Morgunblaðið - 10.09.2020, Side 51
ÍÞRÓTTIR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020
Talsvert hefur verið ritað og
rætt um frammistöðu íslensku
karlaliðanna í Evrópumótum fé-
lagsliða í fótbolta í ágústmánuði
þar sem KR, FH, Víkingur og
Breiðablik töpuðu öllum sínum
leikjum.
Ekkert af því kom reyndar á
óvart. Íslensk lið hafa aldrei sleg-
ið út lið frá Noregi og Slóveníu,
KR átti aldrei möguleika gegn
Celtic og FH hitti á langsterkasta
lið Slóvakíu um þessar mundir.
Hætta er á að Ísland lendi það
neðarlega á styrkleikalista eftir
þessi úrslit að Evrópusætum
fækki úr fjórum í þrjú en KR-
ingar eiga eftir að fara til Eist-
lands og geta bjargað málunum
með sigri þar.
En á sama tíma er staðan afar
vænleg hjá íslensku kvennalið-
unum. Þar á að stækka Meist-
aradeildina eftir eitt ár, og kom-
inn tími til.
Eftir góðan árangur und-
anfarin ár er nánast öruggt að Ís-
land fær tvö sæti í keppninni
2021-22, í stað eins. Þjóðir í sjö-
unda til sextánda sæti styrk-
leikalista Evrópu fá að senda tvö
efstu lið sín í keppnina. Ísland er
nú í 12. sæti Evrópuþjóða og
standi Valskonur sig vel í haust
gæti staðan orðið enn betri.
Valur og Breiðablik munu
hreppa þessi sæti þar sem þau
eru langefst í deildinni núna og
verður ekki ógnað héðan af.
Íslensku liðin eiga auk þess
raunhæfa möguleika á að kom-
ast í nýja riðlakeppni Meist-
aradeildarinnar en þar verður lið-
unum sem komast í sextán liða
úrslit skipt í fjóra riðla.
Fulltrúar Íslands hafa ávallt
komist í 32 eða 16-liða úrslit
undanfarin ár, síðast Breiðablik í
síðustu keppni. Þarna eru spenn-
andi tímar fram undan.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Caster Semenya, heims- og ólymp-
íumeistari í 800 metra hlaupi, þarf
að taka lyf sem draga úr testóster-
ónmagni í líkamanum ef hún ætlar
sér að halda áfram keppni á hlaupa-
brautinni. Semenya tapaði máli sem
hún áfrýjaði til hæstaréttar í Sviss
og þarf því að una þessari nið-
urstöðu. Testósterón í henni mælist
hærra en eðlilegt telst hjá konum
og vilji hún keppa í 800 metra
hlaupi þarf hún að hefja lyfjagjöf.
Ekki liggur fyrir hvort hún kæri sig
um að fara þessa leið og verði með á
Ólympíuleikunum á næsta ári.
Þarf að taka lyf
til að keppa
AFP
Sigursæl Caster Semenya hefur
verið best í heimi í 800 m hlaupi.
Tvær af þekktustu knattspyrnu-
konum heims, Tobin Heath og
Christen Press, gengu í gær til liðs
við enska félagið Manchester Unit-
ed. Þær hafa báðar orðið heims-
meistarar með Bandaríkjunum á
tveimur síðustu mótum, 2015 og
2019. Press er 31 árs framherji,
kemur frá Utah Royals og hefur
skorað 58 mörk í 138 landsleikjum.
Heath er 32 ára framherji, kemur
frá Portland Thorns og hefur skor-
að 33 mörk í 168 landsleikjum.
United var að hefja sitt annað tíma-
bil í ensku úrvalsdeildinni.
Tvær öflugar
til Manchester
Heimsmeistarar Christen Press og
Tobin Heath eru afar sigursælar.
HANDBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Guðríður Guðjónsdóttir, fyrrverandi
landsliðskona í handknattleik og
þjálfari um árabil, á von á því að
Fram verði á ný með sterkasta liðið í
Olísdeild kvenna þegar líður á vet-
urinn. Fram var á toppnum þegar
keppni var hætt 2019-20 og var þá
með fimm stiga forskot á Val þegar
þrjár umferðir voru eftir.
Keppnistímabilið 2020-21 hefst
annað kvöld og er fyrsta umferðin
leikin þá og á laugardaginn. Guð-
ríður reiknar með því að lið ÍBV,
Vals og Stjörnunnar verði einnig öll
öflug á komandi tímabili.
