Morgunblaðið - 17.10.2020, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020
Bókið
skoðun
Hafnargata 29, í miðbæ Keflavíkur
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Nýjar fullbúnar íbúðir í vönduðu fjölbýli.
Sjávarútsýni í meirihluta íbúða.
Stæði í bílakjallara fylgir öllum íbúðum.
Verð frá kr. 44.900.000
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Þar féll Noregur. Í fimmtuumferð Altibox-mótsins íStafangri í Noregi tapaðiMagnús Carlsen fyrir Pól-
verjanum Jan-Krzystof Duda en fyr-
ir þá skák hafði Norðmaðurinn teflt
125 kappskákir í röð án þess að tapa.
Met sem seint verður slegið. Þegar
horft er til þess að nær allar þessar
skákir voru tefldar við bestu skák-
menn heims þá er þetta auðvitað
magnað afrek. Fyrra metið átti rúss-
neski stórmeistarinn Tiviakov sem
árið 2005 hafði teflt 110 kappskákir
án taps þegar sá ferill var rofinn. En
mótstaðan var dálítið önnur í hans
tilviki. Kínverjinn Liren Ding tefldi
100 skákir án taps fyrir nokkrum
misserum. Mikhael Tal átti þessi
met á síðustu öld, 84 skákir án taps,
1972-’73 – og ári síðar 95 skákir án
taps.
Altibox-mótið 2020; 5. umferð:
Jan-Krzystof Duda – Magnús
Carlsen
Svartur hafði látið skiptamun af
hendi fyrir óljósar bætur. Í þessari
stöðu kom stóri afleikurinn. Svartur
gat haldið jafnvægi með 21. … Rg4
en af einhverjum ástæðum valdi
hann 21. … h4? Pólverjinn svaraði
með 22. h3! og þegar fram í sótti
sagði liðsmunurinn til sín. Skákinni
lauk eftir 63 leiki.
Magnús tapaði fyrir Aseranum
Mamedyarov á skákmótinu í Biel á
miðju sumri 2018 og þá hófst þetta
taplausa tímabil; 44 sigrar og 81
jafntefli. Það er athyglisvert að
Magnús hefur helst komist í tap-
hættu gegn skákmönnum sem
standa utan hóps helstu „við-
skiptavina“.
Þar sem mótið í Noregi fer fram
eftir óvenjulegu fyrirkomulagi
mættust Magnús og Duda aftur í
næstu umferð og Magnús vann í að-
eins 26 leikjum. Hann vann síðan
heillum horfinn landa sinn, Tari
Aryan, í 8. umferð og náði forystu.
Mikið var undir í toppslag níundu
umferðar er Magnús mætti „heit-
asta“ skákmanni heims, hinum land-
lausa Alireza Firouzja.
Niðurlag þessarar skákar sýnir að
Firouzja á enn margt ólært. Eftir
byrjunina var staðan nánast sam-
hverfa og í algeru jafnvægi og hefðu
margir slíðrað sverðin en Magnús
unir sér vel í slíkum stöðum. Smátt
og smátt náði hann örlítið betra tafli,
vann peð, en það virtist ekki ætla að
duga. Upp kom peðsendatafl en
Firouzja virtist alveg kunnugur
leyndardómum hins fjarlæga and-
spænis:
Altibox-mótið í Noregi 2020, 9.
umferð:
Alireza Firouzja – Magnús Carl-
sen
Fjarlægu andspæni er náð með
69. Kd2! Það má nota önnur hugtök
yfir þetta lykilatriði og eitt sem
kemur upp í hugann var skáksnill-
ingi Persa, As-Suli, sem uppi var
fyrir meira en þúsund árum, vel
kunnugt eins og rakið var í grein hér
í blaðinu fyrir nokkrum árum og
snýst um að þegar reitirnir „kallast
á“ er hægt að ná jafntefli. Atburða-
rásin gæti orðið 69. … Kc5 70. Kc3
Kc6 71. Kc2 Kb7 72. Kb3 Kb6 73.
