Morgunblaðið - 17.10.2020, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020
H a m r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0
ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA
Komdu með eignina þína til okkar
Óskar Bergsson löggiltur fasteignasali • Sími 893 2499 • oskar@eignaborg.is
Kosturinn við aðvera íslensku-fræðingur er aðmaður þarf ekki
að hafa skoðun á sótt-
vörnum né vera talnaglögg-
ur. Þó skiptir tölvísi máli í
fornritum eins og þegar tal-
að er um stór hundruð og
dyrnar á Valhöll sem ein-
herjar Óðins ganga um í
Grímnismálum, alls 432.000
dyr – sem reynist öllum til
furðu vera fjöldi ára í Kali
Yuga-öld Hindúa á Ind-
landi.
Í Gautreks sögu, kátlegri
frásögn af gerð fornald-
arsagna, er lýst háttum
skógarbúa á Vestur-
Gautlandi. Til þeirra villist
Gauti konungur og fær
kuldalegar móttökur hjá húsráðendum, Skafnörtungi og Tötru. Snotra
dóttir þeirra kvartar undan foreldrum sínum við Gauta; móðirin „vill
aldrei önnur klæði hafa en það sem áður er slitið og að spjörum orðið,
og þykir henni það mikil hagspeki“. Aðhaldsemi þeirra hjóna er með
slíkum eindæmum að til að spara sér framfærslu gamalmenna hefur
fjölskyldan þann hátt á að ganga fyrir Ætternisstapa: „þar með fækk-
um vér vort ætterni […] og deyja þar allir vorir foreldrar fyrir utan
alla sótt og fara þá til Óðins,
og þurfum vér af engu voru
foreldri þyngsl að hafa né
þrjósku því að þessi sæld-
arstaður hefir öllum verið
jafnfrjáls vorum ætt-
mönnum…“ Gauta konungi
bregður ekki við þessa fjöl-
skylduhefð og stingur upp á því að Snotra sofi hjá honum um nóttina.
„Hún bað konung því ráða.“
Oft er vitnað til frelsis og sparnaðarráðs fjölskyldunnar á Vestra-
Gautlandi í sömu andrá og til frásagnar úr viðauka Landnámu í
Skarðsárbók: „Óaldarvetur varð mikill á Íslandi í heiðni í þann tíma er
Haraldur konungur gráfeldur féll, en Hákon jarl tók ríki í Noregi. Sá
hefir mestur verið á Íslandi. Þá átu menn hrafna og melrakka, og mörg
óátan ill var etin, en sumir létu drepa gamalmenni og ómaga og hrinda
fyrir hamra. Þá sultu margir menn til bana, en sumir lögðust út að
stela og urðu fyrir það sekir og drepnir.“
Sómamaðurinn Gunnar á Hlíðarenda sýnir eðliskosti sína í miklu
hallæri í Njálu og miðlar „mörgum manni hey og mat og höfðu allir
þeir er þangað komu meðan til var“. Þegar birgðir Gunnars þrýtur fer
hann til Otkels og vill kaupa af honum vistir en Otkell þvertekur fyrir
að láta nokkuð af hendi, dyggilega studdur af Skammkatli sem „var
maður illgjarn og lyginn, ódæll og illur viðureignar. Hann var vinur
Otkels mikill.“ Er ekki ofsögum sagt að þessir tveir vinir séu ein mestu
hrakmenni Íslandssögunnar fyrir að vilja ekki deila vistum í hallæri.
Þegar Njáll á Bergþórshvoli heyrir af vandræðum Gunnars ráðleggur
Bergþóra húsfreyja bónda sínum að bregðast drengilega við og gefa
Gunnari bæði hey og mat. Þakkir Gunnars óma enn í skálaræðum:
„Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona
þinna“ en aldrei hefur spurst til þess að nokkur hafi hreykt sér af lík-
indum við Otkel og Skammkel. Þótt gamlar séu eru fornsögurnar oft
góður áttaviti þegar ekki sést út úr hríðarkófi samtímans.
Rofar til við bókaskápinn
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Sómamaður Góða eðliskosti Gunnars á
Hlíðarenda má sjá í Njálu.
Hinir stóru drættir í heimsmynd okkar tímaeru þeir, að í austri er Kína að rísa meðþann metnað að verða hið leiðandi stór-veldi á 21. öldinni og ryðja Bandaríkjunum
úr þeirri stöðu. Og í ljósi þess að Kína er fjölmennasta
ríki heims með margfaldan íbúafjölda Bandaríkjanna
og þar af leiðandi burði til að verða það ríki í heim-
inum, sem skilar mestri vergri landsframleiðslu, eru
miklar líkur á því að Kína takist að ná því markmiði á
fyrri hluta þessarar aldar.
