Morgunblaðið - 17.10.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020
Karitas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Forsætisnefnd Alþingis hefur lagt
fram frumvarp til breytingar á þing-
sköpum. Með frumvarpinu er lagt til
að kynjahlutföll í forsætisnefnd verði
fest í lög. eða eins og segir í frum-
varpinu: „Þess skal gætt að hlutfall
kvenna og karla í forsætisnefnd sé
eins jafnt og niðurstöður alþingis-
kosninga og kynjahlutföll innan þing-
flokka bjóða.“
Skemmst er frá því að segja að af
sjö forsetum Alþingis er Bryndís
Haraldsdóttir eina konan.
„Við erum í þessum verulega vanda
að kynjahlutföllin gengu til baka al-
mennt um tíu prósentustig síðast.
Það sem bætist svo við er að kynja-
hlutföllin eru mjög skökk í tveimur
þingflokkum […] Það endurspeglast í
þessu frumvarpi og greinargerðinni
að menn horfast náttúrlega í augu við
þær takmarkanir sem útkoman í al-
þingiskosningum er og hvernig
kynjahlutföll innan einstakra þing-
flokka geta verið, það setur þessu
miklar skorður,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali
við Morgunblaðið. Hann segist ekki
vita hvort til standi að gera frekari
breytingar á forsætisnefnd á næst-
unni en nokkrar breytingar hafa ver-
ið gerðar á yfirstandandi kjörtíma-
bili.
„Forsætisnefnd, það er ekkert sér-
staklega gaman að sýna hana svona,“
segir Steingrímur.
Í greinargerð frumvarpsins segir:
„Ljóst er að Alþingi er bundið af
niðurstöðum þingkosninga og hlut-
föllum kvenna og karla innan þing-
flokka við skiptingu nefndasæta en
það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að
festa í þingsköp tilmæli um að hugað
verði að jafnrétti kvenna og karla við
nefndaskipanir eins og unnt er.“
Frumvarpið er eins og áður segir
lagt fram af forsætisnefnd og áheyrn-
arfulltrúar í nefndinni styðja flutning
málsins. Aðdragandi þess er heildar-
endurskoðun laga nr. 10/2008, um
jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og
karla, sem hófst árið 2019. Í tengslum
við endurskoðunina óskaði forsætis-
ráðherra eftir að vilji þingsins til
breytinga á þingsköpum til samræm-
is jafnréttislögum yrði kannaður.
Hingað til hefur verið litið svo á að
jafnréttislög eigi ekki við þegar
fulltrúar í nefndir, ráð og stjórnir eru
kosnir á Alþingi.
Kynjahlutfall lögfest
Forsætisnefnd leggur til breytingar á þingsköpum
Myndu ekki uppfylla skilyrði eins og nefndin er skipuð nú
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Steingrímur segir ekki
gaman að sjá forsætisnefnd skipaða
skökkum kynjahlutföllum.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell
gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu
og lífsgæðum. Honeywell loft-
hreinsitæki eru góð viðmyglu-
gróum, bakteríum, frjókornum,
svifryki, lykt og fjarlægir allt að
99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
Verð kr.
59.100
Verð kr.
37.560
Verð kr.
16.890
fasteignaverdmat.is
Heilbrigðisráðherra samþykkti í
gær í meginatriðum þær breytingar
á sóttvarnaráðstöfunum sem sótt-
varnalæknir lagði til í minnisblaði í
sínu, en þær fela í sér að frá og með
næsta þriðjudegi verður tveggja
metra reglan í gildi um allt land, og
um leið skylt að nota andlitsgrímur
þar sem ekki er unnt að tryggja
tveggja metra nándarmörk.
Áfram verða hertari aðgerðir á
höfuðborgarsvæðinu en á lands-
byggðinni, en m.a. verður allt
íþrótta- og tómstundastarf barna á
leik- og grunnskólaaldri, sem krefst
snertingar, óheimilt.
Greint var frá því í gær að kona á
níræðisaldri hefði látist á Landspít-
ala vegna kórónuveirunnar á und-
anförnum sólarhring. Þetta er ell-
efta andlátið hér á landi í farald-
rinum, og hið fyrsta frá í vor.
Tveggja metra
reglan um allt
Sjúklingur á níræðisaldri látinn
Kórónu-
veirusmit
H
ei
m
ild
:
co
vi
d.
is
Nýgengi innanlands
15. október:
289,1 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
26 eru á sjúkrahúsi, þar af 4 á gjörgæslu
2.823 einstaklingar eru í sóttkví
1.206 eru með virkt
smit og í einangrun
Nýgengi, landamæri: 15,5
Einn lést
í gær
67 ný inn an lands smit greindust 15. október
11 einstaklingar eru látnir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra og Lilja Alfreðsdóttir,
mennta- og menningarmálaráð-
herra, kynntu í Hörpu ásamt fulltrú-
um Bandalags háskólamanna og
Bandalags íslenskra listamanna í
gær tíu stuðningsaðgerðir stjórn-
valda fyrir listir og menningu á tím-
um kórónuveirunnar.