Hér á eftir eru umsagnir Guðríðar
um liðin átta í deildinni og þeim er
raðað upp samkvæmt spánni fyrir
deildina sem birt var á mánudaginn.
Fram
Framkonur eru með eitt besta lið
deildarinnar. Þær vantar tvær
landsliðskonur, Þóreyju Rósu Stef-
ánsdóttur og Karenu Knútsdóttur,
núna í byrjun móts auk þess sem
Karólína Bæhrenz og Hafdís Re-
nötudóttir markvörður eru meiddar.
Þegar þessar verða komnar inn í
hópinn þá verða þær með gríðarlega
sterkan hóp. Í fyrra þegar mótið
kláraðist voru þær hrikalega flottar
og einfaldlega langbestar. Ég reikna
algjörlega með þeim þannig þegar
líður á veturinn og hópurinn verður
orðinn fullmannaður.
ÍBV
Alvöru leikmenn hafa komið til
liðs við Eyjastúlkur. Bæði Birna
Berg Haraldsdóttir og Hrafnhildur
Hanna Þrastardóttir eru hörku-
skyttur og eiga eftir að styrkja liðið
mikið. Eyjakonur gera örugglega
tilkall til titla, en þá þurfa þær að
sleppa við meiðsli, því breiddin er
kannski ekki alveg nægjanleg. Þær
eru samt með flottar yngri stelpur
sem eru árinu eldri en í fyrra og svo
er ekki amalegt að eiga inni Ester
Óskarsdóttur sem verður örugglega
komin með þeim eftir skamman
tíma.
Valur
Valsliðið hefur fengið til sín Þór-
eyju Önnu Ásgeirsdóttur frá Stjörn-
unni og Mariam Eradze frá Frakk-
landi sem koma til með að styrkja
liðið mikið. Arna Sif Pálsdóttir náði
sér lítið á strik í fyrra vegna meiðsla,
en er óðum að ná fullum styrk og
það munar aldeilis um hana. Þær
hafa misst Díönu Dögg Magnús-
dóttur og Söndru Erlingsdóttur, og
svo að sjálfsögðu Írisi Símonar-
dóttur í markinu, en það skarð verð-
ur mjög erfitt að fylla. Ungir efnileg-
ir leikmenn eru alltaf að bæta sig og
fá meiri reynslu. Breiddin er því
mikil og þær eiga eftir að vera í
toppbaráttunni í vetur.
Stjarnan
Garðbæingar hafa fengið mikinn
liðstyrk fyrir mótið. Landsliðskon-
urnar Eva Björk Davíðsdóttir og
Helena Rut Örvarsdóttir eru komn-
ar í Garðabæinn eftir að hafa leikið
erlendis, og þá hafa þær fengið ung-
lingalandsliðskonurnar Önnu Kar-
enu Hansdóttur sem kom frá Dan-
mörku, Kötlu Maríu Magnúsdóttur
frá Selfossi og Heiðrúnu Dís Magn-
úsdóttur frá Fram. Verður fróðlegt
að fylgjast með hvernig liðið nær að
spila sig saman, en ef allt smellur þá
geta þær örugglega á góðum degi
unnið góða sigra.
KA/Þór
Með tilkomu Rutar Jónsdóttur í
liðið hefur KA/Þór tekið stórt stökk í
áttina að því að vera eitt af topp-
liðum deildarinnar, sem þær sýndu
svo sannarlega í leiknum gegn Fram
í meistarakeppni HSÍ. Rut er alhliða
leikmaður sem dregur mikið til sín
og gerir aðra leikmenn í kringum sig
betri. Þá hafa þær endurheimt Sól-
veigu Láru Kristjánsdóttur, sem
eykur breidd liðsins mikið. Heima-
völlurinn er alltaf sterkur fyrir norð-
an.
HK
HK-ingar áttu marga fína leiki í
fyrra en eru ekki með mikla breidd.
Þær geta tekið stig af flestum liðum
á góðum degi. Þær Jóhanna Mar-
grét Sigurðardóttir og Berglind
Þorsteinsdóttir eru meiddar og óvíst
hvenær þær koma inn aftur. Þóra
María Sigurjónsdóttir kom frá
Aftureldingu, en hún er einnig að ná
sér eftir krossbandaslit og spurning
hvenær hún byrjar. Ef þessar ná sér
að fullu og koma inn eftir áramótin
þá verður breiddin í liðinu mun
meiri.
