Morgunblaðið - 17.10.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020
Sláum nýjan
tón í Hörpu
Við óskum bæði eftir áhugasömum
rekstraraðilum og hugmyndum
einstaklinga að skemmtilegum
nýjungum á neðri hæðum í Hörpu
Nánar á harpa.is/nyr-tonn
.
87,4 m2 sumarhús sem staðsett er í frístundabyggð úr
landi Urriðaár við Brókarvatn, rétt vestan við
Borgarnes. Sumarhúsið stendur á 2.508 m2 leigulóð.
Um er að ræða vandað timburhús á 2.508 fm leigulóð. Húsið er fullklárað
að utan og tilbúið til innréttinga. Húsið er klætt með bandsöguðum við
og stendur á steyptum súlum. Þak er klætt með sama hætti og gefur
það húsinu sérstakan svip. Sólpallur er við húsið sem er vel staðsett á
gróðursælli lóð við klapparholt.
Á efri hæð hússins er gott rými sem nýta má hvort sem er undir stofu,
herbergi eða svefnloft.
Hér er um fallega eign að ræða sem býður upp á mikla möguleika.
Þórarinn Halldór Óðinsson
lögg. fasteignasali.
Sími 497-0040 eða 865-0350
thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnes
KLETTASTÍGUR 9
311 BORGARNES
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Þriðja árið í röð er útlit fyrir loðnu-
brest á næsta ári. Að óbreyttu
leggur Hafrannsóknastofnun til að
loðnuveiðar verði ekki leyfðar í vet-
ur, en stofninn verður metinn að
nýju í leiðangri í janúar og febrúar.
Útlitið er hins vegar betra hvað
varðar loðnuveiðar veturinn 2022,
en vísitala ungloðnu í leiðangri í
síðasta mánuði var sú hæsta síðan
1995.
Samkvæmt bergmálsmælingunni
á loðnustofninum nú í haust er
hrygningarstofn loðnu metinn 344
þúsund tonn. Ráðgjöf um aflamark
byggist á því að 95% líkur séu á að
hrygningarstofninn í mars verði yf-
ir 150 þúsund tonnum að teknu til-
liti til afráns. Samkvæmt fram-
reikningum munu markmið
aflareglu ekki nást, jafnvel þótt
engar veiðar verði stundaðar á ver-
tíðinni 2020/2021, segir í ráðgjaf-
arskýrslu Hafrannsóknastofnunar.
Óvissa í eldri mælingu
Í fyrrahaust var gefin út ráðgjöf
um upphafsaflamark upp á 170 þús-
und tonn í vetur, sem nú hefur ver-
ið fallið frá. Í frétt frá Hafrann-
sóknastofnun segir að sú ráðgjöf
hafi byggt á ungloðnumælingum
haustið 2019. „Þótt sú mæling hafi
verið nægjanlega há til að gefa afla-
mark var óvissan á þeirri mælingu
mikil,“ segir í fréttinni.
Spurður um nánari skýringar og
hvað hafi gerst með þennan árgang
loðnunnar á einu ári ítrekar Guð-
mundur J. Óskarsson, sviðsstjóri
uppsjávarlífríkis Hafrannsókna-
stofnunar, að mikil óvissa hafi verið
í mælingunum. Hæstu gildi í þeim
mælingum hafi sýnt mikinn þétt-
leika loðnu á tiltölulega litlu svæði,
sem hafi vegið mikið í vísitölunni.
Það skapi hins vegar mikla óvissu
sem ekki sé tekið tillit þegar upp-
hafsaflamark sé ákveðið miðað við
magn ungloðnu. Þegar óvissan sé
mikil geti brugðið til beggja vona.
Minni yfirferð á jaðarsvæðum
Guðmundur segir jafnframt að
mögulega sé eitthvert vanmat í
mælingunum nú þar sem meiri ís
hafi verið á útbreiðslusvæðinu held-
ur en undanfarin ár. Þannig hafi
eitthvað verið af loðnu í ísröndinni
norður með Grænlandi.