Það er gömul saga og ný, að efnahagslegu bolmagni
fylgja pólitísk áhrif, hvort sem það er á litla Íslandi
eða á heimsvísu.
Þetta er skýringin á þeim ýfingum, sem verið hafa
um skeið á milli Kína og Bandaríkjanna, og þetta er
skýringin á því að Kína er byrjað að láta finna fyrir
sér í okkar nærumhverfi, það er á norðurslóðum.
Trump vildi að vísu kaupa Grænland af Dönum en
Kínverjar eru kurteisari og kunna sig betur og vildu
fyrir nokkrum árum ná til sín aðstöðu á Grænlandi,
sem gat verið á lausu, þótt ekki yrði af því þá.
En þetta snýst ekki bara um Kína,
heldur Asíu alla.
Í lok september birtist með brezka
blaðinu Financial Times (sem hefur
verið í japanskri eigu síðustu fimm
ár) eins konar „kálfur“, hvort sem það var auglýsing
eða kynningarblað, frá japanska útgáfufyrirtækinu
Nikkei, sem er eigandi Financial Times, þar sem boð-
skapurinn var að 21. öldin yrði öld Asíu.
Þar má segja að sjónarmið Asíubúa hafi birtzt og
samkvæmt því sjónarhorni verður 21. öldin asíska öld-
in. Og frá sjónarmiði Asíubúa snýst það ekki um „bylt-
ingu“ heldur endurreisn Asíu til fyrri áhrifa. Ástæðan
er sú, að af þeim 20 öldum, sem mannfólkið telur til
sögu sinnar, hafi 18 verið aldir Asíu, sem hafi á því
tímaskeiði staðið undir helmingi af vergri landsfram-
leiðslu heimsbyggðarinnar.
Hvernig tókst Evrópu að komast í lykilstöðu á
heimsvísu á 19. öld? Frá sjónarhorni starfsmanna
Nikkei voru tvær ástæður fyrir því. Önnur var iðn-
byltingin, sem væntanlega flestir geta verið sammála
um, en hin nýlendustefnan (sem gömlu nýlenduveldin
taka áreiðanlega ekki undir) sem í raun fólst í því að
fara ránshendi um auðlindir annarra þjóða víða um
heim og m.a. á fiskimiðunum við Íslands strendur.
Nikkei telur að Asía sé nú í sömu sporum og Banda-
ríkin hafi verið í upphafi 20. aldar; efnahagslegur risi
en pólitískur dvergur. Það hafi tekið tvær heimsstyrj-
aldir fyrir Bandaríkin að verða hið leiðandi stórveldi í
heiminum og ýta Evrópu til hliðar.
Nú séu Bandaríkin byrjuð að gefa eftir í því hlut-
verki og skapi með því tómarúm og Nikkei spyr, hvort
Asíuríkin muni fylla það tómarúm og hvort menning-
arleg áhrif þeirra á heimsbyggðina verði jafn mikil og
Evrópu og Bandaríkjanna síðustu 200 ár. En – svo er
því bætt við að fá Asíuríki vilji að Kína ráði öllu í
þeirra heimshluta. Og það er rétt. Mörg þeirra halla
sér að Bandaríkjunum í von um að þau muni koma í
veg fyrir að Kínverjar nái markmiðum sínum.
Þessi nýju viðhorf í alþjóðamálum eru lítið rædd hér
á Íslandi. Þingmenn og stjórnmálaflokkar sýna þeim
lítinn áhuga.
Frá stofnun lýðveldis á Íslandi höfum við Íslend-
ingar notið eins konar verndar Bandaríkjamanna. Við
höfum notið þess með ýmsum hætti og kannski mest í
þorskastríðunum við Breta, þegar að lokum var hringt
frá Washington til London og sagt að nú væri nóg
komið.
En hver verður okkar bakhjarl, ef og þegar að því
kemur að við finnum fyrir þrýstingi frá Kína? Er
kannski komið að því? Hér hefur áður verið vakin at-
hygli á ítrekuðum athugasemdum frá sendiráði Kína á
Íslandi, sem birtzt hafa hér í Morgunblaðinu og eru
óvenjulegar svo að vægt sé til orða
tekið.
Getum við reitt okkur á stuðning
Bandaríkjanna við slíkar aðstæður?
Svarið við þeirri spurningu er
óljóst, þar til úrslit forsetakosninganna í Bandaríkj-
unum í byrjun nóvember liggja fyrir.
Vafalaust eru ESB-sinnar hér þeirrar skoðunar, að
við eigum að halla okkur að ESB. En það ríkjabanda-
lag gat ekki einu sinni stöðvað hernaðarátök í bak-
garði sínum á Balkanskaga. Þá þurftu Bandaríkin að
koma til sögunnar.
Það er tímabært að hér verði farið að ræða þessi
viðhorf, bæði innan og utan Alþingis. Kínverjar fara
hljótt um heimsbyggðina en áhrif þeirra aukast jafnt
og þétt, eins og sjá má í Afríku.