Haukar
Haukarnir eru með fína liðsheild
og marga ágætis leikmenn. Þær
vantar kannski einhverja afburða-
leikmenn til að draga vagninn en
eiga örugglega eftir að ná ágætis úr-
slitum ef liðsheildin nær að sýna sitt
besta. Þórhildur Braga Þórðardóttir
slasaðist í æfingaleik núna í haust.
Óljóst hve alvarleg þau meiðsli eru
og þá hvað hún verður lengi frá, sem
munar miklu fyrir Haukana.
FH
FH er nýtt lið í deildinni sem
verður áhugavert að fylgjast með.
Mikill missir er að Emblu Ósk Stein-
arsdóttur og Ragnheiði Tómas-
dóttur, sem eru báðar farnar til út-
landa. Útlendingurinn sem var í
fyrra, Britney Cots, getur verið
mjög góð, en vantar dálítið stöðu-
leika. Nýi útlendingurinn, Zandra
Jarvin, er spurningarmerki. FH-
liðið hefur staðið sig ágætlega í æf-
ingaleikjum haustsins, en veturinn
verður mun erfiðari en í fyrra.
Reiknar með Framliðinu
gríðarsterku þegar á líður
ÍBV getur gert tilkall til titla Valur og Stjarnan geta líka barist á toppnum
Morgunblaðið/Eggert
Toppbarátta Unnur Ómarsdóttir úr Fram og Greta Kavaliuskaite úr ÍBV í leik liðanna síðasta vetur. Reiknað er
með því að bæði lið verði í baráttu um titlana á tímabilinu sem hefst annað kvöld.
Óhætt er að setja að Olísdeild kvenna í handbolta verði sterkari á komandi
tímabil en því síðasta því sex íslenskar landsliðskonur hafa snúið heim úr
atvinnumennsku og spila í deildinni í vetur.
Tvær þeirra verða með ÍBV en Birna Berg Haraldsdóttir er komin til
Eyja frá Neckarsulmer í Þýskalandi og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir
frá Bourg-de-Péage í Frakklandi. Stjarnan fékk líka tvær en Eva Björk
Davíðsdóttir kom frá Skuru í Svíþjóð og Helena Rut Örvarsdóttir frá Søn-
derjyskE í Danmörku. Rut Jónsdóttir kom til KA/Þórs frá Esbjerg í Dan-
mörku og Valur fékk Mariam Eradze frá Toulon í Frakklandi.
Tvær fóru til erlendra liða í sumar en Díana Dögg Magnúsdóttir úr Val
samdi við Sachsen Zwickau í Þýskalandi og Sandra Erlingsdóttir úr Val
við Aalborg í Danmörku.
Sex landsliðskonur komnar
Karlalandslið Ís-
lands í golfi var
einu höggi frá því
að komast í úr-
slitakeppni átta
efstu þjóðanna á
Evrópumóti
áhugakylfinga
sem hófst í Hol-
landi í gær.
Ísland og Aust-
urríki urðu jöfn í
forkeppninni í gær á 217 höggum en
þar var leikinn 18 holu höggleikur.
Austurríki náði áttunda sætinu þar
sem fjórða besta skorið var einu
höggi betra hjá austurríska liðinu en
því íslenska. Því náði fjórði maður
Austurríkis með því að fá fugl á 17.
holu og örn á 18. holu og komast með
því fram fyrir Hákon Örn Magn-
ússon.
Ísland var aðeins tveimur höggum
á eftir Frakklandi og Sviss sem end-
uðu í fjórða og fimmta sætinu, og einu
höggi á eftir Danmörku og Ítalíu. Ar-
on Snær Júlíusson lék á 71 höggi,
Dagbjartur Sigurbrandsson og Krist-
ófer Karl Karlsson á 73 höggum og
Hákon Örn á 76 höggum.
Fjórtán lið taka þátt í mótinu. Ís-
land fer í B-riðilinn og leikur um sæti
níu til fjórtán ásamt Eistlandi, Belg-
íu, Tékklandi, Slóvakíu og Slóveníu.
Þar verður um holukeppni að ræða.
Einu höggi frá
keppninni um
EM-titilinn
Aron Snær
Júlíusson