Mikið af gögnum er lagt til grundvallar í þessu skráningarferli bæði hjá frumlyfjaframleið- endum og samheita- lyfjaframleiðendum, mun meiri þó hjá frumlyfjaframleið- endum, enda er þeirra lyf nýtt á markaði og rík krafa gerð um virkni lyfsins og öryggi þess. Lyf sem uppfylla ekki þessar kröfur fá synjun hjá yfir- völdum og komast aldrei á mark- að. Muninn á verði frumlyfs og sam- heitalyfs má skýra út frá því að frumlyfjaframleiðendur þurfa að leggja í miklar rannsóknir og þró- un til að koma nýju lyfi á markað. Þetta ferli getur tekið allt upp í 20 ár og jafnvel lengur. Rannsóknir sem liggja að baki markaðs- setningu nýs lyfs eru margar og flóknar, tímafrekar og kostn- aðarsamar. Allt miðar þetta þó að því að við sem neytendur fáum ný lyf á markað sem eru örugg, með tilliti til verkunar og aukaverkana. Frumlyfjaframleiðandi sem fer í þróun á nýju lyfi þarf eðlilega að ná inn fyrir kostnaði og því er sótt um einkaleyfi á þessari hugmynd eða samsetningu til að verja rétt framleiðandans. Þegar einkaleyfið rennur út einhverjum árum síðar opnast gluggi fyrir framleiðendur samheitalyfja að hefja framleiðslu á lyfinu. Til að svo megi verða þurfa þeir að fara í gegnum þau gögn frumlyfjaframleiðandans sem eru sýnileg til að geta þróað sína útgáfu af þessu tiltekna lyfi. Þær rannsóknir eru þó mun minni en hvíla á frumlyfjaframleiðanda enda er vitað á þessu stigi hvaða aukaverkanir, milliverkanir og eiturverkanir virka efnið hefur og það þarf ekki að rannsaka eins ítarlega. Þar sem þróunarferli samheita- lyfja er mun einfaldara en frum- lyfja geta samheitalyfjafyrirtæki haft sín lyf ódýrari. Það sem gerist gjarnan þegar einkaleyfi rennur út er að margir samheitalyfja- framleiðendur fara á sama tíma að þróa sín samheitalyf og í mörgum tilfellum koma nokkur samheitalyf á markað á svipuðum tíma. Þessar aðstæður skapa enn frekar sam- keppni um verð sem skýrir enn frekar þann verðmun sem verður milli samheitalyfja og frumlyfja. Samsetning samheitalyfja er aldrei alveg eins og frumlyfsins vegna einkaleyfa. Auk þess geta verið komin ný hjálparefni á mark- að, sem voru ekki til þegar frum- lyfið var þróað eða þau bæta fram- leiðsluferli lyfsins og/eða auka stöðugleika þess. Mismunandi hjálparefni geta valdið mismun- andi einkennum eða aukaverk- unum hjá sjúklingum en þetta á bæði við um frumlyf og sam- heitalyf. Því er mikilvægt að þó svo að eitt samheitalyf þolist ekki sé annað prófað, standi það til boða, áður en farið er yfir í kostn- aðarsamara frumlyf. Framleiðendur samheitalyfja þurfa að sýna fram á með jafngild- isrannsókn (bioequivalence study) að þeirra lyf og frumlyfið séu jafn- gild (bioequivalent). Lyfjastofnanir gefa út leiðbeiningar fyrir lyfja- framleiðendur þar sem skilgreind eru þau mörk og vikmörk sem þarf að uppfylla til að samheitalyf geti talist jafngilt því frumlyfi sem það er borið saman við. Þessar leið- beiningar eru aðeins mismunandi eftir löndum en í stuttu máli má segja að munur milli samheitalyfs og frumlyfs megi aldrei vera meiri en 10% til að það sé samþykkt á markað – algengt er að þessi mun- ur sé 5% eða minni. Staðreyndin er sú að það er hag- ur okkar allra að nota samheitalyf þegar það er hægt til að ná fram sparnaði í heilbrigðiskerfinu og geta þannig nýtt fjármunina sem best og hagkvæmast fyrir alla. Stutta svarið við spurningunni sem lyfjafræðingurinn spyr þig þegar þú sækir lyfin þín í apótekið ætti því oftast að vera: Já takk, það má bjóða mér samheitalyfið. Samheitalyf eða frumlyf? Eftir Dagnýju S. Jónsdóttur » Lyfjafræðileg verk- un samheitalyfs og frumlyfs sú sama. Dagný S. Jónsdóttir Höfundur er lyfjafræðingur og eigandi PharmaSýnar ehf. lyfjaráð- gjafar og þjónustu. Lengi stóð ég í þeirri trú að Ísland væri eyja. Hafði reyndar ekki sann- reynt það en lagði trúnað á staðhæf- ingar á prenti og ljósmyndir, sem geta auðvitað verið falsaðar. Nú er ég ekki viss. Daglega eru sagðar fréttir af því hversu margir hafi síð- asta sólarhringinn verið gómaðir sýktir af kórónuveiru. Dæmigerð slík frétt er á þá leið að fjórir hafi fundist við skimun á Landspít- alanum og þrír „á landamærunum“. Við, sem héldum lengi að Ísland væri eyja, verðum nú að játa á okkur þá vanþekkingu að vita ekki hvar landamærin eru og neyðumst því til að spyrja þá sem greinilega eru okk- ur fróðari á þessu sviði og sjálfsagt öðrum líka. Hvar eru landamæri Ís- lands? Og, sem er eiginlega mikil- vægari spurning og ískyggilegri, hvaða ríki eru það sem deila landa- mærum með Íslandi? Einhver hljóta þau ríki að vera, því varla teljast það landamæri þar sem öðrum megin er Ísland en hinum megin ekki neitt. Mærður landsmaður Hvar eru landamærin? Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.