Fram undan er landsfundur Sjálfstæðisflokks og
sambærilegur fundur Samfylkingar, hvenær svo sem
af þeim getur orðið vegna faraldursins. Verða þessi
nýju viðhorf rædd þar? Má búast við að þessir tveir
flokkar móti afstöðu sína til þessara breyttu viðhorfa
á landsfundum sínum?
En auðvitað er það svo, að þessi nýja heimsmynd
snýst ekki bara um pólitík. Hún snýst líka um við-
skipti. Það er augljóst að búast má við vaxandi vel-
megun í Asíu á næstu áratugum, sem ætti að leiða til
þess að Asíuríkin öll verði eftirsóknarverður mark-
aður fyrir fiskafurðir frá Íslandi og kannski landbún-
aðarafurðir að einhverju leyti líka. Íslenzkt skyr er
komið á markað í Japan og markaðsátak að hefjast í
Kína.
Það er hins vegar ljóst að við ráðum ekki ein við
risaveldið í austri. Til þess þurfum við bakhjarla - ekki
bara bakhjarl.
Þess vegna skal enn ítrekuð sú skoðun, sem hér hef-
ur verið sett fram áður, að við eigum að leggja meiri
rækt við pólitísk samskipti okkar við Þýzkaland.
Þjóðverjar eru öðrum þjóðum líklegri til að hafa
skilning á þessum vanda okkar.
Nonna-sögurnar svífa þar enn yfir vötnum.
Er öld Asíu að ganga í garð?
Hver verða áhrif þess
á Norðurslóðum?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Þegar á níunda áratug síðustu ald-ar var einu sinni sem oftar rætt
af miklum móði á Alþingi um, hvað
gera mætti fyrir þjóðina, hallaði Geir
Gunnarsson, þingmaður Alþýðu-
bandalagsins, sér að sessunaut sínum
og sagði í lágum hljóðum: „Er ekki
líka rétt að biðja um sérstaka veður-
stofu, sem spáir aðeins góðu veðri?“
Þetta atvik rifjaðist upp fyrir mér,
þegar ég sá í miðborginni sóðalegt
veggjakrot eftir ákafafólk, sem hafna
vill lýðveldisstjórnarskránni frá 1944.
Lýðveldisstjórnarskráin var eins
og lög gera ráð fyrir samin af Alþingi,
en borin undir þjóðina í atkvæða-
greiðslu hinn 23. maí 1944. Kjörsókn
var 98%, og greiddu 98,3% atkvæði
með stjórnarskránni, en hún átti upp-
runa sinn í stjórnarskrá þeirri, sem
Kristján IX. færði Íslendingum á þús-
und ára afmæli Íslandsbyggðar 1874.
Sú stjórnarskrá var ein hin frjálsleg-
asta í Norðurálfunni, enda Norð-
urlönd þá sem nú að mörgu leyti til
fyrirmyndar um stjórnarfar. Stendur
réttarríkið óvíða traustari fótum. Til
samanburðar má nefna, að kjörsókn
var svo dræm 2012 um uppkast
veggjakrotaranna að stjórnarskrá, að
aðeins mælti um þriðjungur atkvæð-
isbærra kjósenda með því, að Alþingi
hefði það til hliðsjónar, ef og þegar
það endurskoðaði stjórnarskrána.
En til hvers eru stjórnarskrár?
Þeir fræðimenn, sem dýpst hafa
hugsað um það mál, svara: Það er til
að skilgreina, hvaða mál þykja svo
mikilvæg, að reglum um þau verði
ekki breytt í venjulegum atkvæða-
greiðslum. Dæmi er málfrelsið.
Meiri hlutinn gæti komist í tíma-
bundna geðshræringu og viljað
svipta óvinsælan minnihlutahóp mál-
frelsi, en stjórnarskráin bannar það.
Annað dæmi er friðhelgi eignarrétt-
arins.
Stjórnarskrár eru fáorðar, gagn-
orðar og skýrar yfirlýsingar um,
hvernig fara skuli með valdið, svo að
hugsanleg misnotkun þess bitni sem
minnst á einstaklingum. Eins og skip
eru smíðuð til að standast vond veð-
ur, eru stjórnarskrár samdar til að
standast misjafna valdhafa. Við höf-
um ekkert að gera við veðurstofu,
sem spáir aðeins góðu veðri, og því
síður höfum við not fyrir stjórnar-
skrá, sem er ekkert annað en óska-
listi um, hvað ríkið eigi að gera fyrir
borgarana, eins og veggjakrot-
ararnir í miðborginni krefjast. Nær
væri að hafa áhyggjur af því, hvað
ríkið getur gert borgurunum.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Veggjakrot eða
valdhömlur?