Um þetta segir í frétt Hafrann-
sóknastofnunar: „Niðurstöður leið-
angursins byggja á umfangsmikilli
yfirferð en tafir vegna veðurs ollu
minni yfirferð á jaðarsvæðum. Haf-
ís á norðanverðu rannsóknarsvæð-
inu hindraði að hluta áætlaða yf-
irferð þar, en í sumum tilfellum var
loðnu að finna í námunda við haf-
ísinn. Því gæti verið um að ræða
vanmat á magni kynþroska stofn-
hlutans, en ekki er unnt að meta
umfang þess.“
Meðalþyngd ungloðnu minni
Af ungloðnu mældust um 146
milljarðar eða 734 þúsund tonn af
ókynþroska loðnu en samkvæmt
aflareglu þarf yfir 50 milljarða til
að mælt verði með upphafs-
aflamarki fiskveiðiársins 2021/2022.
Gögn um niðurstöður ung-
loðnumælinganna verða lögð fyrir
Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES)
sem mun veita ráð um upphafs-
aflamark vertíðarinnar 2021/2022
þann 30. nóvember.
Í fyrra mældust tæplega 83 millj-
arðar eða 608 þúsund tonn af ókyn-
þroska loðnu. Á þeirri mælingu var
upphafsaflamark um 170 þúsund
tonn byggt, en nú hefur verið fallið
frá því. Meðalþyngd ungloðnu var
töluvert minni í mælingunum núna
heldur en í fyrrahaust og nær því
sem var í rannsóknum á stóru ár-
göngunum, sem gáfu mikla veiði á
síðasta áratug síðustu aldar.
Loðna fannst víða
Bergmálsmælingar á stærð
loðnustofnsins fóru fram á
rannsóknaskipinu Árna Friðriks-
syni og norska uppsjávarskipinu
Erosi dagana 7. september til 5.
október. Rannsóknarsvæðið náði
frá landgrunninu við Austur-
Grænland frá um 73°20’N og suð-
vestur með landgrunnskanti Græn-
lands suður fyrir 64°N, um Græn-
landssund, Íslandshaf, hafsvæðis
vestan Jan Mayen og norðurmið.
Loðna fannst víða á rannsókn-
arsvæðinu. Ungloðna, sem myndar
hrygningar- og veiðistofninn á ver-
tíðinni 2021/2022, var vestast og
sunnan til á svæðinu en eldri loðna
var mest áberandi norðar, á land-
grunni Grænlands, austan við Sco-
resby-sund. Almennt var kyn-
þroska loðnu að finna á svipuðum
svæðum og undanfarin ár, en út-
breiðsla hennar náði þó hvorki
norður fyrir Kong Oscar fjörð né
austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg,
segir í frétt Hafrannsóknastofn-
unar.
Loðnubrestur þriðja árið í röð?
Að óbreyttu verða ekki loðnuveiðar í vetur Stofninn verður metinn að nýju eftir áramót
Hugsanlegt vanmat í mælingum Sterkur árgangur ungloðnu gefur fyrirheit um vertíð 2022
Þéttleiki: (t/sjm2):
Leiðangurslínur: Árni Friðriksson Eros
H
e
im
ild
: H
a
fr
a
n
n
só
kn
a
st
o
fn
u
n
Loðnuleiðangur
í sept.-okt. 2020
Dreifing og þéttleiki loðnu
Ljósmynd/Daði Ólafsson
Vertíð Bjarni Ólafsson AK að veiðum
undan suðurströndinni veturinn 2017,
síðast þegar loðnuveiðar voru leyfðar.
„Það verður
loðna, þeir hafa
bara ekki fundið
hana. Við getum
alveg verið ró-
legir, það finnst
loðna,“ segir Sig-
urgeir Brynjar
Kristgeirsson
(Binni), fram-
kvæmdastjóri
Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í
samtali við 200 mílur á mbl.is í gær,
inntur álits á ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar.
„Ungloðnumælingar í fyrra voru
góðar og gáfu okkur ástæðu til að
vera bjartsýnir,“ segir Binni sem
kveðst sannfærður um að verði af
loðnuvertíðinni. „Það var tals-
verður ís yfir svæðinu þannig að
mælingin er ekki marktæk. Þannig
að við erum bara bjartsýnir.“
Er hann með orðum sínum að
vísa til þess að Hafrannsókna-
stofnun hafi sjálf greint frá því í til-
kynningu sinni að hafís á norðan-
verðu rannsóknarsvæðinu hindraði
að hluta áætlaða yfirferð.
„Þeir hafa bara ekki
fundið loðnuna“
Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson
Allt um sjávarútveg