Aðgerðirnar eru fjölþættar og
eiga að miða að því að bæta stöðu
starfandi listamanna og menningar-
tengdra fyrirtækja, en þær fela m.a.
í sér að sjálfstætt starfandi lista-
menn og menningartengd fyrirtæki
geti sótt um rekstrarstyrki til að
mæta tekjusamdrætti vegna kórón-
uveirufaraldursins. Ráðgert er að
fjármunir sem varið verður til al-
menns tekjufallsstuðnings nemi
rúmum 14 milljörðum kr.
Þá verður tímabundin hækkun
starfslauna og styrkja fyrir árið 2021
og tímamörk verkefnastyrkja til
menningarmála framlengd, og gert
er ráð fyrir stofnun Sviðslistamið-
stöðvar og Tónlistarmiðstöðvar, og
25 milljóna króna fjárveiting lögð í
Iceland Airwaves.
Lilja sagði í tilkynningunni að ís-
lensk menning væri sterk og hefði
staðið af sér marga storma. „En
menningarlífið hefur orðið fyrir
miklu höggi vegna heimsfaraldurs-
ins og við teljum brýnt að bregðast
við því með þessum aðgerðum sem
eru framsýnar og metnaðarfullar, en
jafnframt raunsæjar. Ég ber vænt-
ingar til þess að þær muni liðsinna
sem flestum og trúi því að framtíðin
sé björt í íslenskri menningu og list-
um,“ sagði Lilja meðal annars, en
hún þakkaði einnig BHM, BÍL, ÚT-
ÓN og fleirum fyrir frábæra sam-
vinnu við undirbúning tillagnanna.
Morgunblaðið/Eggert
Stuðningur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti tillögurnar í Hörpu í gær ásamt Lilju Alfreðsdóttur.
Rúmum 14 milljörðum
varið í stuðninginn
Kynntu nýjar aðgerðir til stuðnings listum og menningu
Ísland náði í gær fjórða sætinu í Bo-
cuse d́Or-matreiðslukeppninni sem
fram fór í Tallinn í Eistlandi. Jafn-
framt hlaut Ísland verðlaun fyrir
besta fiskréttinn.
Sigurður Laufdal keppti fyrir Ís-
lands hönd en árangurinn tryggir
þáttökurétt í lokakeppni Bocuse
d́Or sem fram fer í Lyon í Frakk-
landi á næsta ári. Sigurður hafði 5
½ klukkustund til þess að matreiða
forrétt og kjötrétt fyrir 16 dómara.
Þjálfari Sigurðar er Þráinn Freyr
Vigfússon, Bocuse d́Or-keppandi
2011, og aðstoðarmaður er Gabríel
Kristinn Bjarnason. thora@mbl.is
Bocuse Þráinn Freyr þjálfari, Gabríel Kristinn aðstoðarmaður, Sigurður
Laufdal, keppandi Íslands, og Sturla Birgisson dómari kampakátir í gær.
Ísland í fjórða sæti í
Bocuse d’Or-keppninniTryggingastofnun segir það afarvillandi að halda því á lofti að mán-
aðarlegar greiðslur TR séu rangar
eða að útreikningar séu rangir. Í
fréttatilkynningu sem Sigrún Jóns-
dóttir, framkvæmdastýra Trygg-
ingastofnunar, sendi frá sér í gær
kom fram að viðskiptavinir TR fái
rétt greitt í mánaðarlegum
greiðslum sínum á grundvelli fyr-
irliggjandi tekjuáætlunar hvers og
eins lífeyrisþega. Tilefni tilkynning-
arinnar er fjölmiðlaumfjöllun um
nýbirta skýrslu Ríkisendurskoð-
unar um Tryggingastofnun og
stöðu almannatrygginga, en þar
segir meðal annars að við árlegt
uppgjör fyrir liðið almanaksár komi
í ljós mismunur til hækkunar eða
lækkunar vegna breyttra tekna á
liðnu ári, en sá mismunur sé yf-
irleitt gerður upp í maí-júní, og þá
þurfi viðskiptavinir annaðhvort að
greiða til baka eða fá greidda inn-
eign. Þá þyki stofnuninni það mið-
ur að umræða um greiðslur stofn-
unarinnar hafi þróast með þessum
hætti. „Markmið okkar sem störf-
um hjá TR er nú sem fyrr að þjón-
usta viðskiptavini okkar eftir bestu
getu með hag þeirra og velferð að
leiðarljósi,“ segir m.a. í tilkynning-
unni. sgs@mbl.is
Viðskiptavinir TR fá rétt greitt