Morgunblaðið - 17.10.2020, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Bjargfuglinn er fyrir nokkru horf-
inn úr fuglabjörgum við landið en
það gerist yfirleitt í lok júlí og
byrjun ágúst. Þegar í janúar fara
sumar tegundirnar að huga að því
að koma sér á ný fyrir á syllunni
sinni á hefðbundnum stað. Þá
skiptir ekki máli þótt snjór sé í
bjarginu.
Fuglinn dreifist næstu mánuði
um Norður-Atlantshaf og fer dreif-
ingin eftir tegundum. Stærstur
hluti stuttnefjustofnsins dvelur við
V-Grænland en sumir fuglar úr
byggðum á Norðausturlandi dvelja
einnig út af Norðurlandi. Langvíur
eru mestmegnis á íslenska land-
grunninu, en einnig dreifast fuglar
suður með Reykjaneshrygg. Mest-
ur fjöldi álka heldur sig alfarið á
landgrunninu við Ísland en fáeinar
sækja þó til Færeyja og á Norð-
ursjó.
Alþjóðlegt samstarf
Fyrrgreindar upplýsingar um
ferðir fuglanna yfir veturinn byggj-
ast á rannsóknum með dægurritum
sem festir eru á fuglana. Meðal
annars hefur Náttúrustofa Norð-
austurlands tekið þátt í alþjóðlegu
samstarfi frá 2014, SEATRACK,
en þátttökuþjóðir eru Noregur, að
meðtöldum Svalbarða og Jan Ma-
yen, Rússland, Ísland, Færeyjar og
Bretland. SEATRACK-verkefnið
hófst 2014 og alls hafa yfir 8.700
dægurritar verið settir á sjófugla
af 11 tegundum og nú þegar hafa
3.200 ritar verið endurheimtir.
Rannsóknin hefur farið fram í 38
sjófuglabyggðum í löndunum fimm.
Á vegum NNA er einnig fylgst
með lífinu í Skoruvíkurbjargi,
Grímsey, Hælavíkurbjargi, Látra-
bjargi og Elliðaey í Vestmanna-
eyjum allan ársins hring. Teknar
eru ljósmyndir af afmörkuðum
hluta bjargs á klukkustundar fresti
svo fremi sem nógu bjart er til
myndatöku. Gögn úr myndavél-
unum frá síðustu 12 mánuðum voru
nýlega innheimt.
Með þessum hætti hefur verið
hægt að meta varpárangur langvíu,
stuttnefju, ritu og fýls, en einnig
viðveru fugla í bjargi, tímasetningu
varps og hvenær ungar yfirgefa
bjargið.
Skoruvíkurbjargi 16. janúar
Auk þess er forvitnilegt að sjá
hvenær svartfugl og rita setjast
upp í björgin. Á þessu ári sást fyrst
til svartfugla í bjargi í Skoruvíkur-
bjargi hinn 16. janúar. Þremur
dögum síðar voru fuglar sestir upp
í Elliðaey, en í Hælavíkurbjargi
sást fyrst til þeirra 2. febrúar. Í
Köldugjá í Grímsey settust þeir
upp 9. febrúar.
Komutími í björg virðist sveiflast
nokkuð milli ára. Árið 2019 sáust til
dæmis svartfuglar fyrst í bjargi í
Skoruvíkurbjargi 4. febrúar, eða 19
dögum seinna en 2020. Nær undan-
tekningalaust er um langvíur að
ræða svo snemma en fyrstu vís-
bendingar benda til að stuttnefjur
setjist upp síðar í febrúar.
Ritur sjást að jafnaði um mánuði
seinna í björgunum og er minni
breytileiki á komudegi milli ára en
hjá svartfuglum.
Ljósmynd/Náttúrustofa Norðausturlands
Vetur í bjarginu Svartfuglar komnir á sínar syllur á varpstað í Hælavíkurbjargi 4. febrúar í vetur, tveimur dögum
eftir að fyrstu fuglarnir settust þar upp. Flestir fuglanna, ef ekki allir, eru langvíur og komnir í sumarbúning þótt
aðstæður bendi ekki beinlínis til að sumarið sé alveg á næsta leiti. Myndin er fengin úr vöktunarkerfi NNA.
Fyrstu fuglarnir setjast upp í janúar
Vel fylgst með ferðum sjófugla Yfir 8.700 dægurritar settir á fugla af 11 tegundum á Norður-Atlantshafi
Ljósmynd/Yann Kolbeinsson
Björg í bú Langvía á Langanesi með
dægurrita á fæti færir ungunum fisk.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
hafa lagt fram fyrirspurn í borgar-
ráði um hvenær áætlað sé að ljúka
framkvæmdum, sem staðið hafa yfir
í Suðurgötu um langa hríð.
„Framkvæmdir hafa átt sér stað í
a.m.k. tvö ár við Suðurgötu vegna
vinnu við lagnir og endurnýjun göt-
unnar. Þessar framkvæmdir hafa
dregist úr hömlu og enn eiga miklar
framkvæmdir sér stað við götuna
sem hafa dregið úr umferðaröryggi
gangandi, hjólandi og akandi og sem
skapar mikið umferðaröngþveiti á
álagstímum,“ segir í fyrirspurninni.
Henni var vísað til umsagnar um-
hverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu
framkvæmda og viðhalds.
Fram kemur á framkvæmdasjá
borgarinnar að um sé að ræða fram-
kvæmdir við Suðurgötu og hluta af
Sturlugötu og sé samstarfsverkefni
Veitna og Reykjavikurborgar.
Verkið snýst um að endurnýja frá-
veitu, vatnsveitu, hitaveitu og raf-
magn, fjarlægja gamlar lagnir og
hitaveitustokk, endurnýja gang-
stéttar og ganga frá grassvæðum og
bundnu slitlagi. Í desember 2019 var
tekin sú ákvörðun að fresta fram-
kvæmd til vormánaða 2020.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Steinþór
Suðurgatan Framkvæmdir hafa staðið yfir um langa hríð á svæðinu.
Hvenær lýkur
skurðgreftrinum?