Morgunblaðið - 17.10.2020, Page 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020
Komdu í BÍLÓ!
PLUG INHYBRID
Nýskráður 01/ 2020, ekinn 11 Þ.km,
bensín og rafmagn (plug in hybrid,
drægni 50 km), sjálfskiptur. Fjórhjóla-
drifinn (4matic).
Hlaðinn aukabúnaði s.s. AMG-line, Night
pack, stafræntmælaborð, leiðsögukerfi,
bakkmyndavél, blindsvæðisvörn o.fl.
Skipti á ódýrari skoðuð!
Raðnúmer 251752
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 –
M.BENZ C 300e 4matic AMG
VERÐ 8.490.000 kr.
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Fjölmiðlafélagið Torg ehf., sem með-
al annars gefur út Fréttablaðið, bók-
færði 50 milljónir í tekjur fyrir árið
2019 í ársreikningi þess árs vegna
væntinga um ríkisstuðning við
einkarekna fjölmiðla. Sérfræðingur í
endurskoðun sem Morgunblaðið
ræddi við segir hæpið að færa tekjur
með þessum hætti í ljósi þess hversu
mikil óvissa hafi verið og sé enn um
formfastan ríkisstuðning við rekstur
einkarekinna fjölmiðla.
Gjaldfærðar væntingar
Í rekstrarreikningi félagins fyrir
árið 2019 eru bókfærðar 50 milljónir
í rekstrartekur undir liðnum „aðrar
tekjur“. Í skýringum með ársreikn-
ingi segir: „Ríkiss[t]jórn Íslansds
[sic] fyrirhugar að greiða styrki til
einkarekinna fjölmiðla vegna rekstr-
arársins 2019. Menntamálaráðherra
hefur lagt fram frumvarp þess efnis
sem liggur fyrir Alþingi til af-
greiðslu. Áætlaðar tekjur félagsins
vegna þess eru 50 milljónir króna.“
Lagabreyting ekki átt sér stað
Forsaga málsisn er sú að í upphafi
árs 2019 boðaði menntamálaráð-
herra drög að frumvarpi um breyt-
ingar á lögum um fjölmiðla, sem m.a.
fólu í sér að komið yrði á fót nýju
stuðningskerfi fyrir einkarekna fjöl-
miðla hér á landi sem yrði í formi
endurgreiðslu á allt að 25% ritsjórn-
arkostnaðar. Nú, tæpum tveimur ár-
um síðar, hafa lagabreytingarnar
ekki náð fram að ganga og óvíst um
framtíð frumvarpsins sem þykir
býsna umdeilt og ekki fyrirséð um
framtíð þess á þingi.
Bráðabirgðarstyrkir fyrir 2020
Umræddur ársreikningur Torgs
fyrir árið 2019 var samþykktur 7.
maí 2020 en á þeim tíma bólaði ekk-
ert á lögum sem tryggja styrki til
einkarekinna fjölmiðla. Þau tíðindi
urðu þó að heimsfaraldur skall á og
Alþingi samþykkti víðtækar laga-
breytingar til að mæta efnahagsleg-
um áhrifum af hans völdum. Meðal
annars voru þar gerðar breytingar á
fjölmiðlalögum sem heimila ráðherra
að veita sérstakan rekstrarstuðning
til einkarekinna fjölmiðla, en ein-
göngu vegna ársins 2020 og kemur
því ekki í stað fyrir þágrundvallar-
breytingu sem menntamálaráðherra
hafði boðað að yrði gerð á rekstrar-
umhverfi einkarekinna fjölmiðla.
Vafasöm tekjufærsla
Líkt og áður segir telur sérfræð-
ingur í endurskoðun, sem blaðið
ræddi en vill ekki láta nafns síns get-
ið að það sé miklum vafa undirorpið
að bókfæra tekjur sem byggja á jafn
veikum grunni, eru byggðar á vænt-
ingum og hafa í raun ekki orðið til á
reiknisárinu sem um ræðir. Að vísu
komi huglægt mat oft við sögu, t.d.
þegar kemur að endurheimt krafna,
en það sé grunvallarreglan að ekki
megi „líta of djúpt í kristalskúluna“
þegar kemur að mati á heimtum
„óvissra“ tekna.
Aðspurður sagðist Björn
Víglundsson, forstjóri Torgs, ekki
geta tjáð sig um málið þar sem hann
hafi tekið við félaginu í september á
þessu ári. Ekki náðist í Helga Magn-
ússon. Hann er eigandi að 82% hlut í
Fréttablaðinu.
Tekjufærsla sögð hæpin
Morgunblaðið/Ómar
Torg Útgáfufélag Fréttablaðsins er gagnrýnt fyrir gjaldfæringu tekna 2019.
Útgáfufélag Fréttablaðsins bókfærði 50 milljónir í tekjur vegna væntinga um
styrk til einkarekinna fjölmiðla Ári síðar bólar ekkert á lagabreytingu ráðherra
Tap af rekstrinum
» Þrátt fyrir tekjufærsluna
nam tap af starfsemi Torgs 212
milljónum í fyrra.
» Var það viðsnúningur frá
fyrra ári þegar hagnaðurinn
nam 39 milljónum.
» Heildartekjur félagsins 2019
námu 2,3 milljörðum króna.
landi. Þessi fyrir-
tæki hafa hingað
til staðið undir
u.þ.b. 60 milljarða
launagreiðslum á
ári.“
Bendir Davíð á
að margir at-
vinnurekendur
hafi neyðst til að
loka fyrirtækjum
sínum að hluta eða
í heild á síðustu mánuðum og að nú
séu þeir víða komnir að þolmörkum.