Kb4 Kc7 74. Kc3 Kd6 75. Kd2 Kc6
76. Kc2 o.s.frv.
Þess í stað lék Firouzja 69. Kc3 og
eftir 69. … Kc5 hafði svartur náð
andspæni og eftirleikurinn auðveld-
ur enda gafst hvítur upp.
Með þessu tryggði Magnús sér
sigur í mótinu. Varðandi stöðuna
fyrir lokaumferðina ber að geta þess
að jafntefli í kappskák kallar á
bráðabanaskák sem gefur ½ vinning
til viðbótar við þann eina vinning
sem þegar var kominn í hús. Þrjú
stig voru gefin fyrir sigur í kapp-
skák:
1. Magnús Carlsen 19½ v. 2. Fir-
ouzja 15½ v. 3. Aronjan 14½ v. 4. Ca-
ruana 14 v. 5. Duda 9½ v. 7. Tari 2½
v.
Loks tapaði Magn-
ús. 125 kappskákir
í röð án taps
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Heimasíða Altib
Toppslagur Firouzja hinn landlausi teflir undir fána FIDE í Stafangri.
Steinvör Sighvatsdóttir lést
17. október árið 1271, en hún
var af Sturlungaætt og hennar
er getið í Skáldatali Eddu eftir
Snorra, þar sem hún er sögð
húsfreyja á Keldum á Rang-
árvöllum ásamt manni sínum
Halfdani Sæmundssyni sem
var sonur Sæmundar Jóns-
sonar í Odda. Steinvör var
dóttir Sighvatar á Grund og
Halldóru Tumadóttur, og
hennar er víða getið í heim-
ildum sem bera því vitni að hún
hafi verið vel metin af sam-
ferðafólki sínu og þótt skör-
ungur mikill. Í deilumáli Þórð-
ar kakala, bróður hennar, við
sunnlenska bændur 1242 var
ákveðið að hún skyldi dæma í
málum þeirra ásamt Sigvarði
Skálholtsbiskupi og hafa úr-
slitaorð ef dómur væri ekki
samróma.
Heimildir segja Steinvöru
hafa verið skáldmælta, en mest
af kveðskapnum hefur glatast.
Í Skáldkonum fyrri alda, eftir
Guðrúnu P. Helgadóttur, er ein
vísa eftir Steinvöru þar sem
hún kveður um draum sem sé
fyrirboði Örlygsstaðabardaga.
Í draumnum kemur hún að
eyðitröð þar sem liggur manns-
höfuð á garði.
Sit ek og sék á
svarit Steinvarar:
Hví liggr hér á vegg
höfuð í örtröð?
Það er synd að ekki liggi
meiri skáldskapur eftir Stein-
vöru, bróðurdóttur Snorra
Sturlusonar.
Merkir Íslendingar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Steinvör Sig-
hvatsdóttir
Atvinna
Um netheima fer nú
eins og fíll í postulínsbúð
hreyfing sem kennir sig
við hina „nýju stjórn-
arskrá“. Fáir sem búa
yfir þeim munaði að
hafa stuttbylgju- eða
nettengingu hafa farið
varhluta af tilvist hreyf-
ingarinnar, enda hafa
margir helstu listamenn
og áhrifavaldar séð um
að valda sem mestum áhrifum með
hispurslausum og ákveðnum skila-
boðum um að „ný stjórnarskrá“ sé það
eina sem þjóðin þarf á að halda. Þetta
er í sjálfu sér gott og gilt enda göfugt
að berjast fyrir bættu þjóðfélagi og
skal taka ofan fyrir þeim sem hætta
sér út í þann leðjuslag sem einkennir
pólitíska (popúlíska) umræðu þessi
dægrin. Mig hefur þó ítrekað rekið í
rogastans við áheyrn áróðurs hreyf-
ingarinnar, horft forviða í gaupnir mér
og spurt: Af hverju þarf þó endilega
heila nýja stjórnarskrá?
Eins og hendi sé veifað
Það sem helst hefur truflað mig er
hvernig áheyrandinn er ítrekað skilinn
eftir í lausu lofti og gert að tengja sam-
an punkta, án þess að minnst sé á
hvernig nákvæmlega eigi að komast á
áfangastað. Sem dæmi hefur hreyf-
ingin sett mikinn þunga á að taka auð-
lindir og auðlindaákvæði fyrir. Skila-
boðin eru svo til á þessa leið: „Vissir þú
að til er fullt af fólki sem græðir á fisk-
inum þínum? … við þurfum „nýju
stjórnarskrána“.“ Sneitt er hjá því að
útskýra hvernig peningarnir eiga svo
að enda í vasanum hjá áheyrandanum,
en lagt upp fyrir hann að álykta sem
svo að skrifi hann undir heila stjórn-
arskrá þá muni þetta allt breytast eins
og hendi sé veifað.
Á svipaðan hátt eru sett fram skila-
boð á borð við að „nýja stjórnarskráin“
mæli fyrir um dýravernd og að gild-
andi stjórnarskrá segi „ekki eitt orð
um náttúruvernd“. Lagt er upp fyrir
áheyrandann að hugsa með sér hvurs-
lags gapuxar við Íslendingar hljótum
að vera að mæla ekki fyrir um málið í
stjórnarskrá en sneitt hjá því að nefna
að í gildi séu sérstakir
heilir lagabálkar um bæði
viðfangsefni, lög nr. 55/
2013 um velferð dýra og
lög nr. 60/2013 um nátt-
úruvernd. Þá tekur hreyf-
ingin sömuleiðis sér-
staklega fram að í
gildandi stjórnarskrá sé
hvergi mælt fyrir um
ábyrgð þeirra sem spilla
náttúrunni, en haldið fyrir
utan að slíkt geti þó sam-
kvæmt gildandi rétti sætt
fangelsisrefsingu, t.d. á grundvelli
laga um náttúruvernd og almennra
hegningarlaga.
Unnt að breyta og bæta
Í öllu falli virðist viðkvæðið vera að
„ný stjórnarskrá“ sé það sem muni
breyta öllu á svipstundu. Ofuráhersla
virðist miklu frekar vera á hina „nýju
stjórnarskrá“ en efnislegar breyt-
ingar og haldið fyrir utan jöfnuna að
hægt sé að breyta og bæta gildandi
stjórnarskrá. Hvergi er barist fyrir að
einstök atriði, t.d. auðlindaákvæði eða
ákvæði sem skýra inntak forseta-
valdsins, verði tekin upp í gildandi
stjórnarskrá og enn síður að efnis-
atriði séu tekin fyrir í almennum lög-
um, eins og ætti í mörgum tilfellum
miklu betur við. Ný stjórnarskrá,
hundrað og fjórtán ný ákvæði, er eina
leiðin og því verður ekki haggað.
Það skal tekið fram að ég er hvorki
andvígur stjórnarskrárbreytingum né
hugmynd um nýja stjórnarskrá. Ég tel
þó réttast að stíga varlega til jarðar
þegar talið berst að því að leiða í lög
heila „nýja stjórnarskrá“, sem er í
mörgum tilvikum einungis gildandi
stjórnarskrá endurorðuð, og skapa þar
með hættu á að kollvarpa viðurkenndri
dómaframkvæmd og varpa fyrir róða
þekktri túlkun stjórnarskrárinnar.
Og svarið er:
Ný stjórnarskrá
Eftir Teit
Gissurarson
»… virðist viðkvæðið
vera að „ný stjórnar-
skrá“ sé það sem muni
breyta öllu á svipstundu.
Teitur Gissurarson
Höfundur er meistaranemi í lögfræði
og laganemi hjá LEX.