„Það er ekki eins og sumir halda
að þegar kreppan er gengin yfir þá
taki fyrirtækin bara til starfa eins og
ekkert hafi í skorist. Nú þegar eru
eigendur fyrirtækja sem hafa reynt
að standa þetta af sér farnir að segja
upp fólki, selja atvinnutæki, losa sig
undan samningum ýmiskonar. Það
verður ekki endurheimt á einni
nóttu og mun valda því að það mun
taka okkur lengri tíma en ella að
koma okkur út úr kreppunni þegar
viðspyrnan næst.“
Segir Davíð að þetta sé mjög al-
varlegt. Þannig verði t.d. að tryggja
að ferðaþjónustan verði í stakk búin
til að taka á móti fólki þegar lok-
unum verður aflétt.
„Íslandsstofa er með markaðsátak
í pípunum sem mun skipta miklu en
við verðum líka að hafa fyrirtæki til
reiðu til að taka á móti ferðamönn-
um þegar hlutirnir fara að rúlla á
nýjan leik. Fyrirtækin verða að taka
undir og sinna mjög mikilvægu
markaðsstarfi. Við verðum í mjög
harðri samkeppni við öll löndin í
kringum okkur og megum ekki við
því að fyrirtækin verði mörg hver
einfaldlega horfin af sviðinu,“ segir
Davíð.
„Nú þegar kreppan dregst svona á
langinn aukast áhyggjur okkar af
því að fyrirtæki muni í mörgum til-
vikum ekki opna að nýju þegar við-
snúningurinn verður,“ segir Davíð
Þorláksson, forstöðumaður sam-
keppnishæfnissviðs SA. Í gær sendu
samtökin frá sér tilkynningu þar
sem bent var á að í nýrri greiningu
sem New York Times birti komi
fram að eitt af hverjum sjö litlum
fyrirtækjum í Bandaríkjunum hafi
verið lokað varanlega í ágústmán-
uði.
„Við vitum auðvitað ekki hvort
staðan sé sú sama hér en til sam-
anburðar ef við við myndum heim-
færa þetta á Ísland þá myndi það
þýða að 3.000 fyrirtæki með um 11
þúsund launþega myndu loka hér á
Óttast varanlega lokun fyrirtækja
Gæti þýtt 11.000 glötuð störf og 60 milljarða tapaðar launatekjur á ári
Davíð
Þorláksson
Íslensku fyrirtækin
» Lítil og örfyrirtæki eru þau
fyrirtæki sem eru með 49
starfsmenn eða færri.
» Þau sjá 52% launafólks í
landinu fyrir vinnu.
» Þessi fyrirtæki eru 21.000 og
80 þúsund launþega og greiða
414 milljarða í laun á ári.
● Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Ís-
lands hækkaði um 0,14% í gær. Mest-
viðskipti voru með bréf í trygginga-
félaginu VÍS, upp á 828 milljónir króna,
en minnstu viðskiptin voru með bréf í
Iceland Seafood upp á tíu milljónir
króna.
Mesta verðhækkun gærdagsins varð
á bréfum flutningafélagsins Eimskipa,
en þau fóru upp um 7,05% í 43 milljóna
króna viðskiptum. Í lok dags var gengi
félagsins 159,5 krónur á hvern hlut.
Næstmesta hækkun gærdagsins varð á
bréfum flugfélagsins Icelandair Group,
en þau hækkuðu um 2,13% í 443 millj-
óna króna viðskiptum. Gengi félagsins
er nú 0,96. Þriðja mesta hækkun gær-
dagsins varð á bréfum fasteignafélags-
ins Reita, en þau hækkuðu um 1,42% í
377 milljóna króna viðskiptum. Gengi
bréfanna í lok dags var 46,5 krónur á
hvern hlut.
Mest viðskipti í kaup-
höllinni með bréf VÍS
17. október 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 139.53
Sterlingspund 180.24
Kanadadalur 105.56
Dönsk króna 21.927
Norsk króna 14.873
Sænsk króna 15.724
Svissn. franki 152.57
Japanskt jen 1.3254
SDR 196.74
Evra 163.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 193.5942
Hrávöruverð
Gull 1891.7 ($/únsa)
Ál 1836.0 ($/tonn) LME
Hráolía 43.45 ($/fatið) Brent
● Greiningardeild
Landsbanka Ís-
lands spáir 3,5%
verðbólgu í októ-
ber.
Gangi spáin eftir
verður verðbólgan
óbreytt á milli
mánaða, en hún
hækkaði um
0,39% milli mán-
aða í september.
Eins og segir í Hagsjá bankans þá
mun Hagstofa Íslands birta október-
mælingu á vísitölu neysluverðs fimmtu-
daginn 29. október.
Í Hagsjánni segir m.a. um undirliði
vísitölunnar í september sl., að matur
og drykkjarvörur hafi hækkað að með-
altali um 0,8% milli mánaða síðustu
sex mánuði. Telur bankinn að það dragi
úr þessum hækkunartakti, og liðurinn
hækki að jafnaði um 0,4% milli mánaða
næstu mánuði. Þá gerir bankinn ráð
fyrir að föt og skór verði 6% dýrari í
október en sl. vor.
Landsbankinn spáir
óbreyttri verðbólgu
Hækkun Spá 6%
dýrari skóm.
